Þjóðviljinn - 20.05.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. maí 1983
......
»IX—(A
Tölvuspil og leiktæki
Bamaverndarráö íslands
boðaði til málþings um tölvuspil
og leiktækjasali mánudaginn
16. maí síðastliðinn. Til
þingsins var boðið fólki með
sérstaka reynslu og þekkingu á
þessum málum og var
markmiðið að efla
skoðanaskipti og fá fram
tillögur um hvert og þá hvernig
rétt væri að bregðast við
tölvuspilum og leiktækjasölum.
Höfð skyldu í huga viðbrögð
barna og unglinga, foreldra og
verkalýðssamtaka og
sveitarstjórna og löggjafans.
Fjögur framsöguerindi voru flutt
á málþinginu og að þeim loknum
tók við starf í umræðuhópum, sem
skiluðu síðan áliti.
Bernharður Guðmundsson,
fréttafulltrúi, tók saman í stuttu
máli þá sameiginlegu þætti, sem
fram komu í umræðuhópunum.
Málþinginu var ekki ætlað að
álykta um málið, heldur fyrst og
fremst efla skoðanaskipti millum
fólks. Hin sameiginlega niðurstaða
málþingsins birtist hér annars stað-
ar á síðunni.
Framsöguerindin fluttu Þórólfur
Þórlindsson, prófessor í félagsfræði
við Háskóla Islands, Guðríður
Ragnarsdóttir, sálfræðingur, Edda
Ólafsdóttir, starfskona Útideildar í
Reykjavík, og Mikael Karlsson,
lektor í heimspeki við Háskóla ís-
lands. Öll fjöllúðu þau um málið
frá nokkuð ólíkum hliðum og verð-
ur gerð grein fyrir erindum þriggj'a
hinna síðastnefndu hér á eftir.
Leiktækjakassar
styrkja ákveðiö
atferli
Guðríður Ragnarsdóttir ræddi
Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi, og Björn Líndal, formaður
barnaverndarráðs íslands hlýða á framsöguerindi. Bernharður tók
saman meginniðurstöður málþingsins, sem hér birtast. (Ljósm. - eik)
Niðurstöður málþingsins:
Tvöfalt siðgæði
varðandi leiktœkin
I. Núverandi aóstæður
Við lifum dögun nýrrar aldar,
tölvualdar, þar sem atvinnulíf
sem einkalíf tölvuvæðist og
skapar margþætta möguleika til
aukins frítíma og athafna í frítím-
anum. Hvernig skal best stjórna
þeim frítíma og hver skal gera
það.
Leiktækjasalirnir eru komnir
og virðast vera einskonar klak-
stöðvar góðs og ills. Þeir eru af
hinu góða, þegar þeir eyða tölvu-
ótta, veita útrás fyrir árásarhvöt
og tengja jafnvel kynslóðirnar.
Hinsvegar er og augljóst að tækin
eru dýr í notkun, færa eigendum
sínum skjótfenginn gróða og hafa
stuðlað að auðgunarbrotum ung-
linga. Félagsleg á hrif þeirra virð-
ast oft vera'mjög neikvæð.
Sá aldur sem sækir leiktækja-
salina mest, 12-15 ára, er fiktald-
urinn sem er að leita að sjálfum
sér, leita eftir samveru og hefur
mikla þörf fyrir leikinn. Krafa
foreldranna við þær aðstæður
hlýtur að vera, að það tómstund-
atilboð sem býðst sé ekki- fíkn-
myndandi. Hinsvegar er og íjóst
að ákveðið hlutfall unglinga kær-
ir sig ekkert um skipulagt æsku-
lýðsstarf og virðist lenda úti í
kuldanum hvað sem að er gert.
Tvöfalt siðgæði ríkir í þeim
málum sem varða leiktækin, á-
kveðin refsilöggjöf er fyrir hendi
varðandi áhættu- og fjárhættuspil
en ekki farið eftir henní, t.d eru
fjárhættuspilakassar Rauða
krossins reknir með sérstakri
heimild dómsmálaráðuneytisins.
II. Meginatriði
Það virðist augljóst að tölvu-
leiktækin, sjopputækin, hafa ver-
ið skipulögð þannig með lögmál-
um námssálarfræðinnar, að
leikmaðurinn ánetjist sem fyrst
og sem lengst. Því er nauðsyníegt
ineð sömu aðferðum að afhjúpa
þessi lögmál og kenna fólki að
skilja þau til þess að tækin þjóni
manninum en hann verði ekki
þræll þeirra.
Ekki væri óeðlilegt að sækja
þyrfti um leyfi fyrir hvert einstakt
leiktæki og þannig tryggt að þau
séu vinsamleg leikmanninum en
niðurlægi hann ekki. Mikil þörf
er á rannsóknum á áhrifum tölvu-
leiktækjanna í íslensku umhverfi
sem hefur slíkan sérleik áð er-
lendar rannsóknir koma ekki að
fullu gagni. Uppgötva þarf hve-
nær prógröm leiktækjanna eru
skaðleg og hvenær uppbyggileg,
h vernig þau valda árráttu, ástríðu
og jafnvel fíkn sem þá veldur því
að dómgreind viðkomandi
breytist svo og hegðun hans.
III. Útfærsla
Ekki er eðlilegt að leiktækin
séu í höndum gróðamanna á ein-
angruðum stöðum heldur séu þau
á félagsmiðstöðvum og bóka-
söfnum í örvandi umhverfi. Þátt-
tökugjaldið sé samræmt, og fari
eftir tímalengd notkunar.
Gróðinn af leiktækjunum sé nýtt-
ur til annars tómstundastarfs.
Reglugerð sú sem nú liggur
fyrir borgarstjórn og þrengir
ákvæðin verulega um rekstur
leiktækjasala virðist horfa til
bóta, sérstaklega þar sem hún
gerir ráð fyrir skyndisviptingu
leyfis, ef ekici er vel að staðið.
Þörf er á fleiri tilboðum til
skapandi tómstundastarfs sem
eru til reiðu allan daginn, en vel-
gengni leiktækjasalanna lýsir ein-
mitt vanrækslu í þeim málum.
Unglingum verði gefinn meiri
kostur á að skipuleggja tóm-
stundastarf sitt og sköpuð verði
aðstaða fyrir meiri samveru for-
eldra og barna í leikjum.