Þjóðviljinn - 01.07.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 01.07.1983, Qupperneq 3
Föstudagur l.'júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Sameiginlegur fundur allra þingflokka: Á að afnema þingræðið? Fáheyrð pólitísk staða í þing- ræðisríki, segir Svavar Gestsson - Við spurðum hvort ætti að af- nema þingræðið, sagði Svavar Gestsson eftir fund formanna allra þingflokkanna sem haldinn var í gær. - Það varð fátt um svör hjá stjórnarliðinu enda fáheyrð staða uppi: - Stjórnarandstaðan er að von- um sáróánægð með öll vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart rétt- kjörnu alþingi þjóðarinnar. Það er ekki einungis varðandi þinghald í sumar heldur nánast í öllum atrið- um sem ríkisstjórnin treður á þing- ræðinu og þá sérstaklega stjórnar- andstöðunnar. Það er verið að skipa samninganefndir og stóriðju- nefnd án þess að nokkur fulltrúi stjórnarandstöðunnar skipi þar sæti. Þetta er ný lenska sem upp er tekin og maður kannast við af af- spurn frá einræðisríkjum. - Við spurðum talsmenn stjórn- arflokkanna hvort meiningin væri sú að Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra segði af sér sem forseti alþingis og að varaforseti Karl Steinar Guðnason tæki við sem handhafi forsetavalds. Við spurðum hvort utanríkisnefnd væri kölluð saman af fyrrverandi for- manni hennar, sem ekki á lengur sæti á alþingi en það er Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra. Eða er Kjartan Jóhannsson varafor- maður nefndarinnar orðinn for- maður hennar? - Þá spurði ég hvað liði fjárlaga- gerð, en í leyniplaggi ríkisstjórnar- innar er sagt að fjárveitinganefnd verði með í ráðum um fjárlaga- gerð. Einnig spurðum við hvort þingið yrði kallað saman fyrr í haust vegna þessara mála. Tals-. maður Framsóknarflokksins á fundinum ætlaði að leita svara við þessum spurningum á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins sem haldinn verður 7. júlí næstkom- andi. Við í stjórnarandstöðunni erum að sjálfsögðu sáróánægð með hvernig ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vanvirðir þing- ræðið. Og það er óþolandi að rétt- kjörnir alþingismenn skuli ekki fá lágmarksupplýsingar í afdrifarík- um málum þessar vikurnar. Stjórnarandstaðan mun ekki una því þegjandi, sagði Svavar Gests- son að lokum. -úg Heiðursmálarinn Stefán V. Jónsson frá Möðrudal varð 75 ára á Jónsmessunni. í dag opnar Listmunahúsið og Morkinskinna sýningu í tilefni af afmæli fjallakúnstnersins. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að gera sýninguna mögulega og verður m.a. boðið upp á Hólsfjallahangikjöt og saltrey.ð (silung) úr Mývatni þegar sýningin verður opnuð kl. 18.00 í dag. Myndin var tekin í gær þegar Stefán var að Iíta yfir verk sín í Listmunahúsinu. Ljósm. - Leifur. Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna hófst í gær: Úrslit á tölvuskermi jafnóðum „Við erum tilbúin til að taka á móti nánast ótakmörkuðum fjölda. Hér er búið að stækka svæðið til muna og bæta mjög alla aðstöðu og við vonumst eftir miklum fjölda gesta. Það sem ef til vill er þó ný- stárlegt við þetta mót er að nú verða öll úrslit og einkunnir sýnd á Getur frestun á greiðslu húsnæðislána komið í bakið á húseigendum? Ekkí gert ráð fyrir þessu segir Jens Sörensen forstöðumaður Veðdeildarinnar Lands- Margir fasteignaeigendur sem eru með húsnæðislán hafa verið