Þjóðviljinn - 22.09.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 22.09.1983, Síða 5
Fimmtudagur 22,'september, 1985 ’ ÞJÓÐVILJINN —'SÍÐA‘5 Innréttingar í leitarstöð Krabbameinsfélagsins: Allar íslenskar Útboð fara brátt fram á fyrsta hluta innréttinga í leitarstöð Krabbameinsfélags ísiands en fé t leitarstöðina var fengið með „Þjóðarátaki gegn krabbameini“, iandssöfnun sem fram fór á þéssu ári. Byggingarnefnd leitarstöð varinnar hefur undanfarið unnið að útboðsgögnum og stefnir nú í það að boðnir verði út þrír hlutar á almennum markaði innanlands. Að sögn innanhússarkitekts lcitarstöðvarinnar, Sturln M. Jónssonar, þá er ætlað að fyrsta útboð fari fram um mánaðamótin október - nóvember en þá verður boðið út í skilveggi, gólf, ioft, hurðir o.s.frv. Upp úr áramótum verða boðn- ir út aðrir innviðir leitarstöðvar- innar, innréttingar í kaffistofu, biðstofu og rannsóknarstofu, fat- ahengi, gluggafrágangur o.s.frv. Húsgögn eru síðasti liðurinn á innkaupalistanum og sagði Sturla, að undanfarið hefði verið unnið á vegum byggingarnefndar að könnun á verði hinnar inn- lendu framleiðslu. Sturla sagði, að aðeins í þeim tilvikum, þar sem ekki yrði öðru við komið, yrði efniviður 1' leitar- stöðina sóttur erlendis til, og í þeim tilvikum naumast um annað en tækjakaup að ræða í stöðina. Sturla nefndi sem dæmi að sér- hæfður búnaður í rannsóknar- stofu yrði allur framleiddur hér innanlands, enda væri það yfir- lýst stefna byggingarnefndar að leita til íslenskra framleiðenda. í byggingarnefnd, leitarstöðv- arinnar eiga sæti Guðlaugur Geirsson yfirlæknir sem er for- maður, Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur og Magnús Gústafsson forstjóri. Ráðgjafi nefndarinnar er Vilhjálmur Þor- láksson verkfræðingur. Stefnt er að því að taka nýju leitarstöðina í notkun seinni part sumars á næsta ári. - hól. Ráðning iðnráðgjafa á Suðurlandi Leiklistardeild Útvarpsins - Sú meginbreyting verður á til- högun leikritaflutnings hljóðvarps- ins í vetur, að útsendingum á nýj- um upptökum verður fækkað úr þremur í tvær á mánuði. Með þess- ari breytingu er horfið frá þeirri stefnu að flytja ævinlega eitt leikrit í viku en því marki hefur verið náð með því að flytja þrjú ný og eitt endurtekið verk í mánuði. Þannig fórust leiklistarstjóra Útvarpsins, Jóni Viðari Jónssyni orð er hann kynnti vetrardagskrá leiklistar- deildar á blaðamannafundi í gær. Þessi breyting er þó ekki gerð í sparnaðarskyni, heldur til að fá svigrúm til þess að fást við stærri verk og mannfrekari og að fá rýmri tíma til æfinga eða, eins og leik- listarstjóri orðaði það: „bera meira í einstök verk en verið hefur". Hér er þó aðeins um tilraun að ræða en ekki stefnumörkun fyrir framtíðina og að því er stefnt að taka fram- haldsleikrit á dagskrá næsta vor, eftir að flutningi barnaleikrita lýk- „Meira borið í einstök verk en verið hefur“! jónssonar og Ódauðleiki, sem Þorgeir Þorgeirsson hefur gert eftir smásögu Heinesens um skáldið Lin Pe og tömdu trönuna hans. En sem áður verða erlend leikrit í meiri hluta og verður þeirra getið síðar. Stök leikrit verða flutt annað hvert fimmtudagskvöld og byrja að jafnaði kl. 20.00. í ráði er að eldri upptökur verði endurfluttar síðla á mánudagskvöldum um kl. 22.30, en ekki jafn reglubundið og áður hefur verið. Barnaleikrit verða flutt kl. 20.00 á þriðjudagskvöldum. Af þeim ber hæst framhaldsleikritið Tordýfill- inn flýgur í rökkrinu, eftir Kay Pollak og Maríu Gripe. Er það í 12 þáttum