Þjóðviljinn - 17.10.1983, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Síða 12
NY SOKN Víða mátti sjá fiskvinnslusali nær mannlausa í sumar. Sjávarútvegur Forsenda fyrir nýrri sókn Tvífrysting sjávarafla vekurvonir um nýsköpun í sjávarútvegi. Jákvæðar niðurstöður rannsókna. Áhugi meðal forráðamanna í sjávarútvegi. Alda Möller: Kostir tvífrystingar eru afar margir. Alda Möller: Kostir tvífrystingar eru margir. Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins benda til að svokölluð tvífrysting sjávarafla geti í framtíðinni leyst marvíslegan vanda sem steðjar að íslensk- um sjávarútvegi og við urðum svo harkalega fyrir barðinu á síðast á nýliðnu sumri. Þá barst svo mikill afli á land um tíma að vinnsian hafði ekki undan og stór hluti hans fór í óhagkvæmar pakkningar, var seldur á Bretlandsmarkaði eða fór jafnvel í gúanó. Með tví- frystingu væri hægt að koma í veg fyrir þessi óheillavænlegu áhrif aflatoppa eins og þeirra sem urðu í sumar, en þá töpuð- ust gífurleg verðmæti. Ástandið í sumar er ekkert ný- næmi, þótt sjaldan hafi það verið eins slæmt og þá. Það hefur alltaf verið einkenni á sjávarútvegi okkar að á vissum tímum hafa orðið uppgrip og afla beinh'nis mokað á land. Þá hefur fólkið í landi þurft að leggja nótt við dag við að vinna aflann, „bjarga verð- mæturn" eins og sagt er. Sama fölk hefur aðrar stundir mátt bú- ast við að vera sagt upp um óá- kveðinn tíma vegna fyrirsjáan- legs aflaskorts eða þegar ein- hverjum útgerðarmanninum hef- ur dottið í hug að láta skip sín sigla með aflann ferskan á mark- að í Bretlandi eða í Þýskalandi. Þetta öryggisleysi í fiskiðnaði, lé- legur aðbúnaður, óhófleg vinnu- þrælkun á stundum og Iág laun hefur valdið því að undanfarna mánuði hefur verið nær ógern- ingur að fá þjálfað starfsfólk til að sinna þessum störfum. Þegar svo aflahrotan var í sumar var ljóst að fiskvinnslan hafði ekki bolmagn til að vinna aflann á hagkvæman hátt og gífurleg verðmæti töpuð- ust. Tvífrysting - nýr möguleiki Með nýrri tækni væri að mestu hægt að koma í veg fyrir það neyðarástand sem skapaðist í sumar vegna óstjórnar í fisk- veiðum. Tvífrysting hefur lítið verið stunduð í heiminum og fyrir íslendingum er þetta nánast nýtt fyrirbæri. í tvífrystingu felst að afli er frystur um borð í frysti- skipum, síðan er hann þíddur í landi og unninn þar með sömu afköstum og nú eru og síðan frystur á ný. Þannig er hægt að dreifa aflatoppum á vinnsluna til lengri tíma og ávallt hægt að vinna aflann í hagkvæmustu pakkningar, þannig að sem mest verð fáist fyrir vöruna. Á það hef- ur mikið skort á íslandi. Áuk þess myndi vinnuþrælkun í fiskvinnslu að mestu úr sögunni ef þessi vinn- ubrögð yrðu tekin upp í stað þeirra sem nú eru stunduð, fisk- vinnslufólk þyrfti ekki að lifa í sífelldum ótta við að verða sent heim hýrulaust vegna „afla- skorts“ og með auknum verð- mætum væri vart hægt að neita þessu fólki um betri kjör. Áhrif á gæði í skýrslu Öldu Möller starfs- manns Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins frá í sumar kemur fram að tvífrysting minnkar ekki gæði afla nema síður sé. Þar segir: „í maí 1985 gerði Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins nokkrar athuganir á áhrifum tvífrystingar á gæði þorsks. Eftir veiði