Þjóðviljinn - 20.05.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Side 16
ÞWÐVIUINN Föstudagur 20. maf 1983 Símvirkjar álykta einróma: Nordal óþarfari en vísi- tölu kerfið Á fundi 5. deiidar Félags ís- lenskra símamanna (símvirkjar) var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun: „Nú hefur helsti efnahagspostuli landsins flutt sína árlegu prédíkun. Helsti boðskapur hans, sem að launamönnunt snýr, er afnám verðtryggingar launa. Í 30 til 80% verðbólgu undanfar- andi ára hefur vísitölutrygging, jafnvel þótt skert sé, verið brjóst- vörn okkar gegn kjaraskerðingu, og stuðlað að friði á vinnumark- aðinum, launamönnum og þjóðinni allri til h.eilla. Sjálf verðbólgan, sem vísitalan mælir, er afleiðing en ekki orsök bágborinnar stjórnar efnahags- mála þjóðarinnar. Helstu afrek Jóhannesar Nordal' í þágu launamanna og þjóðar eru þessi: Semja tvisvar af sér við ísal og Alusuisse. Þenja á 20 árum Seðlabanka ís- lands úr einu herbergi í Lands- bankanum í það að vera stærsti seðlabanki á Norðurlöndum með fleira starfsfólk en öll ráðuneytin til samans. Koma upp einu glæsilegasta bókasafni landsins, en þar á þjóðin að vísu engan aðgang. Hafa svo frábæra stjórn á og eftirlit með bafikakerfinu, að hveigi höfum við spurnir af jafn viðamiklu bankakerfi eða jafn- miklum bankakostnaði og hér- lendis. Fundur í 5. deild F.Í.S. haldinn 17. maí 1983 telur JóhannesNordal miklu óþarfari þjóðinni en vísitölu- kerfið." Aðalsími Þjóðviljans er 61333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsfmi Helgarsími 81348 81663 Geimferjan bandaríska, Enterprise, flaug í gær yfir Reykjavík á gripur á mikilli flugsýningu. Sendiherra Bandaríkjanna og Stein- baki Bocing 747-þotu. Þær lentu á Keflavíkurflugvelli um níuleytið grímur Hermannsson tóku á móti áhöfninni við flugskýli á Kefla- að viðstöddu fjölmenni. Geimferjan, eða geimskutlan, fer leiðar víkurflugvelli. Ljósm. - eik. sinnar aftur í dag til Parísar þarsem hún verður glæstur sýningar- Fræðslust j óramálið: Hefndarráðstöfun - Hér er um hcfndarráðstöfun meirihluta borgarstjórnar að ræða, sögðu talsmcnn minnihlut- ans á fundi borgarstjórnar í gær- kvöldi er verið var að ræða breytingar á skipan fræðslustjóra- embættisins í Rcykjavík. Bentu borgarfulltrúarnir á otTors og hamagang meirihlutans allt frá því Áslaug Brynjólfsdóttir var skipuð fræðslustjóri í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins sem vildi gera Sigurjón' Fjeldsted borgarfulltrúa að fræðslustjóra síðasta vetur. Ðavíö Oddsson og Markús Örn Antonsson drógu heldur ekki fjöður yfir að skipun menntamála- ráðherra í embættið hefði verið kveikjan að þessum aðgerðum. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Framsóknar og Kven.nafram- boðs gagnrýndu harðlega vinnu- brögð meirihlutans í þessu máli. Alþýðubandalagsmenn lögðu fram meirihlutans frávísunartillögu og Kvennafram - boðið varatillögu um frestun af- greiöslu. Gagnrýndi minnihlutinn „hroka, valdníðslu, pukur og ó- lýðræðisleg vinnubrögð" Davíðs borgarstjóra og meirihluta hans. Davíð Oddsson, borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins var stórorður. Hann sagði menntamálaráðherra hafa gert starfsmenn ráðuneytisins „ærulausa", hann hafi sýnt þeim „undarlegan ódrengskap“, og mál- flutningur „þessa blessaða manns“ væri „bara bull". Davíð sagði að Alþýðubandalagið hefði reynt að koma af stað múgsefjun vegna málsins. „Alþýðubandalagið gekk meira að segja svo langt að halda fund um rnálið", sagði borgar- stjóri. Þegar blaðið fór í prentun höfðu umræður staðið hátt á fimmta tíma, og afgreiðsla málsins ekki í sjónmáli. _óg. Flosi: Mér finnst mest gaman að skopast að því sem mönnum er heilagast í sjálfu hofinu, höfuðstöðvunum, Þjóðviljanum. Ljósm.: Kristján Arn- grímsson. í helgarblaðinnu á morgun: Flosi byrjar aftur á vikuskammtinum Þegar Flosi Ólafsson hætti að skrifa sína vikuskammta í Þjóðviljann í fyrra vakti það töluverða athygli og blaðaskrif. Þau tíðindi hafa nú gerst að Flosi hefur ákveðið að hefja vikuleg skrif sín í Sunnudagsblaðið á nýjan leik og því var ekki úr vegi að grípa í skottið á honum á göngum Þjóðviljahússins þegar hann vár að skila sinni fyrstu grein og spyrja hann dálítið út í þetta. - Hvað olli því, Flosi, að þú hættir í fyrra? - Þegar ég var búinn að skrifa í 10 ár í Þjóðviljann nær óslitið á hverjum laugardegi datt það í mig að setja saman bók fyrir réttu ári síðan og ákvað að gera hlé á skrifum í Þjóðviljann, fékk frí, fór upp í Borgar- fjörð og skrifaði bókina í kvosinni. - Nú var ýmsum öðrum getum að því leitt hvers vegna þú hættir? - Já, ýmsir getspakir menn gerðu því þá skóna að ég hefði verið rekinn af Þjóðviljanum fyrir andfélags- legar skoðanir og kvenhatur - en víst var ég ekki rekinn hvað sem um þessar skoðanir má segja. - En hvers vegna Þjóðviljinn? - Ég býst við að ég gæti fengið að skrifa í hvaða blað sem er, en einhvern veginn finnst mér að mest gaman sé að skopast að því sem mönnum er heilagast í sjálfu hofinu, höfuðstöðvunum, Þjóðviljanum. Gott tækifæri til að pirra marga á skömmum tíma. Kannski ber ég einhverjar taúgar til Þjóðviljans eða er það kannski meðfædd íhaldssemi að mér virðist erfitt að skipta um skoðanir hvað þá blað til að skrifa í. Fyrsti vikuskammturinn birtist í Þjóðviljanum á morgun og var Flosi boðinn velkominn til starfa á nýjan leik. _ GFr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.