Þjóðviljinn - 10.06.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 10.06.1983, Qupperneq 3
Fðstudagur 10. júin 1983. !ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3. Starfsfólk í mötuneyti Álversins leit við í kersmiðjunni meðan á aðgerðum stóð í gær og heilsaði upp á starfsbræður sína. Myndir: -eik. Víðtæk samstaða starfsmanna „Mikil þögn grúfði yfir athafnasvæði ÍSAL í Straumsvík um miðjan dag í gær, þegar blaðamenn Þjóðviljans komu á stað- inn. Öll vinnutæki höfðu verið stöðvuð og varla sást maður á ferli. Inni á verkstæðum og í kerskálum hafði verkafólk safn- ast saman til að ræða viðbrögð forráðamanna Álversins við kröfum starfsfólks um afturköllun hópuppsagna nú í haust. Menn höfðu margt að ræða og lá öll vinna niðri á svæðinu í tvær klukkustundir. Þjóðviljamenn litu inn í kersmiðjuna þar sem tugir verka- manna ræddu málin á kaffistofunni, auk þess sem starfsfólk í mötuneyti leit við í kersmiðjunni stuttu síðar til að kynna sér aðstöðu starfsbræðra sinna og heyra í þeim hljóðið. Sam- staðan var greinilega mikil í þessum víðtæku aðgerðum starfsmanna Álversins. -ig- Sýnum fram á sam- stöðuna sagði aðaltrúnaðar maður starfsmanna í Alverinu Örn Friðriksson „Við erum að ganga hér um svæðið og funda með fólki. Kynna því vinnuaðstöðu samstarfsmanna sinna. Það er margur sem aldrei hefur komið hingað inn, þótt hann hafi unnið hér á svæðinu í fjölda ára. Um leið erum við að sýna fram á samstöðu í þessum stóra hóp á þessum stóra vinnustað“, sagði Órn Friðriksson aðaitrúnaðar- maður sem fylgdi starfsfólki úr mötuneyti um sali kerskálans. Við áttum ekki von á þessum svörum sem við fengum hjá yfir- mönnum Álversins, hvorki að efni til né á þann máta sem þau voru fram sett. Tómt nei við öllu. Og forstjórinn hefur líklegast haft ein- hverju mikilvægara að sinna en að ræða þessi mál við okkur.“ Hvert verður næsta skref í aðgerðum starfsmanna? „Við höfum ekki þá stefnu að vera með aðgerðir heldur erum við að bera fram óskir. En þau við- brögð sem við höfum mætt nú um alllangt skeið eru þess eðlis að við viljum gjarnan vekja athygli á þeim meðal starfsmanna. Við höfum ekki verið að álykta einungis gegn einhverju heldur benda á ýmis at- riði, t.d. að tækninýjungar hér hafa ekki skilað sér nema að óverulegu leyti. Einnig er ekki verið að draga saman seglin hjá þessari verk- smiðju, heldur á að auka fram- leiðsluna í 100% afköst nú í haust. Við höfum spurt, hvað tekur við 15. september nú í haust, hvaða hugmyndir stjórnendur séu með varðandi skipulagningu vinnu og verkefni í einstökum deildum. Við þessum spurningum höfum við ekki fengið nein svör. Þessa hluti höfum við verið að kynna fyrir starfsmönnum“, sagði Orn Friðriksson. -Ig- Verkstjóri í kersmiðju Ég er alveg hlutlaus „Ég er ekki í neinu verkfalli, þeg- ar menn leggja svona niður vinnu þá túlka ég það sem verkfall“, sagði Sigurður Kristjánsson verkstjóri í Kersmiðjunni. Aðspurður um álit hans á kröf- um verkafólks, sagðist hann ekki leggja neinn dóm á þær. „Ég er alveg hlutlaus í þeim efnum en ég Baldur Baldursson T