Þjóðviljinn - 15.09.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 15.09.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJ.ÓOy.IUÍNN Fimmtudagur lS. st-ptember 1983 DIÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Quömundsdóttir. . Jtitstjórar: Árni Bergmanr), Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlðöversson. jþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. ’ Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir. Jóhannes Haröarsnn. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Margrét Guömundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðiónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Pránt. Prentun: Blaðaprent h.f. Sammála ríkisstjórninni Þegar samninganefndin og ríkisstjórnin hafa verið að réttlæta nýja gjafasamninginn við Alusuisse hefur aðal- vörnin verið fólgin í fullyrðingu um að þessum samningi hefði verið hægt að ná í fyrra. Þótt Þjóðviljinn sé á öndverðum meiði við ríkis- stjórnina í umræðum um sáttmálann frá Ziirich er eng- inn ágreiningur um þessa túlkun ráðherranna. Það er vissulega hárrétt hjá iðnaðarráðherra og félögum hans í ríkisstjórninni að svona samningi hefði verið hægt að ná fyrir löngu. Alusuisse hefur ávallt verið reiðubúið að gera mál- amyndahækkun á rafmagninu ef auðhringurinn næði fram öllum sínum meginkröfum. Þegar til viðbótar kemur sá búhnykkur fyrir Alusuisse að taka má alla hækkunina til baka strax á næsta ári, þá er léttur leikur að gera vináttusáttmála í Zurich. Þegar fallið er frá réttmætum grundvallarkröfum ís- lendinga um hækkun á raforkunni vegna þróunar orku- verðs í heiminum og aukins framleiðslukostnaðar á rafmagni hér á landi, stendur ekki á Alusuisse að gera samning, einkum þegar fyrirtækinu er sérstaklega boð- ið að geta selt hlutabréf og gefin fyrirheit um stækkun. Það sýnir best barnaskap og einfeldni ráðherranna j og samninganefndarinnar að þeir skuli í sjálfshóli sínu j leggja megináherslu á hve auðvelt hafi verið að fá Alu- suisse til að fallast á þennan samning. Þjóðviljinn er reiðubúinn að veita þessum herramönnum alla þá að- stoð, sem er á valdi blaðsins, til að festa þennan skilning í sessi með þjóðinni. Sá dómur ráðherranna og Zúrich-faranna að það hafi verið létt verk að gera nýja samninginn við Alusuisse er vissulega kjörinn merkimiði á umræðuna um málið. Þjóðviljinn getur að þessu leyti tekið heilshugar undir með ríkisstjórninni. Það er ekki ónýtt að geta í slíku höfuðatriði verið sammála stjórnvöldum í landinu og sendimönnum þeirra. Sammála Morgun- blaðinu \ i Þjóðviljinn hefur eignast samherja á fleiri sviðum. j Hvað eftir annað reynast Þjóðviljinn og Morgunblaðið j vera sammála í dómum sínum um ríkisstjórnina. Blöð- ! in tvö geta stutt ábendingar hvors annars í garð ráðherr- j anna. Á þriðjudaginn birti Morgunblaðið leiðara um þá staðreynd að framfærsluvísitalan hefði hækkað um að- eins 0,74% á tímabilinu ágúst til september. Að vísu hefðu auknar niðurgreiðslur dregið úr þeirri hækkun sem ella hefði orðið. Morgunblaðið var ekki frekar en Þjóðviljinn að fagna þessum „ótrúlega árangri“ svo notuð sé samlík- ing sem iðnaðarráðherra viðhafði um Zurich- sáttmálann. Morgunblaðið veit eins og Þjóðviljinn að þessi aðgerð er byggð á sandi. Lækkun framfærsluvísi- tölunnar er knúin fram með fórnum almennings án þess að nokkrar kerfisbreytingar hafi verið framkvæmdar. Þess vegna muni almenningur rísa upp gegn þessu ó- réttlæti og spilaborg ráðherranna hrynja. . Morgunblaðið segir í lok leiðarans: „Vandi ríkisstjórnarinnar er hins vegar sá, að enn hafa ráðherrarnir lítið sem ekkert gert til þess að sannfæra þjóðina um, að þær fórnir, sem hún þarf að færa til þess að slíkurn árangri verði náð, séu réttlætan- legar. Þar stendur hnífurinn í kúnni“. Þennan dóm Morgunblaðsins hefði Þjóðviljinn ekki getað orðað betur. ór klippt Bitið á agnið Bráðabirgðasamningurinn í álmálinu hefur ekki enn verið birtur. Engu er líkara en mest all- ur fjölmiðlaheimurinn vilji ekki vita af þessu. í fyrradag boðaði iðnaðarráðherra og samninga- nefndin við Alusuisse-hringinn til blaðamannafundar og afhentu fréttamönnum pappíra. Þeir pappírar fjalla einungis um ál- samninginn frá sjónarhóli höf- unda. Engu að síður dundi túlkun samninganefndarinnar og ríkis- stjórnarinnar á þessum samning- um á alþjóð látlaust fram að þessu. Sjálfur álsamningurinn hefur enn ekki verið birtur. Hins vegar mátti heyra út- varpsmenn og sjónvarpsmenn