Þjóðviljinn - 22.09.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 22.09.1983, Qupperneq 7
Fimmtudagur 22. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 A9 láta hart mæta hörðu Sovétríkin munu afiétta þeim fresti sem settur hefur verið á uppsetningu meðaldrægra eldflaugakerfa í Evrópu. Með samkomulagi við bandamenn okkar munum við setja upp viðbótarkerfi er munu mynda nauðsynlegt mótvægi við hinn aukna kjarnorkuvígbúnað NATO í Evrópu. Viðeigandi gagnráðstafanir verða einnig gerðar gagnvart yfirráðasvæði Bandaríkja N- Ameríku. Þetta er orðrétt svar Segei Ak- hromeyev marskálks og næstæðsta yfirmanns herafla Sovétríkjanna við spurningu blaðamanns um hugsanlegar gagnráðstafanir So- vétríkjanna verði af uppsetningu nýrra Pershing- og stýriflauga í Evrópu í lok þessa árs. Svar þetta kom fram á blaða- mannafundi sem haldinn var í so- véska utanríkisráðuneytinu í Mos- kvu 14. september s.l., en þar sátu þeir Georgy Korienko fyrsti vara- utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Sergei Akhromeyev marskálkur fyrir svörum. Fundur þessi hefur vakið ótrúlega litla athygli fjöl- miðla hér á Vesturlöndum, þar sem með þessari yfirlýsingu er í fyrsta sinn gefið í skyn að Sovét- menn hyggist setja upp skamm- drægar kjarnorkueldflaugar í A- Þýskalandi og Tékkóslóvakíu og e.t.v. öðrum A-Evrópulöndum, verði ekki gengið að samkomulagi í þeirri síðustu lotu samningavið- ræðnanna sem nú standa yfir í Genf. Þjóðerni vopnanna meginhindrun Á blaðamannafundinum röktu þeir Korienko og Akhromeyev sjónarmið Sovétríkjanna við samn- ingaborðið í Genf og gerðu frekari grein fyrir þeim sáttatillögum sem Andropov hefur sett fram. Fram kom í máli þeirra að ein meginhindrunin í veginum fyrir samkomulagi væri deilan um kjarnorkuvopnaforða Breta og Frakka í Evrópu. Akhromeyev sagði að Bretar og Frakkar hefðu yfir að ráða fjórð- ung kjarnorkuvopnaforða NATO, þ.e.a s. 200 einingar að meðtöldum 162 flugskeytum, og gæti þessi kjarnorkuvopnabúnaður skotið 400 kjarnorkusprengjum í einu. „Okkur er sagt að horfa framhjá því að þessum vopnum sé beint að Sovétríkjunum. Þessi vopn eru réttilega undir stjórn viðkomandi ríkja,“ sagði Akhromeyev, „en herforingjarNATO taka kjarnork- uvopn bandamanna Bandríkjanna óhjákvæmilega með í sinn reikn- ing.“ Akhromeyev sagði að Bandarík- in hefðu kosið að gera bresku og frönsku vopnin að höfuðágrein- ingsefni í Genfarviðræðunum vegna þess að öðrum kosti féli allt tal Bandaríkjanna um núll-lausn og sovéska einokun í Evrópu um sjálft sig og þau væru höfuðrök- semdin fyrir þeim ávinningi sem NATO ætlaði sér að ná út úr samn- ingaviðræðunum í Genf. Gagnrök Kristna sprengjan og guðlausa sprengjan. Hvflík blessun að vera á bandi englanna, segir v-evrópska fjölskyidan á þessari teikningu. ar hafa of mikið áður en við þeirra vopnum sé hreyft. Hér er um þjóð- ernisleg sjónarmið að ræða, sem hugsanlega geta er fram líða stund- ir valdið ágreiningi innan NATO. En Sovétmönnum er væntanlega lítil huggun í því að vita að kjarn- orkuvopnunum sem að þeim er beitt séu af mismunandi þjóðerni. Eðli þessara vopna breytist ekki við það. Tillögur Andropovs Svartsýni Röksemdir Breta, Frakka og Bandaríkjanna gegn þessum ásök: unum hafa einkum verið tvennar. I fyrsta lagi