Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 7
hefúr sinn kafla í heimsendi. Það hefur verið áætlað að Þjóðvarðliðið, her Somoza, hafi á nálega hálfri öld aflífað meira en 300.000 Nicaraguabúa. Síðan 1954 hafa meira en 10.000 manns verið teknir af lífi í Guatemala og í E1 Salvador hafa meira en 50.000 fórnarlömb verið leidd til slátrunar síðan 1979. Atdrei leppríki Þeir saka okkur um að vera handbendi Kúbana og Sovét- manna. Allir Nicaraguabúar muna það að æðsta valdið lá hjá banda- ríska sendiherranum á hinum Vá- legu tímum somozismans. Við steyptum Somoza, beinlínis til þess að verða okkar eigin herrar. Þetta er grundvallarregla sandinista og varðar undirstöðuatriði þjóðar- stolts. Ég get staðhæft, með fullri vissu að hvorki Fidel Castro, sem við höfum oft rætt við, né leiðtogi So- vétmanna Júrí Andropoff, sem við höfum einnig talað við, hafa nokkru sinni sagt okkur fyrir verk- um. Ef einhver heldur hið gagn- stæða, væri hann um leið að álykta sem svo að við værum einungis leikbrúður án nokkurra sérkenna. Ef við værum slíkir glópar, ef við værum svo gersneyddir sóma- Flugvélamóðurskipin eru fyrir utan strendurnar... kennd að selja okkur einhverjum, þá þarf enginn að fara í grafgötur með að það yrði snöggtum auðveldara og þægilegra að selja okkur bandaríkjastjórn. Við sand- inistar höfum aldrei verið, erum ekki og munum ekki verða attaní- ossar eins eða neins. Sá þanka- gangur að land sem er hætt að vera leppur eins lands hljóti að gerast leppur annars, er okkur með öllu óskiljanlegur. Hugmynd okkar um að vera óháð ríki utan hernaðarbandalaga kemur ekki í veg fyrir samskipti við önnur lönd sem byggjast á gagn- kvæmri virðingu. Og það sem meira er, það er von okkar að Bandaríkin verði eitt þessara ríkja. Það er ekki okkar sök að þeir eru til sem eru það rætnir að rugla hinum ýmsu samskiptum við aðrar þjóðir saman við það að vera handbendi annarra. Ófriöur í Miö-Ameríku Önnur ásökun hefur dunið á Nicaragua og hún er sú að við kyndum undir ófriði í Mið- Ameríku. Við skulum líta á staðreyndir málsins: Fyrst var haft í hótunum við Nic- aragua og síðan ráðist inn í landið. Við höfum rétt til og okkur ber skylda til að verja hendur okkar, rétt eins og okkur ber skylda til að ráðast ekki á aðrar þjóðir. Við höf- um ekki í hyggju að ráðast inn í Hondúras, og við höfum heldur ekki í hyggju - og ætti að vera ó- þarft að taka slíkt fram-að ráðast inn í Bandaríkin. Nicaragua hefur Ijóslega sýnt það síðustu fjögur ár- in að það er ekki ógnun við önnur ríki. Það eru ekki Nicaraguamenn sem hafa komið upp flotastöð í Fonseca-flóa, heræfingastöð rétt utan landamæra okkar, herflug- velli, þar sem C13 flugvélar af- ferma daglega hergögn. Við van- virðum ekki lofthelgi nokkurs ríkis með njósnaflugi né heldur sendum við upp að ströndum nokkurs ríkis öflugan herflota fullbúinn flug- móðurskipum og beitiskipum með eldflaugar. Þegar við stöndum frammi fyrir mikilli hervæðingu í Mið-Ameríku sem bersýnilega er beint gegn okk- ur, höfum við grundvallarrétt til sjálfsvarnar. Hvað þessu viðvíkur erum við sannfærðir um stuðning alls staðar úr heiminum, einnig frá bandarísku þjóðinni. Vandamál Mið-Ameríku er ekki meint útþenslustefna Kúbana eða Sovétmanna