Þjóðviljinn - 26.10.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 26, október 1983 Minning_____________________ Ólafur S. Magnússon kennari Fæddur 18.7. 1918 — Dáinn 18.10. 1983 Milli ofanritaðra dagsetninga eru rúm 65 ár. Hálfsjötugur lést vinur minn og gamall félagi, Ólafur S. Magnússon, kennari við Lækjar- skólann í Hafnarfirði síðustu þrjá áratugina eða nálægt því. Mér finnst Ólafur hafa dáið um aldur fram. Hér féll maður sem skilað hefur drjúgu ævistarfi, og mun bet- ur að því vikið síðar í þessari minn- ingargrein. Hann var hugsjóna- maður. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Ólafs S. Magnússonar við leiðarlokin. Ég mun fyrst og síðast minnast hans sem óvenju vökuls hugsjónamanns. Kennslu hans í grunnskóla, sem hann stund- aði yfir fjörutíu ár, kann ég lítt frá að greina. Um það munu aðrir fjalla, sem meiri kunnugleika hafa þar á. Þó veit ég, að hann hefur þar verið samviskusamur, líkt og við annað sem hann tók sér fyrir hend- ur. Ólafur Sigmar Magnússon, eins og hann hét fullu nafni, var innfæddur Reykvíkingur. Voru foreldrar hans Magnús Jónsson sjómaður og kona hans Margrét Einarsdóttir. Magnúsi man ég eftir sem öldruðum manni og illa förn- um af gigt eða kölkun í mjöðmum. Hann var einn af þeim, sem af komst, er togarinn Skúli fógeti strandaði við Reykjanes fyrir hálfri öld. Margréti móður Ólafs man ég ei eftir, en hún lést 1947, sjötug að aldri. Ólafur var snemma námfús. Hann nam við kvölddeild Gagn- fræðaskólans í Reykjavík veturinn eftir ferminguna. Við Alþýðu- skólann í Reykjavík stundaði Ólafur svo nám 1935-36. En nokk- uð samtímis tók hann að leggja stund á nám í alþjóðamálinu esper- anto hjá meistara Þórbergi - þeim eldhuga. Mátti segja, að snemma beygðist þar krókurinn til þess sem verða vildi hjá Óafi. En alla ævi síðan var hann með hugann við framgang þessa merkilega tungu- máls. Framhaldsnám í esperanto stundaði Ólafur svo hjá Ivan H. Krestanoff 1938. Var hann þá þeg- ar tæplega tvítugur aðeins, orðinn með lærðustu esperantistum hér- lendis. Og lengi er hægt að bæta við sig í flestri kunnáttu. Ólafur tók kennarapróf í esperanto í Helsing- ör 1946. Mun það fátítt meðal landa vorra. Hér var fyrst og fremst um hugsjónamál að ræða, en ekki brauðstrit eða leið að því marki. Ólafur vissi, að til þess að geta lifað og unnið að lífvænlegu starfi þurfti hann að afla sér sérmenntunar á einhverju sviði. Hann lagði á kenn- arabrautina og lauk prófi frá Kenn- raskóla fslands vorið 1939. Var ennsla síðan aðalstarf hans, lengst í Hafnarfirði, eins og fyrr sagði. Einnig úar hann kennari í Reykja- vík og skólastjóri í Vík í Mýrdal í 5 ár, 1948-53. Fundum okkar Ólafs bar fyrst saman haustið 1945, er ég gerðist félagsmaður í esperantistafélaginu Auroro. Félag það stofnaði Ólafur, ásamt nokkrum áhuga- sömum esperantistum. Var hann lengi formaður þess, eða um aldar- fjórðung samtals. Þegar þetta var, var Ólafur formaður félagsins og brennandi í andanum. Fundir voru haldnir öðru hvoru, lengstaf í Að- alstræti 12. Man ég marga áhuga- sama félaga þar, eins og Ólaf Þ. Kristjánsson, Ingimar Óskarsson, Árna Böðvarsson, og Guðrúnu Einarsdóttur frá Skeljabrekku, en hún kenndi mér fyrstu orðin í mál- inu. Of langt mál yrði að telja upp alla þá esperantista, karla og kon- ur, sem þarna blönduðu geði og ræddu saman á esperanto, hver vit- anlega eftir sinni getu. Ég fann fljótt, að Ólafur S. hafði fullt vald á þessu tungumáli. Þá þegar tók hann saman ísl.