væri það ekki í verka- hring Bandaríkjanna að semja um' breskar eða franskar hervarnir. í öðru lagi væru þessar hervarnir annars eðlis en kjarnorkuvopna- búnaður stórveldanna: hvorki Bretar né Frakkar hafi yfir að ráða þeim „umframdrápsmætti" sem Sovétríkin og Bandaríkin búi yfir, og að þessi vopn hafi eingöngu svo kallað fæligildi: þeim sé ætlað að fæla önnur ríki frá áformum um árás. Því hafa Bretar og Frakkar haldið því fram að takmarka eigi vopnabúnaðinn hjá þeim sem þeg- Samfara því að samningaviðræð- urnar í Genf virðast dæmdar til að mistakast er nú mögnuð upp bylgja haturs og tortryggni bæði innan Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Friðaröflin eru þar á undanhaldi. En hér hefur Evrópa sérstöðu. Vonin um kjarnorkuvopnalausa framtíð virðist nú bundin við það að Evrópa haldi ró sinni og skyn- semi og hafni vopnaskaki stórveld- anna yfir höfði sínu. Andstaðan gegn uppsetningu nýrra banda- rískra kjarnorkuvopna í Evrópu hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa þeirra ríkja sem taka eiga við hin- um nýju vopnum virðast vera þeim andvígur. Þannig sýnir nýieg skoð- anakönnun í Belgíu að 79% íbúa landsins séu andvígir fyrirhugaðri uppsetningu kjarnavopna þar. Og í V-Þýskalandi stendur Kohl kansl- ari ráðþrota gagnvart friðarhreyf- ingu sem nær langt inn í raðir hans eigin flokks. Hefur hann nú ákveð- ið að efna til „friðardags“ í haust til þess að sýna fram á nauðsyn þess að settar verði upp 108 Pershing II flaugar og 96 stýriflaugar í V- Þýskalandi til þess að mæta þeirri ógnun sem V-Þýskalandi stafi af 350 hreyfanlegum sovéskum SS-20 eldflaugum, sem hver um sig er fær um að granda Evrópu með þeim þrem kjarnaoddum sem hún hefur innanborðs. ólg. Tillögur Andropovs í Genf hafa einkum verið tvennar: annars veg- ar hefur hann lagt til það sem hann kallar „raunverulega núll-lausn“: að öllum kjarnorkuvopnum í Evr- ópu verði eytt, bæði meðaldrægum og langdrægum. Ef slíkt samkomulag næst ekki segist hann reiðubúinn til samkomulags um stöðvun frekari uppsetningar meðaldrægra vopna í Evrópu, og að aðilar minnki síðan núverandi forða sinn af þessum vopnum um 2h. Síðan myndu aðil- ar, þ.e. Sovétríkin og NÁTO, tak- marka vopnafjölda sinn enn frek- ar, þannig að algjört jafnræði náist í fjölda eldflauga, kjarnorkubærra flugvéla og kjarnorkuodda. í þessu sambandi hefur Andropov nýlega staðfest að Sovétríkin muni ekki flytja þær SS-20 eldflaugar sem verði lagðar niður, til austurhluta Síberíu, heldur verði þær eyði- lagðar. Tillögur Reagans í viðræðunum í Genf hafa verið tvenns konar: ann- ars vegar „núll-lausnin“, þar sem hótað er uppsetningu 572 banda- rískra eldflauga í Evrópu, taki Sov- étmenn ekki niður allar SS-20 eld- flaugar sínar 350 að tölu. Hins veg- ar „millilausnin" sem felst í því að settur verði upp takmarkaður fjöl- di bandarískra eldflauga í samræmi við þá fækkun SS-20 eldflauga sem Sovétmenn eru reiðubúnir að framkvæma. í rauninni fela báðar þessar tillögur í sér að Sovétríkjun- um er ætlað að draga úr vígbúnaði sínum en að NATO eigi að halda sínum vígbúnaði eða auka við hann. Eins og að líkum lætur eru menn nu orðnir svartsýnir á að árangur náist í viðræðunum í Genf. Og ekki hafa síðustu atburðir orðið til að draga úr þeirri