Þjóðviljinn - 22.09.1983, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 22.09.1983, Qupperneq 16
DWÐVIUINN Fimmtudagur 22. september 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er haegt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 ..... __ ____ Al- þýðusamband íslands og Verka- mannasambandið þyrðu ekki í „al- menna leynilega atkvæðagreiðslu um hug fólks til málsins. Þess í stað fara þeir í gang með undir- skriftasöfnun og hræða fólk til að skrifa undir mótmæli gegn stefnu stjórnarinnar. Fólk skrifar undir vegna þess að það óttast að lenda á svörtum lista verkalýðsforyst- unnar. Fólk hefur hringt til mín i.og látið í ljós andúð á þessum vinnubrögðum, sem eru raunar dæmigerð fyrir aðferðir kommún- ista. Þeir sjá tvo möguleika til að ná völdum í þjóðfélaginu, annars vegar er það blóðug bylting og svo undirróður af þessu tagi, sem þeir eru að fara út í núna. Þeir nota sér ótta fólksins, sem ekki vill láta btelja sig óstéttvíst og hræðist þar í að auki hugsanlegar gagnaðgerðir af hálfu verkalýðsforystunnar. Þú heyrir vel, að ég mun ekkert mark taka á þessum undirskriftalistum, þegar og ef þeir koma. Fólkið í landinu verður að fara að átta sig á vinnubrögðum kommúnistanna í verkalýðshreyfingunni," sagði Al- bert Guðmundsson að lokum. Albert Guðmundsson í Morgunblaðinu: „Vinnubrögð kommúnista í verkalýðshreyfingunni” Björn Þórhallsson varaforseti ASÍ: „Öfgar“ „Við þessum ummœlum ráðherra sem eru svo öfgakermd er ekkert svar. Þau eru einfaldlega ekki svaraverð. “ Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðarsambandsins: „Endemis rugl“ „Maður kemur nú varla upp orði til þess að tjá sig um þetta endemis rugl í ráðherranum... En það eru til svartir listar-og þeir eru hjá Vinnuveitendasambandinu. “ Magnús L. Sveinsson formaður VR: „Lítilsvirðing“ „Mér finnst það einnig bera vott um lítilsvirðingu Alberts gagnvart launþegum að halda þá svo ósjálfstœða í skoðunum sem hann gefur svo sterklega í skyn. Ég þekki ekki marga af því tagi sem hann lýsirþarna. Þetta eru að mínum dómifurðuleg brigslyrði í garð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. “ Bjarni Jakobsson formaður Iðju: „Vísað á bug“ „Ef svo fer að umtalsverður fjöldi fólks skrifar undir þessi mótmœli, þá er það í meira lagi hœpið að taka ekki mark á því. Ég vísa því algerlega á bug að hér séu kommúnistar á ferð með undirróðursstarfsemi. “ Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri SFR: „Lýsir ótta“ „Mér finnst þessi ummœli ráðherrans fyrst ogfremst lýsa hugar- heimi hans og jafnframt ótta við niðurstöður könnunarinnar. Þetta eru staðlausirstafir, og tel ég ekkiþörfá þvíað fœra umrœðuna um þjóðfélagsmál niður á þetta plan. “ Sjá nánar ummæli forystumanna stéttarfélaganna á bls 6. Vinnustaðir heimsóttir og Þjóðviljinn boðinn til kynningar Mjög góðar undirtektir — Markmiðið — 1000 nýir áskrifendur fyrir áramót! „Undirtektir manna á vinnustöðum hafa verið mjög góðar og fólk virðist sannarlega vera þeirrar skoðunar að Þjóðviljinn eigi erindi, enda hafa menn tekið boðum um tilraunaáskriftir vel“, sögðu þær Sigríður Þorsteinsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir, sem undanfarna daga hafa heimsótt vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu og boðið Þjóðviljann til kynningar. I gær fóru þær og heimsóttu verkamenn í álverksmiðjunni í Straumsvík og einnig í Skála II við Sundahöfn. „Þegar