Þjóðviljinn - 15.09.1983, Síða 15
Fimmtudagur ;sépteiuber 1983 ÞJOÐVIL.TINN - SÍÐá! 1S-
RUV®
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleik-
ar. Þulur velur og kýnnir. 7.25 Leikfimi.
Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Þórhallur Heimisson talar.
Tónleikar.
8.40 Tónbilið.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Sagan
af Frans litla fiskastrák" eftir Guðjón
Sveinsson Andrés Sigurvinsson les (8).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik-
ar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.35 Verslun og viðskipti Umsjónarmað-
ur: Ingvi Hrafn Jónsson.
10.50 Áfram hærra. Þáttur um kristileg
málefni. Umsjón: Ásdís Emilsdóttir,
Gunnar H. Ingimundarson og Hulda
H.M. Helgadóttir.
11.05 Frá tónleikum þekktra popptón-
listarmanna.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 „Ég var njósnari" eftir Mörthu
McKenna Hersteinn Pálsson þýddi.
Kristín Sveinbjörnsdóttir les (8).
14.30 Miðdegistónleikar Hallé-hljómsveit-
in leikur Norska dansa op. 35 eftir Edvard
Grieg. Sir John Barbirolli stj.
14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guð
mundsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Itzhak Perlman
og Pinchas Zukerman leika lög eftir Béla
Bartok á tvær fiðlur./ Michel Beroff leikur
á píanó þrjá þætti úr „Petrúsku-ballettin-
um“ eftir Igor Stravinsky./ Peter Pears
syngur „Fjórar Ronsard-sonnettur" eftir
Lennox Berkley með „London Sinfoni-
ettu“-hljómsveitinni. Höfundurinn stj.
17.05 Dropar Síðdegisþáttur i umsjá Arn-
þrúðar Karlsdóttur. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Guðrún Asmundsdóttir
heldur áfram að segja börnunum sögu
fyrir svefninn.
20.00 Bé einn Þáttur i umsjá Auðar Haralds
og Valdísar Óskarsdóttur.
20.30 Sinfónúhljómsveit jslands leikur
„Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar",
tónlist eftir Pál Isólfsson. Páll P. Pálsson
stj.
20.50 „Eg á mér draum" - þáttur um
Martin Lúther King Umsjónarmenn:
Gunnar Kristjánsson og Önundur
Björnsson. (Áður útv. 31. janúar 1982).
21.25 Gestur í útvarpssal Jón Þorsteins-
son syngur lög eftir Jón Ásgeirsson.
Hrefna Eggertsdóttir leikur á pianó.
21.50 „Ferðafélagi úr fortiðinni", smá-
saga eftir Anders Hansen Helgi Skúla-
son les.
22.05 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Fimmtudagsumræðan Umsjón:
Kári Jónasson og Gunnar E. Kvaran.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Útvarp kl. 22.35
Álmálið
Um ekkert er meira rætt þessa
dagana en hina nýju álsamninga,
sem Nordal og co eru nú ný-
komnir með frá Sviss, og eru
hvorki meira né minna en „ótrú-
legt afrek“, að áliti iðnaðarráð-
herra. Er ekki amalegt til þess að
vita að ennþá lifa afreksmenn
með þjóðinni.
En afrek, m.a. við samnings-
gerð, geta verið með ýmsu móti.
Það getur verið afrek, að ná góð-
um samningi, það getur einnig
verið afrek, á sinn hátt, að semja
illa. Og það er nú einmitt svo, að
menn eru engan veginn á einu
máli um á hvorn veginn þetta
„ótrúlega afrek“ sé. Um þann
ágreining verður fjallað í Utvarp-
inu í kvöld. Að sögn Gunnars
Kvarans, fréttamanns, - en þeir
Kári Jónasson sjá um þáttinn, -
verður rætt við fyrrverandi og nú-
verandi iðnaðarráðherra, þá
Hjörleif Guttormsson og Sverri
Hermannsson, (þann, sem Egill á
Seljavöllum hefur eftirlit með).
Ef til vill koma fleiri frá stjórn og
stjórnarandstöðu þarna fram. Þá
verður rætt við menn frá Lands-
virkjun um raforkuverð til ís-
lendinga og aðkomumanna og
hugmyndir um stækkun álversins
og afleiðingar þess.
-rnhg
frá lesendum
Þegar Steinólfur
vakti upp drauginn
Þjóðleifur þjóðsagnaritari skrif-
ar:
Saga sú, sem hér verður sögð,
gerðist í búsældarlegri sveit suð-
vestanlands, endur fyrir löngu.
Við sögu þessa koma aðeins tvö
stærstu býli sveitarinnar, Háa-
Berg og Framnes. Að Háa-Bergi
bjó maður að nafni Arnar, og var
hann mjög misþokkaður af hjú-
um sínum. Sum hjúanna tignuðu
hann og tilbáðu, en önnur máttu
vart heyra hann eða sjá.
