Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. ágúst 1983 Tomas Borge Martinez: Bandaríkin °g Nicaragua eða innrás lyganna Mikil þjóö eykur hróöur sinn og bætir orðspor ef hún viöurkennir fullveldi smárra og veikra þjóöa fremur en aö kúga þá sem berjast fyrir réttindum sínum. A.C. Sandino, hershöföingifrá Nicaragua sem leiddi baráttunagegn íhlutun bandarískaflotans í Nicaragua á árunum 1927-33 og hefur verið leiöarljós sandinista- hreyfingarinnar. Það er alls staðar í heiminum viðurkennt að Nicaragua er fórn- arlamb hernaðarlegrar áleitni sem ekki verður réttlætt. Þessi áleitni gengur í berhögg við alþjóðalög og raunar einnig lög Bandaríkjanna. Fjöldamargt er vitað um þessa áieitni og því er óþarft að fara út í smáatriði um hana. Það er önnur leið til að ógna, það er t.d. ógnun sem felst í stöðugum lygum, hálfsannleika, ásökunum sem byggjast á röngum forsendum og túlkunum sem byggjast á illum ásetningi. Það er alveg ljóst að þessi seinni tegund af ógnun var undirbúin fyrir mörgum mánuðum í því skyni að réttlæta seinna hernaðarárás fyrir óupplýstum almenningi. Þetta er móðgun við vitsmuni og góðan hug bandarísku þjóðarinnar. Byltingin svikin? Hvað er sagt um Nicaragua? Að byltingin hafi brevtt um stefnu og að núverandi stjórn þar hafi útrýmt öllum lýðræðisréttindum til þess að koma á fót alræðiskerfi. í Nicaragua starfa nú margir stjórnmálaflokkar sem spanna stóran hluta hins pólitíska litrófs. Við gerum skýran greinarmun á löglegri andstöðu og gagnbylting- arsinnaðri: sú síðarnefnda byggir á forsendum sem eru í andstöðu við þjóðina og sækist eftir að endur- reisa harðstjórn og forsmá þarfir þjóðarinnar í þágu annarra þjóða. Við báðum þjóð okkar um að veita okkur fimm ár til að koma skipulagi á land sem var í rústum eítir stríð. Hluti af þeirri skipulagn- ingu er að byggja upp skipulags- legar forsendur fyrir kosningar 1985. Hefur ameríska þjóðin gleymt því eftir 200 ár, að það tók 13 ár að endurskipuleggja Banda- ríkin áður en fyrstu alríkiskosning- arnar voru haldnar þar árið 1789? í dag er sú þróun komin vel á veg. Ríkisráð okkar kannar nú stjórnskipun annarra þjóða, þ.m.t. Bandaríkjanna, til að sjá hvað hentar oíckar veruleika og til að þróa með okkur eigin lýðræði. Löggjafaþing okkar hefur sam- þykkt lög um stjórnmálaflokka, sem tryggja þeim aðgang að valda- stólum í gegnum kosningar. Blandað hagkerfi Pólitískur fjölbreytileiki vex samhliða því að hið blandaða hag- kerfi styrkist. Árið 1982 fékk einkageirinn í sinn hlut 60.5% af lánveitingum bankanna. Sá geiri fékk einnig 68.8% af þeim erlenda gjaldeyri sem stjórnvöld höfðu um- sjón með. Meira en 70% af jarðeignum og 60% af iðnaðar- starfsemi eru í höndum einka- aðilja. Umbylting landbúnaðar byggist ekki á því hvort tiltekið land sé í einkaeigu eður ei; hún byggist fremur á því hvort landið hefur góða möguleika til fram- leiðslu. Afsanna þessar staðreyndir ekki fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um pólitíska og efnahagslega skipan mála í Nicaragua? Einkaframtakið er nú í Nicarag- ua atkvæðameira en í löndum eins og Venesúela, Mexíkó og Brasilíu svo nokkur dæmi séu nefnd. Árið 1980 minnkuðum við ólæsi á aðeins fjórum mánuðum úr 51% niður í 12%, og við höfum gert áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að ólæsi taki sig upp á nýjan leik. Öll börn í landinu hafa verið sett inn í skólakerfið. (Á suma þessa skóla hefur verið ráðist af gagnbyltingarsveitum sem fjár- magnaðar eru af CIA). Fjöldi barna sem ganga í forskóla hefur tvöfaldast og aukningin nemur 53% á seinni stigum. 92% fjölgun hefur verið á háskólastigi. Það hefur meira áunnist í heilsu- gæslu á síðustu fjórum árum en hafði næstu 150 ár á undan. Við höfum útrýmt sjúkdómum eins og lömunarveiki, dregið stórlega úr berklum, nálega upprætt malaríu, dregið úr barnadauða um u.