í vafa hvort rétt væri að taka boði ríkisstjórnarinnar um frestun á 25% afborgun húsnæðislána, þar sem slíkt gæti komið þeim í koll er þeir ætluðu að selja íbúðina. Kaupandi teldi sig þá ekki skyldan að taka við hinum frestuðu greiðslum veðlánsins. „Það hefur ekki reynt á þetta og aldrei verið gert ráð fyrir þessu. Hins vegar ef einhverjum dettur í hug að setja slíka kröfu fram, þe. að fyrri eigandi greiði upp þessa frestun, þá skal ég ekkert segja um það hvaða viðhorf kæmi upp. Ég sé engan tilgang í því að fara fram á slíkt,“ sagði Jens Sörensen for- stöðumaður veðdeildar banka íslands. „Okkar hugsun hefur verið sú, eins og segir í lögunum, að þetta bætist við höfuðstól lánsins og komi til greiðslu eftir að venju- legum eða eðlilegum lánstíma sé lokið. Þannig verður þetta sett upp hjá okkur. Kaupandi fasteignar tekur við láninu alveg eins og verið hefur, eins og það er á hverjum tíma, eins og eftirstöðvar lánsins eru þegar hann festir kaup á henni. Það á ekki að verða nein eðlis- breyting á því.“ - lg. Fráleitt það dragi úr sölu segir Pétur Þór hjá Fjárfestingarfélaginu „Það er fráleitt að slíkt dragi úr sölumöguleikum. Ef rétt er tekið á þessum málum þegar eign fer á sölu og hún reiknuð upp miðað við þess- ar breytingar, á það ekki á nokk- urn hátt að spilla fyrir sölunni“, sagði Pétur Þór Sigurðsson lög- fræðingur hjá fjárfestingarmark- aði Fjárfestingaféiagsins aðspurður hvort frestun á greiðslu húsnæðislána gætu komið illa við fasteignaeiganda sem hyggðist síð- an selja eign sína. „Það hafa verið farnar tvær leiðir. Annars vegar að fresta núna 25% af heildarafborgun og jafna því á þær greiðslur sem eru eftir. Hins vegar hefur sú leið verið farin að lengja lánið um eina eða tvær af- borganir. Það er alveg sama hvor leiðin er farin, það er á hverjum tíma mjög auðvelt að reikna lánið upp og að sjálfsögðu á kaupandi að taka við láninu eins og það er að þessu breyttu“. Pétur sagði einnig,að hafi verið leitað eftir þessari frestun á greiðslu afborgunar geti kaupandi og seljandi samið um að seljandi klári að greiða upp frestunina. „Slíkt er þá einungis samkomulag þeirra á milli og ekki spurning um ótvíræðan rétt annars hvors aðila“, sagði Pétur Þór. -Jg- tölvuskjá jafnóðum. Sjónvarps- skermi verður komið fyrir við áhorfendabekkina og þar geta menn því fylgst með. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert á hestamannamóti,“ sagði Gunnar Egilsson, formaður framkvæmd- anefndar fjórðungsmóts norð- lenskra hestamanna, sem haldið er á Melgerðismelum 30. júní til 3. júlí. Mikill undirbúningur hefur stað- ið yfir undanfarnar vikur og eru það einkum hestamannafélögin Léttir, Funi og Þráinn, sem hafa staðið að honum. Mótið var sett í gær kl. 10.00 f.h. og strax að setn- ingunni lokinni var byrjað að dæma. í gærkvöldi voru um 600 manns komnir á mótið. Kvöldvaka verður á laugardagskvöld, en mót- inu verður slitið um kl. 18.00 á sunnudag. Aðstaða verður fyrir gesti í Hafralækjarskóla. -þs EDIÁI CA EEDEI rn|AUÍ% ■ ElmEP AHSTER DAM OGINTER RAILMm LERTARKORT # 11.875I<R BROTTFARIR: þriðjudaga og (immtudaga PARIS OGINTER RAIL LESTARKORT 10.975I<R BROTTFÖR: 17. júlí AMSTER DAM ÁEIGIN VEGUM BROTTFARIR: þriðjudaga og fimmtudaga FER.ÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hringbraut, síml 16850

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.