Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. september 1983 Kjósarsýsla: Og enn „blakta“ hœnsnin Árið 1981 áttu íbúar Kjósarsýslu 944 nautgripi. Þeir voru orðnir 991 ári síðar og hafði þannig fjölgað um 47. Sauðfé fór hins- vegar talsvertfækkandi. Það var 6728 kindur 1981 en 6196 1982. Fækkunin nam 532 kindum. Hrossum fækkaði einnig ofur- lítið. Árið 1981 voru þau 716 í sýslunni en 1982 584,32 færri. Svínin voru 164 1981 en 176 1982 og hossar sú fjölgun ekki hátt. Það er fyrst þegar kemur að hænsnunum sem bragð verður að búskapnum. Arið 1981 voru þau 81184 en eru orðin 92151 1982. Fleygir hænsnastofninum þannig fram um 10967 fugla á einu ári. Heyfengurinn er talsvert meiri 1982 en 1981. Fyrra árið var hann 39800 rúmm. af þurrheyi og 2146 rúmm. af votheyi en 1982 var þurrheyið 44107 rúmm. og vothe- yið 2479 rúmm. Kartöflurækt er lítil í Kjósarsýslu. Hún var aðeins 17 hektokg. 1981 og 16 hektokg. 1982. Sýslubúar seiglast meira við rófnaræktina. Uppskera þeirra af rófum var 61 hektokg. 1981 og 82 hektokg. 1982. - mhg. Fallbyss- urnar fengust ekki Dátarnir hans Trampe höfðu lok- ið við að hlaða upp Battcríið vor- ið 1852. Þóttu þær hervarnir hin- ar myndarlegustu. En fyrir lítið kemur hervarnarvirki ef engin vopn eru þar fyrir. Þetta var Trampe, yfirauditör úr danska hernum auðvitað Ijóst. Því fór hann fram á það við stjórnina að hún sendi sér 5 fall- byssur, annað hvort 12 eða 18 punda, til þess að koma fyrir í virkinu. Skyldu þær hvíla á fær- anlegu undirlagi svo auðveldara væri að „fíra“ í allar áttir, ef á þyrfti að halda. En stjórninni leist ekki sem best á þetta fyrir- tæki, hefur sennilega sýnst að herví.rnir á íslandi yrðu nokkuð kostnaðarsamar. Trúlega þótt það alveg nóg að halda hér uppi herliði til þess eins að endurreisa minnismerki hundadagakon- ungsins, þótt ekki væri nú þar að auki farið að flytja hingað fall- byssur og skotfæri. Endaði þetta með því að stríðsmennirnir voru kallaðir heim til Danmerkur um vorið. Lauk þar með hersetu hinni fyrri. Einn af hagyrðingum bæjarins, Brynjólfur Oddsson, bíikara- sveinn, gerði sér lítið fyrir og orti einskonar eftirmæli um herliðið og hreystiverk þess. Voru það hvorki meira né minna en 109 er- indi og dýrt kveðin að auki. - mhg. Söngsveitin Fílharmónía Viðmikil vetrardagskrá Bubbi Morthens heldur tónleika á Austurlandi vikuna 3.10-9.10. A tónleikunum leikur Bubbi lög af sólóplötu sinni „Fingraför“ og einnig lög af eldri plötum. Tónleikarnir verða sem hér segir: Mánud. 3. okt. kl. 9.00 Félagshcimilinu Þórshöfn, þriðjud. 4. okt. kl. 9.00 Valaskjálf Egilsstöðum, miðvikud. 5. okt. kl. 9.00 Félagsheimilinu Herðubreið j Seyðisfirði, fimmtud. 6. okt. kl. 9.00 Félagsheimilinu Félagslundur Reyðarfirði, laugard. 8. okt. kl. 9.00 Egilsbúð Neskaupstað, sunnud. 