hafði fiskurinn verið frystur slægður án hauss í frysti- togara. Mismunandi tími leið frá veiði til frystingar og fiskurinn fékkst í mismunandi togum. í landi var fiskurinn þíddur upp í plastpoka í köldu vatni með sí- rennsli, og var flakaður og roð- dreginn í frystihúsi fsbjarnarins og pakkað þar í 51bs öskjur... Vatnstap við þíðingu Við uppþíðingu einfrystra þorskflaka í 5 lbs pakkningum hafa rannsóknir á R.f. sýnt vatns- tap við þiðnun 5-10% á ágætu hráefni (14), þannig að vatnstap við þíðingu tvífrysta físksins nú er síst meira en vatnstap við þíðingu venjulegra afurða og vatnstap við þíðingu heila fisksins líklega síst meira en þyngdarrýrnun við geymslu í ís fyrir venjulega land- vinnslu. Áhrif á áferð Af dreifingum niðurstaðna al- mennt er ljóst að tvífrysting út af fyrir sig hefur ekki afgerandi áhrif á áferð. Líklegt er m.a.s. að venjulegir neytendur finni minni mun á ein- og tvífrystum fiski en dómararnir hér að ofan sem höfðu viðmiðunina við höndina, þ.e. staðal Engan veginn er þó hægt að fullyrða að tvífrystur fiskur geymist jafn vel einfrystum svo mánuðum skiptir og verður að athuga það vel í framhalds- rannsóknum“. Þessar rannsóknir voru gerðar á fiski sem frystur hafði verið nokkrum klukkustundum eftir að hann kom um borð í veiðiskip. í togaraflota okkar eru nú þegar frystilogarar þar sem þessi aðferð myndi koma að gagni, og þeim fer sífellt fjölgandi. En ekki er hægt að gera ráð fyrir, að því verði við komið í öllum fiski- skipum, þar sem slíkur aðbúnað- ur kallar á gífurlegar fjárfestingar sem ekki eru á allra færi. Alda Möller sagði í Þjóðviljan- um fyrir nokkru að hún teldi að frystitogarar ættu að snúa sér í auknum mæli að heilfrystingu í stað þess að fullvinna aflann um borð. „Margir hafa áhyggjur af fjölgun frystitogara og víða er áhugi á því að sporna við þessari þróun með því að taka upp tví- frystingu á fiski.“ Þegar hún var spurð hvort ekki væru aðrar leiðir til að koma tvífrystingu í fram- kvæmd en að koma fyrir frysti- búnaði í fiskiskipunum svaraði hún: „Rannsóknir okkar hafa einkum miðast við að heilfrysta fiskinn skömmu eftir að hann er veiddur þ.e.a.s. um borð í fiski- skipunum. En nú eru fyrirhugað- ar hjá okkur rannsóknir á áhrif- um tvífrystingar á fisk sem geymdur hefur verið í nokkra daga í ís er hann berst til frysti- húsanna. Markmið okkar er að komast að því hvort gæðalegur grundvöllur er fyrir slíkri vinnslu og sé svo er það auðvitað mun heppilegri lausn.“ Áhugi í fiskiðnaði Alda segir í sama viðtali að þessar rannsóknir hafi verið gerðar að beiðni íslenskra sölu- samtaka og hjá forráðamönnum í fiskiðnaði sé talsverður áhugi fyrir tvífrystingu sjávarafla. Með hliðsjón af reynslu síðustu ára ætti það að vera stjórnvöldum og eigendum frystihúsa kappsmál að þessi möguleiki sé rannsakaður til hlítar. Verði niðurstöður já- kvæðar ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að gera tilraunir með tvífrystingu og koma henni í framkvæmd innan fárra ára. Flestum er orðið ljóst að leggja verður mesta áherslu á gæði afurða, ekki magn. Tvífrysting getur orðið liður í nýrri sókn í sjávarútvegi og stuðlað að mun betri nýtingu þeirra auðæfa sem felast í hafinu umhverfis okkur. Á námsstefnu Alþýðubanda- lagsins um nýja sókn í