Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 11
Föstúdagiír* 30. september 1983 l>JÓÐVILJINN SÍtíÁ 11 •
Umsjón:
Víöir Sigurðsson
Víkingur-Kolbotn á sunnudagskvöldið:
„Þurfum meiri baráttu
og góða semmningu”
Fyrsti stórleikurinn í handknatt-
leiknum á þessum vetri verður háð-
ur í Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöldið. íslandsmeistarar Vík-
ings mæta þar Kolbotn frá Noregi í
Evrópukeppni meistaraliða. Þetta
er síðari leikur liðanna en þeim fyr-
ri, sem fram fór um síðustu helgi,
lauk með sigri norsku meistaranna,
20-18.
„Við getum leikið mun betur hér
heima en í Osló. Við þurfum meiri
baráttu og áhorfendur geta hjálpað
mikið til með góðri stemningu",
sagði Havlik, hinn tékkneski þjálf-
ari Víkings. „I Osló sýndum við
góðar 20 mínútur í byrjun en síðan
misstum við einbeitingu og ögun og
fengum á okkur fjögur mörk á
stuttum kafla. Víkingur getur sig-
rað á sunnudagskvöldið og komist í
2. umferð, á því er enginn vafi“.
Norska liðið er að leika í fyrsta
skipti í Evrópukeppni en það varð
meistari í fyrra í fyrsta skipti. Það
er skipað reyndum og harð-
skeyttum leikmönnum og þrír
þeirra eru núverandi landsliðs-
menn. Það eru hornamennirnir Vi-
dar Bauer og Sven Ivar Storkaas
sem mikið er byggt uppá og skyttan
Lars Christian Hanneborg. Sá síð-
astnefndi er skotharður með af-
brigðum, mælingar hafa sýnt 110
km hraða á knettinum í skotum
hans, og hann hefur fengið tilboð
um að leika með hinu geysisterka
spænska félagi Atletico Madrid.
„Það er draumurinn að komast í
2. umferð og mæta þar Kiel frá
Hvað gera Viggó Sigurðsson og fé-
lagar gegn norsku meisturunum
Kolbotn á sunnudagskvöldið?
HM 1985 ÍR er efst
Heimsmeistarakeppni félagsliða
verður að ölium líkindum haldin í
Englandi árið 1985. Um hana samein-
ast enska knattspyrnusambandið,
enska deildakeppnin, UEFA og FIFA.
Talsmaður enska sambandsins sagði í
fyrradag að enn væri undirbúningur
á frumstigi en mjög líklegt væri að af
keppninni yrði.
Tólflið tækju þátt í keppninni.. Sex
fyrrverandi og núverandi Evrópu- og
Suður-Ameríkumeistarar, eitt lið frá
Afríku, eitt frá Asíu, eitt frá Mið-
Amcríku og þremur Iiðum yrði síðan
séstaklega boðin þátttaka.
-VS
KA-Valur
Einn leikur verður í 1, deildakeppn-
inni í handknattleik í kvöld. KA og
Valur mætast á Akureyri og helst
viðureignin kl. 20. í 2. deild mætast
gömlu Víkingarnir, Bogdan Kow-
alczyk, sem þjálfar nú Breiðablik, og
Þorbergur Aðalsteinsson, sem.þjálfar
Þór, Eyjum. Leikur liðanna fer fram í
íþróttahúsinu í Kópavogi og hefst kl.
20.
Þrír ieikir verða í 2. deild á morg-
un. HK og Grótta leika kl. 14, ÍR og
Þór Eyjum kl. 14 og Fram-Reynir
Sandgerði kl. 15.15. Tveir síðarnefn-
du leikirnir fára fram í íþróttahúsi
Seljaskóla en sá fyrsti í Kópavogi.
ÍR tók forystuna í Reykjavíkurmót-
inu í körfuknattleik í fyrrakvöld með
því að sigra Fram 74-68. Þá léku einn-
ig ÍS og KR og sigruðu KR-ingar 70-
57.
Staðan í mótinu er þessi:
ÍR.............2 2 0 169-137 4
Valur..........2 2 0 135-126 4
KR.............2 1 1 133-128 2
Fram...........3 1 2 201-199 2
IS.............3 0 3 187-235 0
Mótinu lýkur um helgina. Á morg-
un leika ÍR og KR kl. 14 og Valur-IS
kl. 15.30. Á sunnudag leika KR og
Fram kl. 14 og ÍR-Valur kl. 15.30.
Keppni í kvennaflokki lýkur einnig.
ÍR og ÍS leika kl. 17 á morgun og IR og
KR á sama tíma á sunnudag: Allir
leikirnir fara fram í Hagaskóla.
ViljaWatson
West Ham, efsta liðið í 1. deild
ensku knattspymunnar er reiðubúið til
að kaupa hinn tvítuga fyrirliða Norw-
ich, Dave VVatson. Watson átti snill-
darleik með enska landsliðinu 21 árs
og yngri sem vann Dani 4-1 í síðustu
viku og þar fylgdist John Lyall, fram-
kvæmdastjóri West Ham, með hon-
um.
