Þjóðviljinn - 29.07.1983, Qupperneq 7
/
6 SIÐA, - ÞjpÖyiLJINN Föstudagur 29. júlí 1983
Föstudagur 29. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
,, Einföld ,
eldamemska
útile
Goða-réttir í sumarbústaðinn og útileguna.
Beint á grillið eða í vatnsbað á gastækinu.
Goða-réttur er góður ferðafélagi.
VERÐI
NÝ ÞJÓNUSTAH
KODAK - FILMU
FRAMKÖLLUN
Matvörur — Fatnaður
Húsgögn — Raftæki
Rafljós - Reiðhjól
Munið okkar hagstæðu
greiðsluskilmála
/A A ▲ A ▲ ▲
Jón Loftsson hf.
. C3l
n 21 DJ
z: c LjaaooqJi
____ _ _j líuoqjj ií:
znSsoamm
Hringbraut 121 Sími 10600
OPIÐ: Mánud.—miövikud. kl. 9-18
Fimmtudaga kl. 9—20
Föstudaga kl. 9—22
Blaðað
í pistli
frá
Náttúru-
verndar-
ráði
Hirðuleysi eins
bitnar á öðrum
Enn og aftur skal því beint til ferðalanga um landið að
umgangast það með virðingu og gá að því að
jógúrtdollurog járnadrasl eru ekki prýði á landinu. Við
höfum undir höndum dálítinn pistil frá
Náttúruverndarráði þar sem reynt er að útskýra nokkur
grundvallaratriði í sambandi við ferðamennsku og
náttúruvernd.
„Þaö gleymist alltof oft“ - segir
þar - „að ísland er heimskauta-
Íand. A hálendi íslands er meðal-
hiti hlýjasta mánaðar innan við átta
gráður á celsius. Þetta kalda lofts-
lag hefur mikil áhrif, bæði á
gróðurfar og jarðvegsmyndun.
Vaxtartími gróðurs á hálendinu
er aðeins um tveir mánuðir á ári, en
fjórir á láglendi. Auk þess er ákaf-
lega umhleypingasamt hérlendis,
og allan ársins hring geta orðið
mjög snöggar breytingar á veður-
fari og hitastigi. Allar þessar að-
stæður takmarka hvaða plöntur fá
þrifist hér og þær sem geta sætt sig
við þessar erfiðu aðstæður vaxa
venjulega hægt.“
Það er ekki nóg að æða bara
áfram illa búinn og skeytingarlaus
um viðkvæman gróður - að öllu
verður að fara með gát. Við þetta
bætistsvo að jarðvegurá íslandi
er grófur og sundurlaus „og vindur
Börð sem þessi eru algeng sjón
á íslandi: enn hefur ekki tekist
að snúa þróuninni við, en al-
menningur getur ýmislegt gert í
þessari baráttu.
og vatn fá auðveldlega borið hann í
burtu ef gróðurþekjan sem hlífir
honum rofnar“, eins og segir í pistli
Náttúruverndarráðs.
Og gróðurinn á fleiri óvini: „eld-
gos verða á íslandi að meðaltali á
fimm ára fresti. Mörg þeirra kaf-
færa stór landsvæði í ösku eða
hrauni. Askan í jarðveginum stuðl-
ar einnig að því að gera jarðveginn
lausan í sér og eykur þannig enn
hættu a vind- og vatnsrofi.“
Þeir náttúruverndarmenn minna
á að landið hafi verið þakið gróðri
við landnám, og snögg umskipti
hafi orðið með tilkomu manna og
búpenings þeirra. „Nú er meiri-
hluti landsins mjög strjálgróinn
eða alveg gróðurvana". íslending-
ar eyða mikilli fyrirhöfn og nokkru
fé í að reyna að berjast við gróður-
eyðingu og ferðamenn geta lagt sitt
af mörkum í þeirri styrjöld.
„Akstur utan vega bælir plöntur
eða tætir þær upp. Eldar á grónu
landi brenna plöntur alveg niður í
rót og eftir stendur sviðinn
svörðurinn, jafnvel áratugum
saman. Sama gerist þegar menn
setja heita hluti s.s. potta eða
viðarkol á gróið land, eða hella á
það heitu vatni eða soði...“
„Akstur utan vega á ógrónu
landi veldur líka spjöllum. Bílför
myndast sem aðrir nota síðan og
dýpka enn meira. Slík spjöll á landi
sem og öll önnur, eldstæði, rusl
o.fl. eru alvarlegri á íslandi en í
öðrum löndum. Vegna gróður-
leysisins ermjög víðsýnt á íslandi
og ummerki slæmrar umgengni
sjást langt að.“
Og áfram heldur Náttúruvernd-
arráð að setja ofan í við sóða:
minnst er á þá áráttu sumra að út-
búa sér minnismerki úti í náttúr-
unni. „Menn rífa upp grjót og
hrófla upp vörðum í tíma og ótíma
þar sem þær eiga alls ekki heima,
skrifa á steina og klettaveggi eða
útbúa áletranir með því að rífa upp
mosa eða annan gróður. Einnig má
nefna þá áráttu að henda drasli eða
peningum í læki, tjarnir og jafnvel
hveri, en hverir eru uppstreymisop
vatns sem hitnað hefur djúpt í
jörðu, og grjót eða annað rusl, sem
hent er í þá, geta stíflað opin og
eyðilagt hverina.“
Pistillinn endar svo á þessum
orðum: „Óvarkárni eða hirðuleysi
eins manns getur því auðveldlega
spillt ánægju margra um langan
aldur.“
Umgengnis
reglur
Náttúru-
verndar-
ráðs
Náttúruverndarráð hefur sent
frá sér umgengnisreglur í þrettán
liðum sem allir ferðamenn skyldu
hamra inn í hausinn á sér:
1. Eyðum ekki eða spillum
gróðri.
2. Truflum ekki dýralíf.
3. Spillum ekki vatni.
4. Ökum ekki utan vega.
5. Letrum ekki á náttúru-
myndanir.
6. Hlöðum ekki vörður.
7. Kveikjum ekki eld á grónu
landi og afmáum öll verks-
ummerki ef kveiktur er
eldur á ógrónu landi.
8. Skemmum ekki iindir,
hveri, laugar eða sérstæðar
jarðmyndanir.
9. Skiljum hvergi eftir úrgang
heldur komum honum fyrir
í þar til gerðum sorpílátum.
10. Rjúfum ekki öræfakyrrð að
óþörfu.
11. Fylgjum merktum göngu-
stígum, þar sem þess er
óskað.
12. Virðum friðlýsingarreglur
og tilmæli landvarða.
13. Skiljum við alla áningar-
staði eins og við viljum sjálf
koma að þeim.
Svona skilja ýmsir við fallega staði
',n>!
v i 'II 3
p»ð er t,\l eVáe" ,
ex °
NU
EF
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995