Þjóðviljinn - 10.06.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 10.06.1983, Síða 11
íþróttir Föstudagur 10. júni 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA ljl Umsjón: Víðir Sigurðsson Auðveldur sigur Stuttgart gegn V íkingum Vfb Stuttgart með Asgeir Sigur- vinsson í broddi fylkingar átti ekki í niiklum erfíðleikum með að sigra Islandsmeistara Víkings, 3:0, í heldur tilþrifalitlum leik á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn mótaðist af slæmum aðstæðum, rennblautum velli, rigningu mestan part leiks og kulda. Ásgeir Sigur- vinsson á allan heiðurinn af því að hafa komið 3-4 þús. manns til að horfa á þennan leik og þrátt fyrir allt fengu áhorfendur talsvert fyrir peningana. Það duldist engum sem á vellinum var að lið Stuttgart er skipað mörgum afbragðs góðum knattspyrnumönnum og oft á tíð- um voru leikbrellurnar á veliinum með þeim hætti að unun var á að horfa. Ásgeir stóð fyllilega undir því mikla lofi sem á hann hefur verið borið í vetur. Leikur hans allur ein- kenndist af frábærri knattmeðferð, þaulhugsuðum sendingum og því, sem e.t.v. mest er um vert, afskap- lega jöfnum orkuútlátum sem bendir til þess að hann eigi langt eftir í fremstu röð knattspyrnu- manna. Það var aðeins í fyrri hálf- leik sem bar á markatilraunum frá hans hendi, en skot hans geiguðu flest. Stuttgart hafði yfir í hálfleik. Allgöwer skoraði þegar á 10 mín- útu eftir að Ásgeir hafði stjakað til hans boltanum upp úr aukaspyrnu. í síðari hálfleik bætti Peter Reichert tveim mörkum við fyrir Stuttgart, hið fyrra eftir hreint frá- bæran samleik liðsmanna upp allan völlinn. Mörkin komu á65. mínútu og82. mínútu. Síðari hálfleikur var mun frískari en sá fyrri sem datt niður eftir mark Allgöwer. Áttu Víkingar nokkur hættuleg tæki- færi. Þannig komst Aðalsteinn Aðalsteinsson einn innfyrir vörn Stuttgart og Sigurður Aðalsteins- son átti einnig gott færi en í báðum tilvikum tókst markverði Stuttgart að verja mjög vel. Arnór ekki með Maðurinn sem allra augu beindust að í gær, Asgeir Sigurvinsson. Hann olli ekki vonbrigðum jafnvel þó svo hann skoraði ekki í leiknum. Frábært vald hans yfír öllum athöfnum á vellinum, samfara mýkt og ögun, einkenndi allan leik hans í gærkvöldi. Eusebio kemur ekki! Arnór Guðjohnsen lék ekki með Víkingum í gærkvöldi eins og látið hafði verið í veðri vaka í DV í gær. Gamlar erjur frá þeim tíma er Arn- ór gekk til liðs við Lokeren fyrir fimm árum áttu þar stærstan hlut að máli, en þegar þau mál öll stóðu sem hæst gaf Arnór út þá yfirlýs- ingu að hann myndi aldrei framar leika með Víkingum. Óvænt til- kynning í útvarpinu í gær þess efnis að Arnór myndi ekki leika með Víkingum gegn Stuttgart þykir hafa rennt stoðum undir það hald manna að fyrri yfirlýsingar séu í fullu gildi. „Við vorum að fá heldur slæmar fréttir. Eusebio kemur ekki. Um nánari ástæður er ekki annað vitað en það að forseti portúgalska fél- agsins Benfica, hafí stoppað hann af, ekki gefíð honum leyfí til að halda í leikinn á laugardaginn. Við vorum búnir að ganga frá öllum okkar málum varðandi komu þessa fræga knattspyrnumanns, höfðum fengið vilyrði fyrir komu hans með milligöngu náins vinar hans í Por- túgal. Þetta setur auðvitað stórt strik í reikninginn, því Eusebio var okkar aðaltromp í leiknum við Stuttgart á laugardaginn“, sagði Guðgeir Leifsson