Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 10
14 SíéÁ' - ÞjÓÐVILJINN^rígjudagur lj>. juli 1983 Grímur S. Norðdahl Kjaftasagan um sjúkdómana að Laxalóní Útflutningur á regnbogasilungi. Hann var lagður í rúst, með upploginni kjaftasögu. Danir fluttu þessa vöru út fyrir 130 miljónir danskar 1972. íslendingar eiga um 5 sinnum betri aðstöðu, ef atvinnuvegurinn hefði fengið að vaxa eðlilega og geflð vel 650 miljónir danskar á ári. Myndin er tekin á sjötta áratugnum þegar Laxalón stóð fyrir umfangsmiklum útflutningi á regnbogasilungi. í þrjá áratugi tókst nokkrum embættismönnum að standa þann- ig að málum, að dýr og eftirsótt útflutningsvara 1. flokks á heimsmælikvarða, var meðhöndl- uð eins og hættulegar sóttkveikjur, grafln hola í jörð og helt klór yfir. Þeim tókst að svíkjast undan beinni lagaskyldu, eftir að ákvæði um rannsóknarskyldu var sett í Lax og silungsveiðilögin 1970. Þar segir: 75. gr. 1. Ráðherra fer með yfirstjórn fisksjúkdómamála. Honum til að- stoðar er fisksjúkdómanefnd, en í henni eiga sæti yfirdýralæknir, og sé hann formaður, veiðimálastjóri og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keld- um. Hún skal hafa forgöngu um fisksjúkdómarannsóknir. Vísindin efla alla dáð Sú blákalda staðreynd blasir nú við, að íslenski regnbogasilungs- stofninn, sem alinn er að Laxalóni, er eina tegundin, sem fslendingar hafa alið, þar sem sjúkdómar hafa aldrei gert minnsta skaða, eða neinar skaðlegar bakteríur fundist. Þetta er ekki aðeins mín skoðun, studd vísindalegum rannsóknum og vottorðum. Það er og skoðun Þórs Guðjónssonar veiðimála- stjóra. Nú er liðið hátt á annað ár, síðan ég bar fram þessa fyrirspurn til hans á fjölmennum fundi á Hótel Loítleiðum: „Hvaða bakteríur eða veirur hafa fundist í íslenska regnbogasil- ungnum að Laxalóni? Hann taldi ekki þörf að svara og gekk af fundi. Engum dettur í hug, þvílík hamhleypa., sem Þór hefur verið, að vara við „smithættu“, er í Fisk- sjúkdómanefnd, og útvörður ís- lendinga við það góða starf að verja íslenska laxfiska smiti, þrúg- aður af „siðleysi kunningsskapar- ins“, til þess að hlffa Skúla við að nefna hin réttu nöfn „sjúkdó- manna“. Nei svoleiðis gera góðir embættismenn ekki. Það er á hreinu, Þór veit það jafn vel og ég, og má vera að hann hafi lengur vitað, að regnbogasilungur- inn að Laxalóni hefur alla tíð verið alhcilbrigður. Kjaftasagan Hitt er annað mál, að það var vakin upp og send á þjóðina eins og draugur, kjaftasaga um hættulegt smit á Laxalóni, sem átti að hafa borist til landsins með regnbogasil- ungshrognunum. Spor þessarar kjaftasögu má sjá á mörgum opinberum plöggum allt upp í forsendur að dómi hæsta- réttar. Forstjórinn að Laxalóni var ekki sáttur við þennan uppvakning og ritaði eftirfarandi bréf: 2. mars 1971 Hr. Páll G. Pálsson Keldum v/Reykjavík. Ég leyfi mér að vísa til samtals sem ég átti 26. febrúar s.l. við yður, viðkomandi eftirliti varðandi fisk- sjúkdóma í fiskeldisstöð minni að Laxalóni. Ég vil hér með fara þess á leit við yður, að eftirleiðis verði fylgst með því að um smitnæma sjúkdóma sé ekki að ræða í fiskiræktarstöð minni. Þessi ósk mín er vegna þess, að þeir aðilar erlendis sem hafa hug á að kaupa hrogn eða seiði frá mér, óska að fá heilbrigðisvottorð, þeg- ar varan er afgreidd til þeirra. Þann kostnað sem mun verða við- komandi eftirliti, mun ég annast greiðslu á. Ég leyfi mér að vænta svars yðar þessu viðkomandi. Virðingarfyllst, Skúli Pálsson. Það voru rituð fleiri bréf, sama efnis, einnig til landbúnaðarráðu- neytisins. Engu svarað. Nei, svona kvabb var ekki svaravert. Það er augljóst, að þarna áttu viðkomandi embættismenn tveggja kosta völ, að komast til botns í þessu máli á kostnað Skúla, eða rannsaka ekki neitt, japla „smithætta, smit- hætta,“ þjóna kjaftasögunni af samviskusemi, eins og spörfugl ungum sínum. Þeir hljóta að hafa valið þann kostinn, þar sem heiðri þeirra og hag þjóðarinnar var betur borgið. - Og það var síðari kosturinn. Þetta skil ég ekki. Það varð eng- in stefnubreyting við þessi bréfa- skrif, og nokkur blaðaskrif að auki. Nú sæmir mér ekki, smábónda úti í sveit, að efast um öryggi og hagræði af verkum þessara vísu manna. Embættismenn eru jú alltaf að vinna fyrir þjóðina og hún geldur þeim kaupið. Er þá ekki tilvalið að nota þessa öryggisaðferð á fleiri sviðum atvinnulífsins? Hvað með