Þjóðviljinn - 30.09.1983, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.ÍINN Föstudagur 30. september 1983
Minning
Dr. Gunnar Thoroddsen
fyrrverandi forsætisráðherra
f. 29. desember 1910
d. 25. september 1983
Því var haldið fram er Gunnar
Thoroddsen varð forsætisráðherra
að þar hefði hann framar öðru látið
undan eigin metnaði; hann hafi
ekki vílað fyrir sér að yfirgefa
flokksfélaga sína í þessu skyni. Um
það voru skrifaðar margar greinar
og ljótar og ræður fluttar á alþingi
af sama toga. Þeir textar gleymast
vonandi fljótt, en eftir stendur í
mínum huga önnur staðreynd:
Gunnar Thoroddsen tók pólitíska
áhættu í febrúar 1980 vegna þess að
hann var sannfærður um að þjóð-
inni gæti stafað hætta af því að ut-
anþingsstjórnir tækju hér völdin.
Slíkt gæti haft varanleg og háskaleg
áhrif á stjórnkerfi landsins og lýð-
ræðislegar leikreglur þjóðarinnar
til frambúðar. Það var rétt ályktun,
en hún var grundvöllur stjórnar-
myndunar hans 1980.
Ég hafði ekki kynnst manninum
áður; ég man ekki eftir hvort við
höfðum nokkurn tímann hist fyr en
haustið 1978. Ég hafði mínar skoð-
anir á pólitískri stefnu hans og
skoðun, og hef enn að sjálfsögðu.
Ég hafði skrifað fjöldann allan af
greinum, iöngum og stuttum, um
stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem
Gunnar Thoroddsen sat í 1974-
1978, sem ég taldi og tel að hafi
verið vond ríkisstjórn. Þrátt fyrir
það er athyglisvert að það er ein-
mitt úr ráðuneyti Gunnars Thor-
oddsen í þeirri ríkisstjórn - félags-
málaráðuneytinu - sem einna helst
ber á jákvæðum málefnum sem eru
byggð á „mannlegum sjónarmið-
um“. Þar vil ég nefna lögin um
vinnuvernd og lögin um verka-
mannabústaði. Hann hafði mikla
ánægju af því að þoka þeim málum
fram í sinni ríkisstjórn og studdi
mig drengilega í þeim efnum þrátt
fyrir gagnrýni annarra ráðherra.
Þegar árásirnar á húsnæðiskerfið
stóðu sem hæst tók hann upp
hanskann fyrir þær breytingar og
varði verkamannabústaðakerfið af
miklu afli og var raunar eini sam-
starfsmaður minn sem gaf þeim
málum einhvern gaum. Jafnframt
þessum félagslegum málefnum rík-
isstjórnar Gunnars Thoroddsen
sem skipa íslandi sérstöðu meðal
Norðurlandaþjóða síðustu árin
lagði hann áherslu á margvíslega
þætti sem sumir þokuðust nokkuð í
stjórnartíð hans. Meðal annars
lagði hann mikla áherslu á jafnvægi
í ríkisfjármálum og veitti Ragnari
þar stuðning þegar fast var sótt að
ríkissjóði. Hann var kappsmaður
um þróun íslensks iðnaðar og sótt-
ist ekki eftir alræði erlendra stór-
fyrirtækja í íslensku atvinnulífi.
Gunnar Thoroddsen var alinn
upp í umhverfi menntunar og
menningar; sjálfstæðisbaráttan var
umræðuefni á bernskuheimili hans
og við ræddum stundum um þessi
mál þegar tóm varð til. Honum
gast ekki að hugmyndum um út-
færslu herstöðvarinnar. Hann ieit á
herinn sem illa nauðsyn en ekki
æskilegan hluta þjóðlífsins eins og
ætla má stundum. Gunnar var stað-
fastlega þeirrar skoðunar að
bandaríski herinn hefði hér hlut-
verki að gegna um sinn, en hann
vildi setja skorður við athöfnum
hersins á öllum sviðum.
Ég gat þess að ég hafði ekki
þekkt Gunnar fyrr en stjórnin varð
til veturinn 1980. Hann var þá
nokkurn veginn nákvæmlega tvis-
var sinnum eldrí en ég og hug-
myndir mínar um manninn voru
blendnar. Eftir þvf sem lengra leið
á samstarf okkar eyddist efinn æ
meir, og ég undraðist það og undr-
ast það enn að slíkur maður skuli
ekki hafa verið settur á fremsta
bekk í sínum eigin stjórnmála-
flokki. Það er undarlegur stjórn-
málaflokkur sem ekki þorir að
meta hæfileika Gunnars Thorodd-
sen.
Gunnar var laginn samninga-
maður; þegar spennan var mest á
ríkisstjórnarfundum dugði ein góð
saga að vestan til þess að breyta
stemmningunni. Gunnar hafði líka
lag á því að orða flókin ágreinings-
mál á þann hátt að allir gátu vel við
unað. Hann var þannig í senn
skarpur og skemmtilegur meistari
málamiðlunarinnar.
Ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sen hélt 374 fundi; hann sat þá
nærri alla sjálfur. Ég tók eftir því á
síðasta fundinum að honum var
nokkuð brugðið og í rauninni voru
það veikindi hans sem komu í veg
fyrir það að hann héldi áfram í
stjórnmálabaráttu síðustu kosn-
inga. Greinilegt var af síðustu þing-
ræðu hans að hann var enn með
hugann við að halda áfram barátt-
unni.
Auk þeirra funda sem ríkis-
stjórnin hélt hittumst við jafnoft
ýmist tveir til að ræða málin eða
með Steingrími. Það voru yfirleitt
góðir og heiðarlegir fundir þar sem
málin voru metin af óvenjulegri
hreinskilni. Þessir aukafundir sem
Ólafur Jóhannesson kallaði stund-
um í gamni „æðsta ráðið“ voru
mikilvægur þáttur í að halda stjórn-
inni saman. Af þessu sést að það
var mikið verk að stýra stjórn
ólíkra sjónarmiða og það var ekki á
færi annars manns en Gunnars
Thoroddsen. Svo harðar voru deil-
urnar stundum milli okkar og
Framsóknar; samstarf Alþýðu-
bandalagsins við forsætisráðherr-
ann var hinsvegar gott allan tím-
ann.
Um Gunnar Thoroddsen er ekki
hægt að skrifa stutta grein; um
hann verða vonandi skrifaðar
bækur. í þessu greinarkorni hef ég
aðeins tínt saman fáein atriði úr
samstarfi okkar. Ég tel að með
Gunnari Thoroddsen hafi hið
mannlega sjónarmið misst öflugan
iiðsmann, sem einmitt nú hefði
þurft að vera á vettvangi þegar fast
er sótt að mannlegum verðmætum.
Ég og konan mín eignuðumst
góða kunningja í þeim Gunnari og
Völu. Völu flytjum við samúðar-
kveðjur, svo og börnum þeirra og
öðrum aðstandendum. Þau eiga í
fórum sínum minningu um mikil-
hæfan mann sem skildi eftir sig
spor í þjóðlífinu öllu; sú minning
verður best geymd í sátt við
mannleg sjónarmið.
Svavar Gestsson
Ég ólst upp við þær aðstæður að
margir fóru um hlaðið. Hallorms-
staðaskógur laðaði til sín fólk úr
fjarlægum landshlutum, einkum
eftir að staðurinn komst í vegasam-
band á fjórða áratug aldarinnar.
Það var einn lognkyrran sumar-
dag nálægt stríðslokum að ég sat á
barði við kirkjugarðinn rétt utan
við bæinn. Þá gengu þar hjá eftir
þjóðveginum karl og kona prúðbú-
in og glæsileg að mér þótti og
leiddust arm í arm. Ég þóttist bera
kennsl á karlmanninn af myndum
úr ísafold og Verði og fékk þa£
staðfest inni í bæ skömmu síðar, að
Gunnar Thoroddsen alþingismað-
ur dveldi í Húsmæðraskólanum
með konu sinni Völu.
Þessi mynd af þeim hjónum á
morgungöngu í hásumarblíðunni
festist í huga mér, sennilega af ýms-
um ástæðum. Forystumenn úr
Sjálfstæðisflokki voru ekki dag-
legir gestir á Héraði á þeim árum
og glæsibragur og fas þessara ungu
hjóna var heldur ekki í ætt við
hversdaginn.
Síðan liðu yfir 30 ár og ég var
áhorfandi úr fjarska að göngu
Gunnars Thoroddsens um refil-
stigu stjórnmálanna, upp og niður,
meðal annars í forsetakosningum
1968, þar sem hann hlaut dræmar
undirtektir hjá Austfirðinguni.Hins
vegar voru það aðrir og honum ná-
tengdari í flokki sem settu steina í
götu hans á þessum árum.
Líklega átti Gunnar Thoroddsen
fremur auðvelda leið til metorða
framan af ævi, þar sem meðfæddir
hæfileikar og heimanfylgja lögðust
á eitt. En á þessu varð breyting og
Gunnar er að minni hyggju gott
dæmi um mann sem herðist við
mótlæti og náði því að endurmeta
eigin stöðu nánast frá grunni, þá
kominn yfir miðjan aldur.
Síðsumars 1978 tók ég við lyklin-
um að iðnaðarráðuneytinu úr
hendi Gunnars Thoroddsens og
hafði þá ekki hitt hann fyrr. í því
ráðuneyti hafði hann verið hús-
bóndi í fjögur ár, og jafnframt
gegnt því starfi félagsmálaráð-
herra. í félagsmálaráðuneytinu var
Gunnar m.a. í snertingu við sveit-
arstjórnarmálefni, sem hann var
gjörkunnugur frá starfi sínu í borg-
arstjórn Reykjavíkur um langt ára-
bil. Þau tengsl urðu honum nota-
drjúg ekki síður en reynslan af
þingmennsku sem fulltrúi dreifbýl-
iskjördæmis framan af ævi. Gunn-
ar þekkti mikinn fjölda manna af
vettvangi sveitarstjóra víða á
landinu og var þannig í snertingu
við viðfangsefni og hag fólks í
dreifbýli. Þetta setti mark á starf
hans sem ráðherra, m.a. í orku- og
iðnaðarmálum. Hann hafði áhuga
á hitaveituframkvæmdum víða um
land og góðan skilning á að þörf
væri á að ráðast í virkjanir víðar en
á Suðurlandi.
Þrátt fyrir mikinn ágreining við
Alþýðubandalagið á sviði iðnaðar-
og orkumála varð Gunnar ekki
talsmaður þeirra sem afhenda
vildu útlendingum tögl og hagldir í
stóriðju og hagnýtingu orkulind-
anna. Þar eins og á mörgum öðrum
sviðum greindi hann á við sterk öfl í
sínum flokki.
Persónuleg kynni hafði ég aðeins
af Gunnari hin síðustu ár sem ég
starfaði undir forsæti hans í ráðu-
neyti. Án þeirrar nálægðar hefði
mat mitt á stjórnmálamanninum
og einstaklingnum Gunnari Thor-
oddsen eflaust orðið með talsvert
öðrum hætti að leiðarlokum.
Við myndun ríkisstjórnarinnar f
febrúarbyrjun 1980 bar hæst
óvanalega djörfung og þá áhættu
sem Gunnar var reiðubúinn að
taka. Margir hafa látið að því liggja
að persónulegur metnaður hafi þar
mestu ráðið og verið driffjöðrin.
Þegar litið er til baka tel ég hins
vegar ljóst að málefni og næmt
stöðumat stjórnmálamannsins hafi
ráðið miklu um að Gunnar ákvað
að rjúfa sjálfhelduna og afstýra
myndun utanþingsstjórnar. Með
þeirri ákvörðun og því bandalagi
sem þá tókst að mynda voru stöðv-
uð þau öfl sem nú reyna á ný að
brjóta sér farveg í þjóðmálunum.
Sem forsætisráðherra var Gunn-
ar einkar laginn verkstjóri og hann
átti jafnframt mestan þátt í að efla
vinsældir og styrk stjórnarinnar út
á við og sætta ólík sjónarmið innan
hennar. í augum almennings naut
hann eflaust þess frumkvæðis sem
hann tók með myndun stjórnarinn-
ar svo og hæfileika sinna og öruggr-
ar framgöngu. Þær eigindir voru
ekki nýjar af nálinni heldur agaðar
og ræktaðar á löngum starfsferli.
Mér kom hins vegar á óvart það
mikla starfsþrek og sú elja sem
þessi sjötugi maður bjó yfir allt
fram á síðasta vetur.
Við Alþýðubandalagsmenn sem
störfuðum með Gunnari Thorodd-
sen í ríkisstjórn hljótum þó um-
fram allt að meta að verðleikum
þau mannlegu sjónarmið, sem
hann gerðist talsmaður fyrir í vax-
andi mæli hin síðustu ár og andúð
hans á kaldri auðhyggju, sem nú
reynir að villa á sér heimildir undir
merkjum svonefndrar frjáls-
hyggju-
Á þessi viðhorf sín minnti Gunn-
ar skilmerkilega og að gefnu tilefni
stuttu fyrirandlátið. Á þau varnað-
arorð hans og viðhorf mættu nú
margir hlusta.
Með Gunnari Thoroddsen er
genginn einn svipmesti stjórnmála-
foringi úr röðum íslenskrar borgar-
astéttar á þessari öld. Hann var
skæður andstæðingur á pólitískum
velli, en hlýr og skemmtinn í sam-
starfi og daglegri umgengni og
kunni vel þá list að stilla saman
ólíka strengi.
Sem barn horfði ég til hans og
Völu ganga hjá við kirkjugarðinn
heima. Þá grunaði mig síst að eiga
eftir að njóta góðra stunda á heim-
ili þessara elskulegu hjóna, hvað
þá að eiga samleið með húsbónd-
anum spölkorn á vettvangi
stjórnmálanna.
Nú þegar Gunnar er allur heldur
Vala áfram veginn með það ágæta
vegarnesti sem henni er gefið,
glaðværð og þrótt sem minnir á
æsku, þótt árunum fjölgi.
Um leið og ég minnist Gunnars
Thoroddsens með virðingu og hlý-
hug vottum við Kristín Völu og
börnum þeirra einlæga samúð okk-
ar á þessum vegamótum.
Hjörleifur Guttormsson
Endurminningin merlar œ
í mánasilfri, hvað sem var.
(G. Th.)
Þegar Gunnar frændi minn er
dáinn, þyrpast minningarnar að.
Minningar frá í gamla daga. Hann
var einn af systkinum móður
minnar sem gengu mér lítilli í föð-
urstað, og er í dag kvaddur síðastur
bræðranna, sem allir hafa nú látist
með tiltölulega stuttu millibili.
Þegar ég var að alast upp voru
móðursystkini mín mér eins sjálf-
sögð og andrúmsloftið, ég vissi að
það gæti aldrei komið neitt veru-
lega alvarlegt fyrir mig, af því að ég
átti þau að. Gunnar var guðfaðir
minn og vitneskjan um að það
skipti mig alltaf miklu máli, ekki
kannski svo mikið af trúarlegum
ástæðum sem vegna hefðarinnar
sem í því fólst. En hefðir eru
nauðsynlegar manninum og gefa
honum tilfinninguna um að hann
tilheyri einhverjum og einhverju,
sé hluti af sögunni sem gengur hægt
en markvisst fram. í þeim finnum
við líka oft best þá mannlegu sam-
kennd og það öryggi sem við þörfn-
umst.
Allt í sambandi við Gunnar var
hefð. Gunnar að halda ræðu á Arn-
arhóli 17. júní. Gunnar að spila á
píanóið eða orgelið hans afa í fjöl-
skylduboðum. Gunnar að koma úr
siglingu með einhverja spennandi
gjöf frá útlöndum í farangrinum.
Og fyrsta gjöfin, sem ég man eftir
að hafa fengið, var frá Gunnari.
Það var líka fyrsta dúkkan mín.
Gul tuskudúkka, eins og þær gerð-
ust bestar á fyrstu árum stríðsins,
og var að sjálfsögðu látin heita
Gunna. Líklega hefur Gunnar ver-
ið einn í búð að velja þessa dúkku,
því að þetta var fyrir daga Völu.
Gamlárskvöldin hjá Gunnari og
Völu á Oddagötunni voru líka
hefð. Þau voru með því
skemmtilegasta sem ég vissi, og ég
hlakkaði til þeirra alit áriö. Það var
Dr. Kristján Eidjárn forseti íslands veitti dr. Gunnari Thoroddsen umboð til stjórnarmyndunar þriðjudag-
inn 5. febrúar 1980.