Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 30. ágúst 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl: 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Norrænt byggingar- þing hófst í gær Er búið að byggja nóg? Hvaða áhrif á þjóðarhag hafa íbúðabyggingar. Hvaða þróun hef- ur orðið í þessum efnum á Norður- löndum, er markaðurinn almennt að dragast saman eður ei, hvaða þættir hafa áhrif á byggingamark- aöin? Þessar spurningar og margar fleiri voru reifaðar á Norrænu byggingarþingi sem hófst í gær og mun vera eitt stærsta þing sern haldið hefur verið hér á landi. Haldnir voru átta fyrirlestrar um ýmislegt sem lýtur að byggingum íbúða í Háskólabíói og síðan Kjar- valsstöðum. Þinginu verður fram- haidið á morgun, þá verða fyrirles- trar haldnir og hringborðsumræður klukkan 15.00 á Kjarvalsstöðum. Þinginu lýkur á miðvikudag. - gat Tveir fundarmanna virða fyrir sér likan af nýju Hlíðunum (Ijósm. Magnús). Brunabótamatið um 20 miljónir Byggðasjóður bauð 2,5! Eignir Kópaness á Patreksfirði á uppboði Byggðasjóður bauð tvær og hálfa miljón króna í cignir Kópa- ness hf. á Patreksfírði á fyrra upp- boði eignarinnar í sl. viku. Bruna- bótamat hússins er um 20 miljónir króna. Annað og síðasta uppboð verður haldið á eignunum um miðjan september, að sögn Tryggva Bjarnasonar fulltrúa sýslumanns á Patrcksfírði. Guðmundur Malmquist hjá Byggðasjóði sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær, að Byggða- sjóður ætti 5 miljónir hjá fyrir- tækinu og að um tvær miljónir kæmu á undan í veðrétti, þannig að Byggðasjóður fengi eignirnar fyrir sjö miljónir ef til kæmi. Kópanes hf. rak frystihús og út- gerð en frystihúsið hét áður Skjöld- ur og var eign Vatneyrarbræðra á Patreksfirði. Einsog kunnugt er hefur verið tekið í notkun nýlegt frystihús á Patreksfirði þar sem kaupfélag sýslunnar er stærsti eigandi. Rekstur þess hefur gengið mjög erfiðlega að undanförnu. -óg Nýtt bamaleik- hús stofnað Krafa Náttúruverndarráðs: Rallið verði stöðvað enda hafi Frakkinn þverbrotið allar reglur sem settar voru um íslandsrallið Nú um helgina var stofnað form- lega nýtt leikhús, barnaleikhúsið Tinna. Markmið barnaleikhússins er að efla börn til dáða á öllum sviðum leikhússtarfsins. í fyrstu mun leikhúsið eingöngu sýna leikrit eftir börn og leikararnir verða einnig börn. Fyrsta verkefni þess er skemmtun sem haldin verður fyrir börn á tíu ára afmæli Flugleiða. Meðal annars verður þá frumsýnt leikrit eftir níu ára dreng, Magnús Geir Þórðarson. Stofndagur leikhússins er valinn til heiðurs Karli Guðmundssyni leikara, sent á afmæli 28. ágúst. Þeir sem vilja koma efni á framfæri eru beðnir að snúa sér til barnaleik- hússins Tinnu, Vonarstræti 1, Reykjavík. „Þessi Frakki getur ekki fengið að haga sér endalaust eins og kóng- ur í ríki sínu, það verður að grípa í taumana", sagði Jón Gauti Jónsson hjá Náttúruverndarráði m.a. þeg- ar við höfðum samband við hann í gær: „við höfum traustar heimildir frá heimamönnum um það að regl- ur Dómsinálaráðuneytisins um Is- landsrallið hafl verið brotnar, bæði reglur um hámarkshraða og leiðir, og því höfum við farið fram á það við sýslumannsembættið í N- Múlasýslu að það kanni fullyrðing- ar um akstur rallara í Jökuldal og á Brúaröræfum, en sú leið hafði ver- ið tekin út úr dagskrá rallsins vegna mótmæla heimamanna. Við höfum einnig farið þess á leit við Dóms- málaráðuneytið að það stöðvi keppnina á meðan rannsóknin fer fram“. 