Þjóðviljinn - 10.06.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 10.06.1983, Side 6
I • I 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. júní 1983. Hver Nú eru sumarleyfi víða hafin eða á næsta leiti og því þótti okkur ekki úr vegi að kynna orlofslögin. Ai> þingi setti á síðasta ári lög um breytingar á lögum um orlofsrétt, sem kveða á um nokkra lengingu á orlofi (til að vega að nokkru upp á móti því, að launafólk fékk ekki fullar verðbætur á laun). Getur vafist nokkuð fyrir fólki að reikna út hinn nýja rétt sinn, þótt iögin séu auðskilin, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem fólk tekur út orlof eftir að breytingin gekk í gUdi. Laugardagar ekki lengur með Breytingin á orlofslögunuum fól í sér, að lágmarksorlof skuli vera, sem áður 24 dagar, en nú eru laugardagar ekki taldir með. Þetta þýðir t.d. að manneskja sem hafði unnið sér fullan orlofsrétt og ætlar að taka sér sumarfrí frá 1. júlí mætir ekki til starfa fyrr en 4. ágúst í stað 29. júlí áður. Orlofið lengist semsé um fjóra daga. í breytingunni kveðið á um, að aðeins fimm fyrstu laugardagarnir skuli ekki taldir með í orlofi. Þetta er sett í lögin til að þeir hópar, sem áður höfðu lengra orlof en 24 daga, fengju ekki meiri lengingu en þeir hópar, sem minnst orlofið höfðu fyrir, en markmið breytingarinnar var að koma fyrst og fremst til móts við síðarnefnda hópinn. Mann- eskja með full 27 daga orlofsrétt- indi, sem hyggst taka sumarfrí frá og með 1. júlí mætir til vinnu aftur skv. þessari breytingu 8. ágúst (5 laugardagar falla utan við orlofið, en 1 telst með). Orlofsprósentan hækkar í samræmi við þessa breytingu er orlofsféð hækkað, þannig að atvinnurekendur eiga nú að greiða 10,17 prósent. Fastir starfsmenn eiga að halda launum sínum meðan þeir eru í or- er orlofsréttur þinn? Fimm fyrstu laugardagarnir í orlofi teljast ekki lengur með. (Teikning: Lísa Guðjónsdóttir) lofi, en orlofsfé skal greiða af allri yfirvinnu og skulu atvinnurekend- ur standa skil á þeim greiðslum til Póstgíróstofunnar. Algengt er þó, að atvinnurekendur greiði orlofsfé af yfirvinnu um leið og þeir greiða orlofslaun þegar um fasta starfs- menn er að ræða. Þeir.sem ekki eru fastráðnir eiga að fá 10,17 prósent af allri vinnu greidda inn á sérstakan reikning á póstgíróstofu. Þessi greiðsla skal koma frá atvinnurekanda í síðasta lagi innan mánaðar frá því að laun voru greidd hverju sinni. Reikningsyfirlit eiga starfsmenn að fá á þriggja mánaða fresti frá Póst- Allir sem starfa hjá öörum eiga rétt á orlofi og orlofsfé eða orlofslaunum Skylt er aö gera vinnuveitanda viövart þegar á fyrsta degi veikinda í orlofi Fyrstu lögin sett áriö 1943 gíróstofunni. Ársvextir af orlofsfé hjá Póstgíróstofunni eru nú 57 prósent. Bútað orlof varhugavert Vegna þess að aðeins fimm fyrstu laugardagar í orlofi teljast ekki vinnudagar skyldi launafólk gæta vel að sér ef það ætlar að taka sumarfrí í bútum. Það getur borgað sig að taka allt frfið í einu, en ekki að hluta það niður, a.m.k. ekki ef fólk ætlar að hafa þann háttinn á að taka sér langar fríhelgar. Tökum sem dæmi mann, sem ætlar að taka fjórar langar helgar og fara síðan í orlof fyrir þá daga, sem hann á þá inni. Hann byrjar fríin á föstudegi og kemur í vinnu aftur á mánudegi. Júlímánuður gæti þá orðið þann- ig: frí 1. júlí - vinna aftur á mánu- degi; frí 8. júlí - vinna aftur frá 11. júlí; frí 15. júlí- vinna aftur frá 18. júlí; frí 22. júlí — vinna aftur frá 25. júlí til 1. ágúst og taka þá út restina af orlofinu. Þá kemur babb í bátinn. Maður- inn er nefnilega búinn með 4 laugardaga og það sem eftir er or- lofsins ber að telja alla laugardag- ana að einum undanskildum til or- lofs. Þótt maðurinn hafi aðeins tekið 4 daga í orlof (4 föstudaga) reiknast restin af orlofinu vera frá 1. ágúst til 24. ágúst. Að þessu þarf fólk að hyggja áður en það skipu- leggur orlofstöku. Allir eiga rétt á orlofi Undirstrika ber, að allt launa- fólk á rétt á orlofi - lágmarki 24 dögum. Það er hins vegar undir starfstímanum komið hvernig greiðslum er háttað á orlofstíman- um. Reglan er sú, að tveir dagar í orlof koma fyrir hvern unnin mán- uð. Þeir sem ekki eru fastráðnir fá greitt orlofsfé en fastir starfsmenn fá orlofslaun. Fólk sem hefur til að mynda aðeins unnið einn mánuð, eða jafnvel skemur, hjá sama atvinnurekanda, á engu að síður rétt á fullu orlofi - greiðslan kemur þá í formi orlofsfjár frá fyrri atvinn- urekanda, sem áður hefur verið vikið að. Veikindi á orlofstíma Skv. heildarsamningum Alþýðu- sambands íslands á launafólk rétt á uppbótarorlofi ef það veikist hér innanlands í orlofi og veikindi standa lengur en í þrjá daga. Launafólki er þá skylt að láta atvinnurekandann vita strax á fyrsta degi orlofsins og atvinnurek- andinn á rétt á því að láta lækni vitja launamannsins. Orlofsstaka og uppsagnarfrestur Það er algjörlega óheimilt að láta launafólk taka orlof sitt í uppsagn- arfrest, en dæmi hafa verið um, að atvinnurekendur hafi ætlast til slíks. Sé launamanni með tveggja mánaða uppsagnarfresti sagt upp störfum á hann rétt á þessum samn- ingsbundna fresti og áunnum or- lofsrétti þar til viðbótar. Að lokum skal fólki bent á að fylgjast vel með greiðslum til Póst- gíróstofunnar og yfirliti því, sem hún sendir frá sér yfir orlofsfé. Á það skal einnig bent, að ASÍ og MFA hafa gefið út bók eða bækling eftir Snorra Jónsson um orlofsrétt og má nálgast hann á skrifstofum ofangreindra aðila að Grensásvegi 16. Teikningamar, sem þessu skrifi fylgja, svo og margar upplýsing- anna, eru fengnar úr þeim bæk- lingi. ast FÖSTUDAGSKVÖLD í JI5 HÚSINUI i Jia HÚSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD KYNNINGARVERÐ ^ Á KODAK - FILMUM y '>] I FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTA / I “AxTwvS Allt fyrir útigrillii á markaðsverði FATNAÐUR HÚSGÖGN RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála /A A A A A A □ C: Cj 3 3 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 ueaaaqH^ o LiijprU'n-aa unfiuuiiuihil •■|||7 Sími 10600 OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.