Þegar Arnar var kominn nokk-
uð yfir miðjan aldur tók hann ó-
kennilega sótt um miðsvetrar-
leytið. Hann lá í rúmi sínu alger-
lega máttvana og að því er virtist
rænulaus og héldu konur lífi í
honum með því að hella ofan í
hann með mikilli varúð kjötseyði
og mjólkurdreytli og taldi fólk
hann nánast dauðan þótt lifandi
ætti að heita. Fór svo fram þar til
vor hið næsta að Arnar gaf end-
anlega upp öndina er tvær nætur
voru af sumri, og að sér dauðum
fékk hann viðurnefnið tvídáni.
Eftir dauða Arnars máttu sum
hjúa hans vart vatni halda af
harmi, en önnur létu sér fátt um
finnast og sögðu, að farið hefði fé
betra.
Þá víkur sögunni að Framnesi.
Þar bjó um þessar mundir maður
sá er Steinólfur hét, og hafði
hann tekið þar við búsforráðum
fáum árum.áður en Arnar dó, og
hafði farið nokkuð misvel með
þeim grönnum. Búskapur
Steinólfs gekk vel í fyrstu, og var
hann vel virtur af hjúum og flest-
um nágrönnum, en ekki leið á
löngu þar til síga fór á ógæfuhlið-
ina, búsældin minnkaði og ekki
síður virðing sú er fólk bar fyrir
honum. Þetta féll Steinólfi mjög
þungt.
Um það bil mánuði eftir jarð-
arför Arnars kom Steinólfur að
máli við fjósakarl sinn er Jón hét,'
auknefndur puði. „Ég skil ekki
hvernig á því stendur að ég er að
falla í áliti“, sagði Steinólfur við
Jón puða, „fólk segir að ég sé
alltaf að blaðra og það sé ekkert
að marka blaðrið í mér, allt rekist
hvað á annars horn. Þetta er óm-
aklegt því ég stend framar öllum
þeim áum mínum, sem búið hafa
hér f Framnesi á undan mér. Ég
verð að fara að vinna mér eitt-
hvað til frægðar, sem eftir verður
tekið. Ég verð að skoða þetta
mjög vandlega.“
Jón puði sagði fátt en réri fram
í gráðið og kinkaði kolli, en það
var háttur hans þegar húsbóndi
hans talaði við hann. Og svo fór
Steinólfur að skoða og skoðaði
mikið. Hann sankaði að sér
bókum um hin margvíslegustu
efni og las og las. í bókahrúgunni
varð fyrir honum fornleg bóka-
rskræða með frásögnum af ýms-
um galdrakonstum, og m.a. voru
þar ýtarlegar frásagnir af því
hvernig farið var að því að vekja
upp drauga. Steinólfur blaðaði
vel og lengi í skræðu þessari, og
þar kom að hann sló bylmings-
högg í borðið og sagði stundar-
hátt: „Lausnin er fundin". Hann
kom að máli við Jón fjósakarl og
skipaði honum að hafa fjósarek-
una utan við fjósdyrnar er hann
hefði lokið kvöldverkum, „því í
nótt ætla ég að vekja upp Arnar
tvídána", sagði Steinólfur.
„Kapp er best með forsjá.
Passaðu þig að forkjölast ekki,
húsbóndi, það er vorkalt núna“,
sagði puði.
„Það er naumast að þú hefur
fengið málið. Ég vil engar dylgjur
Ekki nema von að ýmsum brygði í brún við að mæta Arnari þrídána.
á mínu heimili, og gerðu það sem
ég segi“, mælti Steinólfur.
Það er skemmst frá því að segja
að Steinólfi gekk að óskum að
vekja upp drauginn, en ekki var
draugsi hjúunum í Framnesi
neinn aufúsugestur og ekki varð
hann Steinólfi sú lyftistöng til ál-
itsauka sem hann hafði vonað.
Draugurinn spillti mjög matföng-
um hjúanna en gætti þess vel að
skemma ekki veisluföng húsráð-
enda, enda naut hann góðs af
þeim kosti þar sem hann var mat-
ardraugur. Þá sárnaði hjúunum
mjög að árskaup þeirra var lækk-
að, en það var gert í þeim tilgangi
að draugsi hefði jafnan nóg af sil-
fri til að ausa yfir höfuð sér, en
það var leikur, sem draugar
höfðu af mikla skemmtun, svo
sem lesa má um í mörgum
draugasagnabókum.
Ekki ýkja löngu eftir komu
draugsins fóru hjúin að tínast
burtu og þar kom um síðir að þeir
urðu einir eftir í Framnesi, Stein-
ólfur bóndi og draugurinn. Síð-
astur hjúanna fór Jón puði og
vissi enginn hvað af honum varð.