þ.b. 50% og aukið bólusetningar um 190%. Öll þjóðin hefur verið sett í fyrirbyggjandi heilsugæslukerfi. Álþjóðasamtök hafa viðurkennt að Nicaragua sé í fararbroddi á sviði heilsugæslu fyrir almenning. Bæði menntun og heilsugæsla standa þjóðinni til boða ókeypis. Er þetta ekki virðing fyrir mann- legum, efnahagslegum og félags- legum réttindum? Er það þetta sem Reagan-stjórnin berst gegn? Hvaða annað land í Rómönsku Ameríku hefur komið svo mörgu til leiðar á svo stuttum tíma, þrátt fyrir skemmdarverk og andstöðu öflugasta ríkis á plánetunni? Trúfélög Við höfum verið> sakaðir um trúarofsóknir. Mörg trúfélög hafa staðhæft hið gagnstæða. Síðan 1979 ríkir fullt trúfrelsi í Nicaragua í fyrsta sinn í sögu okk- ar. Það eru 240 prestar í landinu, og flestir þeirra styðja byltinguna. Sextíu prósent eru útlendingar. Þeir flytja meira en 300 messur daglega í meira en 350 kirkjum í 155 sóknum. í Nicaragua starfa kaþólskar reglur eins og jesúítar, dómíníkanar, og Calazan og Ma- ryknoll reglur, og að auki tylftir mótmælendakirkna. Meðlimatala mótmælenda og evangelísku kirkn- anna hefur fjórfaldast frá árinu 1979. Nokkrir kaþólskir prestar eru í ráðherraembættum, og jesútí- apresturinn faðir Fernando Carde- nal er einn af leiðtogum æskulýðs- samtaka sandinista. Kemur þetta heim og saman við það sem Bandaríkjastjórn ber okk- ur á brýn? Ef hún hefur einhverjar efasemdir um hvort við búum við trúfrelsi, af hverju kom þessir menn þá ekki til Nicaragua og sjá hlutina með eigin augum eins og svo margir heiðarlegir og víðsýnir Bandaríkjaborgarar hafa gert og breytt um skoðun eftir að hafa heimsótt landið? Nýlega höfum við verið sakaðir um gyðingahatur. í Nicaragua er enginn ofsóttur vegna trúar sinnar, kynþáttar eða pólitískrar sannfær- ingar. Þeim sem tóku beinan eða óbeinan þátt í þjóðarmorði Somoza-harðstjórnarinnar var refsað. Eignir tveggja einstaklinga af gyðinglegum uppruna voru gerðar upptækar vegna hluts þeirra að ofangreindum glæpum. Við erum að senda rabbíanum Morton Rosenthal, sem upphaflega bar fram ásakanir á hendur okkur, gögn um þetta mál. Að auki höfum við boðið honum að koma til Nic- aragua svo hann sjái sjálfur hve honum skjátlaðist. Tilgreint eignarnám á synagógu einni verður kannað, og ef stjórnin sér ástæðu til að ætla að byggingin - sem raunar var skrá í nafni ein- staklings sem var mjög tengdur Somozastjórninni - sé í raun erfðafé Gyðingasamfélagsins, mun stjórnin greiða fyrir því að henni verði skilað. Austur og vestur Það væri hægt að afgreiða það sem fáránlegt að stilla vandræðun- um í Mið-Ameríku upp sem bar- áttu austurs og vesturs ef það hefði ekki jafn háskalegar afleiðingar og raun ber vitni. Sovétríkin gáfu hvorki vopn né ráð þegar viö • vorum að berjast gegn Somozastjórninni. í kjölfar byltingarsigursins hefur Nicaragua tekið upp eðlileg dipl- ómatísk og verslunartengsl við So- vétríkin og önnur sósíalísk ríki eins og er réttur allra nútímaríkja sem eru að berjast fyrir tilveru sinni. Okkar þjóð berst fyrir því að deyja ekki úr hungri. Barátta okk- ar beinist gegn hungri og stöðnun. Það eru hungur og vanþröun sem skapa árekstrana milli þjóðarinnar og sjálfelsku hinna blóðugu harð- stjórna. Hvað koma garnaflækja, ólæsi og fjöldamorð kúgandi hers- höfðingja togstreitu austurs og vesturs við? Ég hygg að hér sé um að ræða grófan útúrsnúning til þess að blekkja bandarísku þjóðina, til þess að réttlæta áreitni voldugs og ríks lands við lítið, fátækt og veikt land. Þetta er vísvitandi lygi og eini styrkur hennar felst í því að klifa sífellt á henni. Mið-Ameríka hefur mátt þola harðstjórnir, og hver einasta þeirra Gagnbyltingarsveitir þjálfaðar I Honduras: við höfum gert tillögur um friðarsáttmáia...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.