Þjóðviljinn - 05.07.1983, Side 3
Þriðjudagur 5. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 3
Steingrímur
Hermannsson
forsætisráðherra
3Ö%
verðbólga
um
áramót
- Það er markmið ríkisstjórnar-
innar að verðbólgan verði um 30%
um næstu áramót, sagði Steingrím-
ur hermannsson forsætisráðherra í
sjónvarpsþætti á föstudagskvöldið.
Sagði forsætisráðherra að verð-
bólgan hefði orðið langt yfir 100%
ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til
aðgerða sinna og eðlilegt væri að
þær kæmu niður á iaunafólki.
„Kaupmáttarskerðingin er meiri
en ég hefði viljað", sagði ráðherr-
ann. Benti hann almenningi á að
spara við sig sólarlandaferðir en
kvað ríkið vera í fullum gangi við
að skera niður hjá sér. Það væri
erfitt, en það yrði gert.
-óg
Steingrímur
um sumarþing
Engin
andmæli
í ríkis-
stjórninni
- Það komu engin andmæli fram
á ríkistjórnarfundi þegar ákveðið
var að ekki yrði kallað saman
sumarþing í sjónvarpi síðastliðinn
föstudag, sagði Steingrímur Her-
mannsson.
„Áður hafði komið fram í frétt-
um að ráðherrarnir Matthías Á.
Mathíesen og Albert Guðmunds-
son hefðu mælt með því að sumar-
þing yrði kallað saman.
Steingrímur um
vegaframkvæmdir
Ekki goðgá
að taka
erlend
lán
„Útaf fyrir sig held ég það sé eng-
in goðgá að taka erlend lán til vega-
framkvæmda“, sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra í
sjónvarpsþætti á föstudagskvöldið
- „en erlend lántaka þjóðarinnar er
komin á ystu mörk“.
Sagði Steingrímur að það yrði að
vega og meta arðsemi vegafram-
kvæmda hverju sinni áður en er-
lend lán yrðu tekin. Steingrímur
sagði að erlend lán yrðu tekin til að
fjármagna þau skip sem nú væru í
smíðum.
Steingrímur var inntur álits á
viljayfirlýsingu eins stuðnings-
manna sinna á alþingi um að leitað
yrði til hernaðarbandalagsins Nató
a um byggingu samgöngumann-
virkja á Islandi. „Það kemur ekki
til mála meðan ég sit í þessu emb-
ætti“, sagði forsætisráðherra í svari
sínu.
-óg
Hluti stofnfélaga bjartsýnn á svip. F.v. Árni frá Bæ, Bjargey, Hofsstöðum, Inga Mýrartungu II, Unnur Björg og Bryndís, Gautsdal, Ragna á
Gillastöðum, Reinhardt og María, Hríshóli, Aðalheiður og dætur hennar tvær, Mýrartungu II, Þuríður,blaðamaður, Asa á Gillastöðum og
Ingibjörg, Hríshóli.
Stofnfundur Félags herstöðvaandstæðinga Austur-Barðastrandarsýslu
20 stofnfélagar
Sl. sunnudagskvöld, 3. júlí
var stofnað Félag
herstöðvaandstæðinga í
Austur-Barðastrandarsýslu.
Félagið er hið eina sinnar
tegundar á Vestfjöröum,
utan ísafjarðar. Ervonandi
að á þessum válegu tímum
takifleiri byggðarlögá
landinu Austur-
Barðstrendinga sér til
fyrirmyndar. Stofnfélagar
voru um tuttugu en aðeins
400 manns búa í allri
sýslunni.
