Þjóðviljinn - 01.07.1983, Page 2

Þjóðviljinn - 01.07.1983, Page 2
2.SÍPA — ÞJÓÐVILJINN,. FösXudagur l. júlí 1983. Skák Karpov að tafli - 16* Einn af fjölmörgum sovéskum gyöingum sem flust hafa frá Sovétríkjunum er stór- meistarinn Vladimir Liberzon sem tefldi á svæöamótinu í Reykjavík 1975. Liberzon hefur oft náð góðum árangri viö skák- boröið en dottið niöur þess á milli. Hann getur t.d. státaö af því aö hafa sigrað í tvígang á Luis Statham-mótunum í Lone Pine. Karpovog Liberzon tefldu í 6. umferð á skákmótinu í Bad Kissingen og Karpov yfirspilaði andstæðing sinn eftir öllum kúnstarinnar reglum: Karpov - Liberzon Hver er besti leikur hvíts? Svartur hótar illilega 49. - Hd2 og virðast því góð ráð dýr. Karpov hafði séð þessa stöðu langt frammí tímann og lék nú einföldum en þráðsnjöll- um leik... Bx7 50. Re3 mát!) 49. Hc7-!l (Sáraeinfalt. Ef 49. ■ 49. .. Kd5 50. Hc5+ Ke6 51. Rd4+ Kf7 52. Hxb5 Be3 53. Hb7+ Kg8 (Hvilikt undanhald. Á örstuttum tima hefur svarti kóngurinn verið keyrður niöur á 8. reitaröð.) 54. Rf5 Hd2+ 55. Kb3 - og hér gafst svartur upp. Eftir 6 um- ferðir var Karpov langefstur á mótinu, hafði hlotið 5'/2 vinning. Róbert Hubner var næstur með 4 v. Bridge Frá Stefáni Vilhjálmssyni Akureyri bárust nokkurspilumdaginn. Þau eru frá bikarleik úr 1. umferð, milli sveita Stefáns og Baldurs - Bjartmarss., Rvík. Að sögn Stefáns voru gjarnan á lofti mikil spil, stórar sagnir og sviptingar. Farið var i slemmur í einum 7 spilum (af 40). Við skulum líta héráeina: xxx DGIOxx KGx Gx ADxx Kxxxxx K10xx Áx ÁKDxxxx xx x Gx ÁD1 Oxxxxx xxx Norður Austur Suður Vðstur (Guðm.S)(Stefán V.)(Sigu.'t:;.Á) (Haukur J.) Pass 2lauf 5 tíglar 5 hjörtu Dobl 6lauf Pass 6spaðar? 7 tíglar 7spaðarAllirpass. Þetta voru sagnirnar. 2 lauf er Ac01 (gamekrafa) aðrarsagnireins „eðlilegar" og hægt er að ætlast til eftir 5 tígla Suðurs. En spurningin er, hvað gerist ef Norður segir 6 tígla í stað þess að dobla? Norður hugsaði sig dálítið um, en lét svo út tígulkóng og þarmeð var spilið í höfn. Alslemman í laufi eða spaða er alltaf þótt í Austur. Á hinu borðinu fóru sagnir hægt af staö og enduðu í 6 laufum unnin sjö. Sveit Stefáns græddi því 11 impa á spilinu. Basl við myndun bœjar- stjórnar Þannó. janúar 1849 átti að kjósa einn fulltrúa úr hópi tómthúsmanna í bæjarstjórn Reykjavíkur. En skömmu fyrir kjörfund tóku að berast kærur út af kjörskránni. Lutu þær bæði að því, að ýmsa vantaði á hana sem þar ættu að vera en aðrir væru þar hinsvegar skráðir, sem þar ætti ekki að vera, svo sem menn, sem orðið höfðu borgarar eftir að kjörskráin varsaminogaðrir, sem ekki gætu talist til tómthús- manna, svo sem embættismenn, sem ekku væru þó húseigendur en hafði verið smeygt inn á tómthúsmannakjörskrána svo þeir væru ekki „algerlega útilokaðir frá hluttekningu í bæjarins málefnum“. Stiptamtið féllst á rök kærenda og voru þessir menn strikaðir út afkjörskrá. Enúrþvíþeim var þannig meinað að neyta atkvæðisréttar og höfðu heldur ekki fengið að kjósa við kosningarnaráriðáður, varðað ' ráði að dæma þá kosningu ógilda og efna til nýrra kosninga á borgarafulltrúunum. Fórhún fram 2. febr. en kosning á tómthúsmannafulltrúanum 20. jan. ÚrþeirrahópihlautJón Jónsson, prentari íHákonarbæ kosningu með 43 atkv. af 62 en 84 voru á kjörskrá. Afhálfuborgara voru kosnir Pórður Jónassen yfirdómari með51 atkv., Egill Jónsson, bókbindari með 37 atkv., Diðrik