Þjóðviljinn - 28.07.1983, Síða 7
Fimmtudagur 28. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN.- S.ÍÐA 7
Bókaútgáfa og bókaklúbbar:
Bækur seljast í
risaupplögum
eða alls ekki
Af og til heyrist sagt aö bókin sé
á hrööu undanhaldi, þegar alls
kynsfrístundastarfsemi bjóöist
fólki; allir séu alltaf að góna á
vídeó eöa sjónvarp og verðlag
á bókum hækki upp úr öllu
valdi. Bókaútgefendur kveina
nú sáran og vilja fá söluskatt
felldan niður, því annars sé vá
fyrirdyrum. Undanfariö hafa
nokkrir þeirra reynt að aölaga
sig breyttum aðstæðum með
því að stofna bókaklúbba og er
eftir að sjá hvernig það fyrir-
komulag reynist þeim.
Kátir útgefendur
Við rákumst á dögunum á grein í
sænska blaðinu Dagens Nyheter,
þar sem fjallað er um þessi mál í
Svíþjóð og ekki ber á öðru en að
bókaútgefendur þar séu allkátir og
ekkert á þeim buxunum að berja
lóminn - í það minnsta þeir sem
stórir eru og voldugir. Þannig segir
talsmaður þeirra, P.A. Sjögren að
það sé bara vitleysa að bókin sé í
einhverri hættu stödd og vísar frá
öllu tali um kreppu í þessari at-
vinnugrein: vitaskuld eru ýmis
vandamál við að etja, segir hann,
en það er óþarfi og þreytandi að
vera sífellt að æpa „úlfur úlfur“.
Hann segir að þegar á heildina sé
litið, þá sé meira selt og meira lesið
af bókum nú en nokkru sinni fyrr,
og sennilega séu þær bækur líka
betri en áður.
Að ná til fólksins
Þetta vill hann einkum þakka
bókaklúbbunum og feiknarlegri
útbreiðslu þeirra; hann segir að
bókatíðindin sem fylgi áskrift að
klúbbunum séu líka svo miklu
skemmtilegri aflestrar heldur en
menningarsíður dagblaðanna sem
séu uppfullar af rausi um óskiljan-
lega franska heimspekinga - hitt
nær til fólksins. Hann segir einnig
að það hafi gefist vel að gefa út
fagurbókmenntir í ódýru vasa-
broti: það höfði til ungra lesenda
og þeirra sem finnst Hómer alveg
jafn góður í kilju og í gullbandi - og
mættu íslenskir bókaútgefendur ef
til vill íhuga þetta.
En ekki gengur öllum jafn vel að
gefa út bækur í Svíþjóð: eins og oft
vill verða eru það einkum þeir ríku
og stóru sem græða á tá og fingri á
meðan hinir smærri verða útund-
an. 1 dag eru bækur annað hvort
ógurlega dýrar, segir Sjögren, eða
hræódýrar; þær seljast annað hvort
í risaupplögum eða ekki neitt; for-
lögin verða annað hvort mjög stór
eða mjög lítil.
Og þá harðnar á dalnum hjá
þeim meðalstóru: stóru forlögin
hafa bókaklúbbana sína og geta
leyft sér áhrifaríkar markaðsbrell-
ur, þau geta dreift áhættunni og
staðið keik gegn áföllum og þau
litlu geta hagað seglum eftir vindi
hverju sinni - en þau meðalstóru
neyðast til að skera niður hjá sér og
treysta einvörðungu á metsölu-
bækur.
Þetta tengist annarri til-
hneigingu, heldur Sjögren áfram:
gjáin milli þeirra bóka sem seljast
vel og hinna sem illa seljast, dýpkar
stöðugt - annars vegar eru miljóna-
upplög og hins vegar kannski 500
eintök og jafnvel bara 50 ef um er
að ræða ljóðabækur.
Og það er annað sem stóru for-
lögin geta gert í krafti auðsins: þau
eiga tiltölulega hægt um vik með að
hreinlega búa til metsölubækur.
Það er yfirleitt löngu búið að á-
kveða að hin eða þessi bókin verði
metsölubók, þegar hún berst les-
andanum. Forlögin velja örfáar
bækur og bjóða á alls kyns afslætti
og litlu skiptir hvort þær eru góðar
eða vondar og gagnrýnendur geta
úthúðað þeim af öllum mætti - þær
verða metsölubækur.
Og nú grillir í sérhæfinguna sem
alltaf er að aukast á öllum sviðum.
Talsmenn Bonniers, sem er stærsta
forlagið í Svíþjóð eru farnir að tala
um sérstaka klúbba fyrir hvern hóp
í samfélaginu: ástarsöguklúbb fyrir
ungar stúlkur, svaðilfaraklúbb
fyrir unga karla og svo framvegis.
Og þá ætti lítil hætta að verða á því
að fólk lesi eitthvað nýtt. - gat.
Áttatíu
ára í dag
Áttatíu ára verður í dag Pétur
Pétursson, Grænagarði Isafirði.
Hann er fæddur í Rekavík bak
Höfn í Sléttuhreppi, en hefur
lengst af búið á ísafirði. Pétur á
Grænagarði starfaði lengi við neta-
gerð, en kunnastur er hann fyrir
margvísleg afskipti sín af félags-
málum. Hann var lengi í forystu-
sveit Verkalýðsfélagsins Baldur á
ísafirði og formaður þess um skeið.
Frá stofnun Alþýðubandalagsins
árið 1956 hefur Pétur Pétursson
tekið þátt í starfi þess og verið þar
hollráður.
Pétur á Grænagarði hefur verið
einn helsti forgöngumaður um
uppbyggingu skíðasvæðisins á Selj-
alandsdal á ísafirði, og enn fer
hann á skíði, þótt áttræður sé, hve-
nær sem tækifæri gefst.
Þjóðviljinn sendir Pétri árnaðar-
óskir á áttræðisafmælinu.
Reykja-
víkurblús
Vegna mikillar aðsóknar mun
Stúdentaleikhúsið endursýna
„Reykj avíkurblús" fimmtudaginn
28. og föstudaginn 29. júlí í Félags-
stofnun stúdenta við Hringbraut
klukkan 20.30. Reykjavíkurblús er
allóvenjuleg dagskrá tónlistar,
texta og leikatriða í hálfgerðum ka-
barettstíl. Benóný Ægisson og
Magnea J. Matthíasdóttir völdu
texta úr ýmsum áttum sem er settur
saman í svipmynd af sólarhring í lífi
Reykvíkings. Hversdagsleg atvik
sem eru sýnd í nýju ljósi. Tónlist
sömdu Benóný Ægisson og Kjart-
an Ólafsson sérstaklega fyrir sýn-
inguna.
/ Ingimundur
Bjarnason
áttræður
Áttræður er í dag, 28. júlí, Ingi- Hann tekur á móti gestum í dag mundurBjarnasonfyrrumsjómað- eÚ>r kl. 17 í Skipholti 40. ur og járnsmiður frá því hann um Ingimundur var hin síðari ár fimmtugt lauk námi í þeirri iðn- starfsmaður hjá Reykjavíkur apó- grein. Ingimundur er nú vistmaður teki og er nýlega hættur störfum á Hrafnistu. þar.
FRIDARGANGA ’83
laugardaginn
6. ágúst
Skráið ykkur strax
á skrifstofu SHA
Frakkastíg 14, Reykjavík
(opið aila dag.i nftir hádegi)
Símar: 1 79 66
(sjálfvirkur símsvari utan opnunartíma skrifstofu)
og 2 92 12
'O Herstöóín ó Keflavíkurflugvelli kl. 8.30