rúnaðarmaður í kersmiðju Ekki hlustað á okkar rök „Uér er alveg full samstaða um aðgerðir og það er (jóst að ef þeir taka ekki við sér þá er aiveg öruggt að við munum fylgja þessu eftir með öðrum aðgerðum“, sagði Baldur Baldursson trúnaðarmaður starfsmanna í kersmiðju. t>að virðist ekki vera hlustað á okkar rök í einu né neinu, og for- stjórinn sá ekki einu sinni ástæðu til að mæta á fundinn. Við lítum á það sem lítilsvirðingu gagnvart verkalýðshreyfingunni af hans hálfu. Baldur sagði sérkennilegt, að á sama tíma og tugum manna væri sagt upp þá væri búið að fjölga starfsmönnum í kersmiðjunni einni um rúmlega helming. -lg- Sigurður Kristjánsson er á móti þessum aðgerðum. Alveg hiklaust.“ Sigurður sagði að áhrif þessarar vinnustöðvunar myndu verða þó nokkur. „Það verða tafir á vinnu og hlaðast hér upp verkefni. Það virðist vera mikil samstaða um þessar aðgerðir, því hér hefur öll vinna lagst niður;“ -*g- Innan við helmingur breta kaus Thatcher Ihaldmu er spáð fylgistapi Ihaldsflokkurinn samt með mikinn þingmeirihluta Allt bendir til þess að íhalds- flokkurinn fái mikinn meirihluta þingsæta í kosningunum í Bret- landi, þrátt fyrir að flokkurinn fái innan við 45% atkvæða. Þegar bú- ið var að telja í 80 kjördæmum af 650 sl. nótt sagði Denis Healey varaformaður Verkamanna- flokksins, að hlutverk miðju- bandalagsins í þessum kosningum hefði verið að kljúfa andstæðinga Thatcher-stjórnarinnar. Um miðnætti virtist sem svo, að Verkamannaflokkurinn hefði unn- ið kjördæmi af klofningsmönnum, sem stofnuðu til miðjubandalags- ins með frjálslyndum. Höfðu þeir unnið þingsæti í aukakosningum, sem þeir nú tapa til Verkamanna- flokksins aftur. Mikið bar á því að andstæðingar Thatcher- stjórnarinnar kysu „taktíst“, þ.e. að þeir kusu þann stjórnarand- stöðuflokkinnsemlíklegri var til að vinna þingsæti af íhaldsflokknum. Denis Healey sagði í sjónvarpi í gærkveldi,að Margreth Thatcher nyti einungis fylgis um 45% þjóð- arinnar. Og að það væri hlutverk hins nýja flokks frjálslyndra og hægri krata (SDP) að kljúfa and- stæðinga ríkisstjórnar Thatcher. Það þykir og ljóst að frjálslyndir hafi traustara fylgi en kratarnir í miðjubandalaginu. Þannig höfðu frjálslyndir haldið sínum þing- sætum þegar búið var að telja upp undir þriðjung atkvæða í nótt en kratarnir í bandalaginu tapað af sínum þingsætum. Samkvæmt spám um miðnættið átti íhaldsflokkurinn að fá milli 380 og 390 þingsæti (140 í meirihluta), Verkamannaflokkurinn 210 þing- sæti, frjálslyndir 20-30 sæti, krat- arnir í bandalaginu 3 þingsæti og aðrir 23 þingsæti. Þrátt fyrir að íhaldsflokknum sé spáð um 2% fylgistapi mun hann stórauka þingstyrk sinn um 140 þingsæti, og var mikið rætt um að miðjubandalagið ætti þar stærstan hlut að máli auk þess sem einmenn- ingskjördæmakosningarnar bresku væru ekki lýðræðislegasta form sem til er. Talið er líklegt að Michael Foot muni segja af sér formennsku í breska Verkamannaflokknum eftir þessi kosningaúrslit og yngri mað- ur muni taka við forystu flokksins. -ös/óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.