Þjóðviljinn - 20.05.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Page 15
Föstudagur 20. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 RUV © frá lesendum 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Bernharður Guðmundsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að guði" eftir Gunnar M. Magnúss. Jóna Þ. Vernharðsdóttir lýkur lestrinum. 9.20 Leikfimi. Tilkynnfngar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (utdr.). 10.35 „Mér voru fornu minnin kær". Einar Kritjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.05 „Ég man þá tíð“. Lög frá liðnum árum. Umsjón Hermann Ragnar Stefánsson. 11.35 Frá norðurlöndum. Umsjónarmaður: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar, Á frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Gott land" eftir Pearl S. Buck I þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar og Magnúsar Magnússonar. Kristín Anna Þórarinsdóttir les (4). 15.00 Miðdegistónleikar Kristin Merscherog Sinfóníuhljómsveit Berlínarútvarpsins leikar „Rondo brillante" í Es-dúr fyrir píanó og hljómsveit eftir Felix Mendelssohn; Marek Janowski stj. I Filharmóníusveitin i Los Ang- eles leikur „Orustuna við Atla Húnakonung" ettir Franz Liszt; Zubin Metha stj. / Placido Domingo syngur með Fílharmóníusveitinni í Los Angeles ariur úr óperum eftir Giacomo Meyerbeer og Georges Bizet; Carlo Maria Guilini stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá æskuárum frægra manna ettir Ada Hen- sel og P. Falk Rönne. „Undir gömlu eikinni", saga um Oliver Cromwell. Ás- tráður Sigursteindórsson les þýðingu sína (15). 16.40 Litli barnatiminn. Stjórnandi: Gréta Ol- afsdóttir (RÚVAK). 17.00 Með á nótunum. Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar- menn: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 „Ungfrú Samba og herra Jass“ Tania Maria Correa Reis og Niels Henning Örsted Pedersen syngja og leika í útvarpssal. - Kynnir: Vernharður Linnet. (fyrri hluti). 21.40 „Hve létt og lipurt“ Fimmti þáttur Hö- skuldur Skagfjörð. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Örlagaglíma" eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Höfundur les (17). 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. 03.00 Dagskrárlok. Tap F ramsóknar Eðlilega liggur Framsókn nú og sleikir sár sín, er hún hlaut í síð- ustu kosningum. Einnig hlýtur hún að leita svara við hinu mikia tapi sem flokkurinn hlaut. Skyldi flokkurinn leiða huga að því að þctta gæti stafað af innviðum flokkins sjálfs, t.d. herstöðvamál- ið? Frá upphafi hefur hann þóst vera á móti hersetu hér á landi, en svo í hvert sinn hefur andstaða við herinn gufað upp og fylgi hans við herinn sífellt virst aukast. Guðmundur Þórarinsson hét einn alþingismaður Framsóknar og virtist hann heitur frið- armaður og hreyfði því á Alþingi að við ættum að friðlýsa landið og landhelgina og banna öll atóm- vopn á þessu svæði. Hefur ekki heyrst að hann berðist fyrir þessu áhugamáli sínu, enda ekki tekið undir það af flokksmönnum hans, og honum hvergi ýtt fram í kosningaslagnum nú og hafði hann þó gengið fram fyrir skjöldu í nýjasta óskamáli Framsóknar: að skríða fyrir Alúsviss og níða Hjörleif Guttormsson fyrir störf hans í álmálinu. Væri ekki athugunarvert fyrir Framsókn að athuga hvort ekki geti skeð að gæfuleysi hennar gæti átt rætur að rekja til sífellt meiri þjónkunar við herinn og vaxandi herbúnaðar USA? Er nú víst að þjóðin kæri sig nokkuð um að fylgja Ólafi Jóhannessyni, sem verið hefur utanríkisráðherra, við að reyna að veita hernum all- ar þær óskir sem hann og USA fara fram á hér? Vonandi er það af því að þjóðin vill ekki fylgja Ölafi á þessari algeru undirlægjuleið, að hann drepur nú af sér þingmann í Reykjavík og þingmanninn á Reykjanesi, einmitt þá sem eru næst og ef til vill mest í herfylk- ingunni. Svo mætti Framsókn athuga hvort það er beint til áljtsauka að taka að sér málstað auðhringsins Alúsviss og reyna að níða æruna af þeim íslendingunt sem standa uppréttir fyrir álhringnum og heimta að hann standi við samn- inga