9. okt. kl. 9.00 Félagsheimilinu Sindrabæ Höfn Hornafirði. Aldrei aftur á Logalandi í kvöld Sl. miðvikudag birtist hljóm- Lyngbrekku í kvöld, föstudag. leikaskrá Aldreiafturhérá2. síð- Rétt staðsetning mun hinsvegar unni og sagði að þau yrðu í vera Logaland, kl. 21.00. Forsetaheimsóknin aftur í Austurbœjarbíói Á laugardagskvöldið hefjast að nýju sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á franska gaman- leiknum Forsetaheimsókninni, sem sýndur var í Iðnó í fyrravetur við miklar vinsæidir. Áð þessu sinni verður leikritið sýnt á mið- nætursýningum í Austurbæjarbí- ói og hefjast þær að venju kl. 23.30. Gamanleikurinn Forsetaheim- sóknin er eftir tvo kunna franska háðfugla, Regó og Bruneau, en Þórarinn Eldjárn hefur þýtt leikinn á íslensku. Leikritið fjall- ar um venjulega fjölskyldu sem fær Frakklandsforseta í- heim- sókn og gerist margt sögulegt í því boði. Tólf leikarar koma fram á sýn- ingunni. Með stærstu hlutverk fara Kjartan Ragnarsson, Soffía Jakobsdóttir, Sigríður Hagalín, Guðrún Ásmundsdóttir, Gísli Halldórsson, Guðmundur Páls- son, Margrét Helga Jóhannsdótt- ir og Hanna María Karlsdóttir. Aðrir leikendur eru Steindór Hjörleifsson, Karl Guðmunds- son, Harald G. Harálds. Leik- mynd og búningar eru eftir fvar Török en leikstjóri er Stefán Baldursson. Á myndinni eru Kjartan Ragn- arsson og Guðrún Ásmundsdótt- Söngsveitin Fílharmónía á þegar allmörgárað baki. Upphafhenn- ar er að rekja til ársins 1959. Þá var stofnað félag, sem hafði það að markmiði að koma á fót blönd- uðum kór, sem hefði til þess burði að flytja stærri kórverk með sin- fóníuhljómsveit. Kórinn var stofnaður og söngstjóri ráðinn dr. Róbert A. Ottósson, frábær tónlistarmaður og kórstjóri. Stjórnaði hann síðan söng- sveitinni þar til hann andaðist 10. mars 1974. Ekki leið á löngu þar til fyrstu tónleikarnir voru haldnir. Fóru þeir fram í Þjóðleikhúsinu í apríl 1960. Flutti kórinn þá Carmina Burana eftir Carl Orff. Þjóð- leikhúskórinn og Sinfóníuhljóm- sveitin tóku og þátt í flutningnum en einsöngvarar voru Kristinn Hallsson, Þorsteinn H. Hannes- son og Þuríður Pálsdóttir. Aðalverkefni Söngsveitarinn- ar hafa allt frá upphafi verið flutningur kórverka með Sinfóní- uhljómsveitinni. Eftir að ísinn hafði verið brotinn með því að flytja Carmina Burana tók hvert stórverkið við af öðru: Sálumess- ur Brahms, Mozarts og Verdis, Messias Hándels, Missa Solemn- is og 9. sinfónía Beethovens, sem Söngsveitin flutti fyrst 1966 og vakti svo mikla hrifningu að hún var flutt fimm sinnum, fyrir fullu húsi í Háskólabíói. Mesta stórvirki kórsins mun þó efalaust teljast flutningur hans á Missa Solemnis í maí 1970. Er vandséð að sá flutningur hafði verið mögulegur án áræðis, dugn- aðar og snilli dr. Róberts. Þegar hann féll óvænt frá fannst mörg- um, bæði söngfólki og öðrum, að komið væri að leiðarlokum fyrir Söngsveitinni. Er og ekki að vita hvernig farið hefði ef svo hefði ekki viljað til að hún hafði tekið að sér að syngja Völuspá Jóns Þórarinssonar á þjóðhátíðinni. Varð úr að Jón tæki sjálfur að sér að æfa verkið og stjórnaði hann frumflutningi þess á Arnarhóli 3. ágúst 1974. Ýmsir mætir tónlistarmenn hafa síðan stjórnað Söngsveit- inni, Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti þó þeirra lengst. Haldið hefur verið áfram flutn- ingi klassískra