Þjóðviljinn - 10.06.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 10.06.1983, Page 15
- Föstudagur 10. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV © 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull i mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgun- orð: Guðrún S. Jónsdóttir talar 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Disa á Grænalæk, eftir Kára Tryggvason Elísabet Þorgeirsdóttir lýkur lestrinum (S). 9.20 Tónleikar a. Carmen svíta nr. 1 eftir Georges Bizet. Sinfóníuhljómsveit Lund- úna leikur; Neville Marriner stj. b. „Ha- banera" úr óp. Carmen eftir Georges Bizet. Marilyn Horne syngur. Óperu- hljómsveit Vínarborgar leikur meö; Henry Lewis stj. c. „Blómasöngurinn" úr óper- unni Carmen eftir Georges.Bizet. Nicolai Gedda syngur, Óperuhljómsveitin í Paris leikur með; Georges Prétre stj. 9.40 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagb. (útdr.). 10.35 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Magnússon sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tið Leg frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.35 „Maya-heimspekin“ Knútur R. Magnússon les úr bókinni Indversk heim- speki eftir Gunnar Dal. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- . ingar. Tónleikar. 14.00 „Gott land“ eftir Pearl S. Buck i þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og Magnúsar Magnússonar. Kristin Anna Þórarinsdóttir les (18) 14.30 Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Miðdegistónleikar a. Rapsódía op. 43 eftir Serge Rakhmanínoff um stef eftir Paganini. Vladimir Ashkenazy leikur á píanó með Sinfóníuhljómsveit Lundúna; André Previn stjórnar. b. „Gullrokkurinn" sinfónískt Ijóð op. 109 eftir Antonín Dvorák, Tékkneska fílharmóníusveitin leikur; Zdenek Chalabala stjórnar. 17.05 Af stað í fylgd með Ragnheiði Da- viðsdóttur og Tryggva Jakobssyni. 17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Guðni Kolbeinsson segir börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Lög unga fólksins. Þórður Magnús- son kynnir. 20.40 Sumarið mitt Þáttur I umsjá Oddrún- ar Völu Jónsdóttur. 21.30 Vínartónlist og óperettulög a. Lög úr „Meyjaskemmunni", söngleik eftir Heinrich Berté við tónlist eftir Franz Schubert. Erika Köth, Rudolf Schock, Erich Kunz, Rosemarie Raabe og fleiri syngja ásamt Gunther Arndt kórnum og hljómsveit undir stjórn Frank Fox. b. Óperuhljómsveitin i Vín leikur Vínar- valsa; Josef Leo Gruber stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- ' undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Sögur frá Skaftáreldi" eftir Jón Trausta Helgi Þorláksson fyrrv. skóla- stjóri les (3). 23.00 Náttfari Þáttur i umsjá Gests Einars Jónassonar (RÚVAK). 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni -ÁsgeirTómasson. 03.00 Dagskrárlok RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Steini og Olli Skopmyndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.15 Þróun kjarnorkuvígbúnaðar Ný, bresk-bandarísk heimildarmynd sem lýs- ir því kappi sem Bandaríkjamenn hafa iagt á kjamorkuvopnaframleiðslu undan- farna tvo áratugi. Ennfremur er fjallað um vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna, sem mörgum þykir nú mál að linni, styrjaldarhættu og afvopnunarviðræður. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.15 Barnabrek (To Find a Man) Banda- rísk bíómynd frá 1971. Leikstjóri Buzz Kulik. Aðalhlutverk: Pamela Martin, Dar- ell O'Connor og Lloyd Bridges. Mynd um fyrstu kynni unglinga af ástinni. Þegar vinkona söguhetjunnar leitar liðsinnis hans við að fá fóstureyðingu á hann úr vöndu að ráða. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 23.50 Dagskrárlok fr ndum ,Hinsta kveðja‘ til Ara Trausta Vegna greinar eftir Ara Trausta, sem birtist í þessum dálki 4. maí s.l. ætla ég að gera lokatilraun, í bili að minnsta kosti, til að svara útúrsnúningum hans, til þess að koma í veg fyrir að þeir valdi meiri misskilningi en þörf krefur. Mér finnst ekki veruleg ástæða til að fjalla um moldviðri það, sem hann þyrlar upp í upphafi greinarinnar enda eru ásakanir hans um „sjálfumgleði og heimskulegan hroka“ og fleira í þeim dúr aðeins steinkast úr gler- húsi. Aðeins vil ég árétta það að endurskoðunarstefnan er enginn innantómur frasi heldur bitur raunveruleiki. Þá er rétt að snúa sér að þeim fimm púnktum, sem Ari setur fram sem „gagnrýni“ á BSK. 1. BSK hafa gagnrýna afstöðu til sjálfra sín. Samtökin eru ung og fremur reynslulítil og hafa gert ýmis mistök, sem þau gætu ekki dregið rétta Iædróma af nema með sjálfsgagnrýni. Það hefur hins vegar sýnt sig að Ari og hans kollegar hafa lítinn áhuga haft á að kynna sér sjónarmið BSK heldur lagt ofurkapp á að stimpla samtökin með öllu því, sem er löngu þekkt úr vopnabúri auðvaldsins. BSK hafa hins vegar enga gagnrýni á marxismann enda er hann alhliða leiðarvísir verkalýðsstéttarinnar í barátt- unni fyrir sósíalismanum. Ari skýtur því að marxisminn þróist, og það er hárrétt. En hvemig hef- ur marxisminn þróast? Fyrst og fremst frá því að vera almennar kenningar um frelsun verkalýðs- stéttarinnar undan arðráni og kúgun yfir í það að vera stöðugt fullkomnari leiðarvísir fýrir stjómlist og baráttuaðferðir verkalýðsins. Reynsla verka- lýðsbaráttunnar hefur auðgað og fullkomnað marxismann og stöðugt staðfest grundvallarinn- tak hans, kenninguna um byl- tingu verkalýðsins og alræði ör- eigans sem endurskoðunarsinn- arnir reyna að gefa í skyn að sé úrelt með almennu tali um að „marxisminn þróist“. 2. BSK hafa á engan hátt for- kastað 10 ára reynslu maóista- hreyfingarinnar. Það hefur ofl komið fram í máli samtakanna að þau líta svo á að sú hreyfing hafi allan áttunda áratuginn ein- kennst af baráttu milli byltingar- sinnaðra sjónarmiða annars veg- ar en hins vegar hentistefnuhug- mynda, sem fyrst og fremst áttu rót sína að rekja til „Kommúnist- aflokks“ Kína og Maós Zedong. Samtökin leitast við og munu halda áfram að leitast við að skilja þar rétt frá röngu til þess að reynslan megi koma að notum og ennfremur skora þau á þá sem hafa verið viðriðnir maóista- hreyfinguna að taka þátt í barátt- unni fyrir nýjúm kommúnista- flokki. Það er það takmark, sem stærstur hluti þessa fólks barðist fyrir í raun og veru um árabil. Hvað varðar sanngirni í dóm- um þá hefur mér virst að BSK hafi að sumu leyti jákvæðari af- stöðu til pólitískrar fortíðar Ara Trausta og hans kollega, heldur en þeir sjálfir. 