Þjóðviljinn - 22.09.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.09.1983, Blaðsíða 10
22 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagúr 22. september 1983 Brunborgar- styrkur Úr Minningarsjóði Olavs Brun- borg verður veittur styrkur að upp- hæð fimm þúsund norskar krónur á næsta ári. Tilgangur sjóðsins er að styrkja íslenska stúdenta og kandí- data til háskólanáms í Noregi. Umsóknir um styrkinn, ásamt. námsvottorðum og upplýsingum um nám umsækjenda, sendist skrifstofu Háskóla íslands fyrir 15. október 1983. Leiðrétting Missagt var í „Klippt og Skorið“ í gær að Sigurður Þ. Guðmundsson læknir hefði skrifað grein í Tíman- um á dögunum sem vitnað var til í dálkunum. Það var alnafni hans sem reit umrædda grein. Þjóðvilj- inn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Aukatekjur Aukið tekjur ykkar um aílt aö dkr. 2000 á viku meö léttri heima- og tómstund- avinnu. Hugmyndabæklingur meó 100 tillögum á Iskr. 200 sendur án buröargjalds ef borgað er fyrirfram, en ann- ars meö póstkröfu + burðar- gjaldi. Fullur skilaréttur innan 8 daga. Daugaard Trading Claus Cortsensgade 1, DK 8700 Horsens Danmark. Sextug í dag Guðrún Jónsdóttir Kópareykjum, Borgarfirði, er 60 ára í dag. Hún | verður að heiman. | Viðskipta- bankar með gjaldeyri Viðskiptaráðherra samþykkti í gær tillögu Seðlabankans um að viðskiptabönkum, sem sótt hafa um leyfi til gjaldeyrisverslunar, verði veitt leyfi til að versla með erlendan gjaldeyri. Fyrst um sinn verða heimildir bankanna miðaðar við að þeir sinni tvenns konar þjón- ustu, opnun innlendra gjaldeyris- reikninga og gjaldeyrisviðskiptum við ferðamenn. Viðskiptaráðherra mun einnig gera ráðstafanir til þess að unnt sé að veita sparisjóðum sams konar gjaldeyrisréttindi og viðskiptabönkum. 1X2 1X2 1X2 4. leikvika - leikir 17. sept. 1983 Vinningsröð: 111-122-112-211 1. Vinningur: 12 réttir - kr. 304.525.- 8920('/i2, e/11) 2. vinningur: 11 réttir - kr. 3.346.- 1516 7083 38123 39955 43932+ 85248 92769 90793(Vn) 2793 13602 38213 42675 43948+ 88956+ 2180(Vu) 6476 13940 38226 42678 49839 90060 42419(Vn) 6851 37719+ 39057+42682 50482 92772 46273(2/n) Kærufrestur er til 10. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstof- unni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Gera má ráð fyrir verulegum drætti á greiðslu vinninga fyrir númer, sem enn verða nafnlaus við lok kærufrests. Getraunir - íþróttamiðstöðinni - Reykjavík Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágúst-mánuð 1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðuriög eru 4% af van- greiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virk- an dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið, 16. september 1983. Sovésk sjónarmið Sovéski sagnfræðingurinn dr. Boris I. Mar- úskin verður öðru sinni gestur f MÍR-salnum, Lindargötu 48, í kvöld, fimmtudag kl. 20.30, og spjallar um nýjustu viðhorfin í alþjóðamál- um og skýrir viðhorf Sovétmanna til ýmissa þeirra. Aðgangur er öllum heimill. Stjórn MÍR. íþróttir ✓ Islandsmótið í handknattleik — 1. deild karla: Ótrúlega auðvelt hjá FH gegn Stjömunni! FH hafði ótrúlega yfirburði gegn Stjörnunni í 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Hafnarfirði og var nánast einstefna á Stjörnumarkið, ef hægt er að tala um slíkt í handbolta þar sem liðin sækja jú til skiptis. Loka- tölurnar urðu 34:14, tuttugu marka sigur, en staðan í hálfleik var 19:7. FH var komið í 6:1 eftir átta mín- útur og sú þróun hélt áfram til leiksloka. Helstu tölur 15:4, 19:7, 27:9, 33:13 og loks 34:14. Óþarft að fjölyrða meira um það. Munurinn á þessum tveimur lið- um sem höfnuðu í þriðja og fjórða sæti 1. deildarinnar í fyrra var gífurlegur. FH lék sem ein heild, hvergi veikan hlekk að finna í sókn, vörn, né hjá Sverri Krist- inssyni í markinu sem varði stórvel. Kristján Arason og Atli Hilmars-' son voru þó langbeslir, það verður erfitt fyrir varnir l.deildarliðanna að stöðva þessar geysiöflugu skyttur í vetur. Allir voru frískir og gaman að sjá vel útfærð hraða- upphlaup FH-inga sem oftast skiluðu marki. Fallbarátta bíður Stjörnunnar ef svo verður haldið áfram. Það er þó fullsnemmt að spá nokkrum óför- um. Enginn var öðrum skárri, skipulagsleysið algert og í sókninni lá við að hver hlypi annan niður. Stjörnumönnum hlýtur þó að vera huggun að verra leika þeir vart í vetur. Mörk FH: Kristján 13 (6 víti), Atli 7, Þorgils Óttar 6, Hans 4, Guðjón Á. 2, Guðmundur M. og Pálmi eitt hvor. Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur 8 (7), Magnús T. 3, Bjarni Bessa, Guðmundur Þ. og Hannes eitt hver. - MHM/VS Kristján Arason skoraði 13 mörk Haukar stóðu í Vík- iingi í 40 mínútur Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik hjá Víkingi og Haukum i 1. deildinni í handknatt- leik, skildu leiðir með liðunum. Leikurinn var búinn að vera jafn, staðan 14:14, en Víkingar stungu af og unnu öruggan sigur, 28:20. Haukar voru frískari í byrjun, komust í 3:1 en liðin leiddu til skiptis í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 10:9, Haukum í hag. Síðan var jafnt á öllum tölum uppí 14:14 en þá skoraði Víkingur fjögur mörk í röð og eftir það var aldrei spurning um úrslit. Munur- inn jókst smám saman, var orðinn tíu mörk rétt fyrir leikslok, en ný- liðarnir úr Hafnarfirði skoruðu tvö síðustu mörkin. Leikurinn var sæmilega leikinn af báðum liðum. Víkingar voru þó alltaf sterkari en hafa oft sýnt betri leik. Víkingsvörnin var ekki nógu þétt og sóknarleikurinn oft full ein- hæfur. Viggó Sigurðsson var alltaf ógnandi og skoraði grimmt og i Hörður Harðarson átti ágætan j leik. Guðmundur B. Guðmunds- j son frá Akureyri lék vel í vörninni og skoraði drjúgt í þeim fáu sókn- um sem hann tók þátt í. Haukarnir komu mér á óvart fyrir góða baráttu þær 40 mínútur sem þeir héldu í við Víking. Þeirra sóknarleikur var einnig einhæfur, mikið keyrt á sama leikkerfinu, og óöguð brot í vörninni voru tíð. Þór- ir Gíslason var þeirra frískastur og Gunnlaugur Gunnlaugsson lék vel í markinu. Mikið fór fyrir stuðn- ingsmönnum Haukanna í Höllinni, engu líkara en þeir lékju á heima- velli. Mörk Víkings: Viggó 10 (3 víti), Guðmundur B. G. 5, Hörður 5, Guðmundur G. 3, Steinar 3 og Hilmar 2. Mörk Hauka: Þórir 6, Hörður S. 3, Sigurjón 3, Jón H. 3, Oddur 2, Ingimar 2 og Snorri eitt. Rögnvaldur Erlingsson og Stef- án Arnarson dæmdu og hefðu mátt taka strangar á brotum. Fullharka- legt þó hjá þeim að útiloka Hauka- manninn Helga Harðarson eftir 20 mínútna leik fyrir fyrsta brot. - Frosti Viggó Sigurðsson gerði tíu marka Víkings. | KR-ingar mæta frískir tii leiks: Lögðu Reykjavíkur meístarana 18:14 Nýkrýndir Reykjavíkurmeistar- ar Vals máttu sætta sig við tap í sínum fyrsta leik á íslandsmótinu í handknattleik. Þeir mættu KR- ingum í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi og þeir síðarnefndu sigruðu 18-14. KR var óskrifað blað fyrir þennan leik, hafði sent 2. flokkinn í Reykjavíkurmotið. Liðunum gekk illa að skora framan af. Fyrri hálfleikur var jafn en sterk KR-vörn, sem lék nokkuð framarlega, gerði sókn Vals erfitt fyrir. Staðan í hálfleik var 9-8, KR í hag, en flautað var til hálfleiks um leið og knötturinn hafnaði í Valsmarkinu eftir skot Björns Pét- urssonar. Markið var ekki gilt. í síðari hálfleik jókst forysta KR smám saman og Valsmönnum gekk enn verr í sóknarleiknum en fyrir hlé. KR komst í 16-11, þá reyndu Valsmenn að taka tvo þeirra úr umferð og síðan léku þeir maður á mann. Þeim tókst ekki að saxa á forskotið svo einhverju næmi og útkoman fjögurra marka sigur KR, 18-14. Hjá KR var það liðsheildin sem skóp sigurinn. Jens Einarsson var þó bestur, að öðrum ólöstuðum, og varði meistaralega. Friðrik Þor- björnsson átti góðan leik og Björn Pétursson, sem nú hefur tekið skóna fram að nýju, skoraði grimmt. KR missti Jakob Jónsson útaf í fyrri hálfleik, hann þurfti að fara á slysavarðstofuna eftir að hafa fengið skurð á augabrún. Valsliðið var í slakara lagi og hlýtur að geta gert betur. Þar stóð Einar Þorvarðarson markvörður uppúr og varði meðal annars þrjú vítaköst. Mörk KR: Björn 5 (2), Friðrik 4, Jakob 4, Ólafur I. 2, Guðmundur A, Jóhannes og Willum eitt hver. Mörk Vals: Brynjar H. 5, Stemdór 4, Stefán H. 2, Jakob, Jú- líus og Valdimar eitt hver. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.