Þjóðviljinn - 22.09.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 22.09.1983, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fímmtudagur 22. september 1983 Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Sigríður Þorvaldsdóttir og Þóra Friðriksdóttir. Fyrsta frumsýning haustsins í Pjóðleikhúsinu Skvaldur-farsi um farsa Fyrstafrumsýning Þjóðleikhússins á þessu hausti ætti að geta komið mönnum í gott skap. Að minnsta kosti er víst að víða annarsstaðar veðja leikhús á þetta leikrit til uppfærslu.og mágeta þess að einar 6 frumsýningar verða á því annarsstaðar á Norðurlöndum fram til jóla. Þetta er leikritið Skvaldur (Noises off) eftir Michael Frayn. „Fyndnasta leikrit sem í boði er í London”, sagði Benedict Nig- htingale í New Statesman, „Mikill farsi”, sagði James Fenton í Sun- day Times, „Frábært verk Frayns og hans besta til þessa”, sagði Jack Tinker í Daily Mail, og Ned Cha- ilket f The Times sagði „Fyndnasta leikrit sem ég hef nokkurntíma séð á West End”.Þannig voru ummæli gagnrýnenda Lundúnablaðanna þegar Skvaldur var frumsýnt 1982 og eru þeir þó ekki ætíð blíðmálgir. Michael Frayn er vel þekktur höfundur í heimalandi sínu, og hef- ur ferill hans spannað blaða- mennsku, skáldsagnagerð, heim- spekigreinar og leikritun. All- ir leikir hans eru gamánleikir, sem hafa margsinnis verið verðlaunaðir og m.a. voru verk eftir hann kosin Bessi Bjarnason á nettu skeiði um svið Þjóðleikhússins. bestu gamanleikrit ársins í Bret- landi árin 1975,1976, l980og 1982. Síðast hlaut hann þessa viðurkenn- ingu fyrir Skvaldur og er það þegar orðið hans vinsælasta verk og víða sýnt við mikla aðsókn. Ekki er Frayn alveg ókunnugur íslendingum. Hann fjallaði um þorskastríðið 1958 og 1959 í breska blaðinu The Guardian og hallaði ekki á íslendinga. Tvö leikrit eftir hann hafa verið sýnd hér sem mán- udagsverk í sjónvarpi, Stafrófsröð og Oratími. Þá kannast sjónvarps- áhorfendur við Frayn úr ýmsum breskum fræðslumyndaflokkum, eins og t.d. þáttaröð um járnbraut og um ýmsar höfuðborgir í Erópu. Og nú fá leikhúsgestir í fyrsta sinn að kynnast sviðsverki eftir þennan athafnamann. Skvaldur er farsi um farsaklisjur, og er ærlega hrist upp í þeim. I fyrsta hluta er hermt eftir hefð- bundnum farsa, síðan er nútímaaf- brigði af formúlunni og loks er grafið undan öllu saman á listilegan hátt. Leikritið byrjar á því að leikhópur kemur á búningaæfingu á hefðbundnum farsa, og síðan er haldið áfram að gera grín að fars- anum og hylla hann um leíð, og inn og út um dyrnar veltur hver skop- fígúran af annarri í einum afkára- skapnum eftir annan: „Raddir rísa og buxur falla... farsi sem kemur þér til að hugsa um leið og þú hlærð”, sagði Peter Kemp í TLS. Pað er Jill Brooke Árnason sem leikstýrir Skvaldri. Hún er hagvön í breskum leikhúsum og hefur einu sinni áður stjórnað sýningu fyrir Þjóðleikhúsið, á Tvíleik eftir Tom Kempinski sem sýndur var við miklar vinsældir á Litla sviðinu í fyrravetur. Árni Ibsen hefur þýtt leikinn, leikmynd og búninga gerir Jón Þórisson og lýsinguna annast Kristinn Daníelsson. Níu leikarar fara með hlutverkin í sýningunni, sem öll eru stór, því höfundur nýtir hvert hlutverk til hins ýtrasta svo fjörið sé sem mest í farsanum og misskilningurinn sem flóknastur. Leikararnir sem standa munu í ströngu, og koma við hlát- urtaugar áhorfenda með miklum hlaupum og ærslagangi, eru Gunn- ar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir og Þórhallur Sigurðs- son. Og það er semsagt á föstudags- kvöldið kemur sem byrjað verður að Skvaldra í Þjóðleikhúsinu. -ekh Frá v. Rúrik Haraldsson, Þéra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Sigriður Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. 1 ' mm N • - " i fctl ] 1 ■ í • i 1 ? PH

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.