Þjóðviljinn - 01.07.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 01.07.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur L júlí 1983 Nakasone forsætisráðherra Japans með Reagan í Williamsburg á dögunum. Þar var hann á leiðtogafundi sjö voldugustu ríkja heims og þótti Japan færast lengra inní blokk Bandaríkjanna og Nató eftir þann fund. Nakasone á grænni grein Stjórnarflokkurinn vann mikinn sigur Lítil þátttaka í kosningunum Stjórnarflokkurinn í Japan, „FrjáIslyndi-lýðræðisflokkurinn“ vann kosningasigur í kosningunum sl. helgi. Flokkurinn vann 68 þing- sæti af 126 sem kosið var um til efri deildar þingsins. Kosningaþátttaka var mjög dræm innan við 60% en í kosningunum 1980 var hún 75%. Margir telja að ný kosningalög hafi átt þátt í því hve kosningaþátttaka var léleg. Litiö er svo á að Nakasone for- sætisráðherra hafi með úrslitum þessum fengið stuðning kjósenda við nýja pólitík, sem felurm.a. ísér nána samvinnu við Bandaríkin. Aðeins var kosið um helming 252 þingsæta í efri deild þingsins og hefur stjórnarflokkurinn íhalds- sami nú 137 þingsæti - fjölgaði þeim um fjögur í kosningunum. Eftir kosningarnar hefur flokkur- inn meirihluta í öllum nefndum þingsins, sem auðveldar tök hans á gangi mála. Kosningaþátttakan í Japan þótti í daufara lagi. Kosið var um helrn- ing þingsæta í efri deild þingsins. Þetta voru fyrstu kosningar þar sem Yashuhiro Nakasone 65 ára gamall leiðtogi „Frjálslynda - lýðræðisflokksins" fór í fylkingar- brjósti. Hann hefur þótt í meir'a lagi uppá Reaganlínuna kominn. Á leiðtogafundinum í Williamsburg undirstríkaði hann sérstaklega samband Japans við Nató og teng- slin við bandaríska herinn, sem stefnt væri gegn Sovétríkjunum. Hann hefur einnig lagt mikla áherslu á aukinn vígbúnað heima fyrir og meira að segja sett fram hugmyndir um að létta af banniríu við að Japan taki þátt í stríði. Sósí- alistaflokkurinn aðvaraði kjósend- ur fyrir kosningar með því að segja að sigur Nakasones gæti leitt þjóðina tíl stríðs. í kosningabaráttunni var. einnig rætt nokkuð um spillingu, og þá sérstaklega stjórnarflokksins. Tan- aka fyrrverandi forsætisráðherra var ilíilega flæktur í Lockhead- mútumálið og á yfir höfði sér dóm í haust. Stjórnarandstaðan hefur ár- angurslaust reynt að fá samþykki fyrir því að þinghelgi hans verði rofin. Við kosningarnar voru nýjar kosningareglur og skoðanakönnun fyrir kosningar sýndi að yfir 40% kjósenda skildu ekki nýju reglurn- ar. Samkvæmt nýju reglunum verður fólk að kjósa flokk og per- sónur, en áður nægði að kjósa ein- ungis persónur. Það er meðal annars af þeim ástæðum að fjölmargir nýir flokkar komu til sögunnar að þessu sinni. Alls tóku 18 flokkar þátt í kosning- unum, þar af 12 nýstofnaðir. Flest- ir nýju flokkanna eru undir stjórn þekktra fjölmiðlamanna, aðallega úr sjónvarpinu. Slíkir menn hafa verið mjög áberandi í þessari kosn- ingabaráttu og reyndar allt frá því 1970. Meðal nýrra framboða voru flokkar um einstaka málaflokka: svo sem föðurlandsvinir, flokks- leysingjar, flokkur þeirra sem leita menntunar og svo mætti lengi telja. Meiraðsegja bauð einn flokkur fram með því eina markmiði að fá Tanaka sparkað útaf þingi vegna mútumálanna. -óg. Fljúgandi diskar Tveir sovéskir vísindamenn, dr. Andrei Monin, félagi í sovésku vís- indaakadcmíunni og Gcorgi Bar- enblatt, prófessor, hafa uppgötvað, hvernig disklaga hlutir, sem þekkt- ir eru undir heitinu fljúgandi disk- ar, verða til í andrúmsloftinu. Andrúmsloft jarðar er, eins og vatnshjúpur jarðarinnar, myndað af lagskiptu efni, sem er á stöðugri hreyfingu. Oldur, sem myndast á markalínum laga, geta bólgnað út, hnyklast og kollsteypst líkt og yfir- borðsöldur sjávar. Við það mynd- ast „blettir“ - loftsvæði, sem eru frábrugðin efninu umhverfis þau að þéttleika, hitastigi og öðrum eiginleikum. Eftir skamma hríð taka slíkir blettir að breiðast út. Við rannsóknir á reglufestu þessarar blettaútbreiðslu leiddu dr. Barenblatt og dr. Monin út stærðfræðilega jöfnu, sem fyrir- bærið stjórnast af. Með því að beita samskonar reikniaðferð uppgötv- aöi Jelena Tikjomirova, stærðfræðingur við tölvumiðstöð sovésku vísindaakademíunnar, furðulegt einkenni blettadreifing- arinnar. Hver sem upprunaleg lögun þeirra var, hvort