Þjóðviljinn - 28.07.1983, Síða 8

Þjóðviljinn - 28.07.1983, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júlí 1983 Úr ársskýrslu Húsnæðisstofnunar ríkisins Hyggingarsjóður verkamanna stórefldur Nýlega er komin út ársskýrsla Húsnæðisstof nunar ríkisins fyrir árið 1981. Er það fyrsta ársskýrslan sem sýnir breytingar þær sem urðu á stofnuninni eftir að lögum um hana var breytt, 9. júní 1980. í upphafi skýrslunnar er minnt á tvær gagngerar breytingar á fjármögnun húsnæðismála. Annars vegar lög frá 10. apríl 1979, um FULLA VERÐTRYGGINGU sparifjár og útlána og hins vegar nýju lögin um húsnæðisstofnun sem fólu í sér breytingar á starfsemi lánasjóðanna tveggja. Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. Var þá aukin áhersla lögð á FÉLAGSLEGAR FRAMKVÆMDIR á sviði húsnæðismála og FJÖLGUN LÁNAFLOKKA. Heildarútlán Húsnæðisstofnunar voru um 70% hærri 1981 en árið á undan eða um 12% hærri að raungildi. í skýrslunni segir að þegar fjárstreymi húsnæðislánakerfisins sé athugað, tímabilið 1977-1981, sé augljóst að fjármagnið hafi breytt nokkuð um far- veg. Lítum ögn nánar á skýrsluna Útlán Byggingarsjóös verkamanna sjöfölduð. Þegar litið er á heildarlán stofnunarinn- ar, má sjá að lánveitingar til Byggingarsjóðs verkamanna hafa næstum sjöfaldast að raunvirði 1981 miðað við árið 1979 sbr. mynd I en aukning milli ára var mest 1980- 1981 eða 329%. Útlán Byggingarsjóðs ríkisins voru hins vegar um 13% lægri að raungildi 1981 en áriðáður, ennotaskipting fj ármagns hans hefur breyst. Þannig fór t. d. fjórðungur fjármagnsins til lána vegna kaupa á eldra húsnæði, 1981 en aðeins 6% á árunum 1975-1976. Engum synjað um lán. 1981 var heildarfjöldi lána 3950 eða um 900 færri en árið 1979. Mest er fækkunin í nýbyggingarlánum eða 36.5% milli ára 1979 og 1981. Virðist sú skýring nærtækust að eftirspurn eftir þeim hafi minnkað því ekki er um það að ræða að umsækjendum sem uppfyllt hafa skilyrði fyrir lánveitingu sé synjað um lán. Hins vegar hafa lán- veitingar til kaupa á eldra húsnæði aukist töluvert á þessum árum, eins og áður sagði. Svipað hlutfall af bygging- arkostnaði. Sú viðmiðun sem lengst af hefur verið notuð við samanburð lána milli ára, er svo- kölluð vísitöluíbúð. Kostnaðarreikningur vísitöluíbúðar er miðaður við íbúð í 10 íbúða fjölbýlishúsi, 96 fermetra (brúttó) með sameign. í skýrslunni kemur fram að meðalbyggingarlán stofnunarinnar árin 1977-1981 eru svipað hlutfall af kostnaði vísitöluíbúðar öll árin, eða um 35%, sbr. mynd II. Heildarlán aukist. í skýrslunni er einnig listi yfir lánveiting- ar almennt til húsnæðismála 1977-1981. Þar er tilgreint hve mikið var veitt afopinberum Mynd I. Lánveitingar Byggingarsjóðs verkamanna hafa næstum sjöfaldast að raun virði 1981, miðað við árið 1979. Mest var aukningin 1980-1981 eða 329%. 1979 voru lánaðar 11,7 miljónir úr sjóðnum en 1981111,3 miljónir. 111,3 millj. kr. 1980 1981 Myndll. ioo%r 90 - Almenn nýbyggingarlán (F-lán) sem hlutfall af byggingarkostnaði so . vísitöluíbúðar 1. júlíár hvert. 