Þjóðviljinn - 25.08.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 25.08.1983, Síða 11
Fimmtudagur 25. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA II íþrÓttír VííW Sigurðsson Guðmundur Torfason kom Fröm- urum á bragðið gegn KA í gær- kvöldi. Fram slapp með stig Eftir að hafa komist í 2-0 í upp- hafi mátti Fram þakka fyrir annað stigið út úr toppuppgjöri 2. deildar- innar í knattspyrnu gegn KA á Ak- ureyri í gærkvöldi. Fram átti fyrsta korterið en KA sótti linnulítið eftir það, úrslitin 2-2. Guðmundur Torfason skoraði fyrir Fram úr þröngu færi strax á 7. minútu og á 14. mínútu bætti Hall- dór Arason öðru við eftir að Viðar Þorkelsson halði skotið í stöng. KA vaknaði við þetta og hafði rétt minnkað muninn á 36. mínútu, Hinrik Þórhallsson komst einn inn- fyrir en Guðmundur Baldursson markvörður Fram hirti af honum boltann. Þorvaldur Jónsson markvörður KA kom liði sínu til bjargar á 57. mínútu, varði þá skalla Halldórs af stuttu færi, mjög vel. Fimm mínút- um síðar fékk Steingrímur Birgis- son boltann frá Jóhanni Jakobssyni og skoraði með hörkuskoti af víta- teigshorni, 1-2. Á 78. mínútu kom svo hár bolti fyrir mark Fram, Guðmundur kýldi hann í þverslá og út þar sem Jóhann hamraði upp í þaknetið af markteig, 2-2. Góður lcikur hjá KA ef fyrsta korterið er undanskilið, mikið jafnræði meðal lcikmanna beggja liða. Hjálmar dæmdi og fórst það ágætlega úr hcndi. -K&H/Akureyri „Þetta má nú kalla meis taraheppni! ” „Þetta má nú kalla mcistara- heppni,“ heyrðist í einum Akurnes- ingi eftir leik ÍBK og ÍA í I. deildinni í knattspyrnu í Keflavík í gærkvöldi. Víst má það til sanns vegar færa þar sem Kcflvíkingar áttu mun meira í leiknum en Skaga- menn skoruðu eina markið, sigr- uðu 0-1, og eru þar með komnir með aðra höndina á Islandsbik- arinn. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks og fengu ágæt færi snemma. Ragnar Margeirsson skaut rétt framhjá og Ingvar Guðmundsson var tvívegis vel staðsettur á mark- teig í A en náði í hvorugt skiptið að hemja boltann. Á 25. mínútu fékk ÍA sitt eina marktækifæri í fyrri hálfleik og það var nýtt til fullnustu. Árni Sveins- son tók aukaspyrnu, gaf vel fyrir mark IBK, við fjærstöng skallaði Sigurður Halldórsson þvert fyrir á ný þar sem Sigurður Lárusson var einn og óvaldaður og átti ekki í erfiðleikum með að skora. 0-1. Eftir það var lítið um skemmti- leg atvik í fyrri hálfleik. Freyr Sverrisson átti þó gott skot rétt framhjá marki ÍA eftir fyrirgjöf Ingvars. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Magnús Garðarsson fékk ágætis færi við mark ÍA en missti boltann frá sér. Rétt á eftir var hon- um vikið af leikvelli fyrir að sparka í Árna Sveinsson og Keflvíkingar því einum færri eftir það. Þeir virt- ust þó frekar eflast og vildu víta- spyrnu stuttu síðar er Ragnar var felldur á vítateigslínu. ÍA komst betur inní leikinn um miðjan síðari hálfleik og fór að skapa sér færi. Þorsteinn Bjarna- son, markvörður fBK, varði frá Herði Jóhannessyni, Árni og Sig- þór áttu hörkuskot rétt framhjá og síðan varði Þorsteinn stórvel frá Ólafi Þórðarsyni á 75. mínútu. Það sem eftir var sóttu liðin til skiptis, Freyr skallaði framhjá marki ÍA, hinum megin komst Sígurður Lár- usson í dauðafæri eftir að Þorsteinn hafði varið frá Ólafi en tókst á furðulegan hátt að skjóta framhjá markinu. Björgvin Björgvinsson átti tvö hörkuskot að marki IA, bæði í varnarmann og afturfyrir. Á síðustu sekúndunum, þegar sjö mínútum hafði verið bætt við vegna tafa, dansaði knötturinn fram og til baka í markteig ÍA og var staddur