heldur þeir voru ferningar, þríhyrningar eða krosslaga. þá varð bletturinn hringlaga eftir smátíma og dreifðist margfalt hægar heldur en hinar þekktu hvítu rákir, sem þotur mynda. Hjá haffræðistofuninni voru hin- ar fræðilegu formúlur prófaðar í lagskiptum vökva í sérstaklega út- búinni tilraunastöð. Þróunin varð hin sama og útreikningarnir gerðu ráð fyrir. Þótt vísindamennirnir reyndu að koma í veg fyrir myndun kringlóttra bletta, tóku þeir alltaf á sig hringlaga mynd. Hvað gerist þegar „diskur“ mætir aerosolögnum, sem fyrir- finnast í andrúmsloftinu og eru á hreyfingu niður á við? Útreikning- ar gefa til kynna, að „diskar" verki sem gildrur fyrir þá. Þegar diskarn- ir hafa safnað í sig mörgum aeroso- lögnum, hættaþeirað veragagnsæ- ir og verða sýnilegir. Loftdiskarnir eru þannig mynd- aðir af samsöfnuðu lofti og efni- sögnum í aridrúmsloftinu. Efnis- agnirnar, sent diskarnir gleypa i sig, eru mjög léttar og minnsti and- vari nægir til þess að diskurinn þeytist burt á miklum hraða eða skiptir skyndilega um hreyfingar- stefnu. Þegar diskurinn hefur safn- aö í sig nægilega miklu af slíkum ögnum tekur hann að að síga niður á við og sveiflast til líkt og haust- lauf. Meira um kosningarnar á Ítalíu Ættaðirfrá Mussolini Menningarmálaráðherra í stjórn Mussolinis er flokksleiðtogi nýfas- istanna sem fengu 6.8% í kosning- unum á Ítalíu. Greinilegt er að flokkur þeirra hefur fengið at- kvæði frá kristilegum demókrötum sem eru óánægðir með flokk sinn. Um 7 miljónir kjósenda sátu heima eða skiluðu auðu við kosningarnar. Miklar vangaveltur eru nú um stjórnarmyndun eftir kosningarnar en Sósíalistarnir sem fengu 11.4% atkvæða hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki í stjórn með kommúnist- um. Hins vegar hefur í fyrsta sinni frá stríðslokum skapast raunhæfur möguleiki til að mynda ríkisstjórn án þátttöku kristilegra demókrata. Og ef það verður gert verður það þvert á niðurstöður kosningaúrslit- anna um sl. helgi. Samkvæmt frétt í „Information“ bættu nýfasistar við sig einu og hálfu prósenti frá síðustu kosning- um. Sósíaldemókratar fengu 4.1% (3.8% 1979), Republikanar 5.1% (3.0% 1979), Frjálslyndir 2.9% (1.9% 1979) og róttækir 2.2% (3.4% 1979). í blaðinu í gær var sagt frá fylgi þriggja stærstu flokk- anna Kristilegra, Kommúnista og Sósíalista. Kommúnistaflokkurinn mun að þessu sinni hafa notið stuðnings hins vinstri sinnaða flokks PDUP. Fréttaskýrandi einn sagði að kosningaúrslitin sönnuðu að Evrópa væri ekki bara á hrað- ferð til hægri. -óg Tapaði mestu. Ciriaco De Mita leiðtogi Kristilega Demókratafiokksins var greinilega mjög sleginn á blaðamannafundi eftir kosningarnar. Flokkur hans fékk minna fylgi en nokkru sinni frá stofnun hans 1943. Búist er við hreinsunum og persónubaráttu innan flokksins. Þar sem diskurinn þenst hægt út breytist ástandið innan hans smám saman þar til hann loks blandast loftinu umhverfis og hverfur á „dularfullan hátt“. Allt skýrir þetta ágætlega þau furðulegu fyrirbæri í gufuhvolfinu sem einstaklingar hafa séð og lýst, svo sem skyndilega hraða- aukningu, furðulegar og snöggar hreyfingar og að diskarnir hverfa fyrirvaralaust. Þótt það módel, sem dr. Baren- blatt og dr. Monin hafa gert komi ekki heim við öll fyrirbæri í and- rúmsloftinu, sern hafa verið flokk- uð undir hugtakiö fljúgandi diskar, þá gefur það skynsamlega skýringu á þeim algengustu. Þeir, sem trúa á fljúgandi diska kunna að segja, að jafnvel þótt náttúrlegir diskar kunni að finnast í andrúmsloftinu og hafinu, þá séu þeir ekki til úti í geimnum, þ.e.a.s. í tóminu. En engu að síður fyrir- finnist þar sants konar hlutir! En þótt álitið sé, að þeir fyrirfinnist í geimnum, þá eru í reynd engin skráð dæmi um það. Sovéskir geimfarar hafa nokkrum sinnum Séð brot úr málmþynnum, sem hafa losnað úr geimstöðvum. Þar sem þessir hlutir ljóma í sólargeisl- unum hefur þessum leiftrandi smástirnum stundum verið ruglað saman við geimhluti. En leyndar- dómurinn var fljótt uppgötvaður og nú er fyrirbærið vel þekkt. Engir geimfarar, hvorki sovéskir né bandarískir, hafa nokkru sinni rek- ist á neina aðra dularfulla hluti í geimnum. APN (Úr Isvestia - Spútnik, 1. hefti 1983)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.