og hefst flutningur þess í byrjun október. - mhg ur. Ætlunin er að leiklistardeildin sendi frá sér í vetur 16 nýjar upp- tökur leikrita. Hefst vetrardag- skráin í raun í kvöld með flutningi Nashyrninganna eftir Ionesco. Seinna í vetur kemur svo Ivanov Tsjekhovs í þýðingu Geirs Krist- jánssonar. Af nýjum íslenskum verkum má nefna útvarpsleiki Andrésar Indriðasonar, Fiðrildi og Fimmtudagskvöld, tvær nýjar leik- gerðir: Tólfkóngavit, sem Páll H. Jónsson hefur samið upp úr sam- nefndri sögu Guðmundar Frið- Nú er’ann enn á norðan Þessi norðan átt er búin að vera árviss á Reykjavíkurmarkaði undanfarin 11 haust, þegar Torgið og Sambandsverksmiðjurnar á Ak- ureyri slá dyrum upp á gátt fyrir Reykvíkinga á þessum tíma í Hús- gagnahöllinni á Bíldshöfða. Núna verður þetta 29. september n.k. Hér er um að ræða margt for- vitnilegt í framleiðsluvörum Sam- bandsins á Akureyri. Nöfn eins og Gefjun, Iðunn og Hekla láta kunn- uglega í eyrum en móðurskipið í byrjun var Gefjun í Austurstræti 10, sem í dag heitir Torgið á sama stað. Þessi verslun hét annars í Skógræktargirðingar Á vegum skógræktarfélaganna var varið til nýrra girðinga kr. 102 þús, á sl. ári og kr. 81 þús. til við- halds girðinga. Haldið var áfram að girða Foss- árland í Hvalfirði. Sett var upp 1400 m. löng girðing austan Fossár og er nú hlíðin austan árinnar friðuð. Gerðar voru endurbætur á girðingu skógræktardeildarinnar Aspar í Hamarslandi í Borgarfirði. Á Gunnfríðarstöðum í Langadal var bætt staurum í báðar girðing- arnar þar og í Skarðsdal í Siglufirði var 200 m. kafli endurnýjaður og færður vegna snjóþyngsla. Þá var girðing um Stafnsskóg í Reykjadal mikið lagfærð. Skógræktarfélag Reykjavíkur setti upp nýja girðingu á Reyni- völlum í Kjós og Skógræktarfélag Mýrdælinga fékk til afnota 8 ha. land til skógræktar í landi, Skammadalshóls í Mýrdal. Land þetta er í Brynjudal og var byrjað á undirbúningsvinnu á sl. hausti. - mhg Verksmiðjusala Sambands- verksmiðjanna á Akureyri að hefjast í Reykjavík byrjun Gefjunarútsala og byrjaði á Laugavegi 33 árið 1931. ■ Alveg frá því fyrsta fram á þenn- , an dag hefir aðalsöluvaran verið i framleiðsluvörur Sambandsverk- smiðjanna á Akureyri. Alltaf er eitthvað nýtt á döfinni. Stórúrval af gallabuxum, úlpum, peysum og sokkum á alla aldurs- flokka. Sama á við um skóna, þeir i eru í öllum regnbogans litum og af mörgum gerðum. Gefjun hefur ! alltaf boðið upp á margskonar teppa- og efnisbúta, þar á meðal nýju tískuna í teinóttu terylene á- klæði, gluggatjöld og ullarteppi að ógleymdu úrvali í garni, loðbandi og lopa. Hér er það nýtt að vinda garnhankirnar upp í stórhespur á hagstæðara’ verði. Skinnadeildin er tiltölulega ný á útsölunni og kennir þar margra grasa af eldri lagerum af leðri, mokkaskinni og gærum í fjöl- breyttu litavali og auðvitað glæsi- legur mokkafatnaður, húfur og lúffur. Þá má ekki gleyma fjölbreyttu úrvali margskonar fatnaðar sem Torgið býður sérstaklega upp á. Fataverksmiðjan Gefjun í Reykja- vík býður upp á úrval af jakkaföt- um á herra, stakar buxur og jakka og efnisbúta margskonar. Straumhvörf í þessum málum Það urðu straumhvörf í þessum málum á Suðurlandi þegar við fengum sérstakan iðnráðgjafa fyrir tveimur árum, en þá hóf Þorsteinn Garðarsson störf hjá okkur, sagði Hjörtur Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé- iaga á Suðurlandi á fundi, sem þeir Þorsteinn héldu með blaðamönn- um í fyrradag. Var tilgangurinn með fundinum sá, að kynna iðn- þróunarverkefni, sem