Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. ágúst 1983 PIOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. I Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Ráðherrar tala í kross • Athafnir og ummæli ýmissa ráðherra hafa rækilega ruglað fólk í ríminu síðustu daga. Kröfur áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum urðu tilefni til yfirlýsinga, sem gengu hver gegn annarri, og almenningur er litlu nær um það hverju írafárið á ráðherrunum skilaði í úrbótum, eðá hvort það skilaði yfirleitt nokkrum sköpuðum hlut. • Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum kröfðust þess að lán til íbúðakaupa og húsbygginga yrðu hækkuð verulega, að lánstími yrði lengdur og aðgerðir þessar yrðu látnar virka aftur fyrir sig vegna þeirra sem hafa bundið sér lánabyrðar á þessu sviði sl. þrjú ár. Öllum þessum sérstöku kröfum hefur ríkisstjórnin vísað á framtíðina. Félagsmálaráðherra talar um að lagt verði fram frumvarp í haust sem hugsanlega muni hækka lán frá húsnæðismála- stjórn í 50% af byggingarkostnaði. Hann hefur hinsvegar verið mjög loðinn í svörum þegar um það er spurt hvort hann eigi hér við lán til allra, eða einungis þeirra sem byggja í fyrsta sinn. Lengdur lánstími er einnig hulinn þoku framtíðarinnar svo og spurningin, sem brennur á mörgum, hvort lenging lánstíma og hækkun húsnæðis- lána, ef af verður, muni verða látin virka aftur fyrir sig. Hér bregða ráðherrar fyrir sig því gamalkunna ráði að segjast vera að láta reikna út fyrir sig og kanna málið í nefnd. Eins og nóg hafi ekki verið reiknað og starfað í húsnæðismálanefndum á síðustu árum. Sannleikurinn er sá að í öllu sem snertir lengingu lána og hækkun þeirra á eftir að taka pólitískar ákvarðanir og útvega fé til þess að standa undir slíkri breytingu. • 1. september hækkar lánskjaravísitala um 8.1% og hefur aldrei verið annað eins misræmi milli þróunar henn- ar og launa eins og um þessar mundir. I síðustu viku kvaðst forsætisráðherra ætla að hafa lánskjaravísitöluna 6%, en félagsmálaráðherra bætti um betur og lofaði 4% hækkun 1. september. Niðurstaðan varð semsagt 8.1% almenn hækkun en 2% afsláttur á húsnæðislán og náms- lán. Og ákveðið er að taka upp nýjan útreikning á láns- kjaravísitölu 1. október. Síðan á hækkun lánskjaravísitöl- unnar að fara snarlækkandi fram að áramótum samkvæmt verðbólguspám. En eins og Morgunblaðið vakti athygli á í forystugrein sinni sl. sunnudag, þá hefur hingað til ekki verið varlegt að treysta spám um þróun verðbólgu. Eær vonir sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa vakið með því að vísa lántakendum á spásagnir sínar um þverrandi verðbólgu geta brugðist. Seðlabankinn gerir ráð fyrir miklu aðhaldi í ríkisfjármálum, miskunnarlausri kjara- skerðingarstefnu og stöðugu gengi þegar hann vitnar í forsagnir um þróun verðbólgunnar. Munu stjórnarflokk- arnir vera reiðubúnir að axla þær pólitísku byrðar og þjóðfélagslega kostnað sem því er samfara að fylgja fram stefnu Seðlabankans? Morgunblaðið hefur efasemdir um að „þrek“ ráðherra og stjórnarflokka sé nægilegt. • Ríkisstjórnin og Seðlabankinn segjast stefna að vaxta- lækkun í september þegar útreikningur á framfærsluvísi- tölu liggur næst fyrir. Samkvæmt spám á verðbólgustigið að réttlæta vaxtalækkun um það leyti. Hinsvegar hefur þeirri hugmynd Alberts Guðmundssonar að falla frá verðtryggingarstefnu og taka upp 30% vexti verið hafnað innan stjórnarinnar. • Ljóst er að mikil átök hafa átt sér stað innan stjórnar- flokkanna um stefnuna í lána-, vaxta- og verðtryggingar- málum í síðastliðinni viku. Breyting á útreikningi láns- kjaravísitölu er það eina sem út úr þeim átökum hefur komið enn. Loforðin um lengingu Iána og hækkun láns- hlutfalls eru jafnlangt frá því að verða efnd eins og kosn- ingaloforðin. Og verðbólguspárnar eiga eftir að rætast. -ekh klippt Morgun- blaðsraunir Morgunblaðiö er eitthvað svo undarlega vansælt þessa dagana - það er engu líkara en sú fræga heimsskoðun - „illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því“ - hafi lagt ritstjórnina gjör- samlega undir sig í öllum málum. Blaðið er eitthvað svo nöturlega vansælt, að sósíalísk mannúðar- stefna hvetur okkur hér á blaðinu til samúðar og skilnings. Til dæmis að taka er háð friðar- barátta víða um heim án þess að Morgunblaðið fái neitt við ráðið og er það