-esperanto orða- safn, sem mörgum kom að miklum notum, þótt það væri ekki ríkulega frágengið að ytra búningi. Vafa- laust hefur Ólafur ekki grætt á út- gáfu þess, fremur tapað fé. En hon- um var hugsjónin fyrir öllu: að esp- eranto yrði eign sem flestra. Auðveldara tungumál fyrirfinnst ekki á jarðríki. En auðvitað þarf nokkuð að hafa fyrir því að læra það. Enginn sem einu sinni hefur lært þessa tungu, sem raunar er til- búin, getur nokkru sinni gleymt henni. Hann verður ævilangt tengdur henni. Eftir því sem kunn- áttu minni þokaði áfram í málinu, tók ég að sækja fundi Auroro tíðar og þá um leið jukust kynni okkar Ólafs. Maðurinn var þéttur á velli og þéttur í lund. Gegnum hreyfinguna eignaðist ég marga ágæta vini, og var Ólafur S. þar í fremstu röð. Ég var eitt sinn á námskeiði í esperanto er hann hélt fyrir almenning. Þá kynnist ég honum sem kennara. Og ég verð að segja það, að þolinmóðari og áhugasamari kennara hef ég vart kynnst. Margir þeirra, sem nú bera hreyfinguna uppi, voru nemendur Ólafs þarna og á fleiri námskeið- um, sem hann hélt á málinu. Hann starfrækti bréfanámskeið í esper- anto um um árabil og þýddi og samdi kennslubréfin. Fyrir félaga- samtök íslenskra esperantista var Ólafur sístarfandi. Hann var meðr- itstjóri rits, er Samband ísl. esper- antista gaf út og nefndist Voco de Islando: Rödd íslands kom út í tveimuráföngum, 1949-50 og 1958- 60. Birtist þar talsvert efni, er Ólafur stóð að. Hann þýddi margar úrvalssmásögur eftir ísl. höfunda á esperanto. Hann ferðaðist mikið á þing esperantista, sem haldin eru árlega, hér og hvar í heiminum. Stærsti draumur Ólafs og annarra ísl. esperantista rættist er 62. Al- þjóðaþaing esperantista var haldið í Reykjavík sumarið 1977. Var Ólafur þar sjálfkjörinn foringi. Hann var ritari undirbúnings- og framkvæmdanefndar þingsins. Sýnir það, hvílíkt traust menn báru til hans. Það var líka óhætt. Áreið- anlegri mann var vart hægt að hugsa sér. Mót þetta sóttu mörg hundruð manns, víðsvegar að úr heiminum. Esperantistar eru alls staðar, þótt það sé nokkuð mis- jafnt eftir löndum. Með esperanto- kunnáttunni á íslendingur auðvelt með að ræða við Kínverja. Báðir standa þarna jafnt að vígi. Hvorug- ur þarf að beygja sig fyrir tungu- máli hins, eins og oft vill verða. Slíkt er vitanlega stórkostlegt. Fyrsta landsmót esperantista hér á landi var haldið í háskólanum haustið 1950. Þar var Ólafur svo sannarlega í forystusveit, þótt hann væri ekki forseti sambandsins. Það var Halldór Kolbeins, prestur í Vestmannaeyjum. Persónulegasta samband okkar Ólafs S. verð ég að telja það, er við þýddum saman bók sumarið 1950. Það var hásumar og við fengum ekkert að gera í höfuðstaðnum, en kennaralaunin nægðu þá ekki til framfærslu ein sér. En Ólafur var ' ekki ráðalaus. Hann spurði mig, hvort við gætum ekki þýtt saman einhverja fræga sögu, erþýdd hefði verið á esperanto. Ég sló til og Ólafur fann á Landsbókasafninu söguna Vendetta (Blóðhefndin), eftir Honoré de Balzac. Verkinu höguðum við þannig, að Ólafur hafði bókina í hendi sér og lá þá aftur á bak á legubekk, en ég skrif- aði niður og hagræddi málinu eitthvað. Ekki töluðum við annað mál en esperanto meðan á þessu þýðingarstarfi stóð. Allur júlímán- uður fór í þetta. Hófum við að vísu þýðingarnar ekki fyrr en að lokn- ufn hádegismat, dag hvern, en vor- um síðan að fram undir kvöldmat. Að þýða bók, svo að vel fari, er ekkert áhlaupaverk. Nánar tiltekið unnum við að þessu í herskála ein- um nálægt Hálogalandi. Móðir mín átti herskálann og áttum við hjón, með ungan son, innhlaup hjá henni meðan leitað var að betra húsnæði. Mér fannst gaman að vinna með Ólafi. Hann var dálítið spaug- samur. En hvernig fór svo um þessa þýðingu okkar, sem Ólafur átti vitanlega miklu meira í en ég? Loks árið 1958 kom hún út hjá Leiftri. Þýðingarlaunanna var nokkuð langt að btða. Þá fengum við 2000 krónur hvor! Til þess að gera lesendum þess- arar minningargreinar nokkra grein fyrir esperanto, skal þetta skráð: Ésperanto er hugsað sem al- þjóðlegt hjálparmál. Það er einfalt í byggingu. Höfundur málsins var pólskur gyðingur, Ludvig Zamen- hof að nafni. Hann fæddist árið 1859 og lést 1917. Tungumálið var hugsað sem aflgjafi bræðralags allra