Þjóðviljinn - 01.07.1983, Page 11
Föstudagur 1. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 '
íþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Unglingar á
Nesvelli
Unglingameistaramótið í golfi
fer fram nú um helgina, laugardag
og sunnudag. Leiknar verða 36 hol-
ur hvorn dag og verður mótið hald-
ið á Nesvellinum á Seltjarnarnesi
en hann er nú í mjög góðu ástandi.
Leikið verður í fjórum flokkum:
stúlkur 15 ára og yngri og 16-21
árs, drengir 15 ára og yngri og pilt-
ar 16-21 árs.
Reikna má með mjög spennandi
og skemmtilegri keppni þar sem
margir af okkar bestu kylflngum,
m.a. landsliðsmenn og konur sem
leika í eldri flokkunum, koma beint
úr Evrópukeppni. Þá eru margir
meistaraflokksmanna í þessum
aldurshópum.
/
Ovænt
tap
Árroðans
Vaskur frá Akureyri vann
óvæntan sigur á Arroðanum, 2:1,
að Laugalandi í fyrrakvöld þegar
félögin léku þar í E-riðli 4. deildar-
innar í knattspyrnu. Hilmar Bald-
ursson skoraði í fyrri hálfleiknum
fyrir Árroðann en Hákon Hákon-
arson og Hallur Gunnarsson
tryggðu Akureyringunum vösku
sigur með tvcimur mörkum í síðari
hálfleik. Staðan er tvísýn í E-riðli,
Leiftur hefur 6 stig, Reynir, Vor-
boðinn og Vaskur 4 stig hvert en
Svarfdælir ekkert.
- KK/VS
✓
lslandsmótið í knattspyrnu — 1. deild kvenna:
Brelðabliksllðlð sigraði
Skagastúlkurnar örugglega
Þrátt fyrir snara snúninga Skaga
stúlknanna í gærkvöldi í leik
þeirra við stúlkurnar í Breiðabliki,
urðu þær að lúta í lægra haldi fyrir
Kópavogsbúunum. Lauk leiknum
með því að Blikarnir skoruðu eitt
mark en Skagaliðið ekkert.
Breiðablik siglir því áfram í 1. deild
kvenna í íslandsmótinu án þess að
hafa tapað stigi.
Fyrri hálfleikur var frekar jafn
en Skagastúlkurnar sóttu þó frekar
Egilsstaðastúlkurnar stefna
hröðum skrefum á 1. defld
Höttur frá Egilsstöðum, sem nú
leikur í fyrsta skipti í 2. deild
kvenna í knattspyrnu, stefnir
hröðum skrefum að 1. deildarsæti
eftir 2:1 sigur á Súlunni á Stöðvar-
fírði á þriðjudagskvöidið. Höttur
hefur aðeins tapað einu stigi til
þessa og Egilsstaðastúlkunum til
mikillar ánægju tapaði skæðasti
keppinauturinn, FH, 2:1 fyrir
Fram í fyrrakvöld.
Staðan í A-riðlinum í 2. deild
kvenna er nú þessi:
Höttur..............5 4 1 0 14:2 9
FH...................4 3 0 1 8:3 6
Fram.................6 2 1 3 6:6 5
Fylkir...............3 2 0 1 3:1 4
Súlan................5 2 0 3 7:7 4
Afturelding..........5 0 0 5 0:19 0
Þess ber að gæta að Höttur og
FH eiga eftir báða innbyrðis leiki
sína, liðin mætast á Egilsstöðum á
sunnudaginn, og Fylkisstúlkurnar
geta enn blandað sér í baráttuna,
hafa aðeins tapað tveimur stigum.
í B-riðli hafa síðustu úrslit orðið
þau að Akureyrarliðin KA og Þór
skildu jöfn, 2:2, Haukar töpuðu
0:12 fyrir ísafirði og í fyrrakvöld
vann Hveragerði Hauka 3:0 í
Hafnarfirði. Staðan í B-riðlinum er
nú þannig:
leika í B-riðli en dró sig útúr keppni
á síðustu stundu.
Sigurvegararnir í riðlunum fara
beint upp í 1. deild og vegna fjölg-
unar í 1. deildinni úr sex liðum í
átta mætast lið nr. tvö í riðlunum í
úrslitaleik um hvort þeirra tekur
sæti neðsta liðs 1. deildar.
- VS
Ís
á. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálf-
leiks var dæmt víti á Skagaliðið og
skoraði Bryndís Einarsdóttir ör-
ugglega sigurmark Breiðabliks.