Wolves, sem ekki hefur unnið leik
til þcssa í 1. deild, er á höttunum eftir
einum efnilegasta framhcrja Skota.
Maurice Johnston heitir hann og
skorar grimmt fyrir Partick Thistle í
skosku 1. deildinni. -VS
Tvö laus RM í blaki
Þrjú lið heyja á næstu dögum bar-
áttu um tvö iaus sæti í 1. deild karla í
blaki. þau eru Víkingur, Fram og
Samhygð. Víkingur hafnaði í neðsta
sæti 1. deildar í fyrra en Fram og
Samhygð urðu jöfn í 2.-3.. sæti 2.
deildar. Vegna þess að Bjarmi og
UMSE hafa dregið sig útúr I.
deildinni losnuðu tvö sæti þar. Fyrsti
leikur úrslitakcppninnar fer fram á
þriðudagskvöldið og eigast þá við
Fram og Víkingur. .
HK-fundur
Aðalfundur blakdeildar HK verður
haldinn mánudaginn 3. október að
Hamraborg 1 (niðri), Kópavogi.
Fundurinn hefst kl. 19.30. Venjuleg
aðalfundarstörf.
Reykjavíkurmótið í blaki hefst um
hclgina með tveimur leikjum í karla-
flokki og einum í kvennaflokki. Leikið
verður í Hagaskóla á sunnudags-
kvöld. Kl. 19.10 mætast ÍS og Þróttur
í karlaflokki, kl. 20.30 Víkingur og
Fram í karlaflokki og loks kl. 21.50
Víkingur og ÍS í kvennaflokki.
Sektaðir!
Allt knattspyrnulandslið Chile, að
markverðinum undanskildum, hefur
verið sektað stórlcga fyrir slælega
frammistöðu. Chile missti af sæti
undanúrslitum Ameríkubikarsins
með jafntefli, 0-0, í Venezuela, og
knattspyrnusamband landsins ásakar
leikmenn fyrir áhugaleysi og ábyrgð-
arleysi.
Vestur-Þýskalandi, liði Jóhanns
Inga Gunnarssonar, sagði Ólafur
Jónsson, fyrrum landsliðsmaðurog
leikmaður Víkings sem nú helgar
sig starfsemi handknatt-
leiksdeildarinnar. „Við treystum á
að áhorfendur fjölmenni, við þurf-
um 2500 manns í Höllina til að
sleppa fjárhagslega frá þessum
leikjum við Kolbotn", sagði
Ólafur.
Víkingar hafa oft náð góðum ár-
angri í Evrópukeppni og unnið
sigra á liðum eins og Tatabanya frá
Ungverjalandi og Dukla Prag frá
Tékkoslóvakíu. Þeir þarfnast góðs
stuðnings áhorfenda til að vinna
upp forskot norsku nieistaranna en
stemningin í Höllinni hefur oft
fleytt íslenskum liðum yfir erfiða
hjalla í Evrópuleikjum og lands-
leikjum.
Forsala aðgönguniiða verður í
Laugardalshöllinni á rnorgun,
laugardag, frá kl. 13- 16. Á sunnu-
dag verður byrjað að selja miða þar
kl. 17.
-VS
Armann
fallinn
Skallagrímur heldur stigum
sínum úr viðureigninni við Ár-
mann í A-riðli 3. deildar í
knattspyrnu. Þetta var niður-
staða dómstóla ÍSÍ á þriðjudag
en áður höfðu Ármcnningum
verið dæmd stigin af héraðs-
dómi. Þar með eru Ármenning-
ar endanlega fallnir í 4. deild.
Næsta þriðjudag tekur dómstóll
ÍSÍ fyrir kæru Selfyssinga á
hendur Skallagrími. Selfossi
var dæmdur sigur fyrir héraðs-
dómstóli en Skallagrímur áfrý-
jaði til ÍSÍ, eins og fyrri kærum.
Úrslitaleikir 3. deildar fara því í
fyrsta lagi fram um aðra helgi
og verður líklega leikið á snjó-
þrúgum.
-VS
Falla Keflvíkingar
þrátt fyrir allt?
Eða verður aukaleikur um 1. deildarsæti?
Ekki virðist öruggt að Keflvíkingar haldi sæti sínu
í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, þótt Eyja-
mönnum hafi vcrið vísað úr deiidinni fyrir að leika
með ólöglegan leikmann í síðasta leik mótsins. Sani-
kvæmt reglugerðum KSÍ falla tvö lið ár hvert úr 1.
deild og Eyjamenn féllu ekki, þeim var vísað úr
keppni. Þar með eru Keflvíkingar í næstneðsta sæti
deildarinnar.
Þetta kom í ljós í samtali við einn forráðamanna
KSÍ í gær og taldi hann ekki skýrt hvað gera skyldi.
Fella Keflvíkinga beint í 2. deild og færa FH upp eða
koma á aukaieik milii Keflavíkur og FH (um 1.
deildarsætið.
Stjórnarfundur verður haldinn hjá KSÍ á mánu-
dag eða þriðjudag að viðstöddum forráðamönnum
ÍBV. Þar verður væntaniega tekin ákvörðun um
hvar Eyjamenn leika næsta sumaren menn deila nú
mjög um hvort þeir eigi að leika í 2. eða 4. deiitj að
ári. Það virðist oröið nokkuð ljóst að Eyjamenn
notuðu umræddan leikmann, Þórð Hallgninsson, í
þeirri trú að hann hefði aðeinsfengið eins ieiks bann
og því yrði áð teljast all harkalegt að láta þá byrja að
nýju í 4. deild. -VS
/
Iþróttafélagið Leiknir að rísa úr öskustónni?
„Viljum öflugt fé-
lag í okkar hverfi
Það hefur ekki mikið farið fyrir
íþróttafélagi því í Reykjavík sem
Leiknir nefnist undanfarin misséri.
Félagið, sem hefur aðsetur í
Breiðholtinu, er tíu ára gamalt um
þessar mundir en afmælisfögnuður
er ekki mikill. Nú á dögunum var
kjörin ný öflug stjórn hjá Leikni,
undir forystu Andra Bachman, og
kjörorðið er, að hans sögn: „Við
viljum öflugt félag í okkar hverfi“.
„Tíu ár í sögu félagsins hafa ver-
ið unnin fyrir gýg. Við ætlum hins
vegar ekki að líta mikið um öxl,
heldur horfa fram í tímann.
Breiðholtið er stærsta úthverfi á
landinu og það er óeðlilegt að börn
þaðan þurfi kannski alla leið vestur
í bæ til að stunda sína íþrótt“, sagði
Andri á blaðamannafundi sem hin
nýkjörna stjórn hélt í vikunni.
Leiknismenn ætla að byrja alger-
lega frá grúnni og starfið er þegar
komið í fullan gang. Fyrsta verk
stjórnarinnar var að samþykkja lög
félagsins sem höfðu verið ósam-
þykkt í tíu ár, einhverra hluta
vegna. Fyrsta árið verður eingöngu
helgað knattspyrnu og byrjað verð-
ur í kjallaranum, áhersla lögð á
yngri fiokkana. Ljóst er að 3. , 4. og
5. flokkur verða sendir í ísland-
smótið næsta sumar og ekki er úti-
lokað að 2. og meistaraflokkur
komist þá einnig í gagnið á nýjan
leik.
Mestu erfiðleikarnir sem
Leiknismenn hafa rekið sig á í
haust er hve erfitt er að fá tíma í
íþróttahúsum. „Við þurfum að
sanna okkur, einstaklingar og fyr-
irtæki fá tíma á kostnað íþróttafé-
laga en við getum ekki sannað okk-
ur nema við fáum tækifæri til þess.
Þetta er hfingrás sem erfitt er að
komast inní“, sögðu talsmenn
félagsins.
Samstarf við skólana í Breiðholti
er ofarlega á stefnuskrá hinnar
nýju stjórnar. Félagið mun standa
fyrir hugmyndasamkeppni í skól-
unum, þar verður félagið kynnt, og
stefnan er að konia á íþróttamótum
milli einstakra skóla. Þá er ætlunin
að stofna foreldrafélag til aðstoðar
við starfið í yngri flokkunum.
Leiknir hefur ráðið framkvæmda-
stjóra, Guðmundur Guðmundsson
heitir hann og veitir allar upplýs-
ingar um félagið í síma 77748.
-VS
Talsvert um félagaskipti í blakinu:
HK fær liðsstyrk og
Sveinn fer til Fram
Óvenju mikið hefur verið um félaga-
skipti í blaki í sumar og haust og ætla
margir að reyna fyrir sér hjá nýjum
félögum. Hér koma þeir helstu:
Sveinn Hreinsson. ianúsliðsmaður úr
Þrótti, þjálfar Framara í vetur og leikur
að sjálfsögðu með þeim jafnframt.
Guðmundur Pálsson kemur frá Nor-
egi þar sem hann hefur lcikið með
KFUM Osio og gengur til liðs við Þrótt.
Jason ívarsson, aðaldriffjöðrin hjá
Samhygð, leikur einnig með Þrótti í
vetur.
Haraldur Geir Hlöðversson, Eyja-
maðurinn hávaxni, leikur með nýliðum
HK. Þangað fer cinnig Benedikt Hö-
skuldsson. fyrrum Þróttari, sem var í
Bandaríkjunum í fyrra. Fyrir hjá Kópa-
vogsliðinu eru Hreinn Þorkelsson og
Samúel Örn Erlingsson svo það gæti
hæglega veitt Þrótti og IS keppni um
íslandsmeistaratitilinn.
ÍS hefur misst tvo lykilmenn frá því í
fyrra. Sigurður Þráinsson er farinn til
Bandaríkjanna og Hollendingurinn
Wim Buys er kominn til síns heima-
lands. Hann er þó jafnvel væntanlegur
aftur um áramót. Á móti hefur ÍS feng-
ið þá Finnboga Magnússon úr Fram og
Stefán Magnússon, sem dvalið hefur í
Noregi.
-VS