Þjóðviljinn - 20.05.1983, Page 9

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Page 9
Erlendir herir frá Líbanon? Fimmtudagur 19. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Samkomulag á völtum fótum Fulltrúar stjórna (sraels og Líbanons hafa undirritaö samning sín í milli sem miöar aö því aö koma öllu erlendu herliöi á brott úr Líbanon. Samkomulagiö er niðurstaöa af löngu samningaþófi sem Bandaríkja- menn hafa haft mikil afskipti af. En það eru ekki miklar líkur til þess að Líbanir fái að sitja einir í landi sínu fljótlega. ísraelar munu ekki fara nreð her sinn frá suður- hluta landsins, sem þeir hertóku í fyrra, með 25-40 þúsund manna herlið sitt (tölum ber ekki saman) nema að Sýrlendingar fari með um 40 þúsund manna her sinn frá norður- og austurhéruðum lands- ins. En þar eru einnig nokkrar þús- undir Palestínumanna undir vopn- um. Og Sýrlendingar hafa hafnað því að eiga aðild að samkomulagi Líbanonstjórnar við höfuðóvininn. Þeir minna á það, að þeir séu með allt öðrum hætti inn í Líbanon komnir en ísraelskir innrásarmenn - Sýrlendingar sendu árið 1976 lið inn í landið sem átti að sinna friðargæslustörfum. Og ísraelar ætla sér ekki að fara suður yfir landamærin nema Sýrlendingar fari. Málið sýnist í sjálfheldu. Á vinningur ísraels? í fljótu bragði sýnist samningur- inn ekki gefa ísraelum mikil fríðindi, eins og Sýrlendingar kvarta yfir. Þeir eiga að vísu að fá að hafa í suðurhluta landsins um fimmtíu eftirlitsmenn úr ísraelska hernum, sem eiga undir umsjá Lí- banonhers að fylgjast með hugsan- legum ferðum vopnaðra Palestínu- manna. Og þeir fá ekki þann friðarsamning sem Begín vildi knýja Líbani til að gera. En á hinn Gemayel Líbanonforseti (t.h.) með Shultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. bóginn fá ísraelar með samningi þessum annan formlegan samning um einhverskonar sambúð án ó- friðar við arabískt ríki - og þar með hefur staða þeirra í arabískum heimi sem harðastir eru í af- stöðunni til ísraels versnað nokk- uð. Sömuleiðis versnar staða PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, ef að liðsmenn þeirra neyðast einnig til að fara frá þeim hluta Líbanons sem Sýrlendingar ráða yfir. Staða Gemayels Samningurinn minnir um leið á vissa þróun sem átt hefur sér stað í Líbanon sjálfu. Amin Gemayel, þótt kristinn maroníti sé, hefur notið allmikils fylgis ýmissa hópa múhameðstrúarmanna í Líbanon við samningaviðleitni sína að undanförnu. Sú samstaða ber vott um vaxandi líbanska þjóðernis- kennd, sern beinist gegn öllum þeim, senr landsmenn telja trufla frið í landinu og valda þeim eilífu átökurn og bardögum sem hafa tekið þungan skatt í blóði undan- farin ár. Gegn ísraelunr og Sýr- lendingunr og Palestínumönnum. Gemayel þykir að því leyti hafa staðið sig þolanlega í samningum um brottför erlendra herja, að hann hafi hvorki beygt sig fyrir sérþörfum ísraela né Sýrlendinga.. Andstaðan Hinu er ekki að neita, að því fer fjarri að Gemayel og Sjafik el- Wassan forsætisráðherra hafi eins- konar þjóðareiningu á bak við sig í þessu máli. Öflugir pólitískir for- ingjar á hernámssvæði Sýrlendinga eru andvígir Gemayel og samning- num við Israel. Ekki aðeins Kar- ame fyrrum forsætisráðherra og einn af leiðtogum súnníta í Líban- on, heldur og einn af foringjum kristinna hægrimanna, Frandjieh fyrrum forseti - sá sem kallaði á Sýrlendinga 1976 - þá til að aðstoða við að kveða niður sveitir vinstrisinna líbanskra og Palestínu- manna! Það eru því enn forsendur fyrir því, að borgarastríð brjótist út í landinu að nýju - eins þótt Sýr- lendingar og ísraelar yrðu á brott með her sinn. Sýrlendingar Sýrlendingar hafa stundum látið Palestínumenn í Bekaadal (efri myndin) og ísraelar (neðri mynd) eru við öllu búnir. að því liggja að þeir væru reiðubún- ir að fara frá Líbanon ef Israelar verða á brott þaðan. Ástæðurnar fyrir því að þeir hafna slíku sam- komulagi nú geta verið inargar. Má vera að þeir vilji eftirlitsréttindi í austurhlutanum á borð við þau sem ísraelar eiga að fá í suðurhlut- anum. Má vera, að þeir vilji fá ara- bísku olíuríkin til að auðvelda þeim undanhald frá Líbanon ef ísraelar verða á brott þaðan. Ástæðurnar fyrir því að þeir hafna slíku sam- komulagi nú geta verið margar. Má vera að þeir vilji eftirlitsréttindi í austurhlutanum á borð við þau sem ísraelar eiga að fá í suðurhlut- anum. Má vera, að þeir vilji fá ara- bísku olíuríkin með umtalsverðri hernaðaraðstoð. Og nrá vera