Þjóðviljinn - 01.07.1983, Page 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudágur 1. júlí 1983
Tónleikaferð um Svíþjóð
Hálft í hvoru
Sönghópurinn „Hálft í hvoru“ er
þessa dagana á tveggja vikna tón-
leikaferðaiagi um Svíþjóð. Söng-
hópurinn þáði boð frá „Sveriges
Rikskonserter“ um að koma fram á
alls 11 stöðum, bæjum og þorpum í
Svíþjóð, og flytja þar íslenska tón-
list, bæði á mannamótum og á göt-
um úti. Ferðalag þetta spannar allt
norðan frá Helsingjabotni og suður
Skán.
Þetta er í annað skipti sem
„Hálft í hvoru“ er boðið til Sví-
þjóðar, en í fyrrasumar var söng-
hópurinn í eina viku við tónlistar -
flutning í Norður-Svíþjóð.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Tilkynning frá skrifstofu
Aiþýðubandalagsins
Frá og með mánudeginum 13. júní til 1. september verða skrifstofur
okkar að Hverfisgötu 105 opnar frá kl. 8 árdegis til kl. 4 síðdegis mánudag til
föstudags.
Fastur viðtals- og símatími framkvæmdastjóra flokksins er frá kl. 9-11
árdegis.
Egilsstaðir Almennur stjórnmálafundur
Almennur stjórnmálafundur með Svavari Gestssyni formanni Alþýðubanda-
lagsins verður haldinn í Valaskjálf, mánudaginn 4. júlí kl. 21.00.
Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt-
ormsson. Fundurinn er öllum opinn.
Alþýðubandalagið.
Sumarmót AB -
Norðurlandskjördæmi eystra
Sumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrísey dagana
8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum. Fólk hafi með sér grilltól. Fastar ferðir frá
Árskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin í stórum dráttum: Útsýnis-
ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag með tónlistaleikverki (musikteater)
„Aðeins eítt skref" með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls-
dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varðeldur og fjöldasöngur
með mararorganundirspili. Upplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur í 25520
og Hilmir í 22264.
Áætlun Hríseyjarferjunnar: Alla daga frá Hrísey kl. 9.00-13.00-17.30. Frá
Árskógssandi kl. 9.30-13.30-18.00.
Miðnæturferðir þriðjudaga-föstudaga-sunnudaga frá Hrísey kl. 23.30 og
frá Litla Árskógssandi kl. 24.00. í athugun er að láta ferjuna fara aukaferðir
m.a. til Grenivíkur á föstudag. - Nefndin Norðurlandi eystra.
Neskaupstaður
Almennur stjórnmálafundur
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn með Svavari Gestssyni formanni
Alþýðubandalagsins í Egilsbúö þriðjudaginn 5,júlí 20.30.
Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttorms-
son. Fundurinn er öllum opinn. - Alþýðubandalagið.
Sumarfrí og samvera á Laugarvatni
Enn pláss 4.-10. júlí
Enn er hægt að fá pláss í sumarfrí og samveru Alþýðubandalagsins á Laugar-
vatni vikuna 4. til 10. júlí næstkomandi, en ekki er ráðlegt að draga pantanir
lengur. Uppselt er síðustu tvær vikurnar í júlf.
Þeir sem hug hafa á að panta dvöl á Laugarvatni vikuna 4. til 10. júlí eru
vinsamlega beðnir að snúa sér til flokksmiðstöðvar Alþýðubandalagsins aö
Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 17500, þersónulega eða í síma, og festa sér
pláss.
Dvalarkostnaður fyrir fullorðna er kr. 2800, kr. kr. 1600 fyrir börn á aldrinum 6 til
12 ára og kr. 300 fyrir börn fyrir börn að sex ára aldri.
Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting í 2-3ja manna herbergjum (með rúmföt-
um), leiðsögn í ferðum, barnagæslu, miðar í sund og gufubað, og margskonar
skemmtan og fræðsla.