og falsi ekki reikninga sér í hag. Framsókn og sérstaklega þeir sem nú ráða stefnu Framsóknar ættu að gera sér Ijóst að þeir fá alls ekki flokksmenn sína til að elta sig til aukinnar þjónustu undir erlenda herstjórn, og allra síst að þeir fáist til að elta þá til þjónustu undir Alúsviss- auðhringnum. Gamall Framsóknarmaður Spurningar til gatnamálastjóra Hvers vegna þessi mikla saltnotkun? Vegfarandi spyr: Sjálfsagt hafa allir tekið eftir því hversu götur hér í Reykjavík koma illa undan vetri. Hvernig stendur á þessu? Eru það nagl- arnir? Eða hinn hömlulausi salt- austur borgaryfirvalda? Mér er sagt að þessi ntikla saltnotkun á strætisvagnaleiðum éti upp as- faltið óg að malbikið losni þess vegna í sundur. Hvers vegna er saltið notað svona mikið? Eg hef ferðast erlendis á vetrum (það eru nefnilega vetur víðar en á Fróni) og þar minnist ég þess ekki að hafa séð þennan saltaustur. Hefur þetta verið rannsakað til hlítar, þ.e. hvaða áhrif saltið hef- ur á malbikið? Það væri líka gam- an að fá að vita livað skattborgar- arnir þurfa að greiða á hver j u vori fyrirgjöreyðilagðargötur. Ogein að lpkum: Nú eru allir bifreiða- eigendur skikkaðir til að nota nagla undir sína bíla. Hvers vegna ekki SVR? Spyr sá sem bíður eftir svari frá t.d. gatna- málastjóra. Hefur verið rannsakað hvaða áhrif hinn mikli saltaustur á götur borg- arinnar hefur á malbikið? barnahorn RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáll 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Á döfinni Umsjónarmaður Kari Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.55 Steini og Olli. Strákar í stuttum pil- sum - 1924 Skopmyndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.15 Umræðuþáttur 22.10 Reikningsskil (The Reckoning) Bresk biómynd frá 1971. Leikstjóri Jack Gold. Að- alhlutverk: Nicol Williamson, Ann Bell og Rachel Roberts. Með hörku og dugnaði het- ur ungur Iri öðlast frama I viðskiptalifinu I London. Hjónabandserfiðleikar og svip- legur dauði föður hans beina honum síðan á nokkuð hálar brautir. Þýðandi Björn Bald- ursson. 00.00 Dagskrárlok Reiknings- skil Kvikmyndin, sem sjónvarpið sýnir í kvöld, er bresk, árgerð 1968. Hún ber heitið „Reikningsskil" á íslensku. Ungur (ri, sem Nicol Williamson leikur, hefur með mikilli hörku og dugnaöi öðlast frama í viðskiptalífinu í London. Hann fyrirlítur hræsni sam- starfsmanna sinna og leiðist óhemju- lega samkvæmislífið. Kona hans er á fullu í því lífi og írinn ber ekki lengur ástarhug til hennar. Faðir hans lætur sviplega lífið í slagsmálum og írinn ungi neyðist til að gera eitthvað í því máli. Óhætt er að segja, að hann lendi á hálum brautum. Myndin fær þokkalega dóma í handbókum blaösins. Föndur Hefur ykkur nokkurn tíma dottið í hug að hægt væri að smíða skip úr korktöppum? Nei, líklega ekki, en þetta er nú samt hægt. Þið skerið tappann í tvennt eins og sýn er á myndinni og tálg- ið hann svo til, og setjið lítinn nagla í endann. í mastur er ágætt að nota títuprjóna. Ef þið getið orðið ykkur úti um segulstál get- ið þið stjórnað skipinu með því. Þið festið segulstálið á endann á langri spýtu og þegar það nálgast títuprjónana kemst hreyfing á skipið. Eins og þið sjáið á meðfylgj- andi myndum geta skipin verið æði margvísleg. Til dæmis má hæglega búa þau til úr pappa en þá má auðvitað ekki setja þau í vatn. En það getur verið skemmtilegt að sigla skipum á pappaspjaldi. Þið fáið ykkur stórt pappaspjald og á það getið þið teiknað siglingaleiðirnar, hafnir og bryggjur. Skipin eru út- búin úr pappa eins og sýnt er á meðfylgjandi myndum og neðan á þau er sett málmplata eða títu- prjónn. Þá getið þið hreyft skipin með því að færa segulstál- ið undir pappaspjaldinu. Ef þið teiknið á pappann mjóa skipa- skurði og aðrar hættur getur ver- ið erfitt að halda skipunum á réttri leið. Ef þið viljið hafa þetta virkilega skemmtilegt getið þið búið til hús og annað úr litlum spýtukubbum eða pappa. Skipin verða auðvitað að vera alveg flöt að neðan svo að þau geti siglt á spjaldinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.