Þjóðviljinn - 25.08.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. ágúst 1983
Mynd
Lárusar
Ymis
frumsýnd
á föstudag
Annað kvöld hefjast sýn-
ingar á myndinni ANNAR
DANS eftir Lárus Ými Ósk-
arsson, sem er gerð á vegum
sænsku kvikmyndstofnun-
arinnar. í myndinni eru
leiddar saman tvær konur:
önnur lífsreynd og klók í að
bjarga sér og hin saxófón-
leikari og listamaður, önnur
notar líkama sinn og hin heil-
ann, önnur tekur virkan þátt í
grimmu lífinu, hin fylgist
með því og skráir skilmerki-
lega. Við fylgjumst með þeim
á ferðalagi í gegnum Svíþjóð
og breytingar og þroska-
merki á þeim báðum eru t
augsýn þegar myndin endar.
Lisa Hugoson í hlutverki Jo sem alltaf er að taka myndir.
„Loksins sænskur galdur“
sögðu blöð
Þessari mynd var tekið fagnandi
þegar hún var sýnd í Svíþjóð á sín-
um tíma. „Loksins sænskur gald-
ur“ skrifaði Jurgen Schildt í Afton-
bladet og segir að ekki hafi verið
hægt að væna myndir áttunda og
níunda áratugarins um töfra:
„Grátt er grátt og grænt er grænt og
þar á miili hefur ekki listin verið,
heldur atvinnumálapólitík. Ef ekki
er reiknað með Ingmar Bergman
og „Einfalda morðingjanum" hans
Hasse Alfredson, er minna um list-
rænan galdur en af leigubílum í
Austur-Berlín.
Með þetta í huga stendur ís-
lendingurinn Lárus Óskarsson eins
og fleygur í kvikmyndagerð hér-
lendis. Hann tekur hugsýnina frani
yfir eftiröpunina, ljóðið fram yfir
veruleikann, flugið fram yfir
sænsku plattfætuma..."
Þannijvirtist „Annar dans“hafa
verið rétt mynd á réttum tíma í Sví-
þjóð. Almennt ber gagnrýnendum
saman um að hún sé sérlega ósænsk
og í hæsta máta frumleg og per-,
sónuleg. Sven E. Olson hjá Arbet-
et segir að þessi mynd hafi sjald-
gæflega persónulegan tón, sem sé
að finna í hrynjandi atriðanna.
„Hann heyrist í myndunum, sem
sýna persónurnar og dramað í
breytilegu landslagi. Hann ljómar í
ljóörænu hiutunum, sem alltaf
koma öðru hverju, nokkurs konar
millifyrirsagnir í Ijóði..."
Þessi mynd hefur líka lyft fleiri
gagnrýnendum á flugið: Helena
von Zweigbergk segir í blaðinu
Recreation undir fyrirsögninni
„hugdirfska og gáfur": /.../ Mynd-
irnar lifa sínu eigin lífi, fegurð
þeirra er slík að mann verkjar
undan henni. Sumir hlutar mynd-.
árinnar líkjast draumi. /.../ maður:
verður stórkostlega glaður að sjá
þessa mynd. Glaður yfir að það eru
gerðar vel heppnaðar tilraunir með
kvikmyndamálið, að fundnar eru
nýjar leiðir. Lárus Óskarsson sýnir
hugrekki og gáfur í sköpunarverki
sínu og situr ekki fastur í stíl nokk-
urs annars né kvikmyndalegri
skúffu.“
í Svíþjóð
LárusÝmir Óskarsson er fæddur
í Reykjavík árið 1949 og lærði í
Reykjavík og seinna í Stokkhólmi.
Hann lauk námi árið 1978 og var
lokaverkefni hans við kvikmynda-
skólann myndin „Fugl í búri“ sem
sýnd hefur verið á kvikmyndahá-
tíðum og einnig hér í sjónvarpinu.
Hann hefur leikstýrt víða hér, í
sjónvarpi og útvarpi, hjá ieikfélagi
Akureyrar, Alþýðuleikhúsinu og
Þjóðleikhúsinu.
Konurnar tvær í myndinni leika
þær Kim Anderson og Lisa Hugo-
son og hafa þær báðar hlotið afar
lofsamlega dóma fyrir leik sinn
Lárus Ýmir.
þar. Kim Anderson er þekkt leik-
kona í Svíþjóð og varð landsfræg
fyrir leik sinn í leikritum Dario Fo
sem hefur skrifað sérstaklega fyrir
hana. Einhverjir kynnu að kannast
við hana úr myndunum „Sállskaps-
resan“ og „Göta kanal“ sem báðar
hafa verið sýndar hér. Lisa Hugo-
son hefur verið fastráðinhjáRiks-
teatern síðan hún lauk námi en
hlutverk Jo í þessari mynd er fyrsta
stóra kvikmyndahlutverkið henn-
ar. Hjá Riksteatern hefur hún m.a.
leikið Ófelíu.
í myndinni bregður Sigurði Sig-
urjónssyni fyrir sem fordrukknum
Islendingi og eins sést leikstjórinn
: sjálfur rétt í svip. Myndin er eins og
sænsku blöðin segja Ijóðræn og fal-
leg og skemmtileg.
-gat
Kim Anderson leikur Önnu
■, ö