á svæðinu. Það er ekki árásargirni Nicaragua gagn- vart nágrönnum sínum. Vanda- málið liggur í heimspeki stórbokk- ans: þeirri óskiljanlegu staðreynd að Bandaríkin halda að þau hafi rétt til þess að ákveða hverjir stjórni löndum okkar, og fyllast reiði ef fðlkið velur sér lífshætti og skipulag sem falla ekki í geð þeim forseta sem situr hverju sinni. Við höfum ótal sinnum farið fram á að rætt yrði saman og reynt að komast að samkomulagi. Svar Bandaríkjanna hefur ætíð verið annað hvort þögn eða síauknar hótanir og árásir. Á sömu lund hafa svörin verið við tilmælum frá löndum eins og Mexíkó og Frakk- landi. Við höfum alltaf haldið því fram að það sé í Hondúras sem vandi okkar liggur þar sem Banda- ríkin hafa komið sér fyrir herstöð fyrir hernaðaraðgerðir og árásir á Nicaragua. Út af þessu verða samningarnir að verða tvíhliða við þessi tvö lönd. Svar Bandaríkjanna, og þar af leiðandi Hondúras líka er að hið svokallaða „svæðisbundna vanda- mál“ sem Nicaragua á að standa fyrir verði að semja um marghliða. Gott og vel. Til þess að krækja fyrir þessa fyrirslætti tilkynntum við þann 19. júlí að við værum til- búnir til marghliða viðræðna. Við gerðum tillögur um friðarsáttmála við Hondúras. Við gerðum tillögur um að banna öllurn löndum að flytja hergögn til þeirra afla sem eiga í átökum í E1 Salvador, svo að Salvadorbúar geti leyst sín vanda- mál án erlendrar íhlutunar. Við settum fram tillögur um að stöðva öll hernaðarumsvif á svæðinu og að stöðva notkun lands til árása á önn- ur lönd. Við settum einnig fram tillögur um að herstöðvum yrði ekki komið fyrir og að virða sjálfs- ákvörðunarrétt allra landa. Hver getur efast um að allt þetta stuðli að friði? Það hefur verið viðurkennt af mönnum eins og Bernardo Sepulv- eda utanríkisráðherra Mexíkó, sem lýsti því opinberlega yfir að þær tillögur sem Nicaragua lagði fram í sex liðum væru „skref í átt til friðar á svæðinu." Viöbrögöin Og hver hafa svörin orðið? Til að byrja með að senda öflugan flota „til æfinga" meðfram Kyrrahafs- og Atlantshafsströndum okkar. Og á sama tíma að lýsa því yfir að helsta hindrunin á vegi friðar væri „vinstri stjórnin í Nicaragua". En almenningsálitið í heiminum er enn á bandi heilbrigðrar skyn- semi. Forsetar Panama, Venesú- ela, Kólumbíu og Costa Rica hafa lýst yfir andstöðu sinni og sömu- leiðis forseti Mexíkó sem varaði við því að allsherjar stríð í Mið- Ameríku „myndi enda þannig að hvorugur sigraði“, og ákallaði samfélag þjóðanna að gera ráðstaf- anir „til þess að stöðva það að heimskulegt stríð brjótist út áður en það útrýmir lögmætri þrá eftir friði og þróun". Utanríkisráðherrar Frakklands og Japan hafa gefið út yfirlýsingar sem ganga í sömu átt. Sósíaldemó- krataflokkurinn í Þýskalandi og Verkamannaflokkurinn í Bret- landi hafa krafist þess að virðu- legar ríkisstjórnir þeirra fordæmi opinskátt pólitík Bandaríkjanna í Mið-Ameríku. Svo virðist sem hinar samhljóða yfirlýsingar í þágu friðar og gegn stríði hafi heldur mildað munn- söfnuð Bandaríkjastjórnar. í sið- ustu yfirlýsingu frá henni segir að Bandaríkin „undirbúi ekki stríð" gegn Nicaragua og voni að friður komist á „án blóðsúthellinga“. En staðreyndirnar stangast á við þessar staðhæfingar. Flugmóður- skipin