Þjóðviljinn - 20.05.1983, Síða 12

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Síða 12
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. maí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGID Frá Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Friðarvaka um hvítasunnu. Æskulýðsfylkingin hefur fyrirhugað að efna til hópferðar á Snæfellsnes um hvítasunnuna. Haldið verður til í félagsheimilinu Skildi við Stykkishólm og farið þaðan í skoðunarferðir um nágrennið undir leiðsögn heimamanna. Svo verða friðarmálin rædd á samkomum í félagsheimilinu. Farið verður á laugardaginn 21. maí og komið til baka á mánudeginum 23. mai. Verði verður mjög stillt í hóf. Þeir ungu sósíalistar sem hefðu áhuga á að koma með eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku í síma: 17500. - Dagskrá auglýst nánar síðar í Þjóðviljanum. - Undirbúningsnefnd. Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til fundar í félaginu, fimmtu- daginn 26. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Tillaga kjörnefndar um stjórn félagsins og endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins frá og meö þriöjudeginum 24. maí. - Stjórn ABR. 5. deild - Breiðholt Aðalfundur 5. deildar Alþýöubandalagsins í Reykjavík, Breiöholtsdeildar, verður haldinn þriðjudaginn 24. maí nk., kl. 20.30. Fundurinn verður hald- inn í nýju Menningarmiðstöðinni við Geröuberg. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. - Stjórn 5. deildar. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur veröur haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 23. maí (annan hvítasunnu) kl. 20.30 í Lárusarhúsi. - Mætið vel og stundvíslega. Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur Stjórn Alþýöubandalagsins í Reykjavík boðar til aöalfundar í félaginu, fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30 aö Hverfisgötu 105. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síð- ar. Tillaga kjörnefndar um stjórn félagsins og endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með þriðjudeginum 24. maí - Stjórn ABR. Frá tónlistarskóla Kópavogs Skólanum veriður slitið í Kópavogskirkju laugardaginn 21. maí kl. 11.00 f.h. Skólastjóri 24 létust í umferðar- slysum í fyrra — alls slösuðust 744 Umferðarráð hefur gefið út bráðabirgðatölur um slys í umferð- inni í fyrra. Það er athyglisvert að þessar tölur breytast tiltölulega Íítið á milli ára, en þó fer fjöldi slasaðra vaxandi og hafa aldrei ileiri slasast í umferðinni en í fyrra. Gífurleg aukning á fjölda ökutækja spilar þar stóra rullu. í fyrra slösuðust í umferðinni 744, en 1981 voru þeir 707. Árið 1980 slösuðust 686 og árið 1979 slösuðust 588. í fyrra létust 24 í umferðinni en tala látinna í um- ferðinni breytist sáralítið milli ára. Á 7 ára tímabili létust mest 37 í umferðinni árið 1977, en minnst 19 manns árið 1976. Karlar slasast mun oftar en konur. í fyrra slös- ■ uðust 479 karlar, en 289 konur. Meiri háttar meiðsli í umferðinni í fyrra voru 349 og minni háttar slys voru 395. Áfangar komnir út Tíunda tölublað tímaritsins Áfangar er nýkomið út. Efni rits- ins er fjölbreytt að vanda. Birt er litmyndasyrpa úr Flatey á Breiðafirði, grein um þjóðgarðinn í Skaftafelli prýdd stórum og fögrum litmyndum, grein um vélsleðaferð um hálendi lslands ásamt gullfallegum lit- myndum. Þá er grein um jarð- fræði íslands og síðast en ekki síst er í þessu tölublaði samantekt um ferða- og náttúruverndarmál á ís- landi. Fram kemur í þessari samantekt að um 170.000 manns ferðuðust