3. og 4. punkti er óþarfi að svara sérstaklega. Það sem er nokkur glóra í þar er svo sjálfsagt mál að það þarfnast ekki frekari umræðu hér. 5. Stuðningur BSK við Flokk Vinnunnar í Albaníu er ekki skil- yrðislaus eins og Ari heldur fram. Hann er háður því skilyrði að flokkurinn sé trúr marxisman- um-lenínismanum, sem hann og hefur verið frá upphafi. Hvergi hef ég séð pólitískt grundaða gagnrýni frá Ara á Flokk Vinn- unnar í Albaníu, heldur hefur hann fyrst og fremst tekið undir dylgjur um kosningasvik í Al- baníu og fleira í þeim dúr. En kannski hinn „alvitri“ Ari geti þá upplýst það hver voru hin raun- verulegu kosningaúrslit í Albaníu í haust og nú í vor og hverjir frömdu „kosningasvindlið“ og hvernig. Loks er rétt að geta þess að það var ekki „Sovéttryggðin", sem varð gamla kommúnistaflokkn- um að fjörtjóni. Miklu frekar það að hann skyldi ekki notfæra sér reynslu sovéska flokksins. Og þó að Ari og nokkrir fleiri úr maóist- ahreyfingunni hafi látið Kínverj- ana draga sig á asnaeyrunum árum saman eftir að pólitík þeirra varð lýðum ljós, þá þarf hann ekki að alhæfa slíka blindni fyrir alla. Samskipti albanska flokks- ins við aðra kommúnistaflokka á ekkert skylt við yfirdrottnunarp- ólitík Kínverjanna. Auk þess væri fróðlegt að vita hvernig stuðningur BSK við Flokk Vinn- unnar í Albaníu hefur hindrað sjálfstæða stefnumótun samtak- anna hér heima. Að endingu ætla ég að tilfæra hér tilvitnun, sem Ari tekur úr minni fyrri grein en hún hljóðar svo: „Sannleikurinn er hins vegar sá að yfirlýstur reynslutími er auðvitað enginn mælikvarði á réttmæti þeirrar stefnu, sem viðkomandi reynir að halda á lofti eins og dæmin sanna“. Þetta kallar Ari blinda trúhyggju og vanmat á reynslunni, sem mikil- vægasta dóm um eigið starf. í þessum lúmska útúrsnúningi snýr hann staðreyndunum við. Því að þarna er alls ekki um að ræða vanmat á reynslunni. Síður en svo, því hér er undirstrikað að kommúnistamir og aðrir verka- lýðssinnar verða sjálfir að meta reynsluna og draga af henni lær- dóma en ekki bara að kasta sér blint í fangið á þeim, sem mesta reynslu segist hafa. Sagan hefur einnig kennt okkur að margir af forystusauðum hinna ýmsu hent- istefnustrauma hafa átt langa sögu í byltingarhreyfingu verka- lýðsins. Þá fyrst kemur reynslan að gagni þegar hún er skoðuð í ljósi hinnar ódauðlegu kenningar marxismans-lenínismans. Reykjavík 6. maí 1983 Þorvaldur Þorvaldsson barnahorn Skrýtlur Tveir múrarar gengu eftir götunni og héldu handleggj- unum upp í undarlegri stell- ingu. Ung kona lítur á þá og segir: „Afsakið afskiptasemina, en af hverju gangið þið svona?“ Sá sem gekk á undan snýr sér við, lítur á vin sinn og segir: „Fjandinn sjálfur, við höfum gleymt stiganum!“ „En hvað hundurinn er lík- ur Möggu frænku.“ „Uss, ekki segja svona.“ „Ó, heldurðu að hann skilji hvað ég segi? „Þjónn, þú lítur út fyrir að vera nýr á þessum stað. Hvað er langt síðan þú byrjaðir hérna?“ „Fjórir dagar, herra minn.“ „Nú, þá hefur það ekki ver- ið þú sem tókst við pöntuninni minni. ***** Ég þekki kisu sem pissar út um mela og móa. Á henni er falleg rófa. (Þórdfs Eik í 7 ára bekk Æfingaskólans). o gusmM DAi/tÐ lyfíú^a/í Borgarstjórinn „Borgarstjórinn Davíð í lyftunni“, heitir þessi fína mynd, sem við fengum nýlega. Þar má sjá Davíð borgarstjóra í Reykjavík inni í lyftu, sem okkur sýn- ist vera stopp. Kannski hann sé ennþá fastur í lyft- uskömminni?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.