Þjóðviljinn - 26.10.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Blaðsíða 16
dwðvhhnn Miðvikudagur 26. október 1983 A&alsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 81663 Starfsfólkið bætir Alusuisse hækkunina! Skipt á sléttu Kjaraskerðing ríkis- stjórnarinnar skilar ál- hringnum aftur öllu Nordalsálaginu í Ziir- ich-samningnum. í sjónvarpsþætti um orku- verð og orkunýtingu í gær- kvöldi upplýsti Hjörleifur Gutt- ormsson að í bráðabirgðasam- komulagi ríkisstjórnarinnar og Alusuisse frá 23. sept. sl. hefði auðhringurinn fallist á „tíma- bundið álag” á raforku en feng- ið á móti í vor stórlækkaðan launakostnað samkvæmt kjara- skerðingarlögum ríkisstjórnar- innar, auk alls annars í þessum uppgj afasamningi. Miðað við ári 1982, sem er það síðasta sem reikningar liggja fyrir um hjá ísal og Landsvirkjun, kem- ur í ljós að 25% kjaraskerðing starfsmanna hefði lækkað launa- ko.stnað ísal um 46 m. kr.það ár,en 3 rnill í raforkuverðshækkun (úr 6,5 í 9,5) hefðu skilað 49 millj. króna til Landsvirkjunar það árið. Hér er því nánast um sömu upp- hæðir að ræða. Pó að hlutföllin Starfsmenn álversins greiða atkvæði á fundi fyrir skömmu. breytist eitthvað á yfirstandandi ári er ljóst, að Alusuisse sleppur að mestu við að greiða í reynd við- bótarálagið, sem samið er um til 1 árs, í íslenskt þjóðarbú. Árið 1975 var skipt á raforku- verðshækkun og skattalækkun, nú eru skiptin raforkuverðsálag og launalækkun. Þetta er verklag auð- hringsins eftir formúlunni um „give and take” og Jóhannes Nordal og Sjálfstæðisflokkurinn eru orðnir þjálfaðir í að beyga sig undir þá reglu. -ekh Á leið til fundar í ráðherrabústaðnum í gær „Það er munur að vera á góðum bíl”, sagði forsætisráðherra er hann steig Magnús L. Sveinsson, formaður út úr Blazer-jeppanum góða. (Ljósm. Magnús). VR. Guðmundur J. Guðmundsson, for- Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. maður Verkamannasambandsins. Fyrirspurn um gæðamál á alþingi í gær Tæplega tvær milljónir úr gengismunars j óði En hvað hefur Jóhann Briem grætt á ,,gæðamálum”? verið að umfjöllun í fjölmiðlum um gæðamál með miðlun upplýsinga. Framleitt hefur verið kynningar- og fræðsluefni á myndböndum til notkunar í fjölmiðlum og á vinnu- stöðum”. Af þeim tæplega tveimur miljón- um króna sem ráðstafað hefur ver- ið fóru í: 1. Ráðgjöf og þjónusta kr. 366.986.- 2. Kynning og fræðsla (Mynd- bandagerð, upptaka, laun aðstoð- armanna og önnur aðstoð) kr. 642.463.- 3. Auglýsingar kr. 440.684.- { aðra liði fóru tæplega 130 þús- und (tilraunamat), 100 þúsund í ráðstefnu um gæðamál, 178 þús- und í styrki til tilrauna og 85 þús- und til handbókar í fiskvinnslu. Skúli Alexandersson og Svavar Gestsson gagnrýndu vinnubrögð og árangursleysi ráðuneytisins við- víkjandi gæðamálum. Svavar benti á að komið hefði fram að Jóhann Briem hefði samhliða störfum sín- um fyrir ráðuneytið verið að grauta í fleiri fyrirtækjum sem hefðu haft ágóða af því starfi. Ýmislegt benti til að ráðuneytið hefði unnið með þumalfingrunum að einu mesta nauðsynjamáli þjóðarinnar, sem væri að koma gæðamálunum í gott horf. —óg „Sjávarútvegsráðuneytið hefur varið til gæðamála 1.943.832 krónum af gengis- munarfé ársins 1982”, sagði Hall- dór Ásgrímsson ráðherra í svari við fyrirspurn Skúla Alexand- erssonar um ráðstöfun fjárins til gæðamála á alþingi í gær. Halldór sagði að í árslok 1982 hefði þáverandi sjávarútvegs- málaráðherra ráðið Jóhann Briem til að annast skipulag og stjórnun fræðslu og kynningar- starfs. Ráðherra sagði: „Stuðlað hefur Hjartaskurðdeild komið á fót? Ekki næst í röðinni segir Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra - Það liggur meira á að efla rannsóknaraðstöðu og hjarta- þræðingar heldur en koma upp hjartaskurðlækningadcild við Landspítalann, sagði Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra í svari við fyrirspurn Svavars Gestssonar um hvort ekki yrði séð svo um að slíkri deild yrði komið á laggirnar á næstunni. Svavar sagði fjárhagslegar, mannlegar og tæknilegar rök- semdir hníga að því að slíkri deild yrði komið á fót. Matthías Bjarnason kvaðst því í sjálfu sér hlynntur, en önnur verkefni væru framar í forgangsröðinni. Davíð Aðalsteinsson, Eiður Guðnason, Stefán Benediktsson, Guðmundur Einarsson, Guðrún Agnarsdóttir og Birgir ísleifur Gunnarsson lýstu öll yfir stuðn- ingi flokka sinna við að slíkri deild yrði komið á fót. —óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.