Úrslit leiksins mega teljast sann-
gjörn. Stúlkurnar af Akranesi
sóttu stífar en á móti sköpuðu Blik-
arnir hættuleg tækifæri með
skyndisóknum sínum.
Eins og áður sagði hefur
Breiðablik ekki tapað stigi í
deildinni og er nú með 8 stig eftir 4
leiki. KR hefur 6 stig eftir 4 leiki,
Akranes með 4 eftir 4 leiki, Valur
með 4 eftir 4 leiki, Víkingur með 2
stig eftir 4 leiki og Víðir Garði með
ekkert stig eftir 4 leiki.
- MHM
KA 4 2 4 2
Hveragerði 4 2
Þór Ak 21
Haukar 4 0
2 0
1 1
0 2
1 0
0 4
18:5 6
22:4 5
5:13 4
4:3 3
0:24 0
ísafjarðarstúlkurnar eru búnar
með útileikina og eiga alla fjóra
heimaleikina eftir. Keflavík átti að
Fréttir úr ensku knattspyrnunni:
E verton gef ur fjórum
þekktum frjálsa sölu
Aston Villa kaupir einn þann efnilegasta
Listi yfir þá leikmenn í ensku
knattspyrnunni sem gefin hefur
verið frjáls sala frá félögum sínum,
þ.e. geta gengið til liðs við önnur
lið án kaupverðs, hefur verið birt-
ur. Á honum gefur að líta mörg
kunnugleg nöfn en mesta athygli
vekur að Everton vill vill þannig
losa sig við fjóra þekkta leikmenn,
Trevor Ross, Alan Ainscow, Mike
Walsh (það var hann sem sparkaði
Pétur Ormslev niður í Dublin sl.
haust) og Billy Wright.
Argentínumaðurinn Ricky Villa
og miðvörðurinn John Lacy eru á
listanum hjá Tottenham, mark-
vörðurinn og fuglaskoðarinn Ge-
orge Wood hjá Arsenal, David
„Super-sub“ Fairblough hjá Li-
verpool, Dennis Tueart hjá Manc-
hester City, Martin Buchan, fyrr-
um fyrirliði, hjá Manchester Unit-
ed en hann fer líklega til Stoke,
Mike Buckley hjá Sunderland og
Ross Jenkins hjá Watford. f 2.
deild gefur að líta Mike Doyle hjá
Bolton, AJan Stevensen hjá Burn-
ley en hjá félaginu því sem féll í 3.
deild virðist John Bond ætla að losa
sig þannig við hálft liðið frá því í
fyrra, David Shearer, aðalmark-
askorarinn hjá Middlesboro, og
sjálfan John Kichards hjá Wolves.
Þriðjudeildarliðið Bradford City
er til sölu, félagið .er á hausnum og
hefur ekki getað greitt leikmönn-
unum kaup að undanförnu. Leeds
hefur boðið 10.000 pund í hinn spil-
andi framkvæmdastjóra liðsins,
Trevor Cherry, sem áður lék ein-
mitt með Leeds og enska lands-
liðinu.
Tottenham hefur keypt
miðvörðinn Gary Stevens frá Brig-
hton og bakvörðurinn Danny
Thomas frá Coventry og á því loks
frambærilega varnarmenn.
Aston Villa hefur keypt einn
efnilegasta sóknarleikmann Bret-
landseyja, enska unglingalands-
liðsmanninn Paul Rideout frá
Swindon, fyrir heil 200.000 pund.
Rideout er aðeins 18 ára gamall og
skoraði 23 mörk fyrir Swindon í 4.
deildinni sl. vetur.
Robbie James, fyrirliði Swansea,
sem hefur leikið með félaginu síð-
an það var í 4. deild, er líklega á
förum þaðan. Swansea þarf að
draga saman seglin í fjármálunum
eftir fallið í 2. deild sl. vor og hefur
tæpast efni á að semja áfram við
leikmann á borð við James.
Mark Wallington, sem hefur
leikið í markinu hjá Leicester í ell-
efu ár, hefur hótað að yfirgefa fé-
lagið. Hann er ekki ánægður með
nýjan samning sem honum hefur
verið boðinn.
Óþekktur Skoti, hinn tvítugi Ste-
ve Evans hjá Albion Rovers, er
mjög eftirsóttur þessa dagana. Se-
villa á Spáni og FC Brúgge í Belgíu
hafa bæði sýnt honum mikinn
áhuga.
