Þjóðviljinn - 01.07.1983, Síða 1

Þjóðviljinn - 01.07.1983, Síða 1
WÐVIUINN Síðari hluti sérrits Þjóðviljans um veiðar í ám og vötnum fylgir blaðinu í dag. Sjá 9 Ijúlí 1983 föstudagur 144. tölublað 48. árgangur # ÁriÍAf Frá orðum Vcrslunarráðsins til athafna Sjálfstæðisflokksins gæti þessi mynd heitið. Þarna er Ragnar Halldórsson, formaður Verslunarráðs og Árni Árna- son framkvæmdastjóri þess að afhenda fjármálaráðherra og fyrrverandi for- manni Verslunaráðs enn eitt „Frá orðum til athafna" plaggið. Þar eru til- lögur um tröllaukinn niðurskurð á lífs- kjörum almennings og enn stærri niður- skurð á félagslegri samhjálp og upp- byggingu. Þarna slá hjörtun í takt. Enda hefur fjármálaráðherra boðað „afsósíaliseringu" þjóðfélagsins. Ljósm. -eik. ,,Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá” BLEKKINGAR Segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- félags Reykjavíkur um tollalækkanimar „Þessar tollalækkanir eru að ver- ulegu lcyti ljölmiðlaleikur,“ sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendafélags Reykjavíkur um tollalækkanir ríkisstjórnarinnar á grænmeti og ávöxtum: - Það er engu líkara en fjármála- ráðherra sé að hvetja til óhollustu í matarvenjum, því tollalækkunin á ávöxtum gildir ekki fyrir ávexti al- mennt, heldur einungis frysta ávexti með sykri. Af þessu eru toll- arnir lækkaðir úr 80% í 40%. Toll- ar á ósykruðum frystum ávöxtum eru ekki lækkaðir einsog skilja mætti af fréttum fjölmiðla um þetta mál. Einnig blekking með grænmetið - Tollalækkunin á grænmeti nær einungis yfir þurrkaðar döðlur og fíkjur nýjar og þurrkaðar. Hins vegar er það grænmeti sem venju- legt fólk notar í ríkum mæli eins og gulrætur og allar káltegundir áfram í sama tollflokki, méð 70% tolli. Það er því eins og hver annar brandari að grænmeti og ávextir lækki í verði svo almenningur njóti góðs af í einhverjum mæli. Það er máske dæmigert fyrir þessar tollalækkanir að „Coco Puffs“, súkkilaðihúðað korn lækk- ar í verði. Það er heldur ekki líklegt að almennt launafólk fagni t.d. tollalækkun á mávastelli. Að einu leyti er ástæða til að fagna tolla- lækkuninni verulega, en það er að tollur sé felldur af lífsnauðsyn- legum hjálpartækjum og gler- augum. Eins fagnar maður tolla- lækkun á barnavögnum. En á barn- avögnum lækkar tollurinn einungis um 10%, úr 50% í 40%. Után þessara atriða fæ ég ekki betur séð en tollalækkunin sé moldviðri, sagði formaður Neytendafélags Reykjavíkur að lokum. -óg Fáliðað í flug- umsjón á Reykjavíkur- flugvelli Þarf að leysa málið segir Haukur Hauksson settur Flugmálastjóri „Það kom upp vandamál í gærkvöldi þannig að ekki tókst að manna vaktina eins og vera skyldi. Það hefur verið mikið álag á mönnum vegna manneklu sem er hér, það hef- ur fækkað í starfsliði flugum- ferðarstjórnarinnar. Fjórir menn frá, cinn hættur og þrír vegna veikinda. Þessu þarf að mæta með aukavinnu sem við erum að reyna að leysa“, sagði Haukur Hauksson settur flug- málastjóri í samtali við Þjóð- viljann. Allt einkaflug lagðist niður við Reykjavíkurflugvöll í fyrrakvöld, vegna þess að aðeins einn flugumferðar- stjóri var á vakt, og ekki tókst að fá aðra flugumferðarstjóra á aukavakt. Aðspurður hvort um langvarandi vanda væri að ræða við fluggæslu, sagði Haukur Hauksson að hann gæti ekki svarað því að svo stöddu, málið þyrfti að leysa með samkomulagi við Félag flugumferðarstjóra og við- ræður við félagið hæfust á næstunni. Eru þetta kannski duldar aðgerðir með veikindum? „Eg get ekkert sagt um það. Slíkt liggur alls ekki fyrir. Þetta er vandi sem er fyrir hendi. Ég get varla sagt að um beinar aðgerðir sé að ræða. Þetta er vandi sem þarf að leysa með samstilltu átaki.“ Áttu von á frekari röskun á flugstjórn? „Eg vona að það takist að manna vaktirnar á meðan viðræður standa yfir við flugumferðar- stjóra," sagði Haukur. -lg. Landssmiðjan á sölulista Sverrir vfll ekki selia „Ég er með þær upplýsingar frá iðnaðarráðuneytinu að í því ráðu- neyti séu ekki uppi neinar ráða- gerðir um eignabreytingar á fyrir- tækinu. Það eru upplýsingar sem ég fékk í fyrradag. Ég veit að það er sjálfsagt uppi einhver skoðana- munur milli ráðuneyta í þessu máli, en við heyrum undir iðnaðarráðu- neyti og meðan að ekkert liggur fyrir um það í því húsi að það eigi að selja þetta og gera einhverjar breytingar, þá höfum við ekkert frekar um þá hluti að segja“, sagði Sigurður Daníclsson framkvæmda- stjóri Landssmiðjunnar í samtali við Þjóðviljann í gær. Sem kunnugt er, er Lands- smiðjan ofarlega á þeim óskalista sem Albert Guðmundsson fjármál- aráðherra hefur lagt fyrir samráð- herra sína um fyrirtæki í eigu ríkis- ins sem hann telur að selja eigi ein- staklingum. Samkvæmt ofansögðu eru menn ekki á eitt sáttir í ríkis- stjórninni um sölu einstakra ríkis- fyrirtækja. Hagnaður hefur verið af rekstri Landssmiðjunnar undanfarin ár. Mynd - Leifur. í opnu Þjóðviljans í dag er fjall- að um tillögu fjármálaráðherra um sölu Landssmiðjunnar og rætt við starfsmenn smiðjunnar og for- mann félags járniðnaðarmanna. -Ig- Alþingi sniögengið Vinnubrögö ríkisstjórnarinnar fáheyrð, segir Svavar Gestsson Stjórnarandstaðan er sáróánægð með öll vinnubrögð ríkis- stjornarinnar gagnvart réttkjörnu alþingi þjóðarinnar, og lét þá óánægju í ljósi á sameiginlegum fundi þingflokksformanna sem haldinn var í gær. Spurðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hvort ætti að afnema þingræðið í landinu. Bentu talsmenn þingflokkanna á að alþingi væri snið- gengið í veigamiklum málum. Þá var gent á þá fáheyrðu stöðu að forseti alþingis væri einnig landbúnaðarráðherra og spurt hvort hann myndi segja af sér sem forseti alþingis. Enn fremur var bent á að formaður utanríkisnefndar væri ekki kjörinn alþingismaður, og að utanríkisnefnd hefði ekki verið kölluð saman þó afdrifarík mál þyrftu þar umfjöllunar við. Viðtal við Svavar Gestsson um þessi mál eru í blaðinu í dag. _ óg Sjá 8 Sjá 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.