þar þegar flautað var til leiksloka. Keflvíkingar áttu góðan leik, hefðu átt skilið a.m.k. annað stigið en urðu að sætta sig við sitt fimmta tap í röð og fallhættan er orðin hrikaleg. Allir börðust af krafti og ekki hægt að taka einn framyfir annan. Skagamenn voru einnig frískir en hafa þó oft leikið betur. Sigurð- ur Jónsson og Árni voru bestir, áttu báðir mikið af stórkostlegum sendingum, og þá stóð Siguröur Lárusson sig vel. Víkingar sóttu en Þróttur nýtti færin Þeir nýttu færin vel, Þróttararn- ir, þegar þeir léku við Víking í 1. deildinni í knattspyrnu á Valbjarn- arvelli í gærkvöldi. Aðcins tvívegis ógnuðu þeir Víkingsmarkinu svo einhverju næmi og í bæði skipti skoruðu þeir. Víkingar höfðu nokkra yfirburði allan tímann en urðu að sætta sig við jafntefli, 2-2. Þorvaldur Þorvaldsson var hetja Þróttara, nýtti sér varnarmistök Víkinga og sendingu félaga síns, Jú- líusar Júlíussonar og skoraði jöfn- unarmarkið af stuttu færi tveimur mínútum fyrir leikslok. í hotskurn gekk leikurinn þannig að Víkingar sóttu og Þróttarar vörðust. Víkingar komust yfir á 17. mínútu, Ómar Torfason var fljótur að taka aukaspyrnu, renndi boltan- um í gegnum óviðbúna Þróttara- vörn á Aðalstein Aðalsteinsson sem sendi hann í netið, framhjá Guðmundi Erlingssyni markverði. Aðeins sjö mínútum síðar léku Þróttarar sama leik. Ásgeir Elíasson gaf eldsnöggt fyrir mark Víkings og Júlíus jafnaði af stuttu færi, 1-1. Víkingar fengu nokkur Þorvaldur Þorvaldsson bjargaði stigi fyrir Þrótt á síðustu stundu. góð marktækifæri sem ekki nýttust í fyrri hálfleik. Sama í síðari hálfleik og Víking- ur tók forystuna á ný á 58. mínútu. Heimir Karlsson skaut með jörðu af 25 m færi, í bláhornið, 2-1. Eftir það gátu Víkingar hæglega bætt við mörkum, Guðmundur varði stór- vel frá Aðalsteini og Heimi. Síðan kom jöfnunarmarkið, rétt þegar menn töldu aðeins formsatriði að ljúka leiknum, en á síðustu sek- úndunni komst Ómar í dauðafæri, einn innan við Þróttarvörnina, en Guðmundur bjargaði frábærlega með úthlaupi. Búið. Víkingar léku oft vel saman í leiknum, sóknar- og miðjumcnn- irnir börðust af krafti og gáfu Þrótti engan frið til að byggja upp sóknir. Aðalsteinn var yfirburðamaður á vellinum, mikil yfirferð, góðar sendingar og fer ótrúlega létt með að renna sér með boltann framhjá andstæðingunum. Heimir lék einn- ig vel, svo og Magnús Þorvaldsson. Kristján Jónsson var langbesti leikmaður Þróttar, bakvörður sem erfitt er að fara framhjá, auk þess sem hann á drjúgan þátt í að byggja upp sóknir. Guðmundur lék vel í markinu, og Ásgeir seigur að vanda, nú sent miðvörður. Baldur Scheving dæmdi. illa framan af en honum óx ásmegin eftir því seni á leiö. -VS Sigurður Lárusson skoraði sigur- mark ÍA í Keflavík í gærkvöldi. Þeir Skagamenn eru í seilingarfjar- lægð frá því að hampa tveimur mestu bikurum í íslenskri knatt- spyrnu. Áhorfendur um eitt þúsund - Ragnar Örn Péturson dæmdi ágæt- lega. -gsm/Keflavík Fimmtán mínútna martröð Fimmtán mínútna kafli í fyrri hálfleiknum var hreinasta martröð fyrir okkur. Þá skoruðu sænsku stúlkurnar öll sín fimm mörk og við réðum ekkert við þær. Eftir það gekk okkur betur og síðari hálfleik- urinn var góður af okkar hálfu. Það ber ölluni saman um að þetta sænska lið sé það sterkasta í Evr- ópu um þessar mundir og við þurf- um ekkert að skammast okkar fyrir úrslitin. Nú verðum við bara að vinna í Finnlandi, það ætlum við okkur svo sannarlega,“ sagði Ásta B. Gunnlaugsdóttir, miðherji ís- lcnska kvcnnalandsliðsins í knatt- spyrnu, í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Það