Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILjlNN Þfiðjúdagur 30. ágúst 1983 Bridge Að melda þrisvar í röð fjórlit og enda svo í hálitaúttekt á 4-2 legu, þykir léleg latína í bridgeskólum, svona almennt séð. En Guðmundur Pétursson hefur aldrei stigið fæti í svoleiðis stofnun, og gerir það tæþ- lega héðan af, eða hvað Gummi? Hér er gamalt spil með Guðmundi, sem margir muna eftir: 1082 54 ÁKD10 G6 D2 ÁKG65 10864 KG72 Guömundur P. Jón Hj. 1 hjarta 2 lauf 2 hjörtu 3 tíglar 3 hjörtu Pass. 4 hjörtu Guömundur óttaöist spaöann grandsögn og hafði ekki trú á 11 slögum í láglitaúttekt. En athugum spilið (4 hjörtu). Ekki vinnast 3 grönd og láglitaúttektin er útilokuð. En hvað gerist í 4 hjörtum? Trompin lágu 4-3 hjá vörninni og ás-drottning í Norður í laufi (fyrir framan kónginn). Spilið vannst því, og ef vörnin tekur tvisvar spaða og spilar svo. trompi, þarf sagnhafi engan laufslag (ath.). Spilið kom fyrir í undanrásum ís- landsmótsins í sveitakeppni 1973, og á hinu borðinu voru spiluð 3 grönd einn niður. Skák Karpov að tafli - 190 Guömundur Þorsteinsson hjá Svart á hvítu Kapítalisminn þolir ekki samkeppni Svart á hvítu heitir eitt yngsta foriagið í bænum og það er rekið meira af hugsjón en gróðahyggju. „Við gefum aðeins út bækur sem okkur langar að gefa út,“ segja þeir þar, „við höfum hvort sem er ekki það mikla möguleika á að græða á þessu.“ Þeir ruddust fyrst fram á bókamarkaðinn fyrir jólin í fyrra og gekk allvel, gáfu m.a. út orðabók um slangur sem hneykslaði margan sómakæran hreintungumanninn, teikni- myndaseríu um Freud og aðra um vistfræði og gagnmerka mat- reiðslubók eftir matkrákuna Jó- hönnu Sveinsdóttur. Við töluðum við einn aðstand- enda um daginn, Guðmund Þor- steinsson, og inntum hann eftir jólabókunum í ár. „Við erum smáir en knáir,“ svaraði hann: „Og við gefum nú út helmingi fleiri bækur en í fyrra. Fyrst ber að nefna innlendu bækurnar: Mannæturnar eftir Sigurð Á. Friðþjófsson; smásagnakver en hann hefur áður gefið út tvær skáldsögur og ljóð. Við gefum út tvær ljóða- bækur: önnur er eftir Simund Erni Rúnarssonog heitir Óstað- fest Ijóð, hin heitir 7 skáld í mynd og þar eru áður óbirt ljóð eftir sjö þjóðkunn skáld, mynd- skreyttaf Ólafi M. Jóhannessyni. Við höfum fleiri bækur á prjón- unum fyrir jólin sem of snemmt er að segja til um. Af þýddum bókum skal fyrst nefnt La condition humaine, þetta mikla verk eftir André Mal- raux sem Thor Vilhjálmsson þýð- ir og gerist í kínversku bylting- unni og öllu því umróti sem henni fylgdi. Helga Kress ,hefur þýtt handa okkur merkilega esseyju eftir Virginu Woolf, „A room of one’ s own“ og má segja að hún fjalli um það hvers vegna konum hefur gengið jafn erfiðlega að fást við bókmenntasköpun og raun ber vitni. Frá Marokkó kemur bók eftir Mohamat Choukri í þýðingu Halldórs B. Runólfs- sonar, þetta er nokkurs konar sjálfævisaga og titillinn er sóttur í biblíuna og útleggst „Ekki á brauði einu saman“ eða eitthvað þvíumlíkt. Við gefum þessa bók út vegna þess að við höfum þá stefnu að reyna að gefa út bækur frá þriðja heiminum þar sem mik- il gróska ríkir