Þjóðviljinn - 15.09.1983, Page 5

Þjóðviljinn - 15.09.1983, Page 5
Fimmtudaguí '15. 'sept'emher Í9á3 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 - Sala Þvottahúss ríkisspítalanna / / UGGUR I FOLKI Það var þungt hljóöið í starf sfólki Þvottahúss ríkisspítalanna þegar blaöamenn Þjóðviljans ræddu við það í gær. Ástæðan var sú ákvörðun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að bjóða rekstur fyrirtækisins út en það er í samræmi við stefnu Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra að bjóða út rekstur sem flestra ríkisfyrirtækja f landinu. Við tókum nokkra starf smenn tali og hér kemur árangurinn. Sigríður Friðriksdóttir og Þórhildur Salómonsdóttir: sannfærðar um að enginn einkaaðili úti í bæ getur boðið þessa þjónustu á betra verði en við. Ljósm. Magnús. Hér standa margir höllum fæti segja forstöðukonurnar Þórhildur Saló- „Þegarviðhöfumráðið , . . her i storf i gegnum arin monsdottir og Sigríður Friðriksdottir - höfum við reynt að útvega þeim vinnu sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Hér vinna því margir með skerta starfsorku og það er því miður mikil hætta á því að sami skilningur á kjörum þessa fólks verði ekki uppi þegar reksturinn verður kominn í hendur einkaaðila”, sögðu þær Þórhildur Salómonsdóttir, forstöðumaður Þvottahúss ríkisspítalanna, og að- stoðarforstöðumaðurinn Sigríður Friðriksdóttir. „Síðan við fengum þessi tíðindi á þriðjudag að rekstur fyrirtækisins yrði boðinn út hafa starfsmenn hér verið daprir í skapi. Hér vinna margar eldri konur sem eru úrvals starfsmenn og hafa verið hér í mörg ár og þær vita að sjálfsögðu hvaða lögmál gilda úti í þjóðfélaginu þeg- ar á að ráða í störf; eldra fólkið fær síður atvinnu en þeir yngri. Þess vegna er uggur í mörgum hér”, sögðu þær Þórhildur og Sigríður. „Hér vinna 58 starfsmenn allan daginn og auk þess 25 í hálfu starfi. Þessi hópur skilar góðu dagsverki enda verðum við að þvo og laga 6V2 tonn af þvotti á hverjum einasta degi. Við þjónustum alla ríkisspít- alana og Borgarspítalann að auki svo allir ættu að sjá að hér er ekki setið auðum höndum”. „Tilboðin verða auðvitað að leiða í ljós hvort hægt er að gera þetta með ódýrari hætti en við ger- um. Við erum hins vegar sannfærðar um að ekkert einkafyr- irtæki úti í bæ getur boðið þessa þjónustu ódýrar heldur en við. Þar tölum við af margra ára reynslu”, sögðu þær Þórhildur og Sigríður forstöðúmenn Þvottahúss ríkisspít- alanna. -v. Linda Gunnarsdóttir: það er byrjað á því að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Margir munu missa vinnuna segir Linda Gunnarsdóttir trúnaðarmaður Sóknar „Ég er því miður viss um að það verða margir aðilar úti í bæ sem ætla að bjóða í reksturinn hér og ef hagstæð tilboð koma inn út frá sjónarmiðum peningamannanna óttast ég að margar Sóknarstúlkurnar hérna fái ekki vinnu aftur”, sagði Linda Gunnarsdóttir, trúnaðarmaður Starfsmannafélagsins Sóknar, er hún var spurð álits á útboði á rekstri þvottahússins. „Málið er nefnilega það að í þvottahúsum, sem rekin eru núna úti í bæ, vinna Iðjufélagar aðallega þau störf sem við vinnum hér. Sóknarkonurnar hérna eru í mikl- um meirihluta starfsfólks og sá hluti þeirra sem langlægst hefur launin. Ég er t.d. búin að vinna hér í fjögur ár og er með 11.800 krónur á mánuði. Það er byrjað á því að skera niður þá sem lægst hafa launin og verst standa að vígi í líf- inu. Gömul saga en því miður sönn”, sagði Linda ennfremur. „Flestar Sóknarkvennanna hér eru eldri konur sem eiga erfitt með að fara í önnur störf ef þær fá upp- sagnarbréfið hér. Það er því óhætt að segja að það setur ugg að fólki hér, sérstaklega þeim sem eldri eru”, sagði Linda Gunnarsdóttir trúnaðarmaður Starfsmannafé- lagsins Sóknar að síðustu. -v. Erfitt að byrja í nýju starfi Líst illa á þetta „Mér líst illa á þessa sölu. Afar illa. Og ég held að starfsmenn hér, allir sem einn séu sömu skoðunar”, sagði Olgeir Olgeirsson einn starfs- manna í Þvottahúsi ríkisspítalanna í spjalli við blaðamann í gær. „Ef af sölu fyrirtækisins verður, sem ekki er ólíklegt, eru starfs- menn auðvitað búnir að missa vinnuna. Hitt er svo annað mál að þeir verða misjafnlega í stakk búnir til að komast í önnur störf. Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður til ráða. En á útboðið líst mér ekkert og finnst raunar að með því sé verið að fella ákveðinn áfellisdóm yfir f Olgeir Olgeirsson: líst illa á sölu þvottahússins. Ljósm Magnús. okkur sem vinnum hérna”, sagði Olgeir Olgeirsson að lokum. segir Helga Þor- steinsdóttir, trún- aðarmaður SFR Helga Þorsteinsdóttir trúnaðarmaður Starfsmannafélags ríkisstofnana í þvottahúsinu kvaðst ekki vera bjartsýn fyrir hönd starfsfólks í fyrirtækinu. „Hér vinna fyrst og fremst konur, flestar án framhaldsmenntunar og þær standa afar illa að vígi ef þær þyrftu að leita sér atvinnu annars staðar. Mikið af starfsfólkinu hérna hefur unnið hér í mörg ár og það gefur auga leið að erfitt verður fyrir það að hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi”, sagði Helga meðal annars. „Hins vegar finnst mér út af fyrir sig allt í lagi að bjóða okkar störf út en ég hef ekki trú á að einkaaðilar úti í bæ telji sig geta boðið ódýrari og betri þjónustu en við gerum hér”, sagði Helga Þor- steinsdóttir trúnaðarmaður SFR í Þvottahúsi ríkisspítalanna. —v. Helga Þorsteinsdóttir: erfitt fyrir eldri konur að komast í önnur störf. Hljómsveitin Frakkarnir halda tónleika í Safarí í kvöld, fimmtudag. Sveitina skipa, frá vinstri: Finnur Jóhannsson, Þorleifur Guðjónsson, Gunnar Erlingsson og Mike Pollock. Auk þess kemur fram gestur kvölds- ins, Björgvin Gíslason gítarleikari „par excellence". MUNIÐ FUNDINN í KVÖLD UM Skipulag Alþýðubanda- Svanur Starfshópur um laga- og skipulagsmál á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til fyrsta fundar í hópnum, í kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Framsögumenn á þessum fyrsta fundi verða Einar Karl Haraldsson og Svanur Kristjánsson. - Stjórn ABR hvetur félagsmenn til að mæta á þennan fund og taka þátt í starfi starfshópsins fram að landsfundi. ABR — starfshópur um laga- og skipulagsmál

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.