Þjóðviljinn - 15.09.1983, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.09.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.IINN' Fimmtudagur 15. september 1983 Almenningur vill ekki kjamorkustríð Sagt frá Friðargöngunni ’83 frá New York til Washington „ Það segja margir að það sé róttækt að standa í svonalöguðu: berjast fyrir friði og fara ígongur. En ég held, að það sé einmitt einhver mesta íhaldssemi sem til er að vilja halda í lífið,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir, þingkona, í samtaliviðblaðiðum Friðargönguna 83, en hún og María Jóhanna Lárusdóttir, kennslukona, eru nýkomnar heim frá Washington eftir að hafa gengið þaðan frá New York í 16 daga samfellt í friðargöngu norrænna kvenna. Göngufólk var alls 102 en gangan var fyrst og fremst táknræn en ekki fjöldaganga. Norrænar konur fóru í friðargöngu frá Kaupmannahöfn til Parísar árið 1981 og frá Stokk- hólmi til Moskvu og Minsk árið 1982. Þetta var því þriðja friðar- ganga norrænna kvenna og mark- mið þeirra allra hefur verið að vekja fólk til meðvitundar um ógn- ir kjarnorkuvopna og hvetja það til að sameinast um útrýmingu þeirra alls staðar í heiminum. lífsskilyrði og var af ólíkum upp- runa - en vann samt ötullega að þessu eina verkefni, sem hlýtur að hafa forgang framyfir öll önnur, þe. að útrýma kjarnorkuvopnum. Fólkið virtist einnig vita ótrúlega mikið um þessa hluti. Við teljum t.d. að það hafi komið mönnum í utanríkisráðuneytinu bandaríska, sem við hittum að máli, nokkuð á óvart að heyra hversu upplýstar konurnar voru, bæði um gang al- þjóðastjórnmála og vígbúnaðar- kapphlaupið." Friðargöngufólk hitti margt merkisfólk að máli, þ.á m. aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, sem óskaði því alls hins besta. Þær Guðrún og María hittu einnig að máli menn, sem keppa að útnefningu Demó- krata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, þ.á m. William Bradley, sem er fylgjandi Freeze- hugmyndinni, en studdi eins og aðrir þingmenn ákvörðunina um að meðaldrægum eldflaugum yrði komið upp í Evrópu. Þegar göngu- fólk tjáði þeim, að Evrópubúar kærðu sig ekki um þessi vopn, var svarað að þá yrði það að snúa heim til Evrópu og mótmæla þar. Ríkis- stjórnir Evrópulanda í NATÓ hefðu beðið um flaugarnar. Þetta var reyndar nokkuð áberandi skoðun meðal ráðamanna þar vestra," sögðu þær Guðrún og María Jóhanna. „Við verðum öll að standa upp og láta í okkur heyra - öll sem eitt.“ Guðrún Agnarsdóttir, þingkona, og María Jóhanna Lárusdóttir, kennslukona, fóru tvær íslenskra kvenna í Friðargönguna 83 (ljósm. - eik). menningur vill ekki notkun kjarn- orkuvopna og hinar göngurnar hafa komið sömu skilaboðum áleiðis. Við erum sannfærðar um, að enginn vill kjarnorkustríð, hvorki í austri né vestri." Og þær Guðrún og María Jóhanna vitna til skoðanakannana, sem gerðar hafa verið í Evrópulöndum, um það hvort fólk vilji fá hinar meðal- drægu eldflaugar til Evrópu. í Danmörku eru 71 prósent aðspurð á móti, í Noregi 69 prósent, í V-Þýskalandi 61 prósent og í Bret- landi 61 prósent. Mistökin - og ísiand „Stjórnmálamenn tala um að eyða spennu, en ætla um leið að fjölga vopnunum. Svo verða hörmuleg mistök, sem kosta nærri 300 manns lífið - vegna þessarar spennu. Þau mistök stöfuðu m.a. af hræðslu, tortryggni og hatri. Slík spenna hlýtur að aukast eftir því sem fleiri og hættulegri vopn bætast við. Andvaraleysi íslendinga er mikið í þessum efnum. Kannski er um að kenna þekkingarleysi, en einnig spilar þar inn í umræðan um herstöðina hér. Friðarumræða á víðum grundvelli hefur verið lokuð ofan í skúffu vegna þeirra deilna. En þátttaka okkar í göngunni og kynni okkar af friðarsinnum er- lendis hafa staðfest það sem við töldum okkar vita, að íslendingum er lífsnauðsynlegt að hafa samband við friðarhreyfingar erlendis. ((rom ItfDTovc WHIcicBburf.Gudrun Atncr.AotUr.Ei Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins Hvers vegna bara konur? „Við bjuggumst við að þurfa að svara þessari spurningu úti,“ segja þær Guðrún og María Jóhanna, “en það kom aldrei til þess, cinfaldlega vegna þess að það voru konur sem alls staðar tóku á móti okkur og voru í forsvari fyrir friðar- hreyfingunum. Þetta styrkir þá skoðun okkar, að nú sé að koma að þeirri stund að konur, sem ala mesta önn fyrir líf- inu, fæðingu og dauða, séu að rísa upp til að breyta gangi sögunnar. Aður þurftu konur að standa á bak við menn sína þegar þeir fóru til hernaðar, en nú er kannski kominn tími til að karlar standi á bak við konur sínar þegar þær fara í friðar- göngur.