í bókmennta- sköpun. Fyrir unglinga er svo bókin 16 dagar í september sem er eftir Bi- bi og Frans Berliner og eina barn- abók gefum við út: Kalli og sæl- gætisgerðin heitir hún og það er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Hún er eftir Roald Dahl sem skrifaði smásögurnar í „Óvæntum endalokum“ sem var einu sinni í sjónvarpinu og það er Böðvar Guðmundsson sem þýð- ir. Eins og sæmir illvígum blaða- manni spyr ég út í reksturinn og Guðmundur segist vera hinn icokhraustasti yfir honum: „Hitt er svo annað mál“, segir hann, „að það á sér nú stað mikil món- ópólísering í bókaútgáfu hér á landi þar sem eru þessir stóru klúbbar sem forlögin eru að mynda og það er svo sem í sam- ræmi við aðra þróun í kapítalism- anum sem þolir enga samkeppni. Guðmundur Þorsteinsson. Þessir klúbbar gætu líka til lang- frama grafið undan bókinni sem gjafavöru. Öll bókaútgáfa hefur hingað til snúist um um jólin, en það er hætt við að bókin hætti að vera þessi virðulega gjöf sem hún hefur verið hjá bókaþjóðinni, þegar fólk veit að það getur feng- ið þær bækur sem auglýstar eru fyrir jól á snarlækkuðu verði nokkrum mánuðum síðar. Þann- ig eru þessir útgefendur sem nú eru að þjappa sér saman í þessa stóru klúbba ef til vill að grafa sér eigin gröf. Klúbbarnir hafa það Fyrsti skatturinn í Andorra Þau tíðindi hafa gerst í litla furstadæminu Andorra sem er í Pýrenneafjöllum að þar hefur hinn fyrsti skattur verið lagður á. líka í för með sér að valið um það hvaða bækur koma út færist í auknum mæli frá neytanda til út- gefanda og á boðstólum verður aðallega gerilsneytt fjölþjóða- prent á meðan íslenskar bækur mega víkja. Frelsið minnkar þannig með þessari einokun og þá jafnframt fjölbreytnin. En við hjá Svart á hvítu pípum bara á þessa þróun og tökum erf- iðleikunum eins og hverju öðru hundbiti með sigurbros á vör,“ sagði Guðmundur að lokum - og brosti. -gat Þetta hefur hingað til verið skatt- aparadís mikil en nú er komið að þessum myrku tímamótum í sögu þessa ríkiskrílis. Það var samþykkt í ríkisráðinu með 12 atkvæðum gegn átta að leggja 0,25% skatt á allar banka- innistæður og að tryggingafyrir- tæki skuli greiða 0,5% af árlegri innkomu sinni. Andorra er þó síður en svo á nokkurri vonarvöl því árlega koma þangað 7 miljón túristar sem kaupa í stríðum straumum vídeótæki og alls kon- ar rafeindadót. Kortsnoj - Karpov Hvilur á „vinningsleik" í þessari stöðu sem kom upp eftir 26. leik Karpov í 11. skák. 27. Dc1! (Með hótuninni 27. Ba6 og 27. Hxa7. Drottningin sinnir mikilvægu hlutverki; hún valdar biskupinn á e3.) 27. .. Hb7 28. Ba6! (Vinnur skiptamun. Eftir...) 28. .. Hcb8 29. Bxb7 Hxb7 30. Ha3 ... vann hvítur örugglega. Karpovgafst upp eftir 51. leik Kortsnoj. Þá hafði hann eytt 1 klst. og 41 mínútu á alla skákina, Kortsnoj hinsvegar röskum þrem klukkustundum. Með þessum sigri jafnaði Kortsnoj metin í einvíginu. Það eru ekki allar borgir sem státa af þessu. Belja á beit í einu fínasta hverfi borgarinnar uppi í snobbhill. Hver var að tengsl við sveitina? Ljósm. - Leifur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.