var góð barátta í íslenska liðinu en sænsku stúlkurnar höfðu alltaf undirtökin í leiknum. ísland átti nokkrar ágætar sóknartil- raunir, Ásta fékk besta færið í lok fyrri hálfleiks, komst í gegnum sænsku vörnina en markvörðurinn bjargaði með úthlaupi. Ásta, Erla Rafnsdótir og Guðríður Guðjónsdóttir mark- vörður áttu bestan leik í íslenska liðinu. Stúlkurnar halda nú til Finnlands þar sem þær leika síðasta leik sinn í Evrópukeppninni að þessu sinni á laugardaginn. -VS Stórsókn Isflrðlnga bar ekki árangur 1. deild Úrslit lcikja í 1. deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöldi og staðan að læim loknum: Þróttur-Vikingur................. 2-2 Keflavik-Akranes...................0-1 Ísafiörður-KR......................1-1 Vestmeyj.-Brelðabl.............frestað Akranes.............16 10 2 4 28-10 22 KR..................16 5 9 2 18-18 19 ÞórAk...............15 5 6 4 18-14 16 Breiðablik....i.....15 5 6 4 17-13 16 Víkingur............16 4 8 4 19-18 16 Þróttur.............16 5 5 6 21-29 15 Keflavik.......... 16 6 1 9 20-27 13 ísafjörður.........16 2 9 5 15-22 13 Vestm.eyjar.........13 4 4 5 21-18 12 Valur...............15 4 4 7 21-29 12 Leikur Eyjamanna og Breiðab- liks fer fram í kvöld cf veður leyfir. Markahæstir: Ingi Björn Albertsson, Val.......10 SiguröurGrétarsson, Breiðabl......9 Heimir Karlsson, Vfkingi........ 8 Hlynur Stefánsson, Vstm...........7 Kristínn Kristjánsson, ísaf..... 7 Sigþór Ómarsson, Akranesi....... 7 ísfirðingar og KR-ingar deildu með sér stigum, jafntefli, 1-1, þeg- ar félögin mættust á ísafirði í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Veðurblíða fyrir vcstan og 450 áhorfcndur fengu að sjá ágætlega lcikinn og skemmtilegan leik. í fyrri hálfleik var mikið jafnræði með liðunum, ísfirðingar meira með boltann ef eitthvað var. Lítið var um marktækifæri, Jón Oddsson og Ámundi Sigmundsson fengu þau bestu fyrir Isfirðinga, en KR skapaði sér engin sem orð er á ger- andi. Fljótlega í síðari hálfleik dró til tíðinda. Á 53. mínútu náðu ís- firðingar góðu upphlaupi. Hinn kornungi Atli Einarsson hljóp af sér vörn KR, sendi fyrir markið, Guðmundur Jóhannsson kom bolt- anum til Kristins Kristjánssonar sem skoraði með viðstöðulausu, fallegu skoti úr miðjum vítateig, 1- 0 fyrir ÍBÍ. Ekki hélst forystan lengi, aðeins í þrjár mínútur. Þá fengu KR-ingar hornspyrnu sem Sæbjörn Guð- mundsson framkvæmdi. Óskar Ingimundarson fékk boltann inn við marklínu og þurfti aðeins að ýta honum yfir hana, 1-1. Eftir þetta var stanslaus pressa á mark KR og ísfirðingar fengu mý- grút tækifæra, allt til leiksloka. Framherjarnir, Jón, Ámundi og Kristinn, voru ekki á skotskónum, annaðhvort skutu þeir framhjá eða Stefán markvörður varði hjá þeim. Jafntefli því niðurstaðan, dýrmætt fallbaráttustig ísfirðinga en KR færist stigi frá meistaratitlinum. ísfirðingar áttu flestir góðan leik og liðið var jafnt. Atli var þó einna bestur. Jóhann Torfason, Bene- dikt Einarsson, Kristinn og Rúnar Vífilsson stóðu honum ekki langt að baki. Sæbjörn og Óskar voru bestir í þokkaíega frísku liði KR-inga, og- Stefán stóð sig með prýði í markinu. Óli Ólsen dæmdi og komst ágæt- lega frá hlutverki sínu. -P/VS Leiftur vann á Blönduósi Úrslitakcppnin í 4. deildinni í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Víkverji og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, á Melavellinum í A-riðli og á Blönduósi vann Leiftur frá Ólafsfirði Hvöt 2-0 í B- riðlinum. Næstu leikir verða á laugardag.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.