Laugarvatn og umhverfi þess er kjörið til sumarleyfisdvalar og útivistar. í
sumarfríi og samveru Alþýðubandalagsins verður farið í sameiginlegar göngu-
ferðir undir leiðsögn heimamanna, farið í skoðunarferð um uppsveitir Suður-
lands, efnt til fræðslufunda um staðinn og til spilakvölda og skemmtikvölda, þar
sem þátttakendur og góðir gestir munu standa fyrir dagskránni. Á Laugarvatni
er báta- og hestaleiga, og aðgangur að íþróttamannvirkjum. Síðast en ekki síst
er það samveran með góðum félögum sem gerir Laugarvatnsdvöl ánægjulega
og rómað atlæti hjá Rúnari Jökli Hjartarsyni bryta og starfsfólki hans í Héraðs-
skólanum.
Svavar - Gísli B. Birglr Þorbjörg
Alþýðubandalagið Austurlandi
Ráðstefna á Hallormsstað 2. - 3. júlí
Efni: Alþýðubandalagið - störf, stefna, skipulag.
Ráðstefnan hefst á laugardagsmorgun kl. 9 og meðal dagskrárliða eftir hádeg-
ið er framsöguerindi Svavars Gestssonar formanns Alþýðubandalagsins og
nokkrar ábendingar Gísla B. Björnssonar um kosningastarf. Þá ræðir Birgir
Stefánsson um ný viðhorf og skipulagsbreytingar. Þá mun Þorbjörg Arnórs-
dóttir fjalla um uppeldi, skóla og jafnrótti. Ráðstefnunni lýkur kl. 16 á sunnudag.
Þátttaka tilkynnist til Einars Más Neskaupstað, s. 7468, Jórunnar Bjarnadóttur
Eskifirði, s. 6298 eða Kristins Árnasonar Egilsstöðum s. 1286. Ýtarleg dagskrá
ráðstefnunnar hefur birst í Austurlandi. Stjórn Kjördæmisráðs.
Iðnaðarbankinn 30 ára
Nú á dögum voru rétt 30 ár liðin
frá stofnun Iðnaðarbanka íslands
h.f. I tilefni afmælisins hefur bank-
inn sent fjölmiðlum sögulegt yfírlit
um starfssemi sína og ýmsar fleiri
upplýsingar um starf bankans.
Þar segir m.a.
„Um þessar mundir er þess
minnst, að Iðnaðarbanki íslands
hf. hefur starfað í 30 ár, en bankinn
hóf starfsemi sína 25. júní árið
1953. Aðdragandinn að stofnun
bankans var nokkuð langur, eða 10
ár, því það var á Iðnþingi íslend-
inga í september 1943, sem hug-
myndin um sérstakan banka fyrir
íslenskan iðnað kom fyrst fram.
Þessi hugmynd fékk frá upphafi |
góðar undirtektir iðnaðarins og
voru samþykktar áskoranir þar um
til Alþingis næstu árin á eftir. Árið
Frá Grensásútibúi Iðnaðarbankans.
1947 var ekki látið við það sitja að
skora á Alþingi, heldur var einnig
komið á fót sérstakri samstarfs-
nefnd Landssambands iðnaðar-
manna og Félags íslenskra iðnrek-
enda, og fékk sú nefnd það verk-
efni að semja drög að frumvarpi
um iðnaðarbanka. Nefndin skilaði
frá sér frumvarpi til laga um
Iðnaðarbanka fslands hf. í apríl
mánuði 1949. f greinargerð með
því frumvarpi komu fram helstu
rök samtaka iðnaðarins fyrir nauð-
syn þess að stofnaður yrði sérstak-
ur iðnaðarbanki, en þau voru, að
enginn ríkisbankanna þriggja, sem
þá voru einu viðskiptabankar
landsins, hefði talið það skyldu
sína að aðstoða við fjármögnun
iðnfyrirtækja. Því hefði verið svo
komið, að atvinnuvegur, sem ná-
lega þriðjungur landsmanna hefði
framfærslu af, væri settur hjá í
bankakerfinu.“
Þá 3,
nú 129 starfsmenn
Stofnfundur bankans var svo
haldinn 18. október 1952, og hóf
bankinn starfsemi sína 25. júní
1953, eins og áður sagði. í fyrstu
voru starfsmenn bankans einungis
þrír, og innlánin í lok fyrsta starfs-
ársins ekki néma 17,4 miljónir
g.kr. Á síðasta ári voru starfsmenn
Iðnaðarbankans hins vegar 129,
þar af 57 í aðalbankanum við Lækj-
argötu, en bankinn starfrækir nú
einnig 7 útibú.