manna. Tungumálaglund- roðin var að dómi Zamenhofs ein af orsökum úlflúðar milli manna. Á heimaslóðum sínum, í Póllandi, hafði hann séð fjögur þjóðarbrot, er ekki skildu hvert annað, liggja í stöðugum erjum. Þetta lagðl Ólafur S. einnig áherslu á. Esper- Áhugafólk um friöar- og afvopnunarmál Heimsfriðarráðiö stefna þess og starf Fundur veröur haldinn í kvöld, miðvikudag, 26. okt. kl. 20.30 í fundarsal Tannlæknafélagsins aö Síðumúla 35. Á fundinn mæta og ræða starf og stefnu Heimsfriðarráðsins, og starfsemi friðarhreyfinga í heimalöndum sínum: Romesh Chandra, forseti Heimsfriðarráðsins. Vinie Burrows, fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum (frá Bandaríkjunum). Veronica Sieglin frá Þýska sambandslýðveldinu. Carl-Oscar Rosschou starfsmaður Heimsfriðarráðsins (frá Danmörku). Fundurinn er öllum opinn og eru allir áhugamenn um friðar- og afvopnunarmál eru hvattir til að mæta á fundinn, og kynnast starfsemi og stefnu stærstu og viðamestu friðarsamtaka sem starfa í heiminum í dag. íslenska friðarnefndin. anto er spor í þá átt, að þjóðir heimsins vinni saman og verði eins og bræður. En hræddur er ég um, að Ólafi vini mínum hafi þótt miða hægt hugsjónamáli dr. Zamenhofs. f ljóði, er ég orti á esperanto, um höfund esperantos, eftir hvatningu Ólafs, kemst ég m.a. þannig að orði (Þýðingin er mín A.B.S.) í brjósti þínu hugsjón átti hæli, þín hugsjón var að skapa frið á jörð. Pað gerðist fyrir fjöldamörgum árum, og fœstir vita hve sú raun var hörð. En hvernig skyldi skapa frið í heimi og skilning auka millum þjóða hans? Pað yrði fœrt með einni hjálpartungu; og aflið stœrst er þroski sérh vers manns. En þótt hugsjónamenn verði oft fyrir vonbrigðum, brennurætíð hið innra með þeim eldur áhugans. Sú var gæfa Ólafs S. Magnússonar. Sú var einnig gæfa þeirrar þjóðar, er fékk að njóta verk hans. Að lokum skal hér getið kvon- fangs Ólafs. Nokkuð var liðið á manndómsár hans, er hann kvong- aðist. Og átti esperantohreyfingin þar hlut að máli, því að á einu slíku móti erlendis mun hann hafa kynnst konuefni sínu. Þau voru meira að segja gefin saman á al- þjóðamálinu, og var það fyrsta hjónavígsla á esperanto hér á landi. Konan heitir Gerda Harm- ina, f. Leussink, frá Hollandi, hef- ur hún nú íslenskt nafn: Gerða Jónsdóttir. Bæði voru þau samhent í lífi og starfi. Hugsjónina áttu þau sameiginlega: esperanto." Gaman var að koma á fund með þeim og öðrum esperantistum. Samstaðan og hugsjónin var öllum þar hvati að vinna vel. Gerða reyndist manni sínum góður lífsförunautur. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn: Einar og Guðrúnu. Ólafur lést í Borgarsjúkrahúsinu eftir stutta vanheilsu. Hjartasjúk- dómur var þar að verki. Hann er allur, 65 ára. Nýlega hafði hann látið af störfum og hugðist nú geta sinnt áhugamálum sínum, og bar þar vitanlega hæst alþjóðamálið. Síðasta verk sem hann vann að, var að snúa Njáls sögu áesperanto. Því verki varð ekki lokið, en mikið og gott starf liggur eftir þennan vin minn. Hann skilaði góðu dagsverki og miklu. Að lokum langar mig til að kveðja Ólaf með nokkrum orðum á esperanto: Koran denkon, mia kara amiko! „En via brusto kreskis idealo: eternan krei pacon sur la ter“. „En la mondon venis nova sento, tra la mondo iras forta vok- o.“(Zamenhof). Ástvinum Ólafs sendi ég samúð- arkveðjur. 20. okt. 1983. Auðunn Bragi Sveinsson. Konur í Alþýðubandalaginu! FUNDUR fimmtudaginn 27. október kl. 20.30 aö Hverfisgötu 105. Undirbúningur fyrir landsfund Umræður í hópum m.a. um: Atvinnu- og menntunarmál kvenna Fjölskyldupólitík Flokksstarfið í Ijósi kynjajafnréttis Fjölmennum Miðstöð kvenna Auglysiö í Þjóðvil.janum Hjartans þakkir til ykkar allra sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu með hamingjuóskum, gjöfum og skeytum. Erlendur Indriðason

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.