Þjóðviljinn - 30.09.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 30.09.1983, Side 1
Þessa stundina heldur Sverrir Hermannsson um öll ráðuneyti Sjálfstæðis- flokksins. Sjá 16 september 1983 föstudagur 222. tölublað 48. árgangur Bílarúlletta Steingríms í nýju ljósi: N ÝI BÍLLINN GEFINS Og 400.000 kr. til viðbótar í vasann! Hjá Véladeild Sambandsins stend- ur nú Blazer-jeppi brúnn að lit, ár- gerð 1979. Hann er til sölu á kr. 430.000, ekinn 60 þúsund kíló- metra, með útvarpi og segulbandi. Seljandi er Stcingrímur Hermanns- son forsætisráðherra. Bíllinn, sem er af stærri gerðinni, var keyptur árið 1979 með sérstökum samningi Innkaupastofnunar ríkisins og Steingríms Hermannssonar þáver- andi dóms- og landbúnaðarráð- herra. Þær reglur hafa gilt um afskriftar- peninga til ráðhera, sem nota eigin bíla í vinnunni, að þeir fá greitt árlega 1/10 hluta af kaupverði nýrrar bifreiðar af sömu gerð. Samkvæmt þessari reglu hef- ur Steingrímur Hermannsson frá 1979 fengið í sinn hlut greiðslu ár- lega tíunda hluta af kaupverði nýs Blazer-jeppa. í ár kostar Blazer-jeppi af stærri gerð 1.3 milljónir króna. Steingrímur hefur því fengið árlega sem nemur 130 þúsund að núvirði í afskriftarpeninga. Ljóst er því að á tímabilinu frá 1979 hefur forsætis- ráðherra fengið í afskriftarpeninga nær alla þá fjárhæð, 500 þúsund krónur, sem hann þurfti að greiða fyrir nýja Blazerinn af minni gerð- inni, eftir að 700 þúsund króna að- flutningsgjöld höfðu verið felld niður. Hann fær því Blazerinn nýja nær gefins og auk þess í aðra hönd söluandvirði gamla Balzersins, rúmlega 400 þúsund krónur. Afskriftarpeningar eru greiddir fyrir eigin bíla ráðherra sem þeir nota í vinnunni, auk reksturs-, viðhalds- og bensínkostnaðar. Þessir peningar eru greiddir einu sinni á ári. Leitað er eftir upplýs- ingum um hvað bíllinn kostar nýr og af því greiddur tíundi hluti, sam- kvæmt upplýsingum Gísla Árna- sonar í forsætisráðuneytinu. Þann- ig ætti forsætisráðherra nú að fá tíunda hluta árlega af 1.3 milljónum króna eins og nýr Blazer kostar í dag, en ekki tíunda hluta af 500 þúsund krónum, sem var það verð er hann fékk bifreiðina keypta á. Gísli Árnason sagði í gær, að þetta væri aðeins „almenn vinnu- regla og ekki áfrávíkjanleg, enda fyndust þess dæmi að ekki hafi ver- ið farið eftir henni. Sjálfur segir forsætisráðherra í viðtali við Morg- unblaðið í gær: „Þá má geta þess að auk rekstrar bireiðarinnar greiðir ríkið afskriftir og þá eingöngu af því verði sem ég borga fyrir bílinn, þannig að það verða minni greiðslur heldur en ef ég hefði greitt tollinn sjálfur". Það er því ljóst að þessi yfirlýsing forsætisráð- herra stangast á við hina „almennu vinnureglu“ sem tíðkast hefur við afgreiðslu ráðherrafríðinda í bfla- málum. -hó/ekh/ór. Blazerinn frá 1979 á bílasölunni apeninga" vegna þessa bíls. gær. Á hverju ári síðan 1979 hefur Steingrímur fengið úr ríkissjóði jafngildi 130.000 kr. að núvirði í „afskrift- Vasapeningar gamla fólksins: Ekkí sök T ry ggingaráðs Atvinnumál