atvinnu- málum hélt Alda Möller erindið Frá afla til afurða. Þar greindi hún frá rannsóknum á tvífryst- ingu og útlistaði hvernig hægt er að nýta hana til að samræma veiðar og vinnslu og stuðla að auknum gæðum þeirra afurða sem við nú þegar flytjum út. Hún benti jafnframt á að mögu- leikarnir á að þróa vöruna enn frekar og fara út á nýjar brautir væru fjölmargar. í erindi sínu sagði hún m.a.: Hollustuvara „Ég nefndi áðan að tvífrysting skapaði aukna möguleika á fullvinnslu fiskafurða. Flestir skynja með orðinu fullvinnsla að í því felist skurður á fiskblokkum og húðun fiskstykkja með deigi eða raspi. Þetta er hins vegar tak- markaður skilningur á orðinu og að mínu mati eru mun meiri möguleikar á fullvinnslu hér- lendis fólgnir í að auka hlutfall hæstu gæðaflokka afurða, bæði hefðbundinna flakapakkninga og með skurði á flökum í verðmætar stykkjapakkningar. Þetta heimt- ar bæði að fiskur sé unninn fers- kur, blæfallegur og laus við los, en einnig krefst þetta nýrrar vinnslustjórnunar, þ.e. vinnslu með jöfnum afköstum og sérhæ- fingar milli húsa. Auk frystingar eigum við einnig að athuga raun- hæfni þess að flytja flök út ófrosin sjóleiðis í koldíoxíð gaspakkning- um eða undir koldíoxíði í gám- um. Rannsóknir á R.f. sýndu, að verulega má auka geymsluþol fisks sem geymdur er í slíkri loft- blöndu. Ég held einnig að virkja þurfi allt starfsfólk húsanna til gæðaeftirlits og metnaðar um vöruvöndun. Slíkt krefst verk- menntunar sem löngu er orðin tímabær fyrir allt starfsfólk í fisk- iðnaði og gæti ásamt betri launum og jafnari vinnu laðað fólk til starfa. Að mörgu leyti er nú lag til að auka áhuga erlendis á aukinni fiskneyslu og gera fisk héðan verðmætari og viðurkennda holl- ustufæðu. í vfsindaritum hafa undanfarið birst margar greinar er undirstrika hollustu fisks, jafnvel til varnar gegn sjúkdóm- um. Við þetta bætist að fiskurinn við ísland er minna mengaður af eiturefnum en víða annars stað- ar. Við vinnsluna eru auk þess ekki notuð nein aukaefni, sem margir forðast, reyndar af mis- mikilli rökfestu. Flestar okkar fisktegundir verða einnig að telj- ast mjög haldgóðar í baráttu við aukakílóin og geta selst vel bara út á það. Við eigum því að selja dýrustu afurðir okkar með hollustugildið meira í huga, og þeim sem efni hafa á að velja mat út frá hollustu og bragðgæðum. Slíka vöru á hvorki að hveitihúða, djúpsteikja né blanda öðrum óæðri hráefnum s.s. sykri. Tengd þessu er sú þróun að minnka saltneyslu, og persónu- lega tel ég að léttsaltaðar afurðir þorsks og síldar eigi betri framtíð en okkar hefðbundnu harðsölt- uðu afurðir. Síld er slík hollustu- fæða fersk, fryst og jafnvel reykt að afla þarf aukinna markaða fyrir hana sem slíka. Athyglisvert er, að kannanir í Bandaríkjunum sýna að margir vita þegar um hollustu fisks, segj- ast vilja auka neysluna, en virðast ekki kunna að matreiða hann. Fiskur er að sjálfsögðu vandmeð- farinn í matreiðslu og ég held jafnvel að leggja beri mesta áherslu á að selja dýrustu afurðir okkar í veitingahúsum, þar sem áhersla er lögð á að bragðgæði fisks og næringargildi varðveitist svo að sem flestir komist að raun um að fáar fæðutegundir hafa roð við fiski í matarmenningunni." gg 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.