við yfirgáfum starfsmennina við höfnina voru þeir komnir í hörkuviðræður um Þjóðviljann og pólitíkina og um það bil sem við yfirgáfum kaffistofuna kailaði einn þeirra á eftir okkur að hann hefði ekki fengið neitt blað“, sögðu þær Sigríður og Margrét. „Það hefur vel komið í ljós í þessum heimsóknum okkar á vinn- ustaði undanfarna daga að menn vilja gjarnan kynnast Þjóðviljan- um og telja að erfitt sé að fylgjast með málunum nema lesa þetta eina málgagn stjórnarandstöðunnar. Starfsmenn álverksmiðjunnar í Straumsvík flettu Þjóðviljanum spenntir í gærmorgun er þeim var boðinn hann til kynningar. Ljósm. Magnús. Fréttir um viðbrögð verkalýðs- hreyfingar gegn kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar, um húsnæðis- málin og um annað það sem til um- ræðu er hverju sinni, geta menn lesið í Þjóðviljanum og það með talsvert öðrum hætti en hin blöðin setja þær fram“. Askriftarátakið stendur nú sem hæst, en því á að vera lokið fyrir mánaðamótin næstu. Menn eru hvattir til að verða sér úti um sér- staka söfnunarseðla og bjóða sem flestum vinum og kunningjum á- skrift að blaðinu fyrir oíctóber- nóvember á sérstökum afsláttar- kjörum. Ávísanir á álík kjör liggja frammi í flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins Hverfisgötu 105 og á Þjóðviljanum Síðumúla 6. Þar er síminn 81333 og geta menn beðið um að fá sendan bunka af ávísun- um heim til sín. Takmarkið með þessari áskrift- arherferð er 1000 nýir áskrifendur að blaðinu fyrir næstu áramót og er þessi söfnun kynningaráskrift fyrir október-nóvember, fyrsti liðurinn í því. - v. Kvíslarveitumar fá þungan dóm Slá Kröflumístökm út Mesta afstyrmi í virkjunum á íslandi, segir Sigurjón Rist vatnamælingamaður „ Þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, þáeru Kvíslarveiturnar líklega mesta afstyrmi í virkjunumáíslandi. Þærslá mistökum einsog Kröflu og lekanum í Sigöldu við,“ sagði Sigurjón Rist, vatnamælinga- maður í viðtali við Þjóðvijann í gær. Sigurjón lýsti í blaðaviðtali þegar í október í fyrra vantrú sinni á Kvíslarveitum. Jóhannes Nordal heldur því fram í fjölmiðlum í gær að mikil- vægast sé að halda Kvíslarveitun- um fyrir ofan Þórisvatn áfram, þó aðrar virkjanaframkvæmdir stöðv- ist vegna fjárskorts. Sigurjón Rist kvað nafnið á Kvíslarveitum ekki vera traustvekjandi. Þetta væru smá ár og þarna væri verið að gera hverja stórstífluna á eftir annarri til þess að reyna ná þeim yfir hæð og koma þeim frá Þjórsá inní Köldukvísl. í fyrsta lagi væri verið að taka vatn sem lenti hvort eð er inní Búr- felli, svo að vatnið notaðist aðeins fyrir Sigöldu og Hrauneyjarfoss. í öðru lagi væri þarna verið að byggja stíflu yfir sprungið land í Eyvindarveri, þarsem lindir koma upp og hætta væri á að þær færu hina leiðina eftir að lónið er komið upp; landið yrði lekt. „En þetta er sérfræði jarðfræðinga en ekki vatnamælingamanna, svo ég hef fyrirvara", sagði Sigurjón Rist. Sigurjón kvað fráleitt og furðu- legt í Ijósi þessa að það skuli vera lagt í svo dýrar framkvæmdir og ótryggar einsog Kvíslarveitur. Gæti verið um dapurleg mistök að ræða. Þá kvað Sigurjón nafnið Sultartangavirkjun vera villandi. Þar væri einungis um miðlun að ræða. Sigurjón Rist hefur áður reynst sannspár um virkjanir hér á landi einsog t.d. þegar hann sagði fyrir um ísinn í Búrfelli og fleiri meinbugi á þeirri virkjun. -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.