Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 11
Þrifljudagur 19. júlf 1983'ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15- Fljótandi sióminjasafn Norðmenn hafa verið vakandi yfir því að varðveita skip og aðra dýrmæta gripi úr sinni löngu út- gerðarsögu. Þetta á jafnt við um fiskveiðar sem siglingar þeirra. Nú á þessu vori siglir gamall kútter sem hefur verið riggaður upp, suður með allri norsku ströndinni sem fljótandi sjóminjasafn og hefur viðkomu í hverri höfn. Þetta er frítt skip á að lita, eftir myndum að dæma. Við íslendingar höfum verið of miklir trassar á þessu sviði, þó mun virðast örlítið vera að rofa til í þess- um efnum, með vísi að sjóminja- safni í Hafnarfirði. En hvað hugsa forráðamenn Reykjavíkurborgar, höfuðborgar íslands? Þessi borg hefur verið byggð upp fyrir fjármuni sem öld- unnar menn sóttu í greipar Ægis. Johann J.E. Kúld skrifar um fiskimál Batnandl flsk- mjölsmarkaðír Samkvæmt norskum fréttum, þá er nú mikið betra útlit á fiskimjöls- mörkuðum heldur en á árinu 1982, en á því ári fengu Norðmenn n.kr. 2,83 fyrir kg af loðnumjöli. En á fyrstu 5 mánuðum í ár hefur sölu- verð Norðmanna á loðnumjöli ver- ið n.kr. 3,42 fyrir kg. Loðnulýsi hefur hinsvegar lítið hækkað enn- þá. f fyrstu fengu Norðmenn n.kr. 2,23 fyrir kg, en í ár hafa þeir feng- ið n.kr. 2,38 fyrir kg. Verð á fiskimjöli hefur verið fyrst og fremst hækkað vegna mik- ið minni veiða á sardinellu við Periu heldur en reiknað var með.Minnk- andi veiði þar veldur of heitur hafstraumur með tilliti til átu. Gert er ráð fyrir að framleiðsla Norð- manna á fiskimjöli og lýsi verði 40- 50.000 tonnum meiri í ár heldur en í fyrra, en þá framleiddu þeir 280.000 tonn af fiskimjöli. Norðmenn gera sér vonir um hækkandi verð á fiskilýsi og að far- ið verði að nota það í stærra mæli en áður til manneldis. Þetta byggja þeir á því, að það þykir nú hafa verið sannað með rannsóknum, að fiskilýsi sé vörn gegn kransæða sjúkdómum. Verð það á norsku fiskimjöli sem sagt er frá hér að framan er miðað við venjulegt mjöl. Hins- vegar er mjöl sem framleitt er sem fóður handa loðdýrum og til fisk- eldis á hærra verði. Nýjasta tegund af slíku mjöli er Nors Abel. Þetta fiskimjöl er framleitt eftir uppskrift frá Bandaríkjunum og er sagt mjög gott loðdýrafóður. Þá er það sagt henta líka til fiskeldis, sérstaklega þar sem sjór er kaldur. Norskt fljótandi sjóminjasafn. Fiskafli 40 landa 1980—81 Island í 14.—16. sæti í júníblaði Fishing New International er birtur aflalisti fjörutíu fisk-, veiðiþjóða árin 1980 og 1981. Hér vantar sjáanlega nokkrar fiskveiðiþjóð- ir og er því fiskafli heimsins heldur meiri en þarna er sýndur. Lönd Fiskafli Nr. Fiskafll Nr. 1981 1980 Japan 10.656.515 1 10.426.425 1 Sovétríkin 9.545.922 2 9.475.750 2 Kfna 4.605.000 3 4.235.348 3 'Bandaríkin 3.767.425 4 3.634.526 4 Chile 3.393.399 5 2.816.706 5 Perú 2.750.505 6 2.750.625 6 Noregur 2.551.520 7 2.408.913 8 Indland 2.415.437 8 2.437.981 7 S-Kórea 2.365.990 9 2.091.134 9 Indónesía 1.862.720 10 1.840.555 11 Danmörk 1.813.916 11 2.026.422 10 Filippseyjar 1.650.946 12 1.556.602 13 Thailand 1.650.000 13 1.792.948 12 Mexíkó 1.564.819 14 1.243.565 17 N-Kórea 1.500.000 15 1.900.000 15 ísland 1.441.246 16 1.514.874 14 Kanada 1.362.190 17 1.334.023 16 Spánn 1.263.654 18 1.264.680 18 Víetnam 1.013.500 19 1.013.500 19 Taiwan 930.000 20 950.000 20 Brasilía 900.000 21 850.000 22 Bretlandseyjar 859.960 22 825.720 23 Malasýa 795.997 23 736.997 25 Frakkland 767.930 24 793.458 24 S-Afríka og Namibía 736.616 25 754.179 21 Bangladesh 686.625 26 650.000 27 Ecuador 685.657 27 671.310 26 Pólland 629.610 28 640.013 28 Burma 624.520 29 585.100 29 Nígería 496.221 30 479.596 30 Tyrkland 470.180 31 426.855 32 Ítalía 449.313 32 447.696 31 Holland og Belgía 434.387 33 340.432 35 Marokkó 381.889 34 323.907 36 Argentína 359.634 35 385.199 33 Pakistan 317.849 36 279.263 38 V-Þýskaland 313.331 37 296.968 37 Svíþjófl 262.803 38 240.699 42 Portúgal 254.607 39 271.078 40 Færeyjar 242.020 40 279.583 39 Fiskafli alls: 74.760.900 tonn 72.376.800 tonn Einhverjar þjóðir með frekar lítinn fiskafla vantar á þennan lista. Grænlendingar eru ekki á listanum en þeirra afli mun talinn með afla Danmerkur. Það er athyglisvert að Japan hefur haldið fyrsta sæti með fiskafla frá árinu 1972. Þá var fiskafli þeirra 10.248.000 tonn. Það ár voru Sovétríkin í öðru sæti með afla, 7.757.000 tonn. Afli þeirra 1981 er því 1.788.922 tonnum meiri en þá. Stærstu sveiflurnar í fiskafla á milli ára eru í Perú. Árið 1971 var afli Perúmanna 10.606.000 tonn sem þá var heimsmet. Á árinu 1981 var afli þeirra kominn niður í 2.750.505 tonn. Árið 1971 var fiskafli Bandaríkja- manna 2.793.000 tonn, en tíu árum síðar eða 1981 var fiskafli þeirra 3.767.425 tonn, eða 974.425 tonnum meiri. Þessi aukning er fyrst og fremst vegna vaxandi útgerðar. Stóriðju- mengun Þann 17. júní s.l. birti norska blaðið Fiskaren eftirfarandi frétt. Noregur verður mengaðri og mengaðri. í maímánuði fékk suður-Noregur yfir sig tvisvar og hálfum sinnum meiri mengun en venjulega. Arið byrjaði vel, en í apríl urðu umskipti, þá tvöfaldaðist mengun- in. Stórfelld brennisteinsmengun féll yfir suður-Noreg með suð- lægum vindi. í maímánuði varð á- standið svo slæmt, að þá rigndi nið- ur yfir suður-Noreg þremur smál- estum af hreinum brennisteini á hvern ferkílómetra lands. Ráðstefna í haust Gegn notkun hafsbotnsins í styrjöld Dagana 12.-23. september verð- ur haldin ráðstefna í Genf gegn notkunar hafbotnsins í styrjöld. Ráðstefnan byggir á hinum svonefnda hafbotnssáttmála sem bannar að komið sé fyrir á hafs- botninum atómvopnum, eða öðr- um slíkum fjöldadrápstækjum. Hafsbotnssáttmálinn var sam- þykktur árið 1972, og hingað til hafa 73 lönd undirskrifað hann. Formaður ráðstefnunnar verður Norðmaðurinn Martin Huslid ambassador. Nýir iðn- ráðgjafar Nýir iðnráðgjafar hafa tekið við störfum fyrir Norðurland, Suðurnes og Austurland. Ásgeir Magnússon rafmagnstæknifræð- ingur hóf störf sem iðnráðgjafi Austurlands 1. mars s.l. og flutti austur 1. júní, en aðsetur iðnráðgjafans hefur verið flutt frá Egilsstöðum í Seyðisfjörð. Friðfinnur K. Daníelsson véla- verkfræðingur hefur verið iðnráðgjafi Norðurlands frá ára- mótum með aðsetri á Akureyri og Jón E. Unndórsson rafmagns- verkfræðingur hefur frá sama tíma verið iðnráðgjafi Suður- nesja með aðsetri í Ytri- Njarðvík. Iðnráðgjafar eru einn- ig starfandi á Suðurlandi og Vest- urlandi, en enginn enn fyrir Vest- firði. Iðnráðgjafar landshlutanna hafa aðstöðu hjá Þróunardeild Iðntæknistofnunar, Vesturvör 27, Kópavogi, þegar þeir eru í höfuðborginni, en stofnuninni ber samkvæmt lögum að sam- ræma störf þeirra með hliðsjón af stefnumörkun um iðnþróun og aðgerðum, sem unnið er að á hverjum tíma. Skrifstofur iðnráðgjafanna úti á landi eru á eftirtöldum stöðum: Iðnráðgjafi Vesturlands Ólafur Sveinsson, Borgarbraut 61, 310 Borgarnes. Sími: 93-7318, Iðnráðgjafi Norðurlands Friðfinnur K. Daníelsson, Glerárgötu 24, 600 Akureyri. Sími: 96-22270. Iðnráðgjafi Austurlands Ásgeir Magnússon Hafnargötu 44, 710 Seyðisfjörður. Sími: 97-2303 Iðnráðgjafi Suðurlands Þorsteinn Garðarsson, Austurvegi 38, 800 Selfoss. Sími: 99-1350. Iðnráðgjafi Suðurnesja Jón E. Unndórsson Brekkustíg 36, 230 Keflavík. Sími: 92-3788.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.