1 fréttatilkynningu frá Náttúru- verndarráði kemur fram að ekiö hafi verið á miklum hraða inn allan Jökuldal og upp á Brúaröræfi og segir að leyfður hámarkshraði hafi „lítt verið í hávegum hafður". Vitnað er ennfremur til viðtals við Ómar Ragnarsson þar sem fram kemur að rallið hafi byrjað áður en þaö var formlega sett. Ráðið segist einnig hafa fengið þær upplýsingar frá ýmsum að ekið hafi verið út fyrir slóðir, jafnvel á grónu landi. „Það virðist nú vera að koma fram allt það sem Náttúruverndarráð og fleiri vöruðu sterklega við að myndi gerast", sagði Jón Gauti, „þessi Frakki virðist vera það ó- prúttinn að það dugir ekki annað en að taka málið föstum tökum". Hjá Dómsmálaráðuneytinu voru allir í fríi sem hafa með þetta mál að gera, svo ekkert er vitað um viðbrögð ráðuneytisins við tilmæl- um Náttúruverndarráðs. -gat ; , ......................... '“W, Banaslys í Fagradal Banaslys varð á Fagradalsvegi sl. laugardagskvöld. 17 ára piltur beið bana er bifreið sem hann ók fór út af veginum. Með honum í bifreið- inni voru fimm manns sem slös- uðust ekki alvarlega. Slysið varð skammt frá Egils- staðaskógi og missti ökumaðurinn vald á bifreiðinni með fyrr- greindum afleiðingum. Pilturinn jnun hafa látist samstundis. Bif- reiðin er talin ónýt. Hauststarf Alþýöubandalagsins að hefjast Mikil fundahöld segir Baldur Oskarsson framkvæmdastjóri AB „Sumarstarf Alþýðubanda- lagsins hefur verið öfíugt, og nú hcfjum við hauststarfíð, þar sem undirbúningur landsfundar verð- ur veigamikið atriði“, sagði Bald- ur Oskarsson framkvæmdastjóri ilokksins í samtali. „Astandið í kjaramálum, efnahagsmálum og andóf gegn núverandi ríkisstjórn hefur verið og verður okkar aðalverkefni. En sumarstarfíð hefur líka verið fólgið í sumar- fcrðalögum, sumarbúðum á Laugarvatni og sumarhátíðum flokksfélaga og kjördæmisráða um allt land, og fer þessi starfsemi sívaxandi. A næstunni eru svo ráðgerð fundahöld um land allt, miðstjórnarfundur, aðalfundur verkalýðsmálaráðs og landsfund- ur, sem hefst 17. nóvember.“ Miðstjórn hefur verið kölluð saman til fundar föstudaginn 16. september næstkomandi kl. 17 að Hverfisgötu 105. Á dagskrá þessa miðstjórnarfundar verða efnahags- og atvinnumál, sem Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson hafa framsögu um. Svavar Gestsson hefur framsögu um umræðuefnið Samstaða vinstrimanna og Ólafur Ragnar Grímsson um undirbúning lands- fundar. Loks verða til umræðu á fundinum tillögur skipulags- nefndar og hefur Einar Karl Haraldsson framsögu um þær. Aðalfundur verka- lýðsmálaráðs Laugardaginn 17. september kl. 16.30 hefst aðalfundur verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalags- ins. Þar verða þrír dagskrárliðir. 1. Kjaramálin og baráttan fram- undan. 2. Innra starf verkalýðs- félaga. 3. Kosning nýrrar stjórnar verkalýðsmálaráðs. Dagskráin verður nánar auglýst í Þjóðviljan- um. Aðalfundur verkalýðsmálar- áðs er opinn öllum Alþýðuband- alagsmönnum og liðsmönnum flokksins í verkalýðshreyfing- unni. Hann verður eins og miðs- tjórnarfundurinn að Hverfisgötu 105. Landsfundur Alþýðubandalagsins Landsfundur Alþýðubanda- lagsins hefst kl. 17 fimmtudagin 17. nóvember að Hótel Loft- Baldur Óskarsson: undirbúning- ur landsfundar og andóf gegn ríkisstjórninni. leiðum. I septembermánuði hefst sérstök fundaherferð á vegum Alþýðubandalagsins þar sem undirbúningur landsfundar verð- ur til umræðu í öllum félögum, svo og staða landsmálabarátt- unnar. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.