um ísland síðasta sum- ar. Birtir eru úrdrættir úr fróð- legum skýrslum landvarða á hin- um ýmsu ferðamannastöðum, en í þeim kemur fram hversu gífur- lega yfirgripsmikið starf land- varða er, og að ferðamál og nátt- úruverndarmál eru að miklu leyti afskipt af hálfu hins opinbera. Friöarvaka um hvítasunnu Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins boðar til mikilla aðgerða um Hvíta- sunnuna. Það er: Hópferð á Snæfells- nes. Gist verður í félags- heimilinu Skildi í Helga- fellssveit. Þar verða rædd friðar- og afvopnun- armál og höfð uppi ýmis skemmtan á kvöldvökum. Frá félagsheimilinu verður farið í skoðunarferðir á fal- lega staði á nesinu undir leiðsögn heimamanna. Dagskrá (í gróf- um dráttum) Laugardagur 21. maí kl. 9.00 Brottför frá flokks- miðstöð Alþýðubandalags- ins Hverfisgötu 105. - 13.00 Komið að Skildi - 14.00 Skoðunarferð - 19.00 Kvöldverður - 21.00 Friðarvaka, spjall um friðar og afvopnunar- mál. Glens og gaman. Sunnudagur 22. maí kl. 12.00 Hádegisfriður - 14.00 Skoðunarferð - 20.00 Kvöldverður - 22.00 Kvöldvaka undir beru lofti ef veður leyfir Mánudagur 23. maí kl. 13.00 Tiltekt og brottför - 17.00 Komið til Reykja- víkur Tvær heitar máltíðir eru innifaldar (laugardags- og sunnudagskvöld) en annan mat verður hver og einn að hafa með sér. Fyrir utan svefnpokann væri æskilegt að fólk hefði með sér litla dýnu. Og svo er að sjálf- sögðu góða skapið alltaf með í förum. Verð er áætlað u.þ.b. kr. 600. Allir ungir og hressir sósíal- istar eru eindregið hvattir til að koma með og tilkynna þátttöku í síma 17500 í síð- asta lagi í kvöld. Sjáumst hress og kát. Undirbúningshópur Til félagsmanna Bygginga- samvinnufélags Kópavogs í ráöi er að stofna byggingaflokk innan fél- agsins til aö hefja byggingu á 16 raðhúsum við Sæbólsbraut 1-31, sem eru til úthlutunar hjá Kópavogsbæ, ef næg þátttaka fæst. Vak- in er athygli á, að umsóknarfrestur hefur vegna þessa verið framlengdur til 30. maí n.k. Þeir félagsmenn sem óska að vera með í þessum byggingaáfanga skulu snúa sér til skrifstofu félagsins, þarsem umsóknareyðu- blöð og byggingaskilmálar liggja einnig frammi. Við úthlutunina mun bærinn taka tillit til bú- setu, fjölskyldustærðar og fjármögnunar- möguleika, en auk þess aðildar að Byggingasamvinnufélagi Kópavogs, vegna staðsetningar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Byggingasamvinnufélags Kópavogs, Nýbýlavegi 6. Opið alla daga milli kl. 12 og 16. Stjórn Byggingasamvinnufélags Kópavogs Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða læknaritara á bæklunar- deild sjúkrahússins. Um heilsdags starf er að ræða. Góð íslenskukunnátta og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir læknafulltrúi bæklunar- deildar, Kolbrún Magnúsdóttir (sími 96- 25064). Umsóknum sé skilað til fulltrúa fram- kvæmdastjóra eigi síðar en 10. júní n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri Staða yfirlæknis á Svæfinga- og Gjör- gæsludeild F.S.A. er laus til umsóknar. Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra F.S.A., sem gef- ur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Alliance Francaise Framhalds aðalfundur verður haldinn mið- vikudaginn 25. maí kl. 20.30 að Laufásvegi 12 II. hæð. Stjórnin A/ið þökkum af alhug öllum þeim sem minntust Björns Eiríkssonar frá Sjónarhóli, Hafnarfirði, við andlát og útför hans. Ykkar hlýhugur var okkur mikils virði. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jónsdóttir og börnin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.