nú er unnið að á Suðurlandi. Á sl. ári skipaði stjórn Samtak- anna sérstaka nefnd til þess að vinna að athugun á möguleikum á orkufrekum iðnaði á Suðurlandi. Nefndina skipa: Páll Zóphanías- son, tæknifræðingur Vestmanna- eyjum, formaður, Hafsteinn Krist- insson, framkvstj. Hveragerði, Hafsteinn Þorvaldsson, forstöðu- maður Selfossi, Páll G. Björnsson, framkvstj. Hellu og Þorsteinn Garðarsson, iðnráðgjafi Þorláks- höfn. Nefndin byrjaði á réttum enda, sem ekki er kannski alltaf gert. Hún tók þegar fyrir ákveðin verk- efni og kannaði arðsemi þeirra til hlítar. Athugun á þeim verkefnum, sem um var fjallað, er mismunandi langt komið, en eitt er þó í burðar- liðnum, álsteypa, eða framleiðsla á steikarpönnum úr áli, og var sú at- hugun gerð í samvinnu við danska ráðgjafarfyrirtækið Scankey a/s. Hugsanlegt er að danskt fyrirtæki verði aðili að þessari framleiðslu. Frá þessu verkefni var skýrt hér í blaðinu í gær. Þá stendur yfir arðsemisathugun á framleiðslu á kertum og lýkur henni væntanlega upp úr næstu áramótum. Mundi sú framleiðsla fara fram í húsi verndaðs vinnu- staðar í Vestmannaeyjum. Starfs- menn yrðu trúlega 20 og stofn- kostnaður 9 milj. Fyrirhugað er að kanna markaðsmöguleika með þeim hætti að flytja inn erlend kerti nú fyrir jólin, pakka þeim hér og setja á jólamarkað. I forathugun er og framleiðsla á kísilkarbíð og munu niðurstöður þeirrar athugunar liggja fyrir í næstu viku. Þá er í frumkönnun, - en í meiri fjarlægð - framleiðsla á C-vítamíni og hitaþolnum efnum. Um kostnað og fjármögnun er það að segja, að í öllum verkefnun- um hefur verið gert tilboð um ák- veðna upphæð, sem komi til greiðslu í þrennu lagi: við undirrit- un samnings, á miðju tímabili og er skýrslu er skilað. Sótt hefur verið um áhættulán til Iðnþróunarsjóðs, Iðnaðarrannsókna og Iðnrekstrar- sjóðs, er nema 50% af samnings- upphæðinni. Sótt var og um áhætt- ulán eða styrk til Byggðasjóðs. Og í samræmi við þá breytingu, sem gerð hefur verið á reglugerð fyrir Iðnþróunarsjóð Suðurlands, hefur hann einnig veitt áhættulán til verkefnanna. -mhg ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Reykjavík Starfshópur um menntamál Fyrsti fundur starfshóps um menntamál verður miðvikudaginn 28. september kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar. Umsjónarmenn Alþýðubandalagið í Reykjavík Starfshópar Á næstu dögum og vikum taka til starfa á vegum Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík starfshópar um margvísiega málaflokka. Markmið starfshópana er að móta tillögur ABR sem lagðar verða fyrir landsfund Alþýðubandalagsins 17.-20. nóvember. Starf hópanna er opið öllum félagsmönnum og hvetjum við sem flesta að taka þátt í starfinu. Fundir hópana verða auglýstir íflokksdálki Þjóðviljans nú á næstu dögum. Eftirtaldir hópar munu starfa: Starfshópar um laga- og skipulagsmal: Umsjón: Arthúr Morthens og Guðbjörg Sigurðardóttir Starfshópur um utanríkis- og friðarmál: Umsjón: Helgi Samúelsson. Starfshópur um húsnæðismál: Umsjón: Einar Matthíasson. Starfshópur um efnahags- og kjaramál: Borghildur Jósúadóttir. Starfshópur um menntamál: Umsjón: Stefán Stefánsson Starfshópur um sjávarútvegsmál: Umsjón: Ólafur Sveinsson Starfshópur um örtölvumál: Umsjón: Þorbjörn Broddason Starfshópur um náttúruverndarmál Fundir ofanskráðra hópa verða auglýstir næstu daga. Allar frekari upplýsingar veita umsjónarmenn og skrifstofa ABR. Stjórn ABR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.