eru þarna. Bandarískar sveitir eru við „framlengdar æfing- ar“ í Hondúras. CIA heldur áfram að fjármagna gagnbyltinguna. Grænhúfurnar halda áfram að þjálfa her Hondúras. Og við höld- um áfram að leggja til hina dauðu. Viö viljum friö Við viljum frið. Við þurfum frið til að starfa, læra; til að syngja, til að hlæja; til þess einfaldlega að lifa. Við viljum frið. Hvers vegna láta þeir okkur ekki í friði? Hvað höfum við gert á hiuta bandarísku þjóðarinnar? Við höf- um rétt fram vinarhönd. Hví svarar stjórn þeirra með steittum hnefa? Við viljum frið, en við viljum líka verja hendur okkar. Við sitj- um ekki við orðin tóm, hvorki í friðarviðleitni okkar né í því að verja okkur. Fólkið í okkar landi, eins og Sandino, vill heldur „deyja sem uppreisnarmenn en að lifa sem þrælar". George Washington, sá sann- leikspostuli, hefði fagnað slíkri staðfestu hjá þjóðhetju okkar og þessari hetjulegu staðfestu Nicar- aguaþjóðarinnar. Sennilega er versta skyssan fólg- in í því að halda að hermáttur beri sigurorð af mætti sannleikans, eða mætti þess fólks sem hefur sigrað og hlotið frelsi. (gat þýddi úr Guardian). Tomas Borge, höfundur þessarar greinar, er einn á iífi þeirra manna sem stofnuðu Sandinistahreyfínguna gegn Somoza einræðisherra í Nicaragua. Ilann er nú innanríkisráðherra landsins. Þriðjudagur 30. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 í stuttu máli Iðnþróunarfélag Austurlands Stofnfundur Iðnþróunarfélags Austurlands var haldinn á Seyðis- firði sl. vor og sóttu hann unt 90 rnanns alls staðar að af Austur- landi, allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Á sanra fundi var einnig stofnaður Iðnþróunarsjóður Austurlands, sem er eign sveitarfélag- anna í Austurlandskjördæmi og standa að honum öll helstu sveitarfélögin. Tilgangurinn nteð stofnun Iðnþróunarfélagsins er að stuðla að þróun og eflingu atvinnulífs á Austurlandi í því skyni að auka fjölbreytni og arðsemi iðnaðar. Um 50 félagasamtök, fyrirtæki og einstakiingar gerðust stofnaðilar og voru kosnir í stjórn félagsins þeir Ari Jónsson, Höfn, Magnús Einarsson, Egilsstöðum, Guðjón Smári Agnarsson, Stöðvarfirði, Jörundur Ragnarsson, Vopnafirði, Jón Guðmundsson, Reyðarfirði, Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað og Theódór Blöndal, Seyðisfirði. í stjórn Iðnþróunarsjóðsins voru kosnir Ásgeir Sigurðsson, Vopnafirði, Sveinn Þórarinsson, Egilsstöðum, Þorvaldur Jóhanns- son, Seyðisfirði, Guðjón Björnsson, Eskifirði, Logi Kristjánsson, Neskaupstað, Hafþór Guðmundsson, Stöðvarfirði, Már Karlsson, Djúpavogi og Þorsteinn Þorsteinsson, Höfn. Kvikmyndasýningar hefjast að nýju í MIR-salnum Kvikmyndasýningar hefjast að nýju eftir sumarhlé í MÍR-salnum, Lindargötu 48, nk. sunnudag, 4. september kl. 16. Síðan verða framvegis sýndar kvikmyndir í salnum hvern sunnudag á þessunr tírna og oftar þegar ástæða þykir til. Ætlunin er að efna til sérstakra barnasýninga síðar í haust og vetur. Fyrstu þrjá sunnudagana í september verða sýndar stuttar frétta- og heimildarmyndir í MÍR- salnum, en síðar einnig leiknar ntyndir, garnlar og nýjar. Hinn 18. sept. er sovéski sagnfræðingurinn dr. Boris 1. Marúskin væntanlegur hingað til lands á vegum MÍR og mun hann halda nokkra fyrirlestra