svartsýni. Afdrif kóreönsku farþegaþotunnar urðu til þess að blása vindi í segl hinna herskáu afla í Bandaríkjunum og bæði fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings samþykktu skömmu síðar tillögur Reagans um 188 miljarða dollara fjárframlag til hermála á næsta ári, þar sem m.a. er í fyrsta skipti í 14 ár gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til fram- leiðslu á taugagasi í hernaðarskyni. Fjárveitingin er réttlætt með því að vinna þurfi upp forskot Sovétríkj- anna á þessu sviði (sic!). Ráðstefna um launamál kvenna á vinnumarkaðinum haldin í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, laugardaginn 24. september kl. 9.00. Formaður Sambands Alþýðuflokkskvenna Kristfn Guðmundsdóttir setur ráðstefnuna. Ráöstefnusljóri: Kristín H. Tryggvadóttir Kl. 9.05—11.45: Erindi 1. Kristinn Karlsson, félagsfræðingur Launamisrótti kynjanna í Ijósi félags- fræöinnar. 2. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Helstu niðurstöður vinnumarkaðskönn- unar Framkvæmdastofnunar viövíkjandi iaunamálum kvenna. 3. Björn Björnsson, hagfræðingur A.S.Í. Hversu ákvarðandi er eftirvinna, bónus, yfirborganir eöa önnur hlunnindi í kjör- um kvenna í samanburði viö karla á vinnumarkaðinum? — Á aö viðhalda bónuskerfinu eða fara nýjar leiðir? 4. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur V.S.Í. Viðhorf vinnuveitenda til launamisréttis kynjanna. Hvað er til úrbóta? 10. mín. kaffihlé. 5. Kona í frystihúsi: Aðalheiður Franz- dóttir, B.Ú.R. Vinnan og kjörin í frystihúsinu. 6. Láglaunakonan: Ragnhildur Vil- hjálmsdóttir, V.R. Að lifa af lægstu laununum. 7.-8. Ragna Bergmann, formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands Er skýringa að leita á launamismup kvenna og karla vegna aöildar að kyn- greindum stéttarfélögum? 9. Sigrún D. Elíasdóttir, formaður Al- þýöusambands Vesturlands Hvað hefur verkalýöshreyfingin gert tii að koma á raunverulegu launa- og kjarajafnrétti kynjanna? — Hvað er til úrbóta? 10. 11. Ester Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags islands Hvernig er hægt aö ná fram launajafn- rétti milli kynja á vinnumarkaöinum? Erna Indriðadóttir, fréttamaður Geta fjölmiölar gegnt hlutverki I aö upp- ræta launamisrétti kynjanna? Kl. 11.45—12.30 Fyrirspurnir og umræður Kl. 12.30- Matarhlé -13.45 Kl. 13.45—15.30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir um viöhorf og stöðuna í launamálum kvenna. Stjórnandi: Jóhanna Sigurðardóttir, alþm. Þátttakendur: 1. Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir, form. Starfs- mannafélagsins Sóknar 2. Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.Í. 3. Einar Árnason, lögfræðingur V.S.Í. 4. Guöríður Þorsteinsdóttir, fyrrv. framkvstj. B.H.M. og form. Jafnréttisráðs. 5. Hrafnhildur Sigurðardóttir, fulltrúi., Varafor- maður S.Í.B. 6. Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B. 7. Þorsteinn Geirsson, formaður Samninga- nefndar ríkisins Kl. 15.30—16.00 Kaffihlé. Kl. 16.00—17.30 Umræður. ) Ráðstefnuslit um kl. 17.30. Ráðstefnugjald 250 kr. (Innifaliö m.a. léttur hádegisveröur og kaffiveitingar) Fjölmennum og leitum leiða til að upprœta launamisrétti kynjanna. Samband Alþýðuflokkskvenna

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.