knattspyrnu- kappi og einn af forsvarsmönnum Vfkings vegna komu v-þýska knatt- spyrnuliðsins Stuttgart hingað til lands. Eusebio átti að koma frá Spáni á miðvikudagskvöldið, en þegar til kom var hann ekki í vél- inni. Koma Eusebio hefði að því leyti orðið merkileg að í ár eru 15 ár síðan hann kom hingað til lands og lék með Benfica gegn Val á Laugardalsvellinum. Þá ætlaði allt vitlaust að verða, 19 þúsund manns komu á völlinn og er það met sem seint verður slegið. Guðgeir sagði að knattspyrnu- stjarnan væri samningsbundinn hinu portúgalska liði. Hann hefði þar séð um þjálfun. Stjarna hans skein hæst í kringum HM í Eng- Iandi 1966, en eftir það fór veru- lega að draga úr getu hans. Hin síðari ár hefur hann m.a. ferðast um, komið fram við ýmis tækifæri tengd knattspyrnunni og minning- unni um hina kynngimögnuðu keppni í Englandi fyrir 17 árum. Stjörnulið Víkings gegn Stuttgart: lóhannes leikur með Jóhannes Eðvaldsson leíkmaður skoska liðsins Motherwell leikur með stjörnuliði Víkings gegn Stutt- gart á laugardaginn. Eins og kunn- ugt er þá var málum svo komið að litlar líkur voru taldar á því að Jó- hannes gæti komið í leikinn m.a. vegna þess að nokkrir óvandanðir menn lögðu „pub“ hans í Glasgow, því sem næst í rúst. En Jóhannes kemur og leikurinn sem fram fer á Laugardalsvellinum hefst kl. 14.30 á laugardaginn. Stjörnulið Víkings er þannig skipað: Piet Schriyvers Ajax, Jóhannes Eðvaldsson Motherwell, Jan Hamilton Sunderland, Alan Kamere Darlington, Mac Lean Darlington, Arent Haan Eindhoven, Willy Boskamp Lierse, Pier Jansen Waterschei, Lárus Guðmundsson Waterschei, Sævar Jónsson C.S. Brúgge, Magnús Bergs Tongeren, Ragnar Margeirsson C.S. Brugge, Guðgeir Leifsson Víkingur, Diðrik Ólafsson Víkingur, Guðmundur Þorbjörnsson Valur. Dómarar í verkfall? Talsverðar líkur eru taldar á því að dómarar muni ekki láta sjá sig í boðuðum leikjum í 1. deild um helgina og í kvöld. Deilur KDSÍ, við knattspyrnuyfirvöld hafa enn ekki fengið neina lausn og er fundi hjá KDSl í gærkvöldi lauk var allt útlit fyrir að dómarar myndu sitja heima. Lítilfjörleg þræta um boðsmiða á leiki, bæði í Reykjavík og úti á landi, mun hafa valdið mest um stöðu mála. 1. deildin: 2 leikir í Tveir leikir verða í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu í kvöld. ÍBV og Þór leika á Akur- eyrarvelli í kvöld kl. 20 og á sama tíma hefst leikur Þfóttar og Vals á Laugardalsvellinum. Þetta éru tveir fyrstu leikirnir í 5. umferð mótsins, en umferðin tekur enda á sunnudag með þrem leikjum. Kl. 14 leika á Kópavogsvelli Breiðablik og ÍBÍ, kl. 14.30 leika á Akranesvelli ÍA og KR og kl. 20 leika á Laugardalsvelli Víking- ur og Keflavík. Staðan í 1. deild að loknum fjórum umferðum er þessi: kvöld Vestm.eyjar......4 3 0 1 11-3 6 Akranes...........4 3 0 1 6-1 6 KR................4 2 2 0 6-4 6 Keflavik..........4 2 0 2 7-6 4 Valur.............4 2 0 2 4-8 4 Brelóablik.......4 112 2-3 3 Þróttur...........4 112 4-83 Isafjör&ur........4 112 5-8 3 Vikingur..........4 112 4-63 ÞórAk.............4 0 2 2 3-5 2 í 2. deild fer einnig fram heil umferð með leikjum í kvöld. Reynir og Fylkir leika kl. 20 á Sandgerðisvelli í kvöld, en á laugardag leika Einherji og FH, Fram og Víðir, og Njarðvík og KS. Á sunnudaginn leika svo KA og Völsungur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.