Framnesið, þetta gamla og blóm-
lega býli, fór í algera niðurníðslu,
og að lokum var jörðinni skipt á
milli smærri býla í hreppnum, en
þá var Steinólfur fyrir nokkru
kominn á vergang. Mjög þótti
fylgja hans hvimleið og þar kom,
að draugurinn var kveðinn niður.
Eftir það var Arnar heitinn frá
Háa-Bergi jafnan nefndur Arnar
þrídáni.
Skráð í lok hundadaga 1983.
Skák
Karpov að tafli — 199
Verður 28. skákin sú síðasta,
spurðu margir áður en skák sú
hófst, en þá hafði Karpov lagað
stöðuna sér í hag svo um munaði,
5:2 og nú átti hann að stjórna
hvítu mönnunum. Eftir á liefur
verið sagt, að um þetta leyti hafi
Karpov fregnað að faðir hans
væri alvarlega veikur og kann að
vera eitthvað hæft í því, þar sem
gamli maðurinn lést nokkrum
mánuðum síðar. Hvað um það; í
28. skák tefldi Kortsnoj eins og
maður sem hefur engu að tapa
meir. Hann tók mikla áhættu í
byrjun tafls og náði að snúa á
heimsmeistarann. Síðari hluta
setunnar tefldi hann frábærlega
vel og hafði greinilega vinnings-
möguleika þegar skákin fór í bið í
þessari stöðu:
47. He2?!
(47. Hxa3 gaf jafnteflisvonir.
Karpov reyndi að notfæra sér
tímahrak andstæðingsins).
47. ... fxeó
48. Hxe6+ Kf7
49. Hdel?
(Enn var hægt að berjast með 49.
g5). 55. Hef6+ Ke7
49. ... Hd7! 56. He6+ Kd8
50. Hb6 Hd3 57. Ha6 Hb7
51. Hee6 H3xd5 58. Hg8+ Kc7
52. Hxg6 a3 59. Hg7+ Hd7
53. Hbf6+ Ke7 60. Hg5 b3
54. He6+ Kf8 61. Hxc5+ Kb8
- og Karpov gafst upp. Þetta
reyndist fyrsti vinningur Korts-
nojs yfir Karpov með svörtu.
Staðan orðin 5:3.
Bridge
Hér er gamalt spil frá EM ’71,
úr leik íslands við Noreg. Ert þú
betri en Norðmaðurinn í þessu,
spili?
Spiluð eru 4 hjörtu í Austur
eftir að Norður opnaði á 1 spaða.
ÁG86 3
ÁK9 G1087643
852 D3
D103 Á98
Útspil Suðurs var tígull og
Norður tók á ás og kóng, en spil-<
aði svo spaðakóng sem þú drepur
f blindum. Hvernig ráðgerir þú
framhaldið (í ljós kemur að'
Suður á hjartadrottninguna
staka)?
Norðmaðurinn valdi að tví-
svína laufinu og tapaði þarmeð
spilinu. íslendingurinn valdi
hinsvegar að taka trompin,
trompa tígul og taka á laufaás og
spila smáu laufi að dömunni.
Og vann þarmeð sitt spil, því
Suður átti laufaháspilin einsog
áður sagði.
Með þessari spilamennsku er
spilið alltaf unnið, hafi Norður
byrjað með tvö lauf (sgma hvaða
laufi), en hann vakti á 1 spaða
einsog áður sagði, og hafði sýnt
tvö hjörtu (Suður dömuna
staka).
Tikkanen:
a b c d e f g
Karpov - Kortsnoj
42. ... c5!?
(Biðleikurinn og sá skarpasti)
43. d5 Hb2+
44. Kg3 Hxa2
45. He3
(Óvæntur leikur sem kom Korts-
noj til að nota næstum upp þann
tíma sem hann átti eftir. Framað
56. leik var hann í geypilegu tíma-
hraki, en brást þó ekki bogalistin
og sigraði).
45. ... b4
46. e6 Ha3
Sjávarréttir Kömmu
Nú í júnímánuði sl. hóf starfsemi
sína austur í Neskaupstað fyrir-
tæki, sem ber nafnið Sjávarréttir
Kömmu. Tilgangur þess er að
framleiða fiskrétti og eru tveir þeg-
ar komnir á markaðinn: Steiktar
fiskibollur og Fiski-Gratin. Innan
skamms er von á fleiri fískréttum
frá Kömmu. Og ekki þarf að cfa að
gnægð af góðu hráefni er við hönd-
ina í Neskaupstað.
Eigandi fyrirtækisins, Kamma,
heitir réttu nafni Kristín Andrés-
dóttir. Hún er færeysk að uppruna
en gift íslenskum manni og hefur
verið búsett hérlendis í mörg ár.
Réttir þessir eiga að létta veru-
lega eldamennskuna og tvíllaust er
að Kamma þekkir vel til smekks
matreiðsluhefðar bæði íslendinga
og Færeyinga.
-mhg
Vínandi er góður gegn alls-
konar heilsu.