Heildarinnlán í Iðnaðarbankan-
um námu þann 31. maí s.l. 763
miljónum króna.
Fyrsti bankastjóri Iðnaðarbank-
ans var Helgi Hermann Eiríksson
og gegndi hann starfi bankastjóra
til ársins 1955. Þá tók við Guð-
mundur Ólafs, og gegndi störfum
bankastjóra í 9 ár. Árið 1964 tóku
þeir Bragi Hannesson og Pétur
Sæmundsen svo við störfum sem
bankastjórar, og gegnir Bragi
starfinu enn, en Pétur Sæmundsen
lést á síðasta ári. Við fráfall Péturs
Sæmundsen var Valur Valsson ráð-
inn bankastjóri og gegnir hann
starfinu nú ásamt Braga.
Aðstoðarbankastjóri er Ragnar
Önundarson, og formaður banka-
ráðs Davíð Scheving Thor-
steinsson.
Æskulýösfylking
Alþýðubandalagsins
Þórs-
merkur
ferð
Síðasti hluti spurningakeppninnar: Þessi Ijósmynd sýnir nokkra Merkurfara
grilla sér pylsur og annað góðgæti við heldur frumstæðar aðstæður. Börnin
fylgjast spennt með, en mest gaman þótti þeim vera:
a) Þegar Óttarri Magna tókst eftir klukkutíma basl að fá uþp eld í tunnunni.
b) Þegar eldurinn magnaðist svo mjög að matargerðarmenn hrökkluðust
undan og komust hvergi nærri vegna reyks og hita.
c) Þegar Unnur Kristjánsdóttir uppgötvaði að hún hafði lagt mikla vinnu í að
baka skemmdu kartöflurnar.
Krossið við líklegasta svarið og hafið auglýsinguna meðferðis í rúturnar í kvöld
(munið: þær fara frá Hverfisgötu 105). Börnin sem með okkur verða, munu
draga úr réttum svörum og afhenda vegleg verðlaun á kvöldvökunni annað
kvöld.
1 .-3. júlí
Um Þórsmerkurferðina er þetta að segja:
Lagt verður af stað frá Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105
föstudagskvöldið 1. júlí klukkan hálf níu stundvíslega.
Nauðsynlegur farangur: Góða skapið og gönguskórnir, tjald og svefnpoki,
nesti og hlífðarföt.
Eftir hádegi á laugardag verður farið i gönguferðir um Þórsmörkina, síðdegis
verður kveikt upp I grillinu og að kvöldverði loknum er lofað ógleymanlegri
kvöldvöku. Hvað þar verður sér til gamans gert veit nú enginn (eða vill ekki
upplýsa) fyrirfram, en hinu skal ekki leynt að hinn óviðjafnanlegi Tarsan mun
hafa gítarinn meðferðis.
Heimleiðis verður haldið síðdegis á sunnudag, undir ábyrgri fararstjórn.
Við þurfum að vita hvað þarf stóra rútu. Skráið ykkur því sem fyrst í Þórsmerkur-
ferð ÆFAB í síma 17500.
Ferðin kostar krónur 500 (sem er gjafverð).