70 ■ - Hlutfall lána af byggingarkostnaði hefur haldist mjög svipað sl. fimm ár. 40 1977 1978 1979 1980 1981 Myndlll. Skipting lána úr Byggingarsjóði ríkisins eftir f lokkum. Mynd IV. Verkamannabústaðir í byggingu i- og fyrirhugaðir JÉ -1 8 3 ** o» 3 C •O 3 © O) oj. •o o II >* s CQ X) Fjöldi Fjöldi Höfuðborgarsvæði 133 188 Reykjanes utan höfuðborgarsvæðis 2 15 Vesturland 4 22 Vestfirðir 4 18 Norðurland vestra 22 29 Norðurland eystra 78 14 Austurland 24 5 Suðurland 12 32 Samtals 279 323 lánum (Byggingarsjóði ríkisins og Bygging- arsjóði verkamanna), lánum frá Lífeyris- sjóðum og innlánsstofnunum í miljónum króna. Þar kemur í ljós að heildarlán til húsnæðismála hafa aukist um 36.7% á tímabilinu, mest á árinu 1981. Útlán inn- lánsstofnana hafa aukist mest, auk þess sem lánstími hefur lengst, eftir að tekin var upp verðtryggging. Einnig kemur fram að sam- dráttur varð í fjámunamyndun árið 1981, um leið og aukning varð á útlánum til hús- næðismála. Ekki minna fjárstreymi Þessi samdráttur í fjármunamyndun skýrist ekki af minna fjárstreymi lánakerfis- ins til íbúðafjárfestinga undangengin ár, segir í skýrslunni. Útlánaaukning Húsnæð- isstofnunar ríkisins 1981, hefur í ríkari mæli skilað hærra lánshlutfalli en aukinni fjár- munamyndun í húsnæði. Lán til félagslegra , íbúðabygginga sem jukust mjög árið 1981 nema miklu hærra hlutfalli af byggingar- kostnaði en hin almennu nýbyggingarlán. Fjölgun lánaflokka. Lögin 1980 kváðu á um fjölgun lána- flokka Byggingasjóðs ríkisins, má þar nefna lán til einstaklinga með sérþarfjr og lán til orkusparandibreytinga.Höfuðmark- miðið með lánveitingum til orkusparandi endurbóta er tvíþætt, segir í skýrslunni. Annars vegar lækkun kyndikostnaðar og þar af leiðandi sparnaður fyrir þjóðfélagið í heild,og hins vegar jöfnun aðstöðumunar milli þeirra sem búa á hitaveitusvæðum og hinna sem verða að hita íbúðir sínar með mun dýrari orku. Flest lán úr þessum flokki voru veitt til Austurlands og Vest- fjarða. f allt voru veitt 189 lán úr þessum flokki. Þegar litið er á lánveitingar Byggingar- sjóðs ríkisins í heild árið 1981 en lánsféð var samtals 287.252.8 þúsund krónur skiptist það milli lánaflokka eins og sést á mynd III. Athygli vekur að rúmlega þrír fjórðu hlutar þeirra íbúða sem lánað var til vegna endurkaupa eru á Reykjavíkur- og Reykja- nessvæðinu. Nýbyggingarlánin dreifast hins vegar mun jafnar milli landshluta. Byggingarsjóður verka- manna í árslok 1981 vorustjórnir verkamanna- bústaða skipaðar í 56 sveitarfélögum á landinu. í 52 sveitarfélögum eru stjórnirnar skipaðar 6 fulltrúum en í 4 fjölmennustu sveitarfélögunum 7 fulltrúum. Þannig sátu samtals 34o fulltrúar í 56 stjórnum í árslok 1981. Hlutverk Byggingarsjóðs verkamanna er samkvæmt lögunum frá 1980 að annast lán- veitingar til félagslegra íbúðabygginga, íbúða í verkamannabústöðum og leiguí- búða sveitarfélaga. Frá því lögin tóku gildi og fram til ársloka 1981 voru samþykktir lánssamningar er taka til 252 verkamanna- bústaða og 27 leiguíbúða á vegum sveitarfé- laga. Samtals eru það 279 íbúðir fullgerðar eða í smíðum á árinu. Sama ár var hins vegar heimilaður undirbúningur 323 íbúða. Á mynd IV sést hvernig þessar íbúðir skipt- ast á landshluta. - EÞ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.