kvenna og launamis- rétti kynjanna er til umfjöllunar í opnu blaðsins í dag. Sagt er frá um- ræðum á ráðstefnunni á Seltjarn- arnesi um síðustu helgi. segir Jóhanna Sigurðardóttir kynna sér allar hliðar þessa „vasa- peningamáls”, fletta samþykktum Tryggingaráðs og blaðafregnum. „Það er fráleitt að Tryggingaráð hafi samþykkt eitthvað um að skerða lögbundinn rétt þessa fólks. Þvert á móti hefur ráðið staðið í stríði um að fá að gera meira fyrir bótaþega Tryggingastofnunar”, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, al- þingismaður og fulltrúi í Trygg- ingaráði í gær. í blaðaviðtali við skrifstofustjóra heilbrigðis- og tryggingaráðuneytís í gær kemur fram að ráðuneytið skýtur sér bak við fundargerð Tryggingaráðs frá 1. júní til að hvít- þvo hendur sínar af málinu. Jóhanna sagðist nú vera að „Sá gangur mála á Tryggingaráðs- fundi sem Morgunblaðið lýsir”, kemur mér mjög á óvart”, sagði Jóhanna, „og sat ég þó fundinn. Það er útilokað að Tryggingaráð geti gert samþykktir sem brjóta í bága við lög og reglugerðir og á fundinum 1. júní var ekkert „sam- þykkt” um 8% verðbótahækkun. Hún var einfaldlega lögboðin, rétt eins og áfangahækkunin”, sagði Jóhanna að lokum. Sjá viðtöl á síðu 3. ~ÁI Útför Gunnars í dag Útför dr. Gunnars Thoroddsen fyrrum forsætisráðherra fer fram ídagfrá Dómskirkjunni. Hefst athöfnin kl. 13.30 ogmunséra Þórir Stephensen dómskirkjuprestur jarðsyngja. Útförin er á kostnað ríkisins í virðingarskyni við hinn látna, og verður henni útvarpað. Kaupmenn í Reykjavík ekki hrifnirafþvíað Hagkaup fái að reisa stórmarkað í nýja miðbænum í Kringlumýri. Ráðherrar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks: Notuðu ekki bflafríðindin Fréttin um 7Ö0.00Ö kr. bíla- fríðindi Steingríms Hermanns- sonar hefur vakið mikla athygli um allt land. Forsætisráðherra er nú að nýta sér heimild sem ráð- herrarnir í ríkisstjórninni 1978- 1979 lýstu yfir að ckki ætti að beita. Það voru ráðhcrrar Al- þýðuilokksins og Alþýðubanda- lagsins scm höfðu forgöngu um að ráðherrar ættu að afsala sér þess- um afsláttarrétti við bílakaup. Síðan 1978 hafa Svavar Gests- son, Kagnar Arnalds og Hjör- leifur Guttormsson verið ráð- herrar Alþýðubandalagsins og hal'a þeir allir starfað í samræmi við yfirlýsingu um afsal á bílafríð- indum ráðherra scm gefin var 1978. Sama gerðu ráðhcrrar Al- þýðuflokksins í ríkisstjórnunum 1978-1979 og 1979-1980. Þá voru Bcncdikt Gröndal, Kjartan Jó- hannsson, Sighvatur Björgvins- son, Magnús H. Magnússon, Bragi Sigurjónsson og Vilmundur Gylfason ráðherrar fyrir Alþýðu- flokkinn. Þegar Steingrímur Hermanns- son notfærir sér nú að fá 700.000 kr. fríöindi við bílakaup er hann að brjóta gegn vfirlýsingu sem hann stóð að 1978. Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson greiddu fullt verð fyrir sína ráðherrabtla sem þeir áttu sjálfir. Svavar Gestsson not- aði bíl sem félagsmálaráðuneytið átti og gekk til eftirmanns hans í ráðherrastól. -ÁI uúanum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.