Ipswich hefur fengið 22 ára
gamlan Hollending, Cor Lems, að
láni til næsta vors. Félagið hefur
rétt til að kaupa hann frá Dor-
drecht í desember en getur líka
látið hann fara hvenær sem er.
Barnsley, sem leikur í 2. deild,
reynir nú mjög vel að fá til sín tvo
Paul Rideout, nýi miðherjinn hjá
Aston Villa, á að læra listirnar af
landsliðsmanninum Peter Withe og
taka síðan stöðu hans með tíman-
um. Rideout er 18 ára, Withe 32.
þekkta Skota, Ðerek Johnstone og
Colin McAdam frá Rangers.
Mark Hateiey, miðherji Coven-
try, hefur gengið til liðs við Port-
smouth, sigurvegarana í 3. deild sl.
vetur.
Leeds hefur keypt hinn 23 ára
gamla Andy Watson frá skosku
Evrópubikarmeisturunum Aber-
deen á 60.000 pund.
- VS
Álafoss-
hlaupið
Álafosshlaupið víðfræga fer
fram á sunnudaginn, 3. júlí, og
hefst kl. 10 við Kaupfélagið í Mos-
fellssveit. Keppendur þurfa að
mæta kl. 9.30 til skráningar.
Hlaupið verður eftir Vesturlands-
vegi til Reykjavíkur, um Bílds-
höfða, gömlu Elliðaárbrúna, Ell-
iðavog, Holtaveg, niður í Laugar-
dal, þar eftir Engjavegi, Þvotta--
laugavegi, innum hliðið hjá Jaka-
bóli og lýkur hlaupinu síðan með
einum hring á íþróttavellinum. Þá
hafa hlaupararnir lagt að baki alls
um 14 kílómetra.
Skorað er á alla hlaupara og
heilsubótarskokkara að mæta í
hlaupið. Verðlaun verða veitt fyrir
þrjá fýrstu í eftirtöldum flokkum
karla og kvenna: 16 ára og yngri,
17-20 ára, 21-30 ára, 31-40 ára,
41-50 ára og 51 árs og eldri. Ála-
fossverksmiðjan gefur verðlaunin
og einnig farandbikar til þess kepp-
anda sem fyrstur lýkur hlaupinu
Víðir vann
í gærkvöldi fór fram leikur Víðis
og Fylkis í annarri deild karla.
Víðir sigraði örugglega í leiknum
og náðu leikmenn liðsins að skora 4
mörk á móti 2 mörkum andstæð-
inganna.
v*®v\6ýb
Um helgina verður leikin níunda
umferð 1. deildar karla í knatt-
spyrnu og að henni lokinni verður
fyrri hlutanum lokið, allir hafa
leikið við alla cinu sinni, með þeirri
undantekningu að Víkingur og
Keflavík eiga eftir að mætast.
Fjórir þessara leikja eru á dag-
skrá á morgun, laugardag. Kl. 14
hefjast leikirnir ísafjörður-
Hálfnuð eftir helgina
morgun kl. 14 og Njarðvík-Fram á Breiðablik..8 3 3 2 7-5 9
sunnudagskvöldið kl. 20 Heil um- fcZZZrZIa 3 2 3 itis 8
ferð verður í 3. og 4. deild, atta Isafjörður..8 2 4 2 8-10 8
leikir að vanda í 3. deild og sautján ÞórAk.......8 1 5 2 8-9 7
í þeirri fjórðu. f,r,ó,tturR.8 2 3 3 9'13 7
Vikingur.......7 1 4 2 5-7 6
Staðan í 1. deild íslandsmótsins í ..IV....72 1 4 8-13 5
knattspyrnu eftir leikina í fyrra- Markahæst.r:
lrvrilrl- Ingi Bjorn Albertsson, Val.6
K ulu' Hlynur Stefánsson, Vestm...4
Vestm.eyjar...8 4 2 2 15-7 10 Kári Þorleifsson, Vestm....4
Akranes.......8 4 1 3 12-5 9 Sigþór Ómarsson, Akranesi...4
Keflavtk og Breiðablik-Þór, á
Akranesi byrja ÍA og Þróttur kl.
14.30 og viðureign Reykjavíkurfé-
laganna Víkings og Vals hefst kl.
16. Lokaleikur 9. umferðarinnar
verður svo á Laugardalsvelli á
sunnudgskvöldið, KR mætir Eyja-
mönnum og hefst sá leikur kl. 20.
í 2. deild mætast Reynir-FH,
KS-Völsungur og Einherji-KA á