hér, sem núnar verða auglýstir síðar. Aðgangur að MÍR-salnum, Lindargötu 48, er ókeypis og öllum heimill. Marinerað kjöt á Húsavík Búvörudeild SÍS hefur nu samið við Steindór Haraldsson á Húsa- vík um að framleiða marinerað dilkakjöt. Verður það selt undir vörumerkinu Lado-Lamb. Ýmsar nýjungar eru notaðar við vinnslu á kjötinu og sérstakar vélar notaðar við kryddunina, sem flýta vinnslunni verulega. Þessi nýja framieiðsla hefur fengið hinar bestu viðtökur en ástæðan til þess að Húsavík varð fyrir valinu er sú, að aðstaða til þess að koma við þessari vinnslu í Kjötiðnaðarstöð SÍS í Reykjavík er ekki talin nægilega góð. Sundhöll Hafnarfjarðar 40 ára Nú eru rétt 40 ár liðin síðan Sundhöll Hafnarfjarðar var vígð. Fram til ársins 1951 var hún aðeins starfrækt frá því í apríl frami október en þá var byggt yfir laugina. Á þessum 40 árum sem sundhöllin hefur þjónað bæjarbúum hafa baðgestir orðið samtals 3.491.500. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á sundhöllinni á undan- förnum árum, bæði í tækjabúnaði og bættri aðstöðu fyrir starfsfólk og baðgesti. Nú er unnið að stækkun búningsherbergja við sundhöllina og ætla má að því verki Ijúki á næsta ári. Hönnun á nýrri útisundlaug í suðurbæ Hafnarfjarðar er nú að mestu lokið og er áætlað að framkvæmdir hefjist fljótlega. Björgvin til írlands Alþjóða söngvakeppnin „Castlebar international song contest" verður haldin í 18. skiptið í Castlebar írlandi 4., 5. og 6. október í ár. Val á lögum fyrir keppnina hefur farið fram og mun Björgvin Halldórsson fara og syngja 2 lög. Lögin eru „Baby dont go“ eftir Björgvin og „Sail on“ eftir Jóhann Helgason. Keppninni verður sjónvarpað beint og mun það vera á vegum írska sjónvarpsins og verður sjónvarpað um írland og Skotland. Þetta er í annað sinn sem Björgvin fer í þessa keppni. 1981 fór hann í keppnina með lag sitt Skýið, sem hét á ensku „Maiden of the morning“, og hreppti hann þá 4. sætið af 12 lögum í úrslitum. Auk þess fékk hann viðurkenn- ingu fyrir besta lagið utan Bretlandseyja. Fyrir milligöngu Flugleiða hf. mun Björgvin halda utan í byrjun október. Skóli fatlaðra Að frumkvæði Rauða kross íslands var í sl. janúarmánuði efnt í Reykjavík til kennslu fyrir fatlaða. Mörg samtök lögðu þessu lið. Meðal þeirra má nefna Öryrkjabandalag íslands, Stjórnunarfélag íslands og Tryggingastofnun ríkisins. Auk þess var starfsemin styrkt af Hjálparstofnun kirkjunnar, LionsklúbbnumNirði, Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra og Styrktarsjóði Sjálfsbjargar. Kennd var íslenska, stærðfræði, enska, bókfærsla og tölvufræði. Iðnskólinn í Reykjavík lagði endurgjaldslaust til húsnæði og afnot af tölvum. Öll kennsla og skólastjórn var unnin í sjálfboðavinnu. Kennslustundir voru 300. Sextán hófu nám í skólanum. Þrettán luku prófurn. Nemendur voru á aldrinum 20 til 47 ára. Skóli fatlaðra mun aftur taka til starfa í haust. Skólinn verður settur í húsnæði Iðnskólans mánudaginn 5. september kl. 16:00. Framhaldsnám munu flestir þeirra stunda sem luku prófuni sl. vor. Auk þeirra er nú gert ráð fyrir um 16 nýliðum. Kennt verður fimmdagavikunnarfrákl. 16.00 tilkl. 19.10frá5.septembertil 15. desember.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.