Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. ágúst Í983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Friðarsinnar í herskipunum: Ánœgjulegt hve fáir mœttu Fáir íslendingar gerðu sér ferð til að skoða NATO-skipin... „Árni Hjartarson hélt ræðu á þilfari flaggskips ilotans, þar sem hann inótmælti komu skipanna og þætti íslenskra stjórnvalda í henni. Bandarísku yfirmennirnir fóru fram á það við íslensku lögregluna að hún fjarlægði Árna, en hún mun hafa neitað því. Við viljum koma á framfæri þakklæti til hennar fyrir sérlega gott samstarf“, sagði Vigfús Geirdal um atburð þann, er átti sér Stað sl. laugardag við Sundahöfn í Rcykjavík, en þá héldu nokkrir friðarsinnar út í bandarísku her- skipin á auglýstum tíma. „Við ræddum einnig við nokkra bandaríska dáta um borð um hvað þeir væru að gera með sínu starfi. Þeir tóku þessu vel, sumir hverjir, en sögðust verða að vinna fyrir sér á einhvern hátt. Okkur þóttu þess- ar viðræður hinar merkustu", sagði Vigfús ennfremur. Atburðurinn var endurtekinn á sunnudeginum og hélt þá Árni Hjartarson einnig ræðu. Fylgdu honum þrír vopnaðir dátar frá borði áður en ræðuhöldum lauk. Maðurinn með Ijáinn sté um borð í herskipin á sunnudeginum til þess að leggja blessun sína yfir komu skipanna og tilgang þeirra. Lét hann dreifa bréfi meðal við- staddra með kynningu á sér og stefnumiðum sínum. Einnig dreifðu friðarsinnar bæklingi þeim, sem konur innan Samtaka her- stöðvaandstæðinga létu útbúa fyrir Friðargönguna '83 um vígbún- aðinn í heiminum. „Það sem okkur fannst einna ánægjulegast að sjá um borð í skip- unum var það, að fáir Islendingar gerðu sér ferð til þess að skoða þau“, sagði Vigfús Geirdal. „Sjón- armið Hvatar, Landssambands Sjálfstæðiskvenna, virðast endur- spegla sjónarmið meginþorra ís- lensks almennings, þ.e. að hér er enginn áhugi á drápstólum". Samtök herstöðvaandstæðinga leituðu m.a. til Hvatar um sam- eiginlega skoðunarferð um her- skipin en fengu þau svör, að kon- urnar hefðu engan áhuga á því að skoða þau. „Islensk stjórnvöld ættu að íhuga þetta og reyna í fram- tíðinni að byggja heimsóknir er- lendra aðila á einhverju öðru en hersýningum", sagði Vigfús Geir- dal að lokum. ast ....en maðurinn með Ijáinn sté um borð. / Stefán Olafsson um húsnasðismálin: Viljum borga „Það er óhætt að segja, að undirtektir hafa verið frábærar. Síminn hefur vart stoppað hjá mörgum okkar og fólk hefur rak- ið þrengingar sínar og komið á framfæri hugmyndum sínum og þakklæti. Við erum hæstánægðir - en um leið er þetta mjög dapur- legt, því í þessu endurspeglast þær þrengingar, sem íbúðar- kaupendur og -byggjendur eiga við að glíma.“ Stefán Ólafsson, lektor, er einn forgöngumanna áhugamanna hóps um úrbætur í húsnæðismál- um, en sá hópur hefur komið af stað mikilli hreyfingu meðal landsmanna. En þá er það fram- haldið. Við spurðum fyrst, hvað hópurinn segði um hina miklu hækkun á lánskjaravísitölunni 1. september, eða 8,1 prósent. „Við erum öll sammála um, að við eigum að borga til baka það sem við fáum að láni. Við viljum ekki rétta tóma sjóði að næstu kynslóð einsog þeir voru réttir okkur. Slíkt er siðleysi. Við erum því ekki að biðja um skerðingu á lánskjaravísitölunni. Fyrir utan að vera siðleysi væri slíkt heldur engin lausn, því skammtímalán eru svo stór hluti af fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Breytingar á lánskjaravísitölu leysa engan vanda í þessari miklu kjaraskerðingu. Breyting á vísi- tölu húsnæðismálastjórnarlána myndi skipta minnstu máli, því þau lán eru minnsti hlutinn af þessari fjármögnun. Okkar krafa er ósköp einföld: hærri lán til lengri tíma með afturvirkni.