Þjóðviljinn - 29.07.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 29.07.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐYILJINN Föstudagur 29. júlí 1983 Blaðað í Ferðasögu Árna frá Geitastekk Konungshöllin í Kaupinhafn: Árni var lítt hrifinn af því að þéna danska kónginum... ...hins vegar var hann yfir sig hrifinn af Katrínu miklu. „Vor kæra keisarainna“ /Oss sýndist gott um þetta tilboð, fórum með þessari hóru- vertinnu, komum í hús hennar. Voru þar þrjú uppbúin rúm og þrjár hórur. Vér fórum að drekka kaffi og te hjá þessari konu. Síðan skyldum vér dansa með þessum hórum, en eg afsakaði mig frá þeirra dansi, setti mig á einn stól og féll í svefn og vaknaði ei, fyrr en vor loss kom eftir oss um morgun- inn tíðlega. Þá vöknuðu mínir kammerater, og hafði hver þeirra eina hóru í sæng hjá sér. /... / Eg fór um kvöldið til þessarar Karenar, en hún talaði mér illa til, að eg hefði verið so stórlátur að ei vildi þiggja uppbúna sæng hjá sér, en mínir kammerater hefðu verið mikið skikkanlegir. Eg sagði henni, eg hefði ei haft neina hóru- peninga hjá mér að betala henni með. Eg hefði og annað að brúka peninga til en að gefa þá út fyrir hórur, sem væri bæði skaði og skömrn..." Það siðferðisbjarg sem hér segir frá er Árni Magnússon frá Geita- stekki. Árni þessi var einn þeirra íslendinga sem víðförlastir hafa orðið; futtugu og sjö ára gamall tekur hann sig upp frá búi sínu og jörð og leggst í siglingar. Hann ferðast til Grænlands og er í sig- Iingum til Pétursborgar, Königs- berg, Bordeaux og Kína. Á leiðinni til Kína kemur skipið hans við á Grænhöfðaeyjum og fá eyja- skeggjar þessa einkunn hjá íslend- ingnum: „ versta fólk undir sólunni“ „ Allt þetta hyski var þjófgefið og Akureyringar bæjargestir Hótel KEA býður Gistiherbergi Veitingasal Matstofu Bar Minnum serstaklega á Veitingasalinn II. hæð: Góður matur á vægu verði Dansleikir laugardagskvöld Hinn landskunni 'é Ingimar Eydal skemmtir matargestum öil kvöld í sumar morðingar. Kort sagt: Það var það versta fólk undir sólunni, sem eg hefi heyrt og séð./... / Fátt kvenfólk sá eg þar, sem hafði allan klæðnað. Svartar voru þær sem kol á kroppn- um, hverjar þó vildu narra vort fólk til holdlegs samræðis þar út í skógnum. Og kannske nokkrir af vorum stýrimönnum urðu af þeim narraðir og fengu mörgum pening- um tapt við sömu lélegheit, er skeðu við þá orsök, að þeirra eigið fólk kom yfir þá, þegar þessi verkn- aður var framinn, sem var undirtal- að af þeim, áður en þessi gjörning- ur skyldi gjörast..." Og áfram halda þeir til Kína og þegar þangað kemur ber margt ný- stárlegt fyrir sjónir. Árni hefur skýringar á reiðum höndum á ýmsu því sem framandlega orkar - hann sér hina reyrðu fætur kvenfólksins og skýrir með því að „... þetta skyldi vera þeirra straff fyrir undan farin svik og pretti við þeirra keisara, og skyldi sú kynkvísl bera þetta straff, so lengi þar var einn maður af henni lifandi. “ Eftir Kínaferðina siglir hann til Bordeaux, þar sem hann kemst í kast við Karenu hóruvertinnu sem fyrr segir frá; hann sest síðan að í Kaupmannahöfn - en aðeins um skeið, því ævintýrin kalla. Hann gengur í rússneska herinn til að stríða við Tyrkjann og er Katrínu miklu hollur þegn: Uppsikt til keisarainnu „Kort sagt: Eg vil heldur þéna Rússum í tíu ár en þeim dönsku í fimm daga, bæði upp á atlæti og aðbúnað, því þeir Rússar hafa meiri uppsikt til þeirra kóngs eður keisara en þeir dönsku. Vor kæra keisarainna heldur mikið meir með þeim gemena manni en hennar of- ficere. Hún er hörð við hennar of- Ólafsvík! heitir og kaidir réttir opið allan daginn frá kl. 8 til 23 Verið velkomin „á. HOTEL KEA AKUREYRI SÍMI9B-22200 Komið og njótiðfegurðar Snæfellsness og ná- vistar jökulsins. Gistið hjá okkur, erum á annarri hœð, erum með 38 2ja manna her- bergi, vistlegan matsal og setustofu með sjón- varpi. Opið frá kl. 7.30 - 23.00 alla daga vikunnar. Matur ísérflokki,fljót oggóð þjón- usta. Allar veitingar. Verið velkomin. Ferðir daglega frá BSÍ. Hótel NES Ólafsbraut 19 Ólafsvík, Sími 93-6300.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.