grásleppuhrognin, er ekki einfald- ast að grafa bara holu, og hella þeim þar, og klór yfir? Sama mætti gera við aðrar sjávarafurðir, grafa bara stóra holu, í jörð og hella klór yfir. Og hvað með lambakjötið, sem stundum er erfitt að selja, er ekki þjóðráð að grafa bara holu í jörð og hella klór yfir? Já, vera ekki að þessu bölvuðu rannsókna- og eftirlitsbrölti, bréf með þvílíku kvabbi eru ekki svara verð. Grafa bara góða holu í jörð og henda útflutningsvörunum þar í og hella klór yfir. Það er ekkert smáræði sem spar- ast með þessum hætti í verslunar vafstri og flutningum. Mætti sennilega leggja stórum hluta verslunarflotans. Þensla og offita þurrkuð út úr þjóðlífinu, og þó skil ég ekki, og hef skömm á starfsaðferðum kjaft- asöguklíkunnar. Allir sem fylgst hafa með ein- hverju af þessum sæg sakamála- mynda, hafa tekið eftir því að glöggir rannsakendur leita að þeim sem hefur hag af misferlinu! Lengi hef ég velt fyrir mér, hversvegna kjaftasöguklíkan stóð á móti rannsókn á „SMITHÆTT- UNNIÁ LAXALÓNI“. Skýringin er sú að kjaftasagan gaf vald, áhrif- avald á Alþingi, fjárveitingavaldið, og ráðherra, spor hennar sjást í forsendum að dómi Hæstaréttar. Valdagræðgi hefur löngum verið orsök óhæfuverka. Kjaftasagan fyrir rannsóknarrétti Árið 1978 fyrirskipar Halldór E. Sigurðsson þáverandi landbún- aðarráðherra rannsókn á regnbog- asilungnum að Laxalóni, og þá kom í ljós að Skúli sagði satt, fiskurinn hafði alltaf verið al- heilbrigður. Smithættu kjaftasagan var snúin saman úr getsökum og lygi. Heilbrigðisvottorð Ég undirritaður votta hér með, að eldisfiskur sá og hrogn þau, sem vottorð þetta nær yfir, eru að því er ég best veit laus við smitandi sjúk- dóma. Þar á meðal eftirtalda sjúk- dóma: a) Smitandi pancreatic necrosis (I.P.N.) b) Viral Hæmorrhagic septicam- eia (Egtved sjúkdómur) c) Myzosoma cerobralis d) Smitandi hematopoietic necr- osis (I.H.N.) e) Furunclulosis 8 (Aeromonas- salmonicida). Vottorð þetta grundvallast á reglulegum ytri og innri athugun- um, sem gerðar hafa verið af stjórnskipuðum dýralækni, og hef- ur hann einnig haft eftirlit með vali og innpökkun á fiski og hrognum. Framleiðsluland: ísland. Flutt með: LL 200 um Luxcmb- urg til Parísar þ. 17.5. 1978. Tegund: Regnbogasilungshrogn 500.000 stk. Merki: Fullt heimilisfang viðtak- anda. Fiskiræktarstöð: Laxalón, Reykjavík, ísland. Móttakandi: Coopérative Nati- onale Agricole de la Pisciculture, 28 rue Milton 75009 París, Frakkland. L.S. Undirskrift: Páll A. Pálsson. Staða: Yfirdýralæknir. Heimili: Reykjavík, ísland. Dagsetning: 9. maí 1978. Hrogn þessi hafa verið sótt- hreinsuð með Erýthromycin fosfati (2.p.p.m.). Nýrnasjúkdómur af völdum sýkla hefur ekki fundist í regnbog- asilungsstofninum í þessari eldis- stöð. Ég staðfesti að ofangreint vott- orð er að undanskildum sjúkdóms- heitunum rétt þýðing úr ensku. Sölvi Eysteinsson, lögg. skjalaþýðandi og dómtúlkur. Þetta er skýrslan um sjúkdóm- ana að Laxalóni. Hvort hefur skaðað þjóðina meira: Sjúk- dómarnir að Laxalóni eða kjaftasöguklíkan? Varfærni þessara varfærnu manna, sem voru svo varfærir að vilja heldur eiga á hættu að ala smitandi sjúkdóma í nágrenni við Tilraunastöðina á Keldum, en að það upplýstist, að smithættan var uppspuni frá rótum. Til að gefa ofurlitla innsýn í þann gífurlega skaða, sem þessi varfærni hefur valdið íslendingum, vitna ég í orð dansks fiskibónda. Tíminn 19. ág. 1973. „Við hér í Danmörku seldum regnbogasilung fyrir 130 miljónir danskra króna á síðasta ári eða um 13 miljónir kg. Ef við værum með heilbrigðan fisk, gætum við fram- leitt miklu meira, enda er mark- aður hvergi nærri mettaður. Þetta hafið þið verið með í hönd- unum í öll þessi ár og ekkert að- hafst." Ekki að undra þó mannin- um blöskri. Öll aðstaða er hér stór- um betri en í Danmörku eða á Norðurlöndum yfirleitt, þó munu þeir eiga öllu skárri embættismenn (og er þá langt til j afnað). Það gerir gæfumuninn. Norðmenn framleiddu um 4000 tonn árið 1981. Þá höfðu íslensku snillingarnir látið drepa allan fiskinn og senda í gúanó. Komið framleiðslunni niður í 0. Sett mikla sótthreinsun á svið, þó aldrei finn- dist nein andskotans bakterían. Um þann Pílatusar þvott fjallar næsta grein. Lengi getur vont versnað í ljót- asta kafla íslenskrar atvinnusögu. Grímur S. Norðdahl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.