Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlí 1983 Pakkað og vegið: Hjalti Guðmundson. „Útflutningurinn“ suður er um háift annað tonn vikulega. Hér er jógúrtmjólkin sýrð og ávextirnir settir útí. Vignir Sigurólason hrærir saman. Ljósm. Leifur. leiða fimm tegundir af jógúrt, með t jarðarberjum, blönduðum ávöxt- um,mandarínum,trefjum og sveskj- um, „sem minnst hafa selst“ sagði Haukur. „Mörgum finnst okkar jógúrt betri en fyrir sunnan. Það er erfitt að segja hvers vegna; smekkurinn er misjafn. Þótt aðferðirnar séu svipaðar við jóg- úrtgerðina er alltaf munur á fram- leiðendum. Við notum til dæmis ávexti frá öðru fyrirtæki en þeir sunnanmenn. Svo er mjólkin eðlis- betri á Norðurlandi. Hversvegna? Ja, það er eins og útkoman verði stundum betri þar sem skilyrðin eru erfiðari.“ Sex ostagerðir í Mjólkursamlaginu vinna um 30 manns, fleiri á sumrum, færri yfir veturinn. Auk jógúrtarinnar eru húsvískir ostar landsfrægir,en osta gerðin er mannfrek. „Hér vinna fleiri menn en í öðrum samlögum ef miðað er við mjólkurmagn“ sagði okkur Haraldur Gíslason samlagsstjóri. „Við framleiðum sex ostategundir,og þaraf er stór hluti smáostur sem er handunninn og til þess þarf töluverðan mann- skap. Osturinn selst nokkuð vel hjá okkur, sérstaklega hefur Búrinn komið vel út. Við byrjuðum á hon- um fyrir tveim árum með eigin uppskrift, og það hefur gengið vel. Hann er að vísu nokkuð dýr, en hann er feitur, góð vara. Það skiptir máli fyrir gæðin hvort unnið er úr rjóma eða undanrennusulli." Haraldur sagði síðustu hækkun á landbúnaðarvörum hafa komið illa við söluna. Ostaneysla á íslandi væri þó mikil og góð, og von væri til að ostasala næði sér aftur á strik, enda vandséð hvert neytendur ættu að flýja ostinn. Meiri samvinnu „Já, jógúrtin. Hagkaup átti hug- myndina, ekki við. En þetta hefur gengið ágætlega. Ég ætlaðist aldrei til að við yfirtækjum Reykjavík- urmarkaðinn og við höfum ekki breytt framleiðsluháttum hér. Þetta eru svona um eitt og hálft tonn sem við sendum suður á viku. svolítið misjafnt eftir ferðum; það er minna en við gætum selt. Þetta er auðvitað viðkvæmt mál milli samlaganna hér og fyrir sunnan, hefur valdið leiðindum og ruglingi sem þarf að finna leið útúr“ sagði mjólkursamlagsstjórinn, „en ég tel að öll þessi mál þurfi að vera á sam- eiginlegum grunni. Það þarf meiri samvinnu, eins í sölumálu m. Það á að hugsa um hvað best er fyrir bændur, það skiptir rninna máli hver selur.“ Haukur Haraldsson verkstjóri. Jógúrt frá Húsavík hefur þótt mikið lostæti á suðvesturhorninu eftir að farið var að selja hana þar í verslunum, -og er ódýrari en sunn- lensk jógúrt. Hún er framleidd í Mjólkursamlagi Kaupfélags Þing- eyinga og var enn verið að þegar Þjóðviljamenn litu þar inn um nón- bil sl. þriðjudag. „Við erum að hætta í dag, hrein- gerning tekur svona tvo tíma“ sagði Haukur Haraldsson verk- stjóri. „Við þvoum allt og keyrum hring með vatni. Fyrstu menn koma hér um sexleytið og fara fyrir seinna kaffi, aðrir mæta síðar og fara fimm.“ Þeir í Mjólkursamlaginu fram- Mjólkin þykir betri á Norðurlandi Eitt ostakerið hreinsað. í þafl er mjólkinni hellt, fiátin hlaupa, og osturinn síðan skorinn niður í smástykki. - m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.