Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 1
DJÚÐVIUINN Fyrsti hluti úttektar Þjóðviljans á milli- liðakerfínu á Is- landi. Sjá opnu október 1983 miðvikudagur 244. tölublað 48. árgangur Forystumenn launafólks yfirgáfu fund með Steingrími og Geir „Ekki fleirí svona fundi sagði Ásmundur •n Stefánsson, for- seti ASÍ, eftir að hafa hlustað á röksemdir for- sætisráðherra. i gær kl. 16.00 boðaði ríkisstjórn til samráðs- fundar með aðilum vinnumarkaðarins um þjóðhagsáætlun. Full- trúar launþega á fundin- um, frá ASÍ, BSRB, SÍB, BHM og FFSÍ spurðu strax í upphafi fundar- ins hvort ríkisstjórnin hefði endurskoðað af- stöðu sína til samnings- réttar samtakanna. Þeg- ar í Ijós kom að afstaða ríkisstjórnarinnar var óbreytt, þótt svörin væru ekki eins afdrátt- arlaus og áður, gengu fulltrúar launafólks af fundi. Fulltrúar launafólks ganga af samráðsfundi í gær, f.v. Kristján Thorlacíus formaður BSRB, Ásmundur Stefánsson forseti ASI, Ingólfur Falsson formaður FFSÍ og að baki þcirra Magnús L. Sveinsson formaður VR, en fréttamenn fylgja áeftir. (Ljósm.: -Magnús). Á fréttamannafundi sem þau svo boðuðu til kl. 18.00 í gær kom fram að samtökin hafa ritað forsætisráð- herra bréf þar sem segir m.a. að aðilar án samningsréttar hafi ekki eðlilega aðstöðu til efnislegra við- ræðna um forsendur þjóðhagsáætl- unar, sem óhjákvæmilega tengist samningaviðræðum með beinum hætti. Samtökin segjast tilbúin til viðræðna við stjórnvöld, fái þær viðræður að fara fram á jafnréttis- grundvelli. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði í gær að samtökin væru ekki tilbúin til fleiri slíkra funda án þess að fá samningsréttinn aftur en hinsvegar væru þau tilbúin til við- ræðna við ríkisstjórnina um samn- ingsréttarmálin. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði eftir að fulltrú- ar launafólks höfðu gengið af fundi í gær að hann hefði svarað þeim því til að hann hefði óskað þess að þingnefndir lykju störfum sem fyrst um bráðabirgðalögin. Jafn- framt að þegar verðbólgan væri komin niður fyrir 30% kæmi end- urskoðun á samningsréttarbanninu til greina. „Mér skilst að þeir telji þetta ekki fullnægjandi svar, jafnvel þótt ég gengi þarna töluvert mikið lengra en í júní sl. Ég tel heldur ekki eðlilegt að ríkisstjórnin sé að gefa út yfirlýsingu um þetta mál nú, þegar það er komið í hendur þings- ins“ sagði forsætisráðherra í viðtali við Þjóðviljann. - S.dór. Hvernig verður pennastrik Alberts? ÞJOÐFELAGIÐ verður að borga Fjármálaráðherra útskýrir „lausnina” á vanda útgerðarinnar í viðtali við Þjóðviljann „Að sjálfsögðu verður vana. Þessir peningar sem þjóðfélagið að borga. Þjóðfé- sjávarútvegurinn skuldar lagið er búið að taka það koma aldrei inn. Það er stað- mikið frá sjávarútveginum reynd. Þeir geta staðið eins og þess vegna er hann fjár- lengi og hver vill sem tala í bók. Skuldirnar gera ekki annað en hlaðast upp”. Þetta sagði Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra í viðtali við Þjóðviljann í gær og hann bætti við: Þessar skuldir eru alltof dýrar kvaðir á sjávarútveginum. Hann stendur ekki undir því. Þær eru miklu dýrari en þær erlendu skuldir sem á honum hvíla, miðað við að gengi verið stöðugt. Útvegurinn er undirstaða velmegunar hér á landi og það gengur ekki að láta hann soga til sín allt sparifé landsmanna, bara í kostnað við það sem hefur og er að hlaðast upp. Það er allt annað ef rekstrar- kostnaðurinn einn er borinn uppi en þegar fjármagnskostnaðurinn er einnig borinn uppi. Það er fjár- magnskostnaðurinn, skuldirnar í þessum undirstöðuatvinnuvegi okkar sem eru að sliga okkur, vaxtakostnaður og skuldbreyting- ar. Það er aldrei borgað af neinu láni. Þessu er bara bætt við höfuð- stólinn og þetta veltir uppá sig eins. og snjóbolti. Þess vegna endar það með því að einhvern tímann verður þjóðfélagið að strika skuldirnar út. Hvort það er gert í dag eða ein- hvern tímann síðar, er annað mál. Það sprengir þjóðfélagið verði þetta ekki gert. -S.dór Innrásin * i Grenadá Viðbrögð heimsins Sjá síöu 7 Blaðamaður Þjóðviljans, Sigurdór Sigurdórsson, ræðir við Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í Alþingishúsinu í gær. (Ljósm. -eik). Sjávarútvegsráöherra í viötali viö Þjóöviljann: Útgerðin verður að búa við taprekstur um sinn - Við sjáum ekki fram á aukin afla á næstunni og því verður útgerðin að búa við tap- rekstur um sinn. Við getum ekki lagt meira á launþega í landinu, sagði Haildór Ás- grímsson í samtali við frétta- mann Þjóðviljans í gær. - Er þá engin lausn í sjónmáli? - Það er engin góð lausn til í íslenskum sjávarútvegi nema meiri afli, að auka verðmæti hans og minnka tilkostnað. - Kristján Ragnarsson segir að flotinn sé að stöðvast, hvað er þá til ráða? - Að mínu mati er það til ráða að viðhalda þeim efnahagsaðgerð- um sem ráðist hefur verið í og reyna að vinna sig útúr vandanum á þeim grunni. Það getur aftur þýtt það að menn verða að búa við tap- rekstur í atvinnurekstrinum um stundarsakir. Hér eru ekki til neinar cinfaldar lausnir og við höfum verið að kanna þessi mál að undanförnu og munum reyna að finna lausn í sam- vinnu við hagsmunaaðila. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.