“ Gangan og göngufólkiö „Okkur kom nokkuð á óvart að sjá, að þarna var samankomið fólk á öllum aldri - fólk með ólíkar skoðanir, fólk sem bjó við ólík Stjórnmálamenn á blindgötum „Margir stjórnmálamenn virðast lifa innan einhvers hrings, sem er í litlum tengslum við líf og hugsanir almennings. Þeir tala eins og þeir sitji yfir skákborðum og hugsi út besta leikinn. Þeim virðist ekki detta í hug að hægt sé að fara aðrar leiðir.“ Þá sögðu þær hafa verið nokkuð áberandi þekkingarleysi á vígbún- aðarmálum meðal ýmissa þeirra ráðamanna, sem þær hefðu haft tal af. „Sumir viðurkenndu hrein- skilnislega fáfræði sína og nokkrir gengu svo langt að segja, að stjórnmálamenn væru komnir inná blindgötu í þessum málum og eina vonin væri sú, að almenningur tæki í taumana og kæmi með lausnir á þessum vandamálum." Skilaboð til stjórnvalda „Þessi ganga var fyrst og fremst skilaboð til stjórnvalda um, að al- Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Ólafur Jóhannesson varaformaður SFR. Hansína Stef ánsdóttir Snorri Konráðsson starfsmaður bifvéiavirki. Verslunarmannafélags Árnessýslu. Dagskrá: 1. Setning: Benedikt Davíðsson, formaður. 2. Kjaramálin og baráttan framundan. Framsögumenn: Ásmundur Stefánsson og Ólafur Jóhannesson. 3. Innrastarf verkalýðsfélaganna. Framsögumenn: Hansína Aðalfundur Kjaramálin, baráttan framundan og innra starf verkalýðsfélaganna. Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins verður haldinn dagana 17,- 18. september n.k. í flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu 105. Fundurinn hefst kl. 16 laugardaginn 17. september. Stefánsdóttir og Snorri Konráðsson. 4. Kosning stjórnar verkalýðsmálaráðs. 5. Önnurmál. Fundurinn er opinn öllum stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni. Stjórn Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins. UOSI lliúihiinilou Ll Nordic Group Describes Quest tor Peace Footnotc Fh( Ifa Nord niarchers for Þetta er ekki einungis spurning um herstöð eða ekki herstöð. Þetta er fyrst og fremst spurning um yfir- vofandi hættu, sem stafar af kjarn- orkuvopnum og kjarnorkuvopn eru ekki einkamál neinnar þjóðar. Þetta er spurning um alheimsvand- amál. Það nær ekki nokkurri átt, að örfáir menn geti í einu vettvangi eyðilagt þessa einu jörð, sem við eigum. Því skyldu stjórnmálamenn hafa leyfi til að „leysa“ milliríkja- deilur með ofbeldi, þegar ekkert okkar líður öðrum í daglegu lífi að mál séu leyst með ofbeldi milli ein- staklinga?" Stöndum saman! Stundum heyrast raddir um að það þýði ekkert að vera að ganga. Haldiði að Bandaríkjamenn og Rússar taki eitthvert mark á ör- fáum gangandi hræðum. Nehei - þetta er sko tilgangslaust, segir fólk. „Ef við hefðum hugsað svona í vor," segir Guðrún Agnarsdóttir, „hefðum við ekki komið þremur konum á þing af kvennalista! Ef fólk stendur upp og kemur áliti sínu til skila, þá fyrst er ein- hver von til þess að eitthvað gerist. Stjórnmálamenn verða nefnilega að hlusta, því hræðslan við kosn- ingar er besta svipan á þá, a.m.k. í lýðræðisríkjunum. Við verðum öll að standa upp og láta í okkur heyra - öll sem eitt. Við getum ekki endalaust látið öðrum eftir að taka ákvarðanir um framtíð okkar.“ Friðarganga norrænna kvenna 83 vakti hvarvetna mikla athygli þar sem hún fór um í Bandaríkjun- um. Viðtökurnar voru mjög góðar og á útifundinum í Washington þann 27. ágúst í lok göngunnar mættu hvorki meira né minna en þrjúhundruð þúsund manns, að sögn fjölmiðla. „Þetta sýnir, að við höfum haft erindi sem erfiði og þetta styrkti okkur í þeirri trú, að þeir eru æ fleiri sem vilja láta að sér kveða þegar ákvarðanir eru teknar, sem varða líf og framtíð þeirra og af- komenda þeirra." - ast

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.