Stofnfundurinn var haldinn í
samkomuhúsinu á Reykhólum og
hófst á því að fundarstjóri, Ragna
St. Eyjólfsdóttir á Gillastöðum
bauð.fólk velkomið. Því næst sagði
Þuríður Pétursdóttir, ísafirði, frá
starfsemi herstöðvaandstæðinga
þar og las upp drög að lögum fyrir
félagið. Þuríður kvað nauðsynlegt
að efla starf herstöðvaandstæðinga
nú, er fyrirsjáanlegar væru auknar
hernaðarframkvæmdir hjá núver-
andi ríkisstjórn. Margrét Óskars-
dóttir frá ísafirði var líka stödd á
fundinum og hvatti fólk til að vekja
upp umræðu um þessi mál, ganga
með barmmerki og þora að rök-
styðja hvers vegna það væri her-
stöðvaandstæðingar. Síðan las hún
upp úr grein eftir Steingrím Sig-
fússon, alþingismann sem birtist í
síðasta helgarblaði Þjóðviljans og
var góður rómur gerður að.
Fjörugar umræður urðu á fund-
inum um hin ýmsu mál er þessu
tengjast t.d. vildi unga fólkið fá að
vita hvernig það ætti að svara alda-
gömlum mótbárum herstöðva-
sinna. Einnig var rætt um með
hvaða aðferðum félagið gæti náð til
fólksins í sveitinni. I sýslunni eru
fjórir hreppar í byggð en enginn
þéttbýliskjarni utan sá sem er að
myndast á Reykhólum.
Fjórar stúlkur úr félaginu sungu
síðan friðartexta eftir Bjargeyju
Arnórsdóttur á Hofsstöðum, við
þýska verðlaunalagið hennar Nic-
hole. Er meiningin að birta textann
í Þjóðviljanum fljótlega svo fleiri
friðarsinnar geti sungið hann.
Ætlunin er að halda formlegan
fund í félaginu innan skamms og
kjósa stjórn. í undirbúningsnefnd
fyrir aðalfundinn voru kosin þau
Árni Svavarsson Bæ, Bjargey Arn-
órsdóttir Hofsstöðum, Inga H.
Jónsdóttir Mýrartungu II og Ragna
St. Eyjólfsdóttir Gillastöðum.
Verður sett hér
upp alheimsratsjá?
Verður komið á jafnvægi í skotmörkum landsins?
Reagan sá ekki skjölin. Þetta
var ein fyrirsögnin á forsíðu
Morgunblaðsins fyrir helgina.
Mikill léttir hlýtur það að hafa
verið fyrir þá blaðalesendur, sem
láta Morgunblaðið hafa vit fyrir
sér á degi hverjum. Eins og kunn-
ugt er af fréttum, þá rannsakar
alríkislögreglan FBI nú málið, en
Morgunblaðið þykist vita betur
að sjálfsögðu. Áuðvitað er þetta
aðeins Iltið dæmi um daglegar
fréttafalsanir Morgunblaðsins.
Nú er Morgunblaðið byrjað að
blása í herlúðra til að búa al-
menning í landinu undir að reist-
ar verði nýjar ratsjárstöðvar í
landinu. í sunnudagsleiðara segir
Morgunbiaðið, og sjálfsánægjan
leynir sér ekki, að blaðið hafi oft-
ar en einu sinni bent á nauðsyn
þess, að koma fyrir nýjum rat-
sjám á Langanesi og við Aðalvík
á Vestfjörðum. Morgunblaðið
hefur hér reynst hafa meira her-
fræðilegt innsæi en Bandaríkja-
menn sjálfir, ef marka má það
sem blaðið lætur í veðri vaka.
Yfirmaður varnarliðsins á íslandi
Ronald Marryott hefur nú „fallist
á“ tillögu Morgunblaðsins í ræðu,
sem hann hélt á fundi Samtaka
um vestræna samvinnu og Varð-
bergs 21. júní sl. (ræðan birtist í
Mbl. 29. júní). Auðvitað er hér
um það að ræða, að yfirmenn
varnarliðsins og bandaríski
sendiherrann voru fyrir löngu
búnir að leggja línuna fyrir ís-
lensku herlúðrasveitina í nefnd-
um samtökum, en ekkert gekk
meðan Alþýðubandalagið var í
ríkisstjórn. Nú er það breytt og
mörgum orðið mikið mál í þess-
um efnum.