lesa uppúr þessum áróðurs- plöggum gagnrýnislaust í frétta- tímum einsog ekkert væri sjálf- sagðara. Auðvitað þarf ekki að spyrja að meðhöndlun flokks- málgagna ríkisstjórnarinnar; Tímans, Morgunblaðsins og DV á álpappírnum. Óttast friðinn Oft segja dagblöðin fréttir með þögninni einni saman. Þannig tókst hægri blöðunum að smokra sér undan sjálfsögðum frétta- flutningi af friðarvikunni, þarsem þúsundir manna tóku þátt í margs konar menningarstarfsemi. Og þó hver einn tónn sé máske ekki megnugur þess að kveða niður kjarnorkuvitfirringuna, þá er von milljóna mánna sú að margir tónar verði sú hljómkviða sem fyrr en síðar kemur vitinu fyrir vopnakapphlauparana. En það er ekki laust við lágkúru að hægri blöðin skuli reyna að fela friðarstarfið og glæsilegan árang- ur þess - einsog við höfum orðið vitni að síðustu daga. Skelfingar Morgunblaðsins Einn er sá fjölmiðill í landinu sem er öllum öðrum hræddari við þá friðarvakningu hér á landi og annars staðar er helst gæti komið í veg fyrir það sem allir óttast. Morgunblaðinu fer nú einsog á dögum Víetnam-stríðsins þegar það hé!t áfram að styðja stríðs- rekstur Bandaríkjamanna löngu eftir að fjölmiðlar í Bandaríkjun- um höfðu tekið afstöðu gegn honum. Og trúlega hefur Nixon forseti sem hrökklaðist frá með skömm aldrei átt jafn trygg- lyndan vin og Morgunblaðið. Morgunblaðið hefur ekki enn- þá áttað sig á því að við lifum á árinu 1983, þegar minnsu „tækni- mistök“ gætu þurrkað út lífið á jörðinni í einni svipan. Og þegar einhverjir Sjálfstæðismenn reyna að brjótast undan kaldhömr- uðum Nató-múr Morgunblaðsins í „varnar og öryggismálum" eru þeir með gerðir að einhverjum sérvitringum í málgagninu. Þann- ig ferst blaðinu við Halldóru Jónsdóttur sem hélt ræðu á SUS- ráðstefnu um friðarmál. Hall- dóra lætur í ljós þær áhyggjur sem langflestir bera í brjósti: „Ég segi að allt þetta er brjálæði og ég tel það frumskyldu mína að taka ekki þátt í þessum vitfirrta stríðs- dansi“. Og ræða Halldóru er í þessum dúr framlag til friðar og ofbeldislauss félags manna í landinu. Morgunblaðið felur þessa grein á bls. 45 í gær og lætur fylgja þá slaufu að höfundur hafi „óskað eftir því, að Morgunblað- ið birti“. Prestafélag Vestfjarða Ekki verður Mogginn brattari við birtingu ályktunar Prestafé- lags Vestfjarða, sem þar kemur niðurklippt í frétt í gær. Samt var hún ívið hreinskilnari og skelegg- ari en Mogginn þolir, svo blaðið bregður á það ráð að bera álykt- unina undir biskupinn yfir ís- landi. Og biskupinn þarf að taka blaðamann Morgunblaðsins eins- og óvita barn á kné sér og kenna grundvallarreglur mannlegra samskipta: „Prestum eins og öðrum mönnum er heimilt að tjá sig um sína samvisku og sannfæringu, það er þeirra skýlausi réttur eins og annarra manna“. Og biskup- inn upplýsir Morgunblaðið einn- ig um grundvallaratriði þess kristindóms, sem gerir almenn- ing að fylgjendum: „Það er sið- ferðisleg skylda kirkjunnar og kirkjunnar manna að láta í Ijósi skoðanir sínar, og hvar sem tekið er í friðarstreng getur kirkjan ekki annað en tekið undir það. Friðarkenningin er slíkt aðalat- riði í kenningum Jesú Krists“. Og til að kóróna skömm þess blaðs sem óttast sjálfan friðinn segir herra Pétur Sigurgeirsson biskup: „Ég tek undir þær friða- róskir sem settar eru fram í á- lyktuninni“. _óg Slysavarna- skattur Magnús Skarphéðinsson vagn- stjóri hjá SVR skrifar grein í DV í gær þarsem hann gerir að tillögu sinni að stórátak verði gert í slysavarnamálum vegna tíðra umferðarslysa: „Ég legg til að sveitarfélög fái að leggja 1% slysavarnaskatt á útsvarsstofn útsvarsgreiðenda sinna til eftirfarandi verkefna: !• Byggja umferðarbrýr á þá staði alla sem mestu slysin verða. f röð eftir slysatíðni. 2. Byggj a undirgöng fyrir gang- andi og hjólandi umferð á alla staði í borginni þar sem slys verða. í röð eftir slysa- tíðni og þörf. 3. Koma upp hjólreiða- og göngustígum á alla staði í borginni þar sem því verður við komið af tæknilegum ástæðum. 4. Stórbæta þjónustu og rekstr- argrundvöll almennings- vagnakerfisins á svæðinu. 5. Fjölga akreinum, yfirborðs- merkingum, umferðar- skiltum, vegvísum, slaufum og svo frv. og svo frv. Alveg eins mikið og þörf væri á hverju sinni.“ Magnús bendir á að umferðar- slys eru talin kosta á þessu ári 440 miljónir króna, þaraf um helm- ingurá höfuðborgarsvæðinu. 1% til viðbótar á útsvar í Reykjavík nemi í ár 70 miljónum. -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.