Knudsen, trésmiður með 34 atkv., Jón Thorstensen, landlæknir með 25 atkv. ogH.St. Johnsen kaupmaður með25 atkv. Á kjörskrá voru 59 en 52 kusu. Af þeim fjórum kaupmönnum, sem kosnir voru árið áður, náðu nú 3 ekki kjöri: Tærgesen, BieringogHavsteen. Sennilegt er að kjósendum hafi þótt kaupmenn vera orðnir full fyrirferðarmiklir í bæjarstjórninni þar sem 4 bæjarfulltrúar af 6 voru úr þeirra röðum. En það ætlaði ekki að reynast fyrirhafnarlítið að ganga til fulls fráskapan bæjarstjórnarinnar. Diðrik Knudsen taldi sig ekki geta setið í bæjarstjórn vegna mægða við Þórð Guðmundsson, settan bæjarfógeta. Varáþað fallist og enn efnt til kosningar á fulltrúa í hans stað. Hnossiðhlaut dr. Pétur Pétursson, lektor, með 25 atkv. Og þar með tókst loks, eftir þrennar kosningar á sama árinu, að koma saman bæjarstjórn Reykjavíkur á því herrans ári 1849. -mhg „Við verðum að fá kjarnorku- sprengju, jafnvel þó að við neyðumst til að bíta gras“. Zia hershöfðingi í Pakistan hefur lagt allt kapp á að búa til kjarnorku- sprengju. Um þessar mundir eru málaferli í Þýskalandi gegn verk- fræðingi sem á að hafa hjálpað til við þetta fyrirtæki í Pakistan. „Margar nýjungar í sumar“, segir Gurinar Sveinsson. Gunnar Sveinsson framkvœmdastjóri Félags sérleyfishafa og BSI: Nýtt Egó í Safarí í kvöld Mannabreytingar hafa orðið í hljómsveitinni Egó og kemur hún f fyrsta sinn fram í þessari nýju mynd í kvöld í Safarí við Skúla- götu. Nýju mennirnir eru Gunn- ar Rafnsson hljómborðsleikari, lengst til vinstri á myndinni, og Jökull Úlfsson trommari, lengst til hægri. Á milli þeirra má sjá gömlu Egóistana: Rúnar bassa, Bubba Morthens og Begga gítar- leikara. Helmingi ódýrara að ferðast með áætlunarbíl en fljúga við Umferðarmiðstöðina 11. júní. „Við urðum varir við greini- lcga aukningu strax eftir þennan kynningardag og við eigum von á að sú aukning muni halda áfram. Það er orðið nær hclmingi ódýr- ara að ferðast með áætiunarbíl um landið, en fljúga, og hjón sem fara hringinn spara um 4000,- krónur á því að taka áætlunarbíl í stað þess að aka á eigin bíl“, sagði Gunnar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Félags sérleyfis- hafa og BSÍ þegar við ræddum við hann um ferðakynninguna, sem Félag sérleyfishafa stóð fyrir 11. juní s.l. „Teknar verða upp næturferðir til Akureyrar, hringferðir um Vestfirði, Hólmavíkurferðin verður lengd, þannig að hægt er að tengja gönguferðir um Horn- strandir við áætlunarbílinn og tekin verður upp hringferð frá Húsavík um Melrakkasléttu, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafj- örð og Mývatn. Allar þessar leiðir eru nýjung, sem við teljum að mikill áhugi sé á. Við munum einnig bæta leiðsögumönnum í sumar áætlunarferðirnar t.d. Frá kynningardeginum verður leiðsögumaður í hring- ferðinni um Vestfirði.“ Er mikið ódýrara að ferðast með áætlunarbíl en eigin bíl? „Já, það er enginn vafi á því og munurinn er þó ennþá meiri ef um flug er að ræða. Hér áður fyrr var nánast sama verð á flugi og áætlunarferð, en bilið hefur stöð- ugt breikkað. Við erum einnig að reyna að ná til útlendinganna og höfum tekið upp ýmsa afsláttar- miða, sem við teljum að geti spar- að bæði íslendingum og útlend- ingum mikið fé“, sagði Gunnar. Þess má geta að lokum að sér- leyfishafar á íslandi eru 28 talsins og aka 44 leiðir, samtals um 6.500 kílómetra. þs.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.