Athyglisvert er að í leiðaranum
segir Morgunblaðið að hér sé
aðeins verið að „koma í veg fyrir
að varnarkerfið drabbist niður“
og að ekki felist í þessu nein eðlis-
breyting á varnar„samstarfinu“.
Hvernig skyldi svo mega treysta
orðum Morgunblaðsins um þessi
efni, þar sem upplýsingar eru
ekki opnar almenningi, þegar
blaðið hagræðir fréttum eins
augljóslega og í fyrirsögninni af
Reagan og skjölunum?
í ræðu aðmírálsins segir hann
ratsjárþörfina til komna vegna
hraðfleygari flugvéla Sovét-
manna en áður. Þetta er sagt til
að dylja það, að ætlunin er að
reisa hér algerlega nýja gerð rat-
sjár. Tilkoma AWACS vélanna
meira en vegur upp á móti hrað-
fleygari vélum Rússa. Ratsjáin,
sem um ræðir mun vera ný gerð af
OHR-radar, sem mun gjörbreyta
stöðu og mikilvægi landsins sem
útvarðar fyrir Bandaríkin og stór-
auka hættuna, sem íslandi er bú-
in sem skotmark.
Rússar hafa komið sér upp al-
heimsratsjá. Með henni er talið
að þeir geti fylgst með flugum-
ferð urn allan heim og þekkt
sundur flugskeyti og flugvélar og
jafnvel hverrar gerðar hver fljúg-
andi hlutur er. Þeir geta með
þessu uppgötvað flugskeyti, sem-
skotið er frá Bandaríkjunum
nokkrum sekúndum eftir að það
leggur af stað og t.d. sprengju-
flugvélar með miklu meiri fyrir-
vara en áður, séu þær ekki mjög
lágfleygar. Þetta mun m.a. á-
stæðan fyrir því að Bandaríkja-
menn leggja nú ofurkapp á að
þróa flugvélar sem ekki sjást í
ratsjá.
Rússneska ratsjáin notar stutt-
bylgju og hefur valdið miklum
truflunum á fjarskiptum og út-
varpssendingum um allan heim,
og er þvert brot á alþjóðasam-
þykktir um tíðniúthlutun. Mót-
mæli fjölda þjóða hafa verið ár-
angurslaus. Bandaríkjamenn
hafa einnig þróað hliðstæða rat-
sjá, en nota ekki eins grófar
aðferðir og Rússarnir til að valda
síður truflunum og þurfa ekki að
brjóta alþjóðalög. Fyrir bragðið
gefur þeirra ratsjá ekki sömu
möguleika. Ratsjá af þessari gerð
á íslandi mundi bæta úr því. Með
henni mundi vera hægt að fylgjast
með eldflaugum og flugvélum um
gjörvöli Sovétríkin. Það gefur
auga leið, að slík ratsjá mundi
gerbreyta stöðu Islands og í styrj-
öld yrði hún forgangsskotmark.
Auk þess mundi ratsjáin hafa í
för með sér truflanahættu fyrir
talstöðvar fiskiskipa og einnig er
hætt við að truflana gætti á Norð-
urlöndunum.
Skyldu það eiga eftir að verða
örlög Framsóknarflokksins að
hafa forystu í ríkisstjórn sem
kemur á fullkomnu jafnvægi í
skotmörkum landsins? Það yrðu
dapurleg örlög byggðastefnunn-
ar, með eitt skotmark í hverjum
landsfjórðungi; í Keflavík, á
Stokksnesi, Langanesi og við
Aðalvík á Vestfjörðum.
Fyrir hverja eru þá undankom-
uleið, vegirnir, sem sumir vilja
láta varnarliðið borga?
(Höfundur greinarinnar vill
stöðu sinnar vegna ekki láta nafn
síns getið, en þar sem efni hennar
kemur heim og saman við aðrar
ábendingar sem blaðið hefur
fengið, telur það rétt að birta
hana. - ritstj)