harmur mikill eins og að líkum lætur. í Reykjavíkurbréfi nú um helg- ina er frá því sagt, að heims- kunnur hljómsveitarstjóri Leonard Bernstein, sé 65 ára. Allt væri það nú í lagi ef að vinir og aðdáendur þessa tónlistar- meistara hefðu ekki tekið upp á því, að hvetja menn til að bera heiðblá friðararmbönd á afmæl- inu „í kröfugerð tii stuðnings gagnkvæmri frystingu kjarnorku- vopna undir eftirliti“. Músík og friðarkonur Þetta þykir höfundi Reykja- víkurbréfs í meira lagi ískyggi- legt. Afmælisbréfið, segir hann, hlýtur að vekja fleiri en hann sjálfan „til umhugsunar um það í hvaða farveg friðarbaráttan er að þróast“. Síðan segir meðal annars: „Ekki er dregið í efa að þetta áhugafólk vill láta gott af sér leiða, en staðreyndin er að jafn- flókið mál og kjarnorkuafvopnun verður aldrei til lykta leidd með því að bera heiðblá armbönd við flutning tónlistar á 65 ára afmæl- isdegi Leonards Bernsteins eða með því að norrænar konur gangi frá New York til Washington í steikjandi hita og kæfandi raka“. Á varðbergi Allt er þetta nokkuð skrýtið. Hefði það til dæmis verið skárra framlag til friðarmála ef norræn- ar konur hefðu gengið til Was- hington í þægilegra hitastigi og rakaminna? Skrýtnast er þó samt, að jafn yfirmáta saklaus hvatning og felst í armböndunum bláu skuli fara fyrir viðkvæmt hjarta höfundar Reykjavíkur- bréfs. Þar er nefnilega ekki hvatt til annars en að kjarnorkuvígbún- aður sé frystur undir eftirliti og þá hjá öllum sem slík vopn eiga („gagnkvæm frysting“). Þetta er krafa sem er svo sjálfsögð að það er meira að segja líklegt að Reag- an Bandaríkjaforseti telji sig að- hyllast hana - að minnsta kosti þegar hann þarf á atkvæðum að halda. En Morgunblaðið veit bet- ur. Það lætur Kremlverja ekki komast upp með neitt múður, hvort sem þeir þykjast vera nor- rænar konur eða vestrænir tón- listarvinir. Og blaðið varar við friðarfundum og göngum og arm- böndum og öðru slíku djöfulsins spilverki. Prek- raunir Blaðið er heldur ekki mikið farsælla í innanríkismálum. Leiðari blaðsins hinn fyrri á sunnudag ber því vitni, að blaðið er dauðhrætt um að ríkisstjórnin sé að bila í baráttunni við „að sníða þjóðarbúinu stakk eftir vexti“ en þetta er orwellska og þýðir í raun allsherjar kjarask- erðingu. Blaðið varar menn sterklega'við því að líta svo á, að fréttatilkynningar ríkisstjórnar- innar frá því á föstudag um láns- kjaravísitöluna séu vísbending um að stríðið gegn lífskjörunum sé á enda. Nei, segir blaðið - þetta var einvörðungu „tæknileg aðlögun að breyttum aðstæðum" - eða „tæknileg breyting" og svo sem „engar tímamótaákvarðan- ir“. Vissu fleiri - það hefur víst enginn búist við því, að fum það sem gripið hefur ráðherrana eftir mótmælafund húsbyggjenda og húsnæðiskaupenda vísi á ein- hverjar meiriháttar kjarabætur þeim eða öðrum til handa. En samt er Morgunblaðið óttaslegið og vansælt, eins og fyrr segir og brýnir sína menn til að hafa „strangt aðhald og ítrustu spar- semi“. „Þrekið má ekki bresta eftir aðeins þriggja mánaða bar- áttu“ segir blaðið að lokum, vondauft í vondum heimi. ÁB. NÝBYGGING SPARISJÓÐSINS: Fokheld og fullfrágengin að ufan fyrir haustið 1984 „Reynum að láta þem segir Tómas II útlána," Enginn er bankastjóri Meðan íbúðabyggingar liggja niðri eða þá að það dregur stór- lega úr byggingarhraða hamast margvíslegar stofnanir við að stækka við sig. Frá þessu sögðum við hér í Þjóðviljanum á föstudaginn var og minntum á það með myndum af nýbyggingum svosem tylftar stofnana í Reykjavík. En það eru fleiri plássfrekir en Seðlabankinn. I Víkurfréttum eru nýlega sögð tíðindi af bygg- ingarmálum Sparisjóðs Keflavík- ur, sem er að reisa stórhýsi við Tjarnargötuna þar í bæ á lóða- samfeilu þar sem áður stóðu fimm eða sex timburhús. Bygg- ingin er tvær hæðir ásamt risi og kjallara og er hver hæð þúsund fermetrar og á að ganga frá hús- inu fullfrágengnu að utan á næsta ári. „Þetta mun þó allt fara eftir stöðunni í peningamálum og í þjóðfélaginu almennt" segir Tómas Tómasson sparisjóðs- stjóri í viðtali við Víkurfréttir. En hvað sem annars Iíður stöðunni í peningamálunum þá hefur sparisjóðurinn í sömu svif- um keypt hús Kaupfélags Suðurnesja í Njarðvíkum og ætl- ar að bæta hæð ofan á það. Eða eins og spakmælið segir: Enginn er bankastjóri nema hann byggi-- •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.