“ - í einu blaðanna um helgina segir Steingrímur Hermannsson, að verðbólgan og lánskjaravísi- talan verði komin í takt um ára- mótin. Mun það einhverju breyta fyrir íbúðarkaupendur og -byggj- endur? „Nei, það mun engu breyta á meðan launin standa í stað en allt annað hækkar - það hljóta allir að sjá. Það er í sjálfu sér ágætt að reikna vísitölur mánaðarlega, því þannig er unnt að fylgjast betur með verðbólgunni - vísitölur eru til þess ætlaðar að mæla hana. Að sjálfsögu breyta slíkir útreikning- ar engu um stöðu almennings. Almenning skiptir hins vegar máli að kaupið fylgi öðrum verðbreytingum. Kjaraskerðing- að fullu tll baka in kemur ægilega við fólk, en þó eru skuldendur einna verst settir, því þetta setur allar áætlanir og greiðslugetu úrskorðum. Lánun- um er nefnilega ekki hægt að fresta - þau verður að borga óháð kaupmættinum. Forsendur þess, að húsnæðis- málakerfið hér komist í siðað horf, er það að kaup sé vísitölutr- yggt og að lánin séu til langs tíma. Verðlag hefur ætt upp á meðan kaupið stendur í stað og bilið á milli kaupsins og lánskjaravísitöl- unnar er orðið svo breitt, að það gildir einu hvort vísitalan hækkar 5 prósentum meira eða minna. Ástandið er skelfilegt hvort sem er. Þegar þetta gerist ofan í það að fólk á að' borga upp verðtryggðar skuldir á einu til tveimur árum gengur dæmið hreinlega ekki upp. Það er ekki hægt að fremja svona kjaraskerð- ingar hér á landi lengur - nema með ægilegum afleiðingum." Hvaða frekari aðgerðir hafið þið í huga? „Við munum senda okkar full- trúa á fund nefndar Alexanders Stefánssonar, sem á að endur- skoða húsnæðislöggjöfina, og Stefán Ólafsson lektor. kynna okkar kröfur fyrir henni. Það er hins vegar ekki okkar hlut- verk að endurskoða þessa löggjöf og til þess að mæta kröfum okkar þarf ekki endurskoðunar við - það þarf meira fjármagn. Hér þurfa ekki að koma til flóknar stjórnunaraðgerðir, sem taka langan tíma. Og málið þolir held- ur enga bið. Stjórnarflokkarnir sögðu fyrir kosningar að þeir myndu hækka húsnæðismálalán- in um 80 prósent og eitthvað hljóta þeir að hafa hugsað fyrir fjármagninu, skyldi maður ætla. Varðandi framhaldsaðgerðir má benda á, að við erum að opna pósthólf þar sem fólk getur náð til okkar. Á næstunni munum við síðan standa fyrir frekari opin- berum aðgerðum, sem koma í ljós þegar þar að kemur. Við höfum verið beðnir um að koma út á land og halda þar fundi um málið en okkur finnst frum- kvæðið verða að koma frá heimafólki. Við munum ekki hafa frumkvæði að fundahöldum enda liggur næst fyrir að bíða eftir svari stjórnvalda. Við munum halda þessu máli gangandi af fullum krafti. Við væntum þess að stjórnvöld bregðist skjótt og vel við. Þau hafa tekið kröfum okkar af skiln- ingi og velvilja og þau hljóta að koma með einhverja lausn fljót- lega.“ ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.