tónverka ásamt ís- lenskum verkum og upp á síð- kastið hafa óperur einnig verið á dagskrá. I fyrrahaust réðist Guðmundur Emilsson til Söngsveitarinnar sem stjórnandi hennar. Og sl. vetur, frá áramótum að telja, voru verkefni Söngsveitarinnar kórhlutverk óperunnar Tosca, Requiem eftir Fauré og 9. sinfón- ían í byrjun júní. Á síðasta starfs- ári fór Söngsveitin í fyrsta sinn út á land með Sinfóníuhljóm- sveitinni, þegar óperan Tosca var flutt á Akureyri í maílok. Von- andi verður framhald á slíkum ferðum. Mikil bjartsýni ríkir hjá söng- félögunum nú í byrjun þessa starfsárs ekki síst vegna þess, að Guðmundur Emilsson hefur tekið að sér stjórnina áfram. „Því reynslan hefur sýnt“, segja þeir, „að það er algert grundvallarat- riði í svona starfsemi að hafa traustan og öruggan stjórnanda til frambúðar, þannig að það geti skapast góð samvinna og traust á milli kórfélaga og stjórnanda.“ Aðalverkefni Söngsveitarinn- ar nú í vetur verða þessi: Requiem eftir Jón Leifs. „Dies Irae“ (Auschwits Orat- orium), eftir pólska tónskáldið Penderecki. Það var samið vorið 1967, að beiðni alþjóðlegrar nefndar, sem undirbjó minning- arathöfn um fórnarlömb nasista í Auschwits fangabúðunum. Verkið fram frumflutt í apríl Guðmundur Emilsson, stjórn- andi Fflharmóníunnar. sama ár og fóru tónleikarnir fram á rústum þessara mikilvirkustu útrýmingarbúða Hitlers. Verkið er samið í kjölfar Lúkasarpassíu Panderecki, sem talið er mikil- fenglegasta kórverk, sem samið hefur verið á seinni hluta 20. aldar. „Dies Irae“ svipar mjög til passíunnar nema hvað óratorían er styttra verk, tekur tæpan hálf- tíma í flutningi. „Dies Irae“ er samið fyrir stóra hljómsveit, kór og einsöngvara. Það er nú flutt í tilefni af friðarumræðu. Flutning- ur þessara verka fer fram í Há- skólabíói 19. jan. n.k. Lucia di Lammermoor eftir ít- alska tónskáldið Donizetti verð- ur flutt í Háskólabíói 1. marsn.k. Donizetti samdi þessa óperu 1835. Var hún frumflutt í Napolí sama ár. Texti óperunnar er byggður á skáldsögu eftir Walter Scott og saminn af Salvadore Cammerano. Þetta er „tragisk" ópera í 3 þáttum og eitt af þekkt- ustu og stórbrotnustu verkum Donizettis. Kórarnir eru mjög fallegir og bæði fyrir karlakór og blandaðan kór. Kórfantasía í c-moll op. 8 eftir Beethoven verður flutt í Háskól- abíói 17. maí í vor. Kórfantasían er samin 1808, frumflutt í Vínar- borg sama ár, um líkt leyti og 5. og 6. sinfónía hans. Verkinu svip- ar til eins kafla úr píanókonsert og er kórsöngur í lokin. Hlutverk kórsins er því fremur lítið en mjög skemmtilegt. Minnir á 9. sinfóníuna. Auk kórsins koma fram 6 einsöngvarar og hljóm- sveit. Fantasían er sungin á þýsku en höfundur kvæðisins er óþekkt- ur. Kórfantasían var sungin af Fílharmóníu 1978. Stjórn Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu skipa nú: Dóróthea Einarsdóttir, formaður, Gunnar Böðvarsson, varaformaður, Anna María Þórisdóttir, ritari, Jóhanna Ögmundsdóttir, gjald- keri og Sigríður Ása Ólafsdóttir, meðstjórnandi. - mhg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.