að Sýrlendingar vilji hætta á staðbundið stríð við ísraela í Beka- adal. Peir sem benda á þann mögu- leika minna á að Sovétmenn hafi sent vopn og hernaðarráðgjafa í vaxandi mæli til Sýrlands að undanförnu, einnig boði það ekk- ert gott, að fjölskyldur sovéskra sendiráðsstarfsmanna hafi verið fluttar frá Damaskus. Líklegast er þó, að það sem eink- um vakir fyrir Sýrlendingum sé að fallast ekki á neinskonar sam- komulag um Líbanon þar sem Isra- el kemur við sögu nema að Golan- hæðirnar séu teknar með í dæmið. Golanhæðirnar hafa verið her- numdar af ísraelsmönnum síðan í sex daga stríðinu - og Begin inn- limaði þær í ísrael í hitteðfyrra. Áróðursstríð um Líbanon er í fullum gangi - og gæti því miður verið stutt í að á eftir fylgi ekki aðeins smáskærur, eins og þegar berast fregnir af, heldur meirihátt- ar vopnaviðskipti. Reisa 20 vísindamannaborgir:_ Japanlr ætla sér forystu í tækniþróun Japanir, sem hafa oft fengið aö heyra glósur um það, aö þeir flytji inn þekkingu eöa steli sér tækninýjungum, ætla aö skjóta öllum þjóðum öðrum ref fyrir rass í tækniþróun. Samkvæmt áætlun stjórnvalda veröa byggðar upp í námunda við Tokyo tuttugu vísinda- mannaborgir sem eiga aö tryggja Japönum forystu í flestum greinum háþróaðrar tækni um næstu aldamót. Fyrsta vísindaborgin er þegar risin, Tsukuba, og búa þar um 50 þúsund vísinda- og tæknimenn. Er þetta mun stærri byggð en Aka- demgorodok í Siberíu, sem hefur orðið að einskonar fyrirmynd um vísindamannabæi, en þar eru um 7000 vísindamenn að störfum. Og Japanir fara ekki að með neinni hálfvelgju - frásagnir herrna, að það sé lítið hægt annað að gera við tímann í Tsukuba en að rannsaka og hugsa málin. Þar eru engin kvikmyndahús, ekkert leik- hús, engin bókabúð sem rís undir nafni. „Ekkert nema könnuðir, blandandi saman hættulegum efn- um og rottur geldandi“ eins og segir í háðsbréfi frá íbúunum. Völdu 14 svið En þetta er, sem fyrr segir, aðeins byrjunin. Nítján slíkar byggðir eiga að rísa í viðbót. Þar á að vinna það starf sem tryggir að Japanir verði óháðir erlendri vís- indaþekkingu og ekki eins háðir og nú þreytandi viðskiptaskærum út af neysluvörum á borð við ljós- myndavélar, bíla, myndbandatæki og armbandsúr. Einn talsmanna áætlana stjórn- valda um þessi mál segir á þá leið, að framtíð hins hráefnasnauða lands Japans sé í eigin þróun hinnar kröfuhörðustu tækni. í framhaldi af þessu hafa ráðuneytin sett saman list yfir þau fjórtán svið sem mest er talið um vert að ná árangri á. Hér er um að ræða hálfleiðara og tölvur, fasasjóntækni og rafeinda- búnað fyrir heilbrigöisþjónustu, lyfjaiðnað og líffræðitækni, flug- vélasmíði og geimferðatækni. í hverri tækniborg munu menn sýsla við þrjár til fimm greinar og rannsóknastarfið verður svo tengt við nýtískulegustu verksmiðjur sem eiga að tryggja það að vísinda- starfið skili sér í arðbærri vöru. Aðrir skelfast Makio Takeshita frá Iðnaðar- og verslunarráðuneytinu segir að með þessu móti muni útflutningssókn Japana „færast á hærra plan“. Eins og að líkum lætur eru aðrar iðnaöarþjóðir ekki sérlega hrifnar af þessari framtíðarsýn, allra síst Bandaríkjamenn. Þeir þykjast eiga í nógum erfiðleikum með japanska bíla og vídeotæki á sínum markaði þótt ekki bætist við japanskar flug- vélar og annar óvihafagnaður. Há- skólamenn bandarískir vara nú þegar við því, að Japanir framleiði helmingi fleiri verkfræðinga á ári hverjuen bandarískir háskólar-en hugga sig svo viö það, að uppbygg- ing japanskra fyrirtækja og ýmsar sérstæðar hefðir takmarki sjálf- stæði og frumkvæði japanskra vís- indamanna og hafa sumir þeirra ráðið sig til Bandaríkjanna. Aðstæður breytast Sem fyrr segir voru Japanir lengi vel innflytjendur tækni fyrst og fremst. A þrjátíu ára skeiði, frá 1950 til 1980, urðu Japanir að kaupa erlendis um 30 þúsund fram- leiðsluleyfi fyrir alls um tíu milj- arða dollara. En það var áreiðan- lega verslun sem borgaði sig - fyrir alla þessa tækni borguðu Japanir ekki nema sem svarar 20% af þeirri upphæð sem Bandaríkjamenn kosta til rannsókna á ári hverju nú um stundir. Hafa ménn kallað þetta mestu reyfarakaup sögunnar. Smám saman hefur ástandið breyst og Japanir hafa byrjað að flytja út þekkingu, ekki síst tengda tölvubyltingunni. Yfirmaður raf- eindarisans Sony segir: „Við erum ekki aumir eftirapendur. Við höf- um lært mikið af Vesturlöndum, en nú geta Vesturlönd lært af okkur..." áb tók saman.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.