Þjóðviljinn - 17.10.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Síða 11
 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 NY SOKN Innréttingamennirnir Guðmundur Hannesson (t.v.) og Rafn Guðjónsson. Ljósm. E.ÓI. Það er eitt atriði varðandi þennan iðnað sem veldur ýmsum erfiðleikum, þar á meðal okkur. Það eru þessir milliliðir sem grassera svo víða. Þessir aðilar eru í sambandi við erlenda fram- leiðendur ákveðinna hluta sem við þurfum að nota við fram- leiðsluna. En þeir gera í raun ekki annað en að sjá um vissa pappírsvinnu en leggja síðan allt að 25% ofan á verðið á efninu. Þetta er borgað úti og þeir leggja þetta inn á bankareikning er- lendis. Síðan fara þeir bara út að leika sér. Þannig að það er ekki nema von að fólki finnist stund- um íslenska framleiðslan dýr.” Örugg vemd Innstæða á Kjörbók er varin gegn árásum verðbólgunnar. Þú nýtur ávallt góðra kjara hvenær sem þú leggur inn. LANDSBANKINN Grœddur er geymdur eyrir Innréttingasmíði Of mikið af eftir- líkingum Lítið samráð milli framleiðenda og hönnuða. Stendur þó til bóta, segir Rafn Guðjónsson í Innréttingaþjónustunni „Þegar tími hefur gefist, höfum við verið að prófa okkur áfram með hugmynd- ir, við höfum verið að fræsa til hurðir, þá jafnt eldhús- hurðir sem hurðir í bað- skápa. Það má kannski kalla þetta hönnun en þetta er frekar tilviljanakennt enn sem komið er.” er vonandi að það verði til þess að upplýsingaflæði milli þessara að- ila verði með betra móti en það hefur verið. Það er Rafn Guðjónsson sem er að segja frá fyrirtæki sem hann rekur í samvinnu við Guðmund Hannesson, Innréttingaþjónust-. unni á Smiðjuveginum í Kópa- vogi. Þjóðviljinn leit inn hjá þeim fyrir nokkru og spurði þá út í það sem þeir eru að gera. Þeir fram- leiða baðinnréttingar og hafa m.a. verið að vinna úr eigin hug- myndum í því sambandi. „Við höfum líka verið að teikna innréttingar eftir hug- myndum frá arkitektunum Knúti Jeppesen og Stefáni Snæbjarn- ar,” segir Rafn. „En þetta er dýrt og tímafrekt og því höfum við ekki getað unnið nógu skipulega að þessu. Við höfum verið að endurnýja tækjakost okkar og reynt að koma á eins mikilli sérhæfingu eins og hægt er í fyrir- tækinu, þannig höfum við ekki getað legið yfir hugmyndum eins og við hefðum viljað.” - Hvernig stendur íslenska framleiðslan sig gagnvart innf- lutningi? „Hún stendur nú sæmilega en ástandið gæti þó verið betra. Mér finnst félagið (Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda) ekki standa sig nógu vel. Ég held að það sé ekki hollt fyrir þennan iðn- að að svo margir af innlendu framleiðendunum skuli vera í innflutningi um leið og þeir standa í íslenskri framleiðslu. Flestir af þeim sem eru í þessu félagi eru innflytjendur á innréttingum. Þegar ástandið er þannig finnst mér varla ástæða til að ætla að þetta félag geri mikið til stuðnings íslenskri fram- leiðslu. Þetta er ekki heilbrigt ástand. Það er ekki hægt að starfa í félaginu á eðlilegum grundvelli þegar menn eru að flytja inn, sem eru í þessu félagi. Nú, svo er annað sem mér finnst að verði að nefna í þessu sambandi. Það er hinn mikli fjöldi eftirlíkinga sem er í gangi í þessum iðnaði. Það er ansi hart að sjá hluti, sem við höfum verið að vinna að í langan tíma við ær- inn tilkostnað, stillt upp í öðrum verslunum, án þess að minnsta samráð hafi verið haft við okkur. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en stuld á hugmyndum. - Hvað er hœgt að gera til að koma í veg fyrir slíka hluti? „Það eru nú ákveðnir hlutir í gangi varðandi þetta mál. Síð- astliðið vor var stofnfundur fé- lags sem heitir Form-ísland. Þetta er félag áhugamanna um framleiðslu og hönnun. Því er fyrst og fremst ætlað að gera úr- bætur í þessum málum. Því er m.a. ætlað að sjá til þess að fé- lagsmenn njóti verndar varðandi þær hugmyndir sem þeir eru að vinna með þannig að stælingar verði úr sögunni. Þetta er félag arkitekta og framleiðenda og það

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.