Þjóðviljinn - 28.07.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNJ Fimmtudagur 28. júlí 1983
síðan
Spilið í dag er frá Sumarkeppninni í
Domus og er skemmtilegt dæmi um
takmarkað val á samgang milli
handa:
Norður
S KD,
H 10962
TK854
L A63
Vestur
S G832
H D85
T G10762
L 5
Austur
S 75
H AKG73
TD93
L DG8
Suður
S A10964
H 4
T A
L K109742
Spilið kom upp í 10- para riðli og
ansi misjafn árangur, spilaður stubb-
ur, úttekt og slemmur í N-S.
En við erum í óskasamningnum, 4
spöðum í suður, austur vakti á 1-
hjarta og útspilið erhjarta-5.
Hefðir þú náð 10 slögum, eða látið
þér lynda aðeins 8, eins og tveir sagn-
hafa?
Þú trompaðir hjarta áframhaldið
og tókst tvisvar tromp og vonar allan
tímann að svörtu litirnir „brotni" ekki
báðir, þú er jú í fjórum. Gott ef
aðeins annar íiturinn plummar sig.
En hvað ef þeir liggja 4-2 og 3-1?
Nú, tígull á ás og spaðaás, síðan
færð þú í laufið...og færð átta slagi.
En þú vissir (vonaðir) jú að spilið
lægi ekki of þægilega. Tígulás er
geymdur. Laufi er spilað á kóng og
tekinn spaðaás. Gott. Lauf á ásinn,
vestur kastar tígli, eða hjarta, skiftir
ekki máli. Austur á laufslaginn næst
og spilar væntanlega hjarta, sem er
tromp með tíu.
Laufið verður síðan tromp á vestur
og hann fær aðeins slag þar og tígulás-
inn er nú þægilegt spil að vita af á
höndinni.
Vel á minnst, hjarta opnun austurs
lofaði 5-lit. Enda töluvert lakara ef
aðeins reyndist um 4-lit að ræða.
Skák
Karpov að tafli - 175
Karpov átti afar erfitt updráttar á
byltingarmótinu í Leningrad. Hann
vann Smejkal í 3. umferð mótsins, en
tapaði síðan í 5. umferð fyrir landa
sínum Beljavskí. Tapið bar við með
heldur óvenjulegum hætti, því Karp-
ov fékk yfirburðastöðu út úr byrjun-
abcdefgh
Karpov - Beljavskí
Flókin staða er komin upp þar sem
svartur á í vök að verjast. Karpov var
hinsvegar kominn í geypilegt tíma-
hrak, sem telja verður heldur óvenju-
legt fyrir hann.
35.b4
(Ef 35. Hxg5 þá 35. - Dbl + og 36. -
Hxg5.)
35. ..De6
36. hxg5 He8
37. a3 Kg6!
38. He4 Hh8
39. Dd3 Db6+
- Merkileg staða. Hvítur hefur enn
betra tafl leiki hann 40. De3. En
Karpov ætlaði aldrei að geta ákveðið
sig, klukkan tifaði og að lokum fór
fallöxin niður. Karpov hafði í fyrsta
sinn á ferlinum tapað á tíma.
Ný heilsurœktarbók:
„Eitthvað fyrir alla,
konur og kalla . . .'
Samtalsbrotum við Sigrúnu Stefánsdóttur
raðað saman
Hverjar eru óskið þínar og
sérþarfir í heilsuræktinni? Al-
menn heilsurækt? Megrunarleik-
fimi? Slökun eftir streitu? Þessum
og fleiri spurningum er varpað
fram á bókarkápu nýútkominnar
líkamsræktarbókar eftir Sigrúnu
Stefánsdóttur fréttamann og íþr-
óttakennara. í bókinni leiðbeinir
Sigrún lesendum skref fyrir skref
í heilsuræktinni og er með æfing-
ar fyrir alla, ungt fólk, fólk yfir
fertugt, sextuga og eldri, barns-
hafandi konur, þá sem þjást af
bakveiki, og þá sem þurfa að
styrkja magavöðvana eða lagfæra
línurnar. Semsagt eitthvað fyrir
alla, konur og kalla eins og segir í
dægurflugu sem vinsæl var fyrir
einhverjum árum síðan. Við
spurðum Sigrúnu hvers vegna
hún hefði ráðist íað setja saman
þessa bók.
„Það hefur skort tilfinnanlega
bækur á íslensku til þess að
leiðbeina fóki við líkamsrækt.
Það er mikil þörf á slíkum bókum
því mjög mikilvægt er að fara að
öllu með gát í byrjun og ætla sér
af. Það sem vakti fyrir mér var að
setja saman bók sem gæti þjónað
öllum aldurshópum, hvort sem
fólk stundaði keppnisíþróttir eða
trimmaði sér til heilsubótar.“
- Hefur það tekist?
„Það vafðist nú dálítið fyrir
okkur í upphafi hversu víðtæk
svona bók ætti að vera, en ég held
að allir eigi að finna æfingar við
sitt hæfi. Það má t.d. benda á að í
bókinni eru æfingar fyrir fólk sem
er rúmliggjandi og flestar æfing-
arnar eru þannig að ekki þarf
nein hjálpartæki til að geta gert
þær.“
- Ertu búin að vera lengi með
bókina í smíðum?
„Ég hef unnið við þetta í uþb.
eitt ár. Ég byrjaði á þessu eftir að
ég fór í frí frá sjónvarpinu. Ég hef
verið í námi í Bandaríkjunum og
þar hefur mér gefist tími til að
vinna við þetta.“
- Trimmarðu sjálf?
„Já það geri ég. Síðustu árin
hef ég æft reglulega og byrja því
daginn einum tíma fyrr. Það hef-
ur gefist mjög vel og núna er
þetta orðinn fastur liður á dags-
prógramminu. Það er meira að
segja svo að ég finn mun á mér ef
ég missi úr 1-2 daga. Enda er það
staðreynd að maður er síður til
þess fallinn að glíma við erfiða
vinnu ef maður er ekki í góðri
þjálfun.“
- Er þörfin á heilsuræktarbók
meiri núna en fyrir nokkrum
árum síðan?
„Þessi mál hafa breyst mjög
mikið á nokkrum árum. Þeir sem
voru að hlaupa fyrir nokkrum
árum síðan og reyna að halda sér í
fullu fjöri voru taldir hálf skrýtnir
en núna hefur orðið mikil vakn-
ing á þessu sviði, eins og sést best
á öllum heilsuræktarstöðvunum.
Þörfin á svona bók er því örugg-
lega til staðar.“
Nú þekkja flestir þig einungis
sem fréttamann sjonvarpsins.
Hvenær laukstu íþróttakennara-
prófi?
„Ég tók próf frá íþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni árið
1970. Ég stundaði kennslu áður
en ég fór útí fréttamennskuna og
hef jafnan haft hana sem hluta-
starf.
-áþj
Stórmenni
á ferð
ogflugi
Það er ekki sama Jón og séra
Jón. Arnarflug státar af því í
Fréttabréfi sínu að „kunnur fjár-
málasérfræðingur, Paul A. Volk-
er, seðlabankastjóri Bandaríkj-
anna hafi verið við laxveiðar í
boði Seðlabankans norður í1
landi, en þurft skyndilega að fara
til fundar í London. Tóku banda-
rísk stjórnvöld þá á leigu skrúfu-
þotu hjá Arnarflugi til að flytja
hann á sem skemmstum tíma.
Flaug vélin til Blönduóss og sótti
Volker og flutti hann til Heat-
hrow flugvallar í London."
íslensk
hönnun
í vetur sem leið lauk hönnun á
íslenskri SSB talstöð fyrir milli-
bylgjusvið (1,5-5 MHz). Fyrsta
tækið var sett upp í veðurathug-
unarstöðinni á Hveravöllum í
marsbyrjun og hefur reynst mjög
vel.
Talstöðin er sérstaklega hönn-
uð með rekstraröryggi og af-
skekkta staði í huga. Allar meg-
inrásir viðtækis og lágaflshluta
sendis eru í skúffu, sem auðvelt
er að skipta um. Knýstig og út-
gangsstig sendis eru bæði tvöföld,
og hlutarnir þannig samtengdir,
að skammhlaup eða bilun í öðr-
um gerir ekki hinn óvirkan. Ný
gerð hálfleiða, aflfetar er notuð í
mögnurum sendis.
f bígerð er smærri útfærsla fyrir
bifreiðar. Hún yrði með inn
byggðu stillitæki fyrir loftnet.
Hönnuður er Vilhjálmur Þór
Kjartansson, rafmagnsverk-
fræðingur.
U
20 „stœrstu
hlutverk
Shake-
speares
1. Hamlet 1422 línur í leikrit-
inu Hamlet. 2. Falstaff 1178 línur
í Hinriki IV. (Einnig í „Kátu kon-
unum frá Windsor,“ þar sem
hann er með 436 línur, samtals
16141ínur). 3. RíkharðurlII 1124
línur í Ríkharði III. 4. Jagó 1097
línur f Óþelló. 5. Hinrik V. 1025
línur í Hinrik V. 6. Óþelló 860
línur í Óþelló. 7. Vincentio 820
línur í „Measure for measure“. 8.
Coriolanus 809 línur í Coriolan-
us. 9. Timon 795 línur í Timon frá
Aþenu. 10. Anton 766 línur í
Anton og Kleópatra.
Því má svo bæta við að texta-
mesta kvenhlutverk Shakespear-
es er Rósalind í „Sem yður þókn-
ast“, 668 línur, og er stór hluti
textans fluttur þegar hún er
klædd í karlmannsgervi.
Hvítingarnir í Árnesi voru heima-
kærir.
Hvítir
œðarungar
Margt er undarlegt í náttúr-
unnar rfki. Árni G. Pétursson,
hlunnindaráðunautur Búnaðar-
félags Islands segir frá því í síð-
asta tbl. Freys, að í Árneseyju,
sem tilheyrir jörðinni Árnesi á
Ströndum, hafi í fyrra fundist í
hreiðri tveir hvítir æðarungar. í
hreiðrinu voru þrír aðrir ungar
raeð eðlilegum lit.
Hvítingarnir voru fluttir heim í
Árnes og aldir þar fram í nóv-
ember. Fór þeim vel að og voru
heimakærir.
Hvítingsfuglar, (albínóar), eru
sjaldgæfir. Segir Arni engan